Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 21:02 Til þeirra er málið varðar: Nú stendur yfir verkfall kennara eins og flest ykkar vonandi eruð upplýst um. Sem móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík og læknir á geðsviði Landspítala langar mig að koma nokkrum athugasemdum á framfæri og á sama tíma krefjast svara. Mig langar að gera athugasemd við afar vafasama framkvæmd verkfalls kennara, þá sérstaklega þá sem snýr að leikskólabörnum. Af einhverjum ástæðum voru einungis fjórir leikskólar á landinu valdir til að loka ótímabundið í aðgerðunum. Það gefur auga leið að þessar aðgerðir hafa gríðarleg áhrif á örfáar fjölskyldur á meðan þær hafa lítil sem engin áhrif út í samfélagið. Nú starfa ég á stærsta vinnustað landsins og það eru nánast engir samstarfsmenn mínir sem eru meðvitaðir um umrætt verkfall þar sem það hefur engin áhrif, bein né óbein á þá. Hvernig geta þessar aðgerðir verið réttlætanlegar og hreinlega staðist lög? Þetta er gríðarleg mismunun sem bitnar að sjálfsögðu lang-mest á litlu börnunum. Ef kennarar vilja ná fram sínum kröfum og nota verkfallið sem vopn í þeirri baráttu þá væri auðvitað lang-vænlegast til árangurs að leggja niður störf á fleiri stöðum tímabundið og skipta verkfallsdögum á milli leikskóla - þannig hefðu aðgerðirnar margfalt meiri áhrif á samfélagið og myndi bitna minna á litlu einstaklingunum okkar. Ég bið ykkur að hafa þetta í huga. Í framhaldi af ofangreindu vil ég segja að slíkar aðgerðir eru gríðarlega ábyrgðarlausar og geta haft verulega slæm áhrif á börnin til frambúðar. Í núverandi ástandi þar sem geðheilsa barna og ungmenna fer sífellt versnandi og stjórnmálamenn keppast um að ræða mikilvægi þess að hlúa að börnunum eru þessar aðgerðir eins og blaut tuska í andlitið. Þessi tími í lífi barnanna er afar mikilvægur hvað varðar þroska og almenna heilsu og það verður að taka ábyrgð á því. Það hafa verið skrifaðar bækur sem fjalla um börn með áfallastreitu og þunglyndi sem afleiðingar af því að þeim var sífellt verið að koma fyrir í „pössun“. Þessar aðgerðir hafa svo aðrar og einnig alvarlegar afleiðingar fyrir hópa sem mega ekki við því, til að mynda mína sjúklinga á geðsviði Landspítala sem fá ekki að hitta lækninn sinn þar sem undirrituð getur ekki mætt til vinnu vegna verkfallsins. Nú er ekki ætlunin að fara blanda verkfallsaðgerðum kennara og lækna saman en mig langar að benda á að ríkið telur boðaðar verkfallsaðgerðir lækna ólöglegar, m.a. vegna þess að verkfallsboðunin tæki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitenda sem verkfall beinist gegn. Hvernig getur verkfall kennara með þeim hætti sem nú er beitt staðist lög samanborið við ofangreint? Ég krefst svara við því hvers vegna einungis fjórir leikskólar voru valdir í ofangreindar aðgerðir? Var valið handahófskennt? Hvers vegna var ákveðið að fara í ótímabundið verkfall á leikskólum en ekki á öðrum stöðum? Ég tel eðlilegt að þessum spurningum verði svarað hið snarasta. Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til þess að taka ábyrgð, setja fram raunhæfar og skýrar kröfur og semja sem allra fyrst. Mig langar líka til þess að hvetja stjórnmálafólk til þess að vera fólk orða sinna, hlúa að heilsu barna okkar og stíga hér inn enda er það deginum ljósara að þessi staða gengur ekki til lengdar. Höfundur er læknir á Landspítala og móðir þriggja ára leikskólabarns í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Til þeirra er málið varðar: Nú stendur yfir verkfall kennara eins og flest ykkar vonandi eruð upplýst um. Sem móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík og læknir á geðsviði Landspítala langar mig að koma nokkrum athugasemdum á framfæri og á sama tíma krefjast svara. Mig langar að gera athugasemd við afar vafasama framkvæmd verkfalls kennara, þá sérstaklega þá sem snýr að leikskólabörnum. Af einhverjum ástæðum voru einungis fjórir leikskólar á landinu valdir til að loka ótímabundið í aðgerðunum. Það gefur auga leið að þessar aðgerðir hafa gríðarleg áhrif á örfáar fjölskyldur á meðan þær hafa lítil sem engin áhrif út í samfélagið. Nú starfa ég á stærsta vinnustað landsins og það eru nánast engir samstarfsmenn mínir sem eru meðvitaðir um umrætt verkfall þar sem það hefur engin áhrif, bein né óbein á þá. Hvernig geta þessar aðgerðir verið réttlætanlegar og hreinlega staðist lög? Þetta er gríðarleg mismunun sem bitnar að sjálfsögðu lang-mest á litlu börnunum. Ef kennarar vilja ná fram sínum kröfum og nota verkfallið sem vopn í þeirri baráttu þá væri auðvitað lang-vænlegast til árangurs að leggja niður störf á fleiri stöðum tímabundið og skipta verkfallsdögum á milli leikskóla - þannig hefðu aðgerðirnar margfalt meiri áhrif á samfélagið og myndi bitna minna á litlu einstaklingunum okkar. Ég bið ykkur að hafa þetta í huga. Í framhaldi af ofangreindu vil ég segja að slíkar aðgerðir eru gríðarlega ábyrgðarlausar og geta haft verulega slæm áhrif á börnin til frambúðar. Í núverandi ástandi þar sem geðheilsa barna og ungmenna fer sífellt versnandi og stjórnmálamenn keppast um að ræða mikilvægi þess að hlúa að börnunum eru þessar aðgerðir eins og blaut tuska í andlitið. Þessi tími í lífi barnanna er afar mikilvægur hvað varðar þroska og almenna heilsu og það verður að taka ábyrgð á því. Það hafa verið skrifaðar bækur sem fjalla um börn með áfallastreitu og þunglyndi sem afleiðingar af því að þeim var sífellt verið að koma fyrir í „pössun“. Þessar aðgerðir hafa svo aðrar og einnig alvarlegar afleiðingar fyrir hópa sem mega ekki við því, til að mynda mína sjúklinga á geðsviði Landspítala sem fá ekki að hitta lækninn sinn þar sem undirrituð getur ekki mætt til vinnu vegna verkfallsins. Nú er ekki ætlunin að fara blanda verkfallsaðgerðum kennara og lækna saman en mig langar að benda á að ríkið telur boðaðar verkfallsaðgerðir lækna ólöglegar, m.a. vegna þess að verkfallsboðunin tæki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitenda sem verkfall beinist gegn. Hvernig getur verkfall kennara með þeim hætti sem nú er beitt staðist lög samanborið við ofangreint? Ég krefst svara við því hvers vegna einungis fjórir leikskólar voru valdir í ofangreindar aðgerðir? Var valið handahófskennt? Hvers vegna var ákveðið að fara í ótímabundið verkfall á leikskólum en ekki á öðrum stöðum? Ég tel eðlilegt að þessum spurningum verði svarað hið snarasta. Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til þess að taka ábyrgð, setja fram raunhæfar og skýrar kröfur og semja sem allra fyrst. Mig langar líka til þess að hvetja stjórnmálafólk til þess að vera fólk orða sinna, hlúa að heilsu barna okkar og stíga hér inn enda er það deginum ljósara að þessi staða gengur ekki til lengdar. Höfundur er læknir á Landspítala og móðir þriggja ára leikskólabarns í Reykjavík.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar