Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 09:16 Íbúar í Ölfusi fá tækifæri til að hafa áhrif á framtíð Íslands í komandi kosningum. Ekki aðeins með því að kjósa fólk til að vinna að hag þjóðarinnar á Alþingi, heldur einnig um það hvort leyfa eigi þýskum sementsrisa að koma sér fyrir í landi Þorlákshafnar og setja í gang fordæmalausar fyrirætlanir sem snerta hag allra Íslendinga. Kosið verður um það hvort sveitarfélagið eigi að samþykkja breytingu á aðal- og deiliskipulagi þannig að Heidelberg Material (áður Heidelberg Cement) geti hafist handa við að reisa verksmiðju, sem er í aðeins 2,5 km. fjarlægð frá leikskóla sem nú er verið að byggja í nýju hverfi í Þorlákshöfn ásamt nýjum hafnarmannvirkjum í nálægð við landeldin sem eru að byggjast upp. Bæjarstjóri Ölfuss sagði í viðtali við RÚV nú nýlega að honum fyndist málið ekki mikið rætt í sveitarfélaginu heldur væri það frekar rætt annars staðar og þá vegna þess að fólk þekki málið illa. Ég veit ekki hversu marga íbúa bæjarstjórinn hittir öllu jafna en upplifun mín er gjörólík. Fjölmargir áhyggjufullir íbúar hafa komið að máli við mig undanfarna daga og deilt áhyggjum sínum vegna þessa máls. Íbúar hafa meðal annars áhyggjur af ímynd og framtíð bæjarins, öryggi sínu og fjölskyldunnar á vegum úti. Sjómenn hafa áhyggjur af fiskimiðum vegna fyrirætlana um námugröft á hafsbotni mikilvægra hrygningarsvæða fiskstofna landsins, starfsfólk landeldanna hefur áhyggjur af neikvæðum áhrifum og enn aðrir hafa áhyggjur af því að fjármokstur Heidelberg í ýmis félög í bænum kunni að hafa mótandi áhrif á skoðun fólks þegar kemur að kosningu. Þess fyrir utan hafa íbúar í öðrum sveitarfélögum einnig réttmætar áhyggjur af málinu því þau keyra jú mörg þessa sömu vegi og óttast ágang erlends stórfyrirtækis á auðlindir landsins. Hvað gerist þegar fyrsta fjallið klárast, hvaða fjall verður mokað niður næst og flutt úr landi? Áhrif á umferðaröryggi Þessar áhyggjur eru ekki úr lausu lofti gripnar. Umsögn Vegagerðarinnar við fyrirætlanir um stórfellda námuvinnslu í Þrengslunum er afdráttarlaus og segir meðal annars: ,,Ekki er unnt að hefja stórfellda efnisflutninga úr Litla-Sandfelli um núverandi veg til Þorlákshafnar.” Þá hefur Vegagerðin einnig sagt að aðstæður fyrir þessa nýju höfn sem Heidelberg Materials hyggst reisa á nýjum stað nálægt landeldunum séu mjög varasamar. Þar sé ekki það sem megi kalla náttúrulegt hafnarstæði. Há alda nái langt inn á víkinna sem geri aðstæður mjög erfiðar, bæði hvað varðar siglingu skipa að og frá höfninni sem og fyrir viðlegu skilyrði innan hafnar. Til stendur að allt að 25 skip sigli í höfnina í hverri viku. Vegagerðin telur að ekki hafi verið sýnt fram á að tillögurnar muni ganga upp fyrir þessa flutninga. Umhverfisvæn matvælaframleiðsla og/eða grjótmulnings verksmiðja? Það er því ekki að ástæðulausu sem landeldisfyrirtækið First Water hefur áhyggjur af mengunarslysum frá fyrirhugaðri höfn með allri skipaumferðinni og þeim 100 vörubílum sem eiga að keyra í verksmiðjuna daglega. Áhyggjur þeirra snúa einnig að rykmengun og titringi frá starfseminni sem kann að hafa neikvæð áhrif á fiskana. Sveitarfélagið var búið að tala fyrir því að sækja fram á sviði umhverfisvæns matvælaiðnaðar svo fyrirtæki eins og First Water, sem kom í þeirri góðu trú með 100 milljarða króna fjárfestingu, þarf nú að verjast þessari stefnubreytingu sem eðlilega hefur neikvæð áhrif á ímynd þess ef af verður. Hafrannsóknastofnun afdráttarlaus í umsögn sinni Hluti af fyrirætlunum Heidelberg Material er stórfelldur námugröftur á hafsbotni þar sem hrygningastöðvar mikilvægra fiskstofna landsins er að finna. Niðurstöður Hafrannsóknar um neikvæð áhrif á lífríki voru kynntar á íbúafundi sem fulltrúar úr minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss stóðu fyrir í maí. Það vakti athygli að Heidelberg Material reyndi að koma í veg fyrir að sérfræðingur Hafró myndi koma fram á fundinum sem hefur ekki áður gerst í tíð forstjóra Hafrannsóknastofnunar líkt og kom fram í viðtali við hann. Í framhaldi af neikvæðum umsögnum Hafró lagði Heidelberg fram breytta áætlun og óskaði eftir nýju áliti Hafrannsóknastofnunar sem kom fram í september síðastliðinn en niðurstaðan var sú sama. Hafró leggst alfarið gegn framkvæmdinni. Hún sé fordæmalaus og mun hafa neikvæð áhrif á afkomu fiska og annarra lífvera. Stofnunin bendir líka á að engin lög eða reglugerðir eru til um verndun fiska eða hrygningarsvæða gegn uppdælingu á jarðefnum. Þá hefur Vestmannaeyjabær einnig gagnrýnt þessar fyrirætlanir því þær skapa hættu fyrir innviði bæjarins. Efnistakan á hafsbotni var ein af meginforsendum fyrir verkefninu og átti meirihluti efnisins að koma þaðan. Geta peningar keypt atkvæði? Þau sem hafa farið á golfvöllinn í Þorlákshöfn í sumar ráku eflaust augun í Heidelberg fána við fyrstu 9 holurnar og í íþróttahúsinu er stærsta og mest áberandi auglýsingin í salnum einnig frá Heidelberg. Þá stóð til að merkja búninga ungra iðkenda í fótboltafélaginu í bænum með auglýsingu frá fyrirtækinu en blessunarlega var fullur skilningur þar þegar foreldrar mótmæltu þeim fyrirætlunum. Fyrirtæki hefur boðið fleiri félögum háar fjárhæðir á þessu ári. Það er auðvitað alþekkt að fyrirtæki í sveitarfélögum láta gott af sér leiða og styrkja félagasamtök og góðgerðarsamtök og er það vel. En þegar fyrirtæki sem ekki er staðsett í sveitarfélaginu og á allt sitt undir því að íbúar kjósi þeim í vil í íbúakosningu fer fram með þessum hætti vekur það óneitanlega upp spurningar. En íbúar í Ölfusi láta ekki kaupa sig. Það verður spennandi að sjá hvort fyrirtækið haldi áfram að leggja til pening í félagasamtök í bænum ef kosningin fellur ekki þeim í hag. Horfum til framtíðar Sveitarfélagið Ölfus er langt frá því að vera á flæðiskeri statt. Tækifærin óþrjótandi, sveitarfélagið stendur vel og íbúar í raunverulegri aðstöðu til að velja um framtíð þess. Viljum við umhverfisvænan matvælaiðnað eða grjótmulnings verksmiðju sem fer illa með auðlindir og náttúru landsins? Viljum við fallegan bæ eða iðnaðarmannvirki með allt að 18 sílóum, sem hvert um sig er næstum jafn hátt og Hallgrímskirkja ásamt öðrum mannvirkjum sem munu drottna yfir bænum og sjást úr nágrannasveitarfélögum? Viljum við fá til okkar þungan iðnað með allri þessari viðbótar umferð á vegum sem þola hana ekki eða einbeita okkur að inn og útflutningi í gegnum höfnina. Hvenær er nóg, nóg? Þessi áskorun sem íbúar í Ölfusi standa frammi fyrir kemur meðal annars til vegna þeirra vankanta sem eru á regluverki um nýtingu náttúruauðlinda hér á landi, eins og Indriði Þorláksson kom svo vel inn á í nýlegri grein. Þar bendir hann á að með ónýtum lagaramma um náttúruauðlindir hefur verið skapað kjörlendi fyrir fjármálabrask og spákaupmennsku með þær. Eignarhald á landi og/eða nýting á því verður auðfengin bráð klókra fjáraflamanna í viðskiptum við lítt reynda Frónbúa og ginkeypta stjórnmálamenn þeirra. Höfundur er oddviti Íbúalistans í Ölfusi og frambjóðandi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Íbúar í Ölfusi fá tækifæri til að hafa áhrif á framtíð Íslands í komandi kosningum. Ekki aðeins með því að kjósa fólk til að vinna að hag þjóðarinnar á Alþingi, heldur einnig um það hvort leyfa eigi þýskum sementsrisa að koma sér fyrir í landi Þorlákshafnar og setja í gang fordæmalausar fyrirætlanir sem snerta hag allra Íslendinga. Kosið verður um það hvort sveitarfélagið eigi að samþykkja breytingu á aðal- og deiliskipulagi þannig að Heidelberg Material (áður Heidelberg Cement) geti hafist handa við að reisa verksmiðju, sem er í aðeins 2,5 km. fjarlægð frá leikskóla sem nú er verið að byggja í nýju hverfi í Þorlákshöfn ásamt nýjum hafnarmannvirkjum í nálægð við landeldin sem eru að byggjast upp. Bæjarstjóri Ölfuss sagði í viðtali við RÚV nú nýlega að honum fyndist málið ekki mikið rætt í sveitarfélaginu heldur væri það frekar rætt annars staðar og þá vegna þess að fólk þekki málið illa. Ég veit ekki hversu marga íbúa bæjarstjórinn hittir öllu jafna en upplifun mín er gjörólík. Fjölmargir áhyggjufullir íbúar hafa komið að máli við mig undanfarna daga og deilt áhyggjum sínum vegna þessa máls. Íbúar hafa meðal annars áhyggjur af ímynd og framtíð bæjarins, öryggi sínu og fjölskyldunnar á vegum úti. Sjómenn hafa áhyggjur af fiskimiðum vegna fyrirætlana um námugröft á hafsbotni mikilvægra hrygningarsvæða fiskstofna landsins, starfsfólk landeldanna hefur áhyggjur af neikvæðum áhrifum og enn aðrir hafa áhyggjur af því að fjármokstur Heidelberg í ýmis félög í bænum kunni að hafa mótandi áhrif á skoðun fólks þegar kemur að kosningu. Þess fyrir utan hafa íbúar í öðrum sveitarfélögum einnig réttmætar áhyggjur af málinu því þau keyra jú mörg þessa sömu vegi og óttast ágang erlends stórfyrirtækis á auðlindir landsins. Hvað gerist þegar fyrsta fjallið klárast, hvaða fjall verður mokað niður næst og flutt úr landi? Áhrif á umferðaröryggi Þessar áhyggjur eru ekki úr lausu lofti gripnar. Umsögn Vegagerðarinnar við fyrirætlanir um stórfellda námuvinnslu í Þrengslunum er afdráttarlaus og segir meðal annars: ,,Ekki er unnt að hefja stórfellda efnisflutninga úr Litla-Sandfelli um núverandi veg til Þorlákshafnar.” Þá hefur Vegagerðin einnig sagt að aðstæður fyrir þessa nýju höfn sem Heidelberg Materials hyggst reisa á nýjum stað nálægt landeldunum séu mjög varasamar. Þar sé ekki það sem megi kalla náttúrulegt hafnarstæði. Há alda nái langt inn á víkinna sem geri aðstæður mjög erfiðar, bæði hvað varðar siglingu skipa að og frá höfninni sem og fyrir viðlegu skilyrði innan hafnar. Til stendur að allt að 25 skip sigli í höfnina í hverri viku. Vegagerðin telur að ekki hafi verið sýnt fram á að tillögurnar muni ganga upp fyrir þessa flutninga. Umhverfisvæn matvælaframleiðsla og/eða grjótmulnings verksmiðja? Það er því ekki að ástæðulausu sem landeldisfyrirtækið First Water hefur áhyggjur af mengunarslysum frá fyrirhugaðri höfn með allri skipaumferðinni og þeim 100 vörubílum sem eiga að keyra í verksmiðjuna daglega. Áhyggjur þeirra snúa einnig að rykmengun og titringi frá starfseminni sem kann að hafa neikvæð áhrif á fiskana. Sveitarfélagið var búið að tala fyrir því að sækja fram á sviði umhverfisvæns matvælaiðnaðar svo fyrirtæki eins og First Water, sem kom í þeirri góðu trú með 100 milljarða króna fjárfestingu, þarf nú að verjast þessari stefnubreytingu sem eðlilega hefur neikvæð áhrif á ímynd þess ef af verður. Hafrannsóknastofnun afdráttarlaus í umsögn sinni Hluti af fyrirætlunum Heidelberg Material er stórfelldur námugröftur á hafsbotni þar sem hrygningastöðvar mikilvægra fiskstofna landsins er að finna. Niðurstöður Hafrannsóknar um neikvæð áhrif á lífríki voru kynntar á íbúafundi sem fulltrúar úr minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss stóðu fyrir í maí. Það vakti athygli að Heidelberg Material reyndi að koma í veg fyrir að sérfræðingur Hafró myndi koma fram á fundinum sem hefur ekki áður gerst í tíð forstjóra Hafrannsóknastofnunar líkt og kom fram í viðtali við hann. Í framhaldi af neikvæðum umsögnum Hafró lagði Heidelberg fram breytta áætlun og óskaði eftir nýju áliti Hafrannsóknastofnunar sem kom fram í september síðastliðinn en niðurstaðan var sú sama. Hafró leggst alfarið gegn framkvæmdinni. Hún sé fordæmalaus og mun hafa neikvæð áhrif á afkomu fiska og annarra lífvera. Stofnunin bendir líka á að engin lög eða reglugerðir eru til um verndun fiska eða hrygningarsvæða gegn uppdælingu á jarðefnum. Þá hefur Vestmannaeyjabær einnig gagnrýnt þessar fyrirætlanir því þær skapa hættu fyrir innviði bæjarins. Efnistakan á hafsbotni var ein af meginforsendum fyrir verkefninu og átti meirihluti efnisins að koma þaðan. Geta peningar keypt atkvæði? Þau sem hafa farið á golfvöllinn í Þorlákshöfn í sumar ráku eflaust augun í Heidelberg fána við fyrstu 9 holurnar og í íþróttahúsinu er stærsta og mest áberandi auglýsingin í salnum einnig frá Heidelberg. Þá stóð til að merkja búninga ungra iðkenda í fótboltafélaginu í bænum með auglýsingu frá fyrirtækinu en blessunarlega var fullur skilningur þar þegar foreldrar mótmæltu þeim fyrirætlunum. Fyrirtæki hefur boðið fleiri félögum háar fjárhæðir á þessu ári. Það er auðvitað alþekkt að fyrirtæki í sveitarfélögum láta gott af sér leiða og styrkja félagasamtök og góðgerðarsamtök og er það vel. En þegar fyrirtæki sem ekki er staðsett í sveitarfélaginu og á allt sitt undir því að íbúar kjósi þeim í vil í íbúakosningu fer fram með þessum hætti vekur það óneitanlega upp spurningar. En íbúar í Ölfusi láta ekki kaupa sig. Það verður spennandi að sjá hvort fyrirtækið haldi áfram að leggja til pening í félagasamtök í bænum ef kosningin fellur ekki þeim í hag. Horfum til framtíðar Sveitarfélagið Ölfus er langt frá því að vera á flæðiskeri statt. Tækifærin óþrjótandi, sveitarfélagið stendur vel og íbúar í raunverulegri aðstöðu til að velja um framtíð þess. Viljum við umhverfisvænan matvælaiðnað eða grjótmulnings verksmiðju sem fer illa með auðlindir og náttúru landsins? Viljum við fallegan bæ eða iðnaðarmannvirki með allt að 18 sílóum, sem hvert um sig er næstum jafn hátt og Hallgrímskirkja ásamt öðrum mannvirkjum sem munu drottna yfir bænum og sjást úr nágrannasveitarfélögum? Viljum við fá til okkar þungan iðnað með allri þessari viðbótar umferð á vegum sem þola hana ekki eða einbeita okkur að inn og útflutningi í gegnum höfnina. Hvenær er nóg, nóg? Þessi áskorun sem íbúar í Ölfusi standa frammi fyrir kemur meðal annars til vegna þeirra vankanta sem eru á regluverki um nýtingu náttúruauðlinda hér á landi, eins og Indriði Þorláksson kom svo vel inn á í nýlegri grein. Þar bendir hann á að með ónýtum lagaramma um náttúruauðlindir hefur verið skapað kjörlendi fyrir fjármálabrask og spákaupmennsku með þær. Eignarhald á landi og/eða nýting á því verður auðfengin bráð klókra fjáraflamanna í viðskiptum við lítt reynda Frónbúa og ginkeypta stjórnmálamenn þeirra. Höfundur er oddviti Íbúalistans í Ölfusi og frambjóðandi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun