Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 21:02 Til þeirra er málið varðar: Nú stendur yfir verkfall kennara eins og flest ykkar vonandi eruð upplýst um. Sem móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík og læknir á geðsviði Landspítala langar mig að koma nokkrum athugasemdum á framfæri og á sama tíma krefjast svara. Mig langar að gera athugasemd við afar vafasama framkvæmd verkfalls kennara, þá sérstaklega þá sem snýr að leikskólabörnum. Af einhverjum ástæðum voru einungis fjórir leikskólar á landinu valdir til að loka ótímabundið í aðgerðunum. Það gefur auga leið að þessar aðgerðir hafa gríðarleg áhrif á örfáar fjölskyldur á meðan þær hafa lítil sem engin áhrif út í samfélagið. Nú starfa ég á stærsta vinnustað landsins og það eru nánast engir samstarfsmenn mínir sem eru meðvitaðir um umrætt verkfall þar sem það hefur engin áhrif, bein né óbein á þá. Hvernig geta þessar aðgerðir verið réttlætanlegar og hreinlega staðist lög? Þetta er gríðarleg mismunun sem bitnar að sjálfsögðu lang-mest á litlu börnunum. Ef kennarar vilja ná fram sínum kröfum og nota verkfallið sem vopn í þeirri baráttu þá væri auðvitað lang-vænlegast til árangurs að leggja niður störf á fleiri stöðum tímabundið og skipta verkfallsdögum á milli leikskóla - þannig hefðu aðgerðirnar margfalt meiri áhrif á samfélagið og myndi bitna minna á litlu einstaklingunum okkar. Ég bið ykkur að hafa þetta í huga. Í framhaldi af ofangreindu vil ég segja að slíkar aðgerðir eru gríðarlega ábyrgðarlausar og geta haft verulega slæm áhrif á börnin til frambúðar. Í núverandi ástandi þar sem geðheilsa barna og ungmenna fer sífellt versnandi og stjórnmálamenn keppast um að ræða mikilvægi þess að hlúa að börnunum eru þessar aðgerðir eins og blaut tuska í andlitið. Þessi tími í lífi barnanna er afar mikilvægur hvað varðar þroska og almenna heilsu og það verður að taka ábyrgð á því. Það hafa verið skrifaðar bækur sem fjalla um börn með áfallastreitu og þunglyndi sem afleiðingar af því að þeim var sífellt verið að koma fyrir í „pössun“. Þessar aðgerðir hafa svo aðrar og einnig alvarlegar afleiðingar fyrir hópa sem mega ekki við því, til að mynda mína sjúklinga á geðsviði Landspítala sem fá ekki að hitta lækninn sinn þar sem undirrituð getur ekki mætt til vinnu vegna verkfallsins. Nú er ekki ætlunin að fara blanda verkfallsaðgerðum kennara og lækna saman en mig langar að benda á að ríkið telur boðaðar verkfallsaðgerðir lækna ólöglegar, m.a. vegna þess að verkfallsboðunin tæki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitenda sem verkfall beinist gegn. Hvernig getur verkfall kennara með þeim hætti sem nú er beitt staðist lög samanborið við ofangreint? Ég krefst svara við því hvers vegna einungis fjórir leikskólar voru valdir í ofangreindar aðgerðir? Var valið handahófskennt? Hvers vegna var ákveðið að fara í ótímabundið verkfall á leikskólum en ekki á öðrum stöðum? Ég tel eðlilegt að þessum spurningum verði svarað hið snarasta. Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til þess að taka ábyrgð, setja fram raunhæfar og skýrar kröfur og semja sem allra fyrst. Mig langar líka til þess að hvetja stjórnmálafólk til þess að vera fólk orða sinna, hlúa að heilsu barna okkar og stíga hér inn enda er það deginum ljósara að þessi staða gengur ekki til lengdar. Höfundur er læknir á Landspítala og móðir þriggja ára leikskólabarns í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Til þeirra er málið varðar: Nú stendur yfir verkfall kennara eins og flest ykkar vonandi eruð upplýst um. Sem móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík og læknir á geðsviði Landspítala langar mig að koma nokkrum athugasemdum á framfæri og á sama tíma krefjast svara. Mig langar að gera athugasemd við afar vafasama framkvæmd verkfalls kennara, þá sérstaklega þá sem snýr að leikskólabörnum. Af einhverjum ástæðum voru einungis fjórir leikskólar á landinu valdir til að loka ótímabundið í aðgerðunum. Það gefur auga leið að þessar aðgerðir hafa gríðarleg áhrif á örfáar fjölskyldur á meðan þær hafa lítil sem engin áhrif út í samfélagið. Nú starfa ég á stærsta vinnustað landsins og það eru nánast engir samstarfsmenn mínir sem eru meðvitaðir um umrætt verkfall þar sem það hefur engin áhrif, bein né óbein á þá. Hvernig geta þessar aðgerðir verið réttlætanlegar og hreinlega staðist lög? Þetta er gríðarleg mismunun sem bitnar að sjálfsögðu lang-mest á litlu börnunum. Ef kennarar vilja ná fram sínum kröfum og nota verkfallið sem vopn í þeirri baráttu þá væri auðvitað lang-vænlegast til árangurs að leggja niður störf á fleiri stöðum tímabundið og skipta verkfallsdögum á milli leikskóla - þannig hefðu aðgerðirnar margfalt meiri áhrif á samfélagið og myndi bitna minna á litlu einstaklingunum okkar. Ég bið ykkur að hafa þetta í huga. Í framhaldi af ofangreindu vil ég segja að slíkar aðgerðir eru gríðarlega ábyrgðarlausar og geta haft verulega slæm áhrif á börnin til frambúðar. Í núverandi ástandi þar sem geðheilsa barna og ungmenna fer sífellt versnandi og stjórnmálamenn keppast um að ræða mikilvægi þess að hlúa að börnunum eru þessar aðgerðir eins og blaut tuska í andlitið. Þessi tími í lífi barnanna er afar mikilvægur hvað varðar þroska og almenna heilsu og það verður að taka ábyrgð á því. Það hafa verið skrifaðar bækur sem fjalla um börn með áfallastreitu og þunglyndi sem afleiðingar af því að þeim var sífellt verið að koma fyrir í „pössun“. Þessar aðgerðir hafa svo aðrar og einnig alvarlegar afleiðingar fyrir hópa sem mega ekki við því, til að mynda mína sjúklinga á geðsviði Landspítala sem fá ekki að hitta lækninn sinn þar sem undirrituð getur ekki mætt til vinnu vegna verkfallsins. Nú er ekki ætlunin að fara blanda verkfallsaðgerðum kennara og lækna saman en mig langar að benda á að ríkið telur boðaðar verkfallsaðgerðir lækna ólöglegar, m.a. vegna þess að verkfallsboðunin tæki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitenda sem verkfall beinist gegn. Hvernig getur verkfall kennara með þeim hætti sem nú er beitt staðist lög samanborið við ofangreint? Ég krefst svara við því hvers vegna einungis fjórir leikskólar voru valdir í ofangreindar aðgerðir? Var valið handahófskennt? Hvers vegna var ákveðið að fara í ótímabundið verkfall á leikskólum en ekki á öðrum stöðum? Ég tel eðlilegt að þessum spurningum verði svarað hið snarasta. Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til þess að taka ábyrgð, setja fram raunhæfar og skýrar kröfur og semja sem allra fyrst. Mig langar líka til þess að hvetja stjórnmálafólk til þess að vera fólk orða sinna, hlúa að heilsu barna okkar og stíga hér inn enda er það deginum ljósara að þessi staða gengur ekki til lengdar. Höfundur er læknir á Landspítala og móðir þriggja ára leikskólabarns í Reykjavík.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun