Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar 7. janúar 2026 07:33 Árið er 2026. Þetta er árið sem ég óska þess heitt og innilega að við jörðum útlitsdýrkun, megrunartal, fitufordóma og þá hugmynd að nota hreyfingu sem refsingu eða útlitsmótunartól. Staðan er sú að í dag lifum við í heimi samfélagsmiðla þar sem við erum stöðugt mötuð af alls kyns upplýsingum — mörgum jákvæðum, en allt of mörgum neikvæðum og beinlínis heilsuskaðandi. Börnin okkar eru einnig á góðri leið með að alast upp við síendurtekin neikvæð skilaboð, og við sem erum fullorðin berum ábyrgð. Við berum ábyrgð á því að börnin okkar þurfi ekki að fara í gegnum sama megrunar- og útlitsáróður og við höfum þurft að þola. Ég hélt í alvörunni að við værum á góðri leið með að útrýma þessu, en í staðinn virðist vera að verða veruleg afturför í þessum málefnum. Þess vegna finnst mér þörfin fyrir brýningu nú meiri en nokkru sinni fyrr. Í ljósi þess vitum við meðal annars að: Útlit annarra kemur okkur ekki við. Við erum eins misjöfn og við erum mörg og eigum ekki öll að líta eins út. Sama hversu líkur lífsstíllinn okkar er verðum við aldrei öll eins — því enginn er eins, sem betur fer. Heilsa hefur ekki eitt ákveðið útlit. Hún ræðst af fjölmörgum þáttum, bæði líkamlegum, andlegum og félagslegum. Hefðbundin megrun skilar yfirleitt ekki fyrirsjáanlegum eða varanlegum árangri og getur haft neikvæð áhrif á samband fólks við mat, líkama og sjálfsmynd. Heilbrigt samband við mat og hreyfingu er hins vegar heilsueflandi. Að nota hreyfingu sem refsingu eða sem leið til að „bæta upp fyrir“ mat stuðlar sjaldnast að jákvæðu eða varanlegu sambandi við hreyfingu. Að nota hreyfingu einungis sem tól til að breyta líkamanum sínum er heldur ekki líklegt til að gera hana að einhverju sem við stundum ævilangt. Fitufordómar eru ekki væntumþykja né hvatning til betri heilsu. Við vitum í dag að líkamsþyngd og sjúkdómurinn offita eru flókin fyrirbæri sem mótast af mun fleiri þáttum en einfaldlega því að borða minna og hreyfa sig meira. Útlit annarra kemur okkur ekki við. Það sem við þurfum á að halda — og síðast en ekki síst það sem börnin okkar þurfa að alast upp við — er sú sýn að hreyfing sé heilsueflandi. Við stundum hreyfingu til að verða sterk, líða vel, hafa meiri orku, byggja upp traust á eigin líkama og geta gert þá hluti sem okkur langar til að gera, ævilangt. Við borðum næringarríkan og góðan mat til að efla heilsuna, styðja við líkamann, hafa orku, sofa vel og geta lifað lífinu með úrvals orku á tankinum. Við gerum okkur grein fyrir því að fólk er mismunandi og á að vera ólíkt. Útlit fólks, breytingar á líkamsþyngd eða líkamsformi koma okkur ekki við og eru ekki okkar að gera athugasemdir við. Getum við gert þetta saman? Höfundur er íþróttafræðingur og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Árið er 2026. Þetta er árið sem ég óska þess heitt og innilega að við jörðum útlitsdýrkun, megrunartal, fitufordóma og þá hugmynd að nota hreyfingu sem refsingu eða útlitsmótunartól. Staðan er sú að í dag lifum við í heimi samfélagsmiðla þar sem við erum stöðugt mötuð af alls kyns upplýsingum — mörgum jákvæðum, en allt of mörgum neikvæðum og beinlínis heilsuskaðandi. Börnin okkar eru einnig á góðri leið með að alast upp við síendurtekin neikvæð skilaboð, og við sem erum fullorðin berum ábyrgð. Við berum ábyrgð á því að börnin okkar þurfi ekki að fara í gegnum sama megrunar- og útlitsáróður og við höfum þurft að þola. Ég hélt í alvörunni að við værum á góðri leið með að útrýma þessu, en í staðinn virðist vera að verða veruleg afturför í þessum málefnum. Þess vegna finnst mér þörfin fyrir brýningu nú meiri en nokkru sinni fyrr. Í ljósi þess vitum við meðal annars að: Útlit annarra kemur okkur ekki við. Við erum eins misjöfn og við erum mörg og eigum ekki öll að líta eins út. Sama hversu líkur lífsstíllinn okkar er verðum við aldrei öll eins — því enginn er eins, sem betur fer. Heilsa hefur ekki eitt ákveðið útlit. Hún ræðst af fjölmörgum þáttum, bæði líkamlegum, andlegum og félagslegum. Hefðbundin megrun skilar yfirleitt ekki fyrirsjáanlegum eða varanlegum árangri og getur haft neikvæð áhrif á samband fólks við mat, líkama og sjálfsmynd. Heilbrigt samband við mat og hreyfingu er hins vegar heilsueflandi. Að nota hreyfingu sem refsingu eða sem leið til að „bæta upp fyrir“ mat stuðlar sjaldnast að jákvæðu eða varanlegu sambandi við hreyfingu. Að nota hreyfingu einungis sem tól til að breyta líkamanum sínum er heldur ekki líklegt til að gera hana að einhverju sem við stundum ævilangt. Fitufordómar eru ekki væntumþykja né hvatning til betri heilsu. Við vitum í dag að líkamsþyngd og sjúkdómurinn offita eru flókin fyrirbæri sem mótast af mun fleiri þáttum en einfaldlega því að borða minna og hreyfa sig meira. Útlit annarra kemur okkur ekki við. Það sem við þurfum á að halda — og síðast en ekki síst það sem börnin okkar þurfa að alast upp við — er sú sýn að hreyfing sé heilsueflandi. Við stundum hreyfingu til að verða sterk, líða vel, hafa meiri orku, byggja upp traust á eigin líkama og geta gert þá hluti sem okkur langar til að gera, ævilangt. Við borðum næringarríkan og góðan mat til að efla heilsuna, styðja við líkamann, hafa orku, sofa vel og geta lifað lífinu með úrvals orku á tankinum. Við gerum okkur grein fyrir því að fólk er mismunandi og á að vera ólíkt. Útlit fólks, breytingar á líkamsþyngd eða líkamsformi koma okkur ekki við og eru ekki okkar að gera athugasemdir við. Getum við gert þetta saman? Höfundur er íþróttafræðingur og þjálfari.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun