Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. nóvember 2024 22:29 Harris hélt ræðu fyrir framan stuðningsfólk sitt í kvöld. Hún hafði áður hringt í Trump og óskað honum til hamingju. getty Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. Kamala sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt þegar ljóst varð að hún yrði ekki næsti Bandaríkjaforseti, heldur mótframbjóðandi hennar Donald Trump. Síðan þá hefur staða Harris í kosningunum einungis versnað og nú er ljóst að hún mun ekki fá fleiri atkvæði en Trump, nokkuð sem Hillary Clinton tókst þrátt fyrir ósigur árið 2016. Mun aldrei gefa baráttuna upp á bátinn Harris hélt ræðu við Howard háskóla í Washington í kvöld. Þar stappaði hún stálinu í stuðningsmenn sína. „Á sama tíma og ég játa ósigur í þessum kosningum, þá mun ég aldrei játa ósigur í þeirri baráttu sem dreif þetta áfram,“ sagði Harris. „Baráttan fyrir frelsi, fyrir tækifærum, fyrir sanngirni og reisn allra. Baráttan fyrir þeirri hugsjón sem býr í hjarta okkar, hugsjón sem sýnir Bandaríkin í blóma. Það er barátta sem ég mun aldrei gefa upp á bátinn.“ „Baráttan fyrir frelsi verður verður erfiðisvinna. En eins og ég segi alltaf, okkur líkar við erfiðisvinnu. Erfiðisvinna er góð vinna, getur verið góð skemmtileg vinna. Baráttan fyrir landinu okkar er alltaf þess virði,“ sagði Harris einnig. Biður fyrir fólki í valdastöðum Hún beindi orðum sínum sérstaklega að ungu stuðningsfólki og ræddi réttinn til þungunarrofs. „Stundum tekur baráttan tíma, en það þýðir ekki að við munum ekki vinna. Það sem skiptir mestu máli er að gefast ekki upp í því að gera heiminn betri. Þið hafið völd og ekki hlusta á fólk þegar það segir að eitthvað sé ómögulegt því það hefur ekki verið gert hingað til.“ Fleiri stórir leikendur í bandarískum stjórnmálum hafa tjáð sig, til dæmis fyrrverandi samherji Trump og varaforseti Mike Pence á samfélagsmiðlinum X. Hann óskaði Trump til hamingju. The American people have spoken and Karen and I send our sincere congratulations to President-Elect Donald Trump and his family on his election as 47th President of the United States. We also send our congratulations to Vice President-Elect J.D. Vance and his family on his…— Mike Pence (@Mike_Pence) November 6, 2024 „Við munum áfram biðja fyrir þeim sem eru í valdastöðu og ég hvet hvern Bandaríkjamann til þess að fylgja okkur í því að biðja fyrir næsta forseta, varaforseta og kjörnum embættismönnum á hverju sviði. Guð blessi Bandaríkin,“ skrifaði Pence. „Jafnvel til þeirra sem við erum mjög ósammála“ Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti óskaði Trump til hamingju með niðurstöðuna sem hann sagði vera vissulega ekki þá sem hann hann hafi óskað sér. „En það að búa við lýðræði snýst um að viðurkenna að okkar sjónarhorn verður ekki alltaf fyrir valinu, og að viðurkenna friðsamleg valdaskipti,“ skrifaði Obama. Here's our statement on the results of the 2024 presidential election: pic.twitter.com/lDkNVQDvMn— Barack Obama (@BarackObama) November 6, 2024 „Í landi sem er jafn stórt og fjölbreytilegt og okkar, munum við ekki alltaf sjá allt sömu augum. En til að framfarir eigi sér stað verðum við að geta boðið fram traust og góðvild - jafnvel til þeirra sem við erum mjög ósammála. Þannig höfum við komist svona langt, og þannig munum við halda áfram að byggja land sem er sanngjarnara og réttlátara, með meira jafnrétti og meira frelsi.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Kamala sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt þegar ljóst varð að hún yrði ekki næsti Bandaríkjaforseti, heldur mótframbjóðandi hennar Donald Trump. Síðan þá hefur staða Harris í kosningunum einungis versnað og nú er ljóst að hún mun ekki fá fleiri atkvæði en Trump, nokkuð sem Hillary Clinton tókst þrátt fyrir ósigur árið 2016. Mun aldrei gefa baráttuna upp á bátinn Harris hélt ræðu við Howard háskóla í Washington í kvöld. Þar stappaði hún stálinu í stuðningsmenn sína. „Á sama tíma og ég játa ósigur í þessum kosningum, þá mun ég aldrei játa ósigur í þeirri baráttu sem dreif þetta áfram,“ sagði Harris. „Baráttan fyrir frelsi, fyrir tækifærum, fyrir sanngirni og reisn allra. Baráttan fyrir þeirri hugsjón sem býr í hjarta okkar, hugsjón sem sýnir Bandaríkin í blóma. Það er barátta sem ég mun aldrei gefa upp á bátinn.“ „Baráttan fyrir frelsi verður verður erfiðisvinna. En eins og ég segi alltaf, okkur líkar við erfiðisvinnu. Erfiðisvinna er góð vinna, getur verið góð skemmtileg vinna. Baráttan fyrir landinu okkar er alltaf þess virði,“ sagði Harris einnig. Biður fyrir fólki í valdastöðum Hún beindi orðum sínum sérstaklega að ungu stuðningsfólki og ræddi réttinn til þungunarrofs. „Stundum tekur baráttan tíma, en það þýðir ekki að við munum ekki vinna. Það sem skiptir mestu máli er að gefast ekki upp í því að gera heiminn betri. Þið hafið völd og ekki hlusta á fólk þegar það segir að eitthvað sé ómögulegt því það hefur ekki verið gert hingað til.“ Fleiri stórir leikendur í bandarískum stjórnmálum hafa tjáð sig, til dæmis fyrrverandi samherji Trump og varaforseti Mike Pence á samfélagsmiðlinum X. Hann óskaði Trump til hamingju. The American people have spoken and Karen and I send our sincere congratulations to President-Elect Donald Trump and his family on his election as 47th President of the United States. We also send our congratulations to Vice President-Elect J.D. Vance and his family on his…— Mike Pence (@Mike_Pence) November 6, 2024 „Við munum áfram biðja fyrir þeim sem eru í valdastöðu og ég hvet hvern Bandaríkjamann til þess að fylgja okkur í því að biðja fyrir næsta forseta, varaforseta og kjörnum embættismönnum á hverju sviði. Guð blessi Bandaríkin,“ skrifaði Pence. „Jafnvel til þeirra sem við erum mjög ósammála“ Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti óskaði Trump til hamingju með niðurstöðuna sem hann sagði vera vissulega ekki þá sem hann hann hafi óskað sér. „En það að búa við lýðræði snýst um að viðurkenna að okkar sjónarhorn verður ekki alltaf fyrir valinu, og að viðurkenna friðsamleg valdaskipti,“ skrifaði Obama. Here's our statement on the results of the 2024 presidential election: pic.twitter.com/lDkNVQDvMn— Barack Obama (@BarackObama) November 6, 2024 „Í landi sem er jafn stórt og fjölbreytilegt og okkar, munum við ekki alltaf sjá allt sömu augum. En til að framfarir eigi sér stað verðum við að geta boðið fram traust og góðvild - jafnvel til þeirra sem við erum mjög ósammála. Þannig höfum við komist svona langt, og þannig munum við halda áfram að byggja land sem er sanngjarnara og réttlátara, með meira jafnrétti og meira frelsi.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira