Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 21:02 Til þeirra er málið varðar: Nú stendur yfir verkfall kennara eins og flest ykkar vonandi eruð upplýst um. Sem móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík og læknir á geðsviði Landspítala langar mig að koma nokkrum athugasemdum á framfæri og á sama tíma krefjast svara. Mig langar að gera athugasemd við afar vafasama framkvæmd verkfalls kennara, þá sérstaklega þá sem snýr að leikskólabörnum. Af einhverjum ástæðum voru einungis fjórir leikskólar á landinu valdir til að loka ótímabundið í aðgerðunum. Það gefur auga leið að þessar aðgerðir hafa gríðarleg áhrif á örfáar fjölskyldur á meðan þær hafa lítil sem engin áhrif út í samfélagið. Nú starfa ég á stærsta vinnustað landsins og það eru nánast engir samstarfsmenn mínir sem eru meðvitaðir um umrætt verkfall þar sem það hefur engin áhrif, bein né óbein á þá. Hvernig geta þessar aðgerðir verið réttlætanlegar og hreinlega staðist lög? Þetta er gríðarleg mismunun sem bitnar að sjálfsögðu lang-mest á litlu börnunum. Ef kennarar vilja ná fram sínum kröfum og nota verkfallið sem vopn í þeirri baráttu þá væri auðvitað lang-vænlegast til árangurs að leggja niður störf á fleiri stöðum tímabundið og skipta verkfallsdögum á milli leikskóla - þannig hefðu aðgerðirnar margfalt meiri áhrif á samfélagið og myndi bitna minna á litlu einstaklingunum okkar. Ég bið ykkur að hafa þetta í huga. Í framhaldi af ofangreindu vil ég segja að slíkar aðgerðir eru gríðarlega ábyrgðarlausar og geta haft verulega slæm áhrif á börnin til frambúðar. Í núverandi ástandi þar sem geðheilsa barna og ungmenna fer sífellt versnandi og stjórnmálamenn keppast um að ræða mikilvægi þess að hlúa að börnunum eru þessar aðgerðir eins og blaut tuska í andlitið. Þessi tími í lífi barnanna er afar mikilvægur hvað varðar þroska og almenna heilsu og það verður að taka ábyrgð á því. Það hafa verið skrifaðar bækur sem fjalla um börn með áfallastreitu og þunglyndi sem afleiðingar af því að þeim var sífellt verið að koma fyrir í „pössun“. Þessar aðgerðir hafa svo aðrar og einnig alvarlegar afleiðingar fyrir hópa sem mega ekki við því, til að mynda mína sjúklinga á geðsviði Landspítala sem fá ekki að hitta lækninn sinn þar sem undirrituð getur ekki mætt til vinnu vegna verkfallsins. Nú er ekki ætlunin að fara blanda verkfallsaðgerðum kennara og lækna saman en mig langar að benda á að ríkið telur boðaðar verkfallsaðgerðir lækna ólöglegar, m.a. vegna þess að verkfallsboðunin tæki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitenda sem verkfall beinist gegn. Hvernig getur verkfall kennara með þeim hætti sem nú er beitt staðist lög samanborið við ofangreint? Ég krefst svara við því hvers vegna einungis fjórir leikskólar voru valdir í ofangreindar aðgerðir? Var valið handahófskennt? Hvers vegna var ákveðið að fara í ótímabundið verkfall á leikskólum en ekki á öðrum stöðum? Ég tel eðlilegt að þessum spurningum verði svarað hið snarasta. Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til þess að taka ábyrgð, setja fram raunhæfar og skýrar kröfur og semja sem allra fyrst. Mig langar líka til þess að hvetja stjórnmálafólk til þess að vera fólk orða sinna, hlúa að heilsu barna okkar og stíga hér inn enda er það deginum ljósara að þessi staða gengur ekki til lengdar. Höfundur er læknir á Landspítala og móðir þriggja ára leikskólabarns í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Sjá meira
Til þeirra er málið varðar: Nú stendur yfir verkfall kennara eins og flest ykkar vonandi eruð upplýst um. Sem móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík og læknir á geðsviði Landspítala langar mig að koma nokkrum athugasemdum á framfæri og á sama tíma krefjast svara. Mig langar að gera athugasemd við afar vafasama framkvæmd verkfalls kennara, þá sérstaklega þá sem snýr að leikskólabörnum. Af einhverjum ástæðum voru einungis fjórir leikskólar á landinu valdir til að loka ótímabundið í aðgerðunum. Það gefur auga leið að þessar aðgerðir hafa gríðarleg áhrif á örfáar fjölskyldur á meðan þær hafa lítil sem engin áhrif út í samfélagið. Nú starfa ég á stærsta vinnustað landsins og það eru nánast engir samstarfsmenn mínir sem eru meðvitaðir um umrætt verkfall þar sem það hefur engin áhrif, bein né óbein á þá. Hvernig geta þessar aðgerðir verið réttlætanlegar og hreinlega staðist lög? Þetta er gríðarleg mismunun sem bitnar að sjálfsögðu lang-mest á litlu börnunum. Ef kennarar vilja ná fram sínum kröfum og nota verkfallið sem vopn í þeirri baráttu þá væri auðvitað lang-vænlegast til árangurs að leggja niður störf á fleiri stöðum tímabundið og skipta verkfallsdögum á milli leikskóla - þannig hefðu aðgerðirnar margfalt meiri áhrif á samfélagið og myndi bitna minna á litlu einstaklingunum okkar. Ég bið ykkur að hafa þetta í huga. Í framhaldi af ofangreindu vil ég segja að slíkar aðgerðir eru gríðarlega ábyrgðarlausar og geta haft verulega slæm áhrif á börnin til frambúðar. Í núverandi ástandi þar sem geðheilsa barna og ungmenna fer sífellt versnandi og stjórnmálamenn keppast um að ræða mikilvægi þess að hlúa að börnunum eru þessar aðgerðir eins og blaut tuska í andlitið. Þessi tími í lífi barnanna er afar mikilvægur hvað varðar þroska og almenna heilsu og það verður að taka ábyrgð á því. Það hafa verið skrifaðar bækur sem fjalla um börn með áfallastreitu og þunglyndi sem afleiðingar af því að þeim var sífellt verið að koma fyrir í „pössun“. Þessar aðgerðir hafa svo aðrar og einnig alvarlegar afleiðingar fyrir hópa sem mega ekki við því, til að mynda mína sjúklinga á geðsviði Landspítala sem fá ekki að hitta lækninn sinn þar sem undirrituð getur ekki mætt til vinnu vegna verkfallsins. Nú er ekki ætlunin að fara blanda verkfallsaðgerðum kennara og lækna saman en mig langar að benda á að ríkið telur boðaðar verkfallsaðgerðir lækna ólöglegar, m.a. vegna þess að verkfallsboðunin tæki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitenda sem verkfall beinist gegn. Hvernig getur verkfall kennara með þeim hætti sem nú er beitt staðist lög samanborið við ofangreint? Ég krefst svara við því hvers vegna einungis fjórir leikskólar voru valdir í ofangreindar aðgerðir? Var valið handahófskennt? Hvers vegna var ákveðið að fara í ótímabundið verkfall á leikskólum en ekki á öðrum stöðum? Ég tel eðlilegt að þessum spurningum verði svarað hið snarasta. Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til þess að taka ábyrgð, setja fram raunhæfar og skýrar kröfur og semja sem allra fyrst. Mig langar líka til þess að hvetja stjórnmálafólk til þess að vera fólk orða sinna, hlúa að heilsu barna okkar og stíga hér inn enda er það deginum ljósara að þessi staða gengur ekki til lengdar. Höfundur er læknir á Landspítala og móðir þriggja ára leikskólabarns í Reykjavík.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun