Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar 7. janúar 2026 21:01 Heimurinn hefur breyst. Vægi alþjóðalaga og fjölþjóðastofnana hefur veikst og sá heimur sem við blasir er síst af öllu betri fyrir smærri þjóðir. Ef fullkomin virðing væri borin fyrir alþjóðalögum þyrfti varla nokkur þjóð að huga að eigin vörnum. Smærri ríki þyrftu ekki að óttast að fullveldi þeirra yrði skert með valdi. En í heimi þar sem alþjóðalög eru látin mæta afgangi og fullveldi þjóða er ekki virt, þar eykst óöryggið sannarlega. Samvinna besta vörnin En við getum samt alltaf haft áhrif á okkar örlög. Öryggi smærri ríkja hvílir ekki á alþjóðalögum einum saman – og hefur reyndar aldrei gert í tilfelli Íslands. Öll lönd, sem ekki teljast til stórvelda, geta tryggt pólitískt, efnahagslegt og hernaðarlegt öryggi sitt með virkri þátttöku í bandalögum með öðrum þjóðum. Tvö mikilvægustu pólitísku bandalög vestrænna ríkja eru NATO og Evrópusambandið. Ísland er aðili að NATO, sem er lykilbandalag þjóða báðum megin Atlantshafsins um sameiginlegar varnir. Vera okkar þar snýst þó ekki aðeins um hernaðarlegt öryggi, heldur einnig um aðild að því pólitíska bandalagi líkt-þenkjandi þjóða sem NATO er. Við eigum heima við borðið Ísland starfar náið með Evrópusambandinu, bæði í gegnum EES-samninginn og með þátttöku í samstarfi um löggæslu og landamæri. Við erum hins vegar enn utan við það mikilvæga pólitíska bandalag sem sambandið sjálft er. Þegar mynd birtist af forsætisráðherrum hinna fjögurra Norðurlandanna við kvöldverðarborð, án þess að fulltrúi Íslands væri viðstaddur var það gagnrýnt. Fólki fannst við eiga heima við þetta borð. En á sama hátt má benda á að í hverri viku og í hverjum mánuði hittast leiðtogar Evrópuríkja innan vébanda ESB og ræða sín sameiginlegu hagsmuna- og öryggismál án okkar þátttöku. Það er tímabært að breyta því. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Sjá meira
Heimurinn hefur breyst. Vægi alþjóðalaga og fjölþjóðastofnana hefur veikst og sá heimur sem við blasir er síst af öllu betri fyrir smærri þjóðir. Ef fullkomin virðing væri borin fyrir alþjóðalögum þyrfti varla nokkur þjóð að huga að eigin vörnum. Smærri ríki þyrftu ekki að óttast að fullveldi þeirra yrði skert með valdi. En í heimi þar sem alþjóðalög eru látin mæta afgangi og fullveldi þjóða er ekki virt, þar eykst óöryggið sannarlega. Samvinna besta vörnin En við getum samt alltaf haft áhrif á okkar örlög. Öryggi smærri ríkja hvílir ekki á alþjóðalögum einum saman – og hefur reyndar aldrei gert í tilfelli Íslands. Öll lönd, sem ekki teljast til stórvelda, geta tryggt pólitískt, efnahagslegt og hernaðarlegt öryggi sitt með virkri þátttöku í bandalögum með öðrum þjóðum. Tvö mikilvægustu pólitísku bandalög vestrænna ríkja eru NATO og Evrópusambandið. Ísland er aðili að NATO, sem er lykilbandalag þjóða báðum megin Atlantshafsins um sameiginlegar varnir. Vera okkar þar snýst þó ekki aðeins um hernaðarlegt öryggi, heldur einnig um aðild að því pólitíska bandalagi líkt-þenkjandi þjóða sem NATO er. Við eigum heima við borðið Ísland starfar náið með Evrópusambandinu, bæði í gegnum EES-samninginn og með þátttöku í samstarfi um löggæslu og landamæri. Við erum hins vegar enn utan við það mikilvæga pólitíska bandalag sem sambandið sjálft er. Þegar mynd birtist af forsætisráðherrum hinna fjögurra Norðurlandanna við kvöldverðarborð, án þess að fulltrúi Íslands væri viðstaddur var það gagnrýnt. Fólki fannst við eiga heima við þetta borð. En á sama hátt má benda á að í hverri viku og í hverjum mánuði hittast leiðtogar Evrópuríkja innan vébanda ESB og ræða sín sameiginlegu hagsmuna- og öryggismál án okkar þátttöku. Það er tímabært að breyta því. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar