Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir og Margrét Wendt skrifa 7. janúar 2026 16:30 Ferðamenn leita nú að sjálfbærum valkostum á ferðalögum. Rannsóknir stærstu bókunarfyrirtækja heims, Booking.com og Expedia sýna að yfir 90% ferðamanna leggja áherslu á sjálfbærni við skipulagningu ferða og ekkert bendir til annars en að áherslan á sjálfbærni muni aukast í framtíðinni. Íslensk ferðaþjónusta hefur á undanförnum árum byggt upp sterka og jákvæða ímynd af Íslandi sem sjálfbærum áfangastað. Landið einkennist af hreinni náttúru, býður upp á einstakar upplifanir og er framsækið þegar kemur að lausnum í umhverfismálum. Stjórnvöld og hagaðilar í ferðaþjónustu hafa einnig markað þá stefnu að Ísland verði leiðandi áfangastaður í sjálfbærni fyrir árið 2030. Ísland hefur einstakt tækifæri til að verða fyrirmynd í loftslagsaðlögun ferðaþjónustu. Til að svo megi verða er þörf á að fylgja eftir stefnunni sem hefur verið mörkuð. Markmið í sjálfbærni krefjast raunverulegra aðgerða þar sem ferðaþjónustan er hluti af lausninni en ekki vandanum og þar er samstarf milli stjórnvalda, sveitarfélaga og atvinnugreinarinnar lykilatriði. Framtíðin verður ekki sjálfbær af sjálfu sér Nýverið var birt skýrsla á vegum samstarfsvettvangs borga á sviði ferðamála, City Destinations Alliance, sem ber heitið, Loftslagsbreytingar og framtíð ferðaþjónustu. Þar er sýnt fram á að loftslagsbreytingar muni endurmóta ferðamennsku í Evrópu á komandi áratug. Skýrslan undirstrikar að aðlögun og stefnumótun í loftslagsmálum eru ekki valkostir heldur nauðsyn. Stofnunin greinir tvo megin áhættuvalda sem raunar hafa þegar áhrif á ferðaþjónustuna. Sá fyrsti snýr að áhættu vegna aðstæðna og þátta í umhverfi sem ógna innviðum og öryggi ferðamanna s.s. ofhitnun, hækkun sjávarstöðu, flóð og þurrkar. Sá seinni snýr að áhættu vegna umbreytingu starfsumhverfisins þar sem til koma nýjar reglugerðir, kolefnisgjöld og breyttar ferðavenjur í takt við vaxandi kröfur um sjálfbærni. Þótt Ísland njóti ákveðins forskots – með svalt loftslag og hreina orku – er landið ekki undanskilið afleiðingum loftslagsbreytinga. Skýrslan bendir á að norðlægar borgir muni líklega verða vinsælli þegar suðlægir áfangastaðir hitna. Þetta getur virst vera tækifæri fyrir Ísland, en felur jafnframt í sér áhættu því þrýstingur gæti aukist á bæði innviði og vistkerfi. Einnig blasir við að ofsaveður verði tíðari sem mun án efa hafa veruleg áhrif á öryggi og upplifun ferðamanna á Íslandi. Hvernig verður Ísland leiðandi í sjálfbærni? Íslenskum fyrirtækjum fjölgar sem setja sjálfbærni á oddinn, tileinka sér vistvænar lausnir og sækja alþjóðlegar vottanir sem endurspegla ábyrgð og gæði. Þetta eru jákvæð skref og merki um metnað innan greinarinnar. Nýlega bættist við mikilvægur áfangasigur þegar Reykjavík lenti í 10. sæti yfir sjálfbærustu áfangastaði heims samkvæmt GDS sjálfbærnivísinum, sem mælir frammistöðu borga í málum sjálfbærni og hvetur þær áfram í átt að sjálfbærri framtíð. Markmiðið sem áfangastaðurinn höfuðborgarsvæðið hafði sett sér í samstarfi við sveitarfélög og fyrirtæki var að ná þessum áfanga fyrir árið 2027. Nú þarf að viðhalda þessum árangri. Til þess þarf áfangastaðurinn Ísland í heild að fara í ákveðnar aðgerðir. Skrifum undir Glasgow-yfirlýsinguna Fjölmargir áfangastaðir hafa skrifað undir Glasgow-yfirlýsinguna í loftslagsmálum. Undir hennar hatti sameinast ferðaþjónustan í heiminum um áætlun til að draga úr losun um helming fyrir 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir 2050. Aðilar að yfirlýsingunni skuldbinda sig til að skila loftslagsáætlun með mælanlegum aðgerðum. Í dag hafa yfir 140 lönd skrifað undir þessa yfirlýsingu. Ísland hefur ekki gert það. Í takti við Glasgow-yfirlýsinguna gera áfangastaðir jafnframt aðgerðaáætlanir í loftslagsmálum, greina áhættur, útbúa sviðsmyndir í loftslagsmálum og mæla kolefnisfótspor ferðaþjónustunnar. Þetta þurfum við að gera ef Ísland ætlar sér að vera raunverulega leiðandi í sjálfbærni á sviði ferðamála fyrir 2030. Verum framsýn Við þurfum að verja orðspor og ímynd Íslands og Reykjavíkur. Með því aukum við samkeppnishæfni okkar miðað við aðra áfangastaði í heiminum – því við erum jú í samkeppni. Til þess þurfum við að vera framsýn og vinna saman að stefnumiðuðum aðgerðum - við gerum það ekki eftir á. Inga Hlín er framkvæmdastjóri og Margrét er verkefnisstjóri sjálfbærni og þróunar hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Loftslagsmál Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Ferðamenn leita nú að sjálfbærum valkostum á ferðalögum. Rannsóknir stærstu bókunarfyrirtækja heims, Booking.com og Expedia sýna að yfir 90% ferðamanna leggja áherslu á sjálfbærni við skipulagningu ferða og ekkert bendir til annars en að áherslan á sjálfbærni muni aukast í framtíðinni. Íslensk ferðaþjónusta hefur á undanförnum árum byggt upp sterka og jákvæða ímynd af Íslandi sem sjálfbærum áfangastað. Landið einkennist af hreinni náttúru, býður upp á einstakar upplifanir og er framsækið þegar kemur að lausnum í umhverfismálum. Stjórnvöld og hagaðilar í ferðaþjónustu hafa einnig markað þá stefnu að Ísland verði leiðandi áfangastaður í sjálfbærni fyrir árið 2030. Ísland hefur einstakt tækifæri til að verða fyrirmynd í loftslagsaðlögun ferðaþjónustu. Til að svo megi verða er þörf á að fylgja eftir stefnunni sem hefur verið mörkuð. Markmið í sjálfbærni krefjast raunverulegra aðgerða þar sem ferðaþjónustan er hluti af lausninni en ekki vandanum og þar er samstarf milli stjórnvalda, sveitarfélaga og atvinnugreinarinnar lykilatriði. Framtíðin verður ekki sjálfbær af sjálfu sér Nýverið var birt skýrsla á vegum samstarfsvettvangs borga á sviði ferðamála, City Destinations Alliance, sem ber heitið, Loftslagsbreytingar og framtíð ferðaþjónustu. Þar er sýnt fram á að loftslagsbreytingar muni endurmóta ferðamennsku í Evrópu á komandi áratug. Skýrslan undirstrikar að aðlögun og stefnumótun í loftslagsmálum eru ekki valkostir heldur nauðsyn. Stofnunin greinir tvo megin áhættuvalda sem raunar hafa þegar áhrif á ferðaþjónustuna. Sá fyrsti snýr að áhættu vegna aðstæðna og þátta í umhverfi sem ógna innviðum og öryggi ferðamanna s.s. ofhitnun, hækkun sjávarstöðu, flóð og þurrkar. Sá seinni snýr að áhættu vegna umbreytingu starfsumhverfisins þar sem til koma nýjar reglugerðir, kolefnisgjöld og breyttar ferðavenjur í takt við vaxandi kröfur um sjálfbærni. Þótt Ísland njóti ákveðins forskots – með svalt loftslag og hreina orku – er landið ekki undanskilið afleiðingum loftslagsbreytinga. Skýrslan bendir á að norðlægar borgir muni líklega verða vinsælli þegar suðlægir áfangastaðir hitna. Þetta getur virst vera tækifæri fyrir Ísland, en felur jafnframt í sér áhættu því þrýstingur gæti aukist á bæði innviði og vistkerfi. Einnig blasir við að ofsaveður verði tíðari sem mun án efa hafa veruleg áhrif á öryggi og upplifun ferðamanna á Íslandi. Hvernig verður Ísland leiðandi í sjálfbærni? Íslenskum fyrirtækjum fjölgar sem setja sjálfbærni á oddinn, tileinka sér vistvænar lausnir og sækja alþjóðlegar vottanir sem endurspegla ábyrgð og gæði. Þetta eru jákvæð skref og merki um metnað innan greinarinnar. Nýlega bættist við mikilvægur áfangasigur þegar Reykjavík lenti í 10. sæti yfir sjálfbærustu áfangastaði heims samkvæmt GDS sjálfbærnivísinum, sem mælir frammistöðu borga í málum sjálfbærni og hvetur þær áfram í átt að sjálfbærri framtíð. Markmiðið sem áfangastaðurinn höfuðborgarsvæðið hafði sett sér í samstarfi við sveitarfélög og fyrirtæki var að ná þessum áfanga fyrir árið 2027. Nú þarf að viðhalda þessum árangri. Til þess þarf áfangastaðurinn Ísland í heild að fara í ákveðnar aðgerðir. Skrifum undir Glasgow-yfirlýsinguna Fjölmargir áfangastaðir hafa skrifað undir Glasgow-yfirlýsinguna í loftslagsmálum. Undir hennar hatti sameinast ferðaþjónustan í heiminum um áætlun til að draga úr losun um helming fyrir 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir 2050. Aðilar að yfirlýsingunni skuldbinda sig til að skila loftslagsáætlun með mælanlegum aðgerðum. Í dag hafa yfir 140 lönd skrifað undir þessa yfirlýsingu. Ísland hefur ekki gert það. Í takti við Glasgow-yfirlýsinguna gera áfangastaðir jafnframt aðgerðaáætlanir í loftslagsmálum, greina áhættur, útbúa sviðsmyndir í loftslagsmálum og mæla kolefnisfótspor ferðaþjónustunnar. Þetta þurfum við að gera ef Ísland ætlar sér að vera raunverulega leiðandi í sjálfbærni á sviði ferðamála fyrir 2030. Verum framsýn Við þurfum að verja orðspor og ímynd Íslands og Reykjavíkur. Með því aukum við samkeppnishæfni okkar miðað við aðra áfangastaði í heiminum – því við erum jú í samkeppni. Til þess þurfum við að vera framsýn og vinna saman að stefnumiðuðum aðgerðum - við gerum það ekki eftir á. Inga Hlín er framkvæmdastjóri og Margrét er verkefnisstjóri sjálfbærni og þróunar hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun