Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar 4. nóvember 2024 09:45 Svargrein við grein ungra Sjálfstæðiskvenna. Ég veit ekki hvort beri alvarlegri vott um vitsmunalega vanstillingu: að halda því fram að „sorgleg þróun í Bandaríkjunum eigi ekkert skylt við Ísland“, eða að standa í þeirri barnslegu trú að kvenréttindi séu óafturkræfur hlutur sem þurfi ekki að varðveita til að viðhalda. Við lifum á tímum stafrænnar alþjóðavæðingar þar sem hugmyndafræðileg landamæri hafa máðst út þó þau jarðfræðilegu séu enn til staðar. Að halda því fram að samfélagsleg þróun í erlendum ríkjum hafi engin áhrif á innanríkismálin er álíka fjarstæðukennt og að lýsa því yfir að tækniþróun í útlöndum hafi ekkert með tækniþróun á Íslandi að gera. Þegar kemur að menningarlegum uppvexti okkar landsmanna deila Bandaríkin og Evrópa hugmyndafræðilegu forræði, og afneitun á því sker ekki á strengina sem liggja til beggja átta. Með regluvæðingu kvenlíkamans hafa barneignir orðið að pólitísku fyrirbæri. Sumstaðar hafa stjórnvöld glæpavætt þungunarrof til að sporna gegn öldrun þjóða, með þeim afleiðingum að konur flykkist í ófrjósemisaðgerðir í mótmælaskyni. Annarsstaðar hafa hafa stjórnvöld þvingað konur í ófrjósemisaðgerðir til að sporna gegn mannfjölgun, með afleiðingum sem óhugsandi er að binda í orð. Afskiptasemi stjórnvalda á sjálfsumboði kvenna á sér margskonar birtingarmyndir sem fylgja engri línulegri þróun - kvenréttindi eru fengin og hrifsuð í burtu, frelsið kemur og fer, ekki bara í framandi löndum heldur einnig í Evrópu og Bandaríkjunum. Þó hérlendis ríki víðtæk sátt um rétt kvenna til þungunarrofs eru þau réttindi ekki orðin aldargömul, og nú þegar þessi réttindi eru skert og afnumin í náskyldum löndum er ekki nema von að stjórnmálamenn haldi áfram að berjast fyrir þeim án þess að vera sakaðir um að „skora ódýr pólitísk stig.“ Þungunarrofspólitík gengur ekki út á að vega og meta sjálfsumboð kvenna gegn hagsmunum ófæddra barna. Að tryggja ákvörðunarrétt kvenna á eigin meðgöngu er fyrst og fremst formleg traustsyfirlýsing til kvenna - nauðsynlegt mótefni gegn yfirgengilegri regluvæðingu kvenlíkamans sem á sér svo sögulega djúpar rætur að okkur hættir til að finnast hún eðlileg. Aukið þungunarrofsfrelsi fjölgar ekki þungunarrofum - en það eykur valfrelsi, styrkir sjálfsákvörðunarréttinn, og stefnir okkur í átt að auknu einstaklingsfrelsi. Í lýðræðisríkjum eru stjórnmálamenn málsvarar almennings. Því ber að taka alvarlega þegar hópur einstaklinga sem kenna sig við einn stærsta stjórnmálaflokk í landinu draga umræðuna niður á svo lágt plan að hún verður ekki einungis ómálefnaleg - heldur fáfræðileg. Hvort tilgangurinn hafi verið að höfða til óupplýstra kjósenda, eða hvort þetta hafi verið raunveruleg tilraun til að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni veit ég ekki, en ég vona fyrir hönd komandi kynslóða að þetta séu ekki þau vitsmunalegu viðmið sem við eigum að venjast. Maður vonar í það minnsta að framtíðarþingmenn beri skynbragð á þann veruleika sem mænir á þá hverju sinni. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Þungunarrof Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Innflutt skautun í boði Viðreisnar Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. 2. nóvember 2024 14:01 Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Svargrein við grein ungra Sjálfstæðiskvenna. Ég veit ekki hvort beri alvarlegri vott um vitsmunalega vanstillingu: að halda því fram að „sorgleg þróun í Bandaríkjunum eigi ekkert skylt við Ísland“, eða að standa í þeirri barnslegu trú að kvenréttindi séu óafturkræfur hlutur sem þurfi ekki að varðveita til að viðhalda. Við lifum á tímum stafrænnar alþjóðavæðingar þar sem hugmyndafræðileg landamæri hafa máðst út þó þau jarðfræðilegu séu enn til staðar. Að halda því fram að samfélagsleg þróun í erlendum ríkjum hafi engin áhrif á innanríkismálin er álíka fjarstæðukennt og að lýsa því yfir að tækniþróun í útlöndum hafi ekkert með tækniþróun á Íslandi að gera. Þegar kemur að menningarlegum uppvexti okkar landsmanna deila Bandaríkin og Evrópa hugmyndafræðilegu forræði, og afneitun á því sker ekki á strengina sem liggja til beggja átta. Með regluvæðingu kvenlíkamans hafa barneignir orðið að pólitísku fyrirbæri. Sumstaðar hafa stjórnvöld glæpavætt þungunarrof til að sporna gegn öldrun þjóða, með þeim afleiðingum að konur flykkist í ófrjósemisaðgerðir í mótmælaskyni. Annarsstaðar hafa hafa stjórnvöld þvingað konur í ófrjósemisaðgerðir til að sporna gegn mannfjölgun, með afleiðingum sem óhugsandi er að binda í orð. Afskiptasemi stjórnvalda á sjálfsumboði kvenna á sér margskonar birtingarmyndir sem fylgja engri línulegri þróun - kvenréttindi eru fengin og hrifsuð í burtu, frelsið kemur og fer, ekki bara í framandi löndum heldur einnig í Evrópu og Bandaríkjunum. Þó hérlendis ríki víðtæk sátt um rétt kvenna til þungunarrofs eru þau réttindi ekki orðin aldargömul, og nú þegar þessi réttindi eru skert og afnumin í náskyldum löndum er ekki nema von að stjórnmálamenn haldi áfram að berjast fyrir þeim án þess að vera sakaðir um að „skora ódýr pólitísk stig.“ Þungunarrofspólitík gengur ekki út á að vega og meta sjálfsumboð kvenna gegn hagsmunum ófæddra barna. Að tryggja ákvörðunarrétt kvenna á eigin meðgöngu er fyrst og fremst formleg traustsyfirlýsing til kvenna - nauðsynlegt mótefni gegn yfirgengilegri regluvæðingu kvenlíkamans sem á sér svo sögulega djúpar rætur að okkur hættir til að finnast hún eðlileg. Aukið þungunarrofsfrelsi fjölgar ekki þungunarrofum - en það eykur valfrelsi, styrkir sjálfsákvörðunarréttinn, og stefnir okkur í átt að auknu einstaklingsfrelsi. Í lýðræðisríkjum eru stjórnmálamenn málsvarar almennings. Því ber að taka alvarlega þegar hópur einstaklinga sem kenna sig við einn stærsta stjórnmálaflokk í landinu draga umræðuna niður á svo lágt plan að hún verður ekki einungis ómálefnaleg - heldur fáfræðileg. Hvort tilgangurinn hafi verið að höfða til óupplýstra kjósenda, eða hvort þetta hafi verið raunveruleg tilraun til að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni veit ég ekki, en ég vona fyrir hönd komandi kynslóða að þetta séu ekki þau vitsmunalegu viðmið sem við eigum að venjast. Maður vonar í það minnsta að framtíðarþingmenn beri skynbragð á þann veruleika sem mænir á þá hverju sinni. Höfundur er listmálari.
Innflutt skautun í boði Viðreisnar Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. 2. nóvember 2024 14:01
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun