Á annan milljarð í þjálfun, búnað og hergögn fyrir Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2024 06:01 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, (t.h.) með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, á Þingvöllum. Það var Bjarni sem sat leiðtogafund NATO í sumar þar sem ákveðið var að auka varnartengdan stuðning við Úkraínu. Vísir/Vilhelm Einn og hálfur milljarður króna í aukinn stuðning við Úkraínu í fjáraukalögum á að mæta kostnaði við auknar skuldbindingar Íslands sem samið var um á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar. Stuðningurinn fer áfram í þjálfun, kaup á búnaði og hergögnum og framlögum í sjóði sem styðja varnir Úkraínu. Leiðtogar NATO-ríkja samþykktu að verja að lágmarki fjörutíu milljörðum evra á ári í varnartengdan stuðning við Úkraínu á fundi þeirra í Washington-borg í júlí. Hlutdeild Íslands í stuðningnum á að nema 0,66 prósentum eða að lágmarki 3,7 milljörðum króna samkvæmt svari utanríkisráðuneytisins við skriflegri fyrirspurn Vísis. Kostnaðurinn við aðstoðina skiptist niður á ríki í samræmi við hlutdeild þeirra í sameiginlegum sjóðum NATO sem tekur mið af vergri landsframleiðslu ríkjanna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sat fundinn fyrir hönd Íslands. Til þess að mæta hluta kostnaðarins við þessar auknu skuldbindingar Íslands og þingsályktun um stefnu um stuðning Íslands við Úkraínu næstu fjögur árin sem Alþingi samþykkti í vor er lagt til að einum og hálfum milljarði króna verði varið aukalega til varnartengds stuðnings við Úkraínu í fjáraukalögunum sem voru lögð fram í síðustu viku. Þegar var gert ráð fyrir 750 milljónum króna til varnartengdra verkefna í fjárlögum ársins. Varnartengdur stuðningur Íslands við Úkraínu mun áfram beinast að þjálfunarverkefnum, kaupum á búnaði og hergögnum og framlögum í fjölþjóðlega sjóði eða verkefni til stuðnings varnarbaráttu Úkraínu í samræmi við ályktun Alþingis um stuðninginn, að því er kemur fram í svari ráðuneytisins. Frumvarpið að fjáraukalögum var sent til fjárlaganefndar eftir að fyrstu umræðu um það lauk á fimmtudaginn 24. október. Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Alþingi NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Leiðtogar NATO-ríkja samþykktu að verja að lágmarki fjörutíu milljörðum evra á ári í varnartengdan stuðning við Úkraínu á fundi þeirra í Washington-borg í júlí. Hlutdeild Íslands í stuðningnum á að nema 0,66 prósentum eða að lágmarki 3,7 milljörðum króna samkvæmt svari utanríkisráðuneytisins við skriflegri fyrirspurn Vísis. Kostnaðurinn við aðstoðina skiptist niður á ríki í samræmi við hlutdeild þeirra í sameiginlegum sjóðum NATO sem tekur mið af vergri landsframleiðslu ríkjanna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sat fundinn fyrir hönd Íslands. Til þess að mæta hluta kostnaðarins við þessar auknu skuldbindingar Íslands og þingsályktun um stefnu um stuðning Íslands við Úkraínu næstu fjögur árin sem Alþingi samþykkti í vor er lagt til að einum og hálfum milljarði króna verði varið aukalega til varnartengds stuðnings við Úkraínu í fjáraukalögunum sem voru lögð fram í síðustu viku. Þegar var gert ráð fyrir 750 milljónum króna til varnartengdra verkefna í fjárlögum ársins. Varnartengdur stuðningur Íslands við Úkraínu mun áfram beinast að þjálfunarverkefnum, kaupum á búnaði og hergögnum og framlögum í fjölþjóðlega sjóði eða verkefni til stuðnings varnarbaráttu Úkraínu í samræmi við ályktun Alþingis um stuðninginn, að því er kemur fram í svari ráðuneytisins. Frumvarpið að fjáraukalögum var sent til fjárlaganefndar eftir að fyrstu umræðu um það lauk á fimmtudaginn 24. október.
Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Alþingi NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira