Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. nóvember 2024 17:22 Joe Biden ávarpaði Bandaríkjamenn að forsetakosningum loknum. EPA „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. Þar tilkynnti Biden að hann væri búinn að ræða við Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Kamölu Harris varaforseta sem laut í lægra haldi í forsetakosningunum vestanhafs. „Í gær ræddi ég við Trump og óskaði honum til hamingju með kosningasigurinn. Ég sagðist ætla að ábyrgjast það að mín ríkisstjórn myndi vinna með hans teymi til að til að tryggja friðsamleg og örugg valdaskipti. Það er það sem ameríska þjóðin á skilið,“ sagði Biden. Hann hrósaði Kamölu Harris einnig hástert og sagði að hún og hennar teymi gætu verið stolt af kosningabaráttu hennar sem hafi leitt í ljós dug hennar og karakter. „Baráttan um sál Ameríku hefur frá stofnun birst sem óendanleg rökræða, og hún er það enn í dag. Ég veit að í hugum sumra gengur nú í garð tími sigra, en aðrir líta á þetta sem tap. Kosningabarátta sem þessi er keppni um mismunandi sýn þar sem fólk þarf að gera upp á milli tveggja valkosta. Við virðum niðurstöðu þjóðarinnar. Ég hef oft sagt að maður getur ekki bara elskað landið sitt þegar maður sigrar. Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála.“ Biden hélt því jafnframt fram að kosningar í Bandaríkjunum væru sanngjarnar og gagnsæjar. Fólk mætti treysta því. Hann bað jafnframt fólk að gleyma ekki árangri síðustu fjögurra ára. „Þetta hefur verið söguleg forsetatíð, ekki vegna þess að ég var forseti heldur vegna þess sem við gerðum, og þið gerðuð.“ Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Þar tilkynnti Biden að hann væri búinn að ræða við Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Kamölu Harris varaforseta sem laut í lægra haldi í forsetakosningunum vestanhafs. „Í gær ræddi ég við Trump og óskaði honum til hamingju með kosningasigurinn. Ég sagðist ætla að ábyrgjast það að mín ríkisstjórn myndi vinna með hans teymi til að til að tryggja friðsamleg og örugg valdaskipti. Það er það sem ameríska þjóðin á skilið,“ sagði Biden. Hann hrósaði Kamölu Harris einnig hástert og sagði að hún og hennar teymi gætu verið stolt af kosningabaráttu hennar sem hafi leitt í ljós dug hennar og karakter. „Baráttan um sál Ameríku hefur frá stofnun birst sem óendanleg rökræða, og hún er það enn í dag. Ég veit að í hugum sumra gengur nú í garð tími sigra, en aðrir líta á þetta sem tap. Kosningabarátta sem þessi er keppni um mismunandi sýn þar sem fólk þarf að gera upp á milli tveggja valkosta. Við virðum niðurstöðu þjóðarinnar. Ég hef oft sagt að maður getur ekki bara elskað landið sitt þegar maður sigrar. Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála.“ Biden hélt því jafnframt fram að kosningar í Bandaríkjunum væru sanngjarnar og gagnsæjar. Fólk mætti treysta því. Hann bað jafnframt fólk að gleyma ekki árangri síðustu fjögurra ára. „Þetta hefur verið söguleg forsetatíð, ekki vegna þess að ég var forseti heldur vegna þess sem við gerðum, og þið gerðuð.“
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira