Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Jón Þór Stefánsson skrifar 6. nóvember 2024 08:17 Donald Trump eftir sigurræðuna í Flórída. Getty „Það er mikill heiður að hafa verið kjörinn 47. og 45. forseti Bandaríkjanna,“ sagði Donald Trump þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída, en þar lýsti hann yfir sigri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. „Þetta mun svo sannarlega verða gullöld Bandaríkjanna. Þetta er frábær sigur fyrir amerísku þjóðina og hann mun gera okkur kleift að gera Ameríku frábær á ný!“ sagði Trump. Trump steig á svið ásamt fjölda fólks. Þar á meðal var fjölskylda hans sem og nánir stuðningsmenn. Ræðan gekk að miklu leyti út á það að hann þakkaði þessu fólki fyrir og varpaði kastljósinu á það á meðan hann hrósaði því og sjálfum sér hástert. Hér má sjá hluta úr ræðu Trump. Hann byrjaði þó á því að þakka þeirri pólitísku hreyfingu sem hefur myndast í kringum hann, MAGA-hreyfingunni. Hann hélt því fram að um væri að ræða bestu pólitísku hreyfingu sögunnar. Besta endurkoma sögunnar Þá óskaði hann JD Vance til hamingju með að verða verðandi varforseti Bandaríkjanna. Vance tók til máls. Hann sagði að um væri að ræða mögnuðustu endurkomu í sögu stjórnmálanna og að fram undan væri besta endurkoma í efnahagssögu Bandaríkjanna. „Við erum með nýja stjörnu. Stjarna er fædd,“ sagði Trump um auðjöfurinn Elon Musk sem hefur stutt hann í kosningabaráttunni. Á meðal annarra sem Trump hrósaði sérstaklega voru golfarinn Bryson DeChambeau, Dana White, stjórnandi UFC, og Robert F. Kennedy, sem bauð sig fyrst fram sem Demókrati, svo óháður, en síðan gekk hann til liðs við Trump. „Við getum gert hluti sem enginn annar getur gert. Kína á ekki það sem við eigum. Enginn á það sem við eigum. Við erum líka með besta fólkið. Kannski er það mikilvægast af öllu,“ sagði Trump. „Við sameinuðum ólíkt fólk um sameiginlega sýn um skynsemi. Flokkurinn okkar snýst um skynsemi. Við viljum landamæri, öryggi, frábæra menntun, og sterkan her sem við þurfum helst ekki að nota.“ Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Dana White forseit UFCGetty Ætlar að gefa allt í starfið Trump lifði af skotárás í júlí, þegar árásarmaður hæfði hann í eyrað á meðan hann hélt ræðu á kosningafundi. „Fólk hefur sagt mér að það hafi verið ástæða fyrir því að Guð bjargaði lífi mínu. Það var til þess að bjarga landinu okkar, og endurreisa Ameríku. Nú munum við ganga að þessu verkefni saman. Það verður ekki auðvelt en ég mun færa alla mína orku, anda og þrautseigju sem er að finna í sál minni í þetta starf sem þið treystið mér fyrir. Þetta starf er engu líkt. Þetta er mikilvægasta starf í heimi,“ sagði Trump. „Guð blessi ykkur og megi Guð blessa Ameríku.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
„Þetta mun svo sannarlega verða gullöld Bandaríkjanna. Þetta er frábær sigur fyrir amerísku þjóðina og hann mun gera okkur kleift að gera Ameríku frábær á ný!“ sagði Trump. Trump steig á svið ásamt fjölda fólks. Þar á meðal var fjölskylda hans sem og nánir stuðningsmenn. Ræðan gekk að miklu leyti út á það að hann þakkaði þessu fólki fyrir og varpaði kastljósinu á það á meðan hann hrósaði því og sjálfum sér hástert. Hér má sjá hluta úr ræðu Trump. Hann byrjaði þó á því að þakka þeirri pólitísku hreyfingu sem hefur myndast í kringum hann, MAGA-hreyfingunni. Hann hélt því fram að um væri að ræða bestu pólitísku hreyfingu sögunnar. Besta endurkoma sögunnar Þá óskaði hann JD Vance til hamingju með að verða verðandi varforseti Bandaríkjanna. Vance tók til máls. Hann sagði að um væri að ræða mögnuðustu endurkomu í sögu stjórnmálanna og að fram undan væri besta endurkoma í efnahagssögu Bandaríkjanna. „Við erum með nýja stjörnu. Stjarna er fædd,“ sagði Trump um auðjöfurinn Elon Musk sem hefur stutt hann í kosningabaráttunni. Á meðal annarra sem Trump hrósaði sérstaklega voru golfarinn Bryson DeChambeau, Dana White, stjórnandi UFC, og Robert F. Kennedy, sem bauð sig fyrst fram sem Demókrati, svo óháður, en síðan gekk hann til liðs við Trump. „Við getum gert hluti sem enginn annar getur gert. Kína á ekki það sem við eigum. Enginn á það sem við eigum. Við erum líka með besta fólkið. Kannski er það mikilvægast af öllu,“ sagði Trump. „Við sameinuðum ólíkt fólk um sameiginlega sýn um skynsemi. Flokkurinn okkar snýst um skynsemi. Við viljum landamæri, öryggi, frábæra menntun, og sterkan her sem við þurfum helst ekki að nota.“ Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Dana White forseit UFCGetty Ætlar að gefa allt í starfið Trump lifði af skotárás í júlí, þegar árásarmaður hæfði hann í eyrað á meðan hann hélt ræðu á kosningafundi. „Fólk hefur sagt mér að það hafi verið ástæða fyrir því að Guð bjargaði lífi mínu. Það var til þess að bjarga landinu okkar, og endurreisa Ameríku. Nú munum við ganga að þessu verkefni saman. Það verður ekki auðvelt en ég mun færa alla mína orku, anda og þrautseigju sem er að finna í sál minni í þetta starf sem þið treystið mér fyrir. Þetta starf er engu líkt. Þetta er mikilvægasta starf í heimi,“ sagði Trump. „Guð blessi ykkur og megi Guð blessa Ameríku.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira