Fyrirtækin greiða ekki virðisaukaskatt Friðrik Árnason skrifar 16. október 2024 07:32 Það er makalaust að heyra hvernig sumir stjórnmálamenn og nú síðast forseti ASÍ tala af fákunnáttu um ýmsa skatta og gjöld eins og t.d. virðisaukaskatt (VSK), sérstaklega þegar talað er um útflutningsgrein eins og ferðaþjónustu. Maður heyrir því fleygt fram að ferðaþjónustan sé á einhverjum afslætti, sérkjörum eða ívilnun þegar kemur að virðisaukaskatti þar sem hún er í neðra þrepi VSK en þá gleymist yfirleitt að ferðaþjónustan er útflutningsgrein líkt og sjávarútvegurinn sem stendur yfirhöfuð ekki skil á VSK, þetta er yfirleitt ekki nefnt í umræðunni. Hvernig virkar VSK? Virðisaukaskattur er neysluskattur sem leggst á verðmæti vöru eða þjónustu á hverju stigi framleiðslu og sölu. Þegar fyrirtæki selur vöru eða þjónustu innheimtir það VSK frá viðskiptavininum og sendir hann til ríkisins. Fyrirtæki geta þó dregið frá þann VSK sem þau hafa greitt þegar þau keyptu vörur eða þjónustu fyrir eigin rekstur – þetta kallast „innskattur“. Hver borgar þá VSK? Það er algengur misskilningur að fyrirtæki greiði VSK af vörum og þjónustu sem þau selja. Raunveruleikinn er sá að það eru neytendur sem bera kostnaðinn af virðisaukaskattinum, ekki fyrirtækin sjálf. Hlutverk fyrirtækja er að innheimta VSK fyrir hönd ríkisins og greiða hann áfram, en þau taka hann ekki beint úr eigin vasa. Þetta er mikilvægt að skilja þegar talað er um áhrif VSK á rekstur fyrirtækja og verðlagningu. Lægra VSK-þrep er ákvörðun stjórnvalda sem ætlað er að styðja ákveðnar atvinnugreinar eða þjónustu þar sem verðhækkanir af fullu VSK-þrepi myndu hafa of mikil neikvæð áhrif á eftirspurn. Þetta er því ekki afsláttur til ferðaþjónustunnar, heldur úrræði sem tryggir að þjónustan sé aðgengileg neytendum á samkeppnishæfu verði. Hægt er að bera þetta saman við aðrar greinar eins og matvöruverslun og ýmsa menningarstarfsemi sem einnig eru á lægra VSK-þrepi. Af hverju skiptir þetta máli? Þessi skilningur er sérstaklega mikilvægur þegar fólk er að ræða hækkanir á virðisaukaskatti eða afnám skatta á tilteknum vörum eða þjónustu. Þegar stjórnvöld lækka eða hækka VSK hefur það áhrif á endanlegt verð til neytenda, en fyrirtækin sjálf hafa oft litla möguleika á að hafa áhrif á þann þátt nema í gegnum verðlagningu. Þetta er líka ástæða þess að fyrirtæki bjóða stundum „VSK-frí“ afsláttartilboð – þau draga einungis virðisaukaskattinn af lokaverðinu, en greiða hann samt áfram til ríkisins. Í stuttu máli, fyrirtæki greiða ekki virðisaukaskatt í hefðbundnum skilningi – það eru neytendur sem bera byrðina. Fyrirtæki eru aðeins ábyrg fyrir innheimtu og skilum VSK fyrir hönd ríkisins, og það er mikilvægt að halda þessum mun á lofti þegar rætt er um skattkerfi og áhrif þess á fyrirtæki og neytendur. Þá er sérstaklega mikilvægt að stjórnmálamenn og forystumenn verkalýðsfélaga geri sér grein fyrir þessu þegar þeir ræða útflutningsgreinar eins og ferðaþjónustuna, sem er í harðri alþjóðlegri samkeppni um ferðamenn. Niðurstaða Að lokum vil ég hvetja forseta ASÍ, stjórnmálamenn og aðra sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar létu gera um möguleg áhrif hækkunar á VSK á ferðaþjónustu hér á landi. Til að gera langa sögu stutta þá er niðurstaða þeirra skýrslu sú að möguleg hækkun myndi minnka veltu í ferðaþjónustu og veikja samkeppnisstöðu greinarinnar. Þá myndi það draga úr vergri landsframleiðslu og auka opinberar skatttekjur mun minna en sem nemur hækkun virðisaukaskatts-hlutfallsins. Þetta myndi lækka gengi og hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári. Er það raunverulega það sem við sem samfélag viljum? Það er mikilvægt að byggja umræðuna um ferðaþjónustuna á gögnum og staðreyndum. Höfundur er eigandi af Hótel Breiðdalsvík á Austurlandi og rekið hefur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi sl. 33 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það er makalaust að heyra hvernig sumir stjórnmálamenn og nú síðast forseti ASÍ tala af fákunnáttu um ýmsa skatta og gjöld eins og t.d. virðisaukaskatt (VSK), sérstaklega þegar talað er um útflutningsgrein eins og ferðaþjónustu. Maður heyrir því fleygt fram að ferðaþjónustan sé á einhverjum afslætti, sérkjörum eða ívilnun þegar kemur að virðisaukaskatti þar sem hún er í neðra þrepi VSK en þá gleymist yfirleitt að ferðaþjónustan er útflutningsgrein líkt og sjávarútvegurinn sem stendur yfirhöfuð ekki skil á VSK, þetta er yfirleitt ekki nefnt í umræðunni. Hvernig virkar VSK? Virðisaukaskattur er neysluskattur sem leggst á verðmæti vöru eða þjónustu á hverju stigi framleiðslu og sölu. Þegar fyrirtæki selur vöru eða þjónustu innheimtir það VSK frá viðskiptavininum og sendir hann til ríkisins. Fyrirtæki geta þó dregið frá þann VSK sem þau hafa greitt þegar þau keyptu vörur eða þjónustu fyrir eigin rekstur – þetta kallast „innskattur“. Hver borgar þá VSK? Það er algengur misskilningur að fyrirtæki greiði VSK af vörum og þjónustu sem þau selja. Raunveruleikinn er sá að það eru neytendur sem bera kostnaðinn af virðisaukaskattinum, ekki fyrirtækin sjálf. Hlutverk fyrirtækja er að innheimta VSK fyrir hönd ríkisins og greiða hann áfram, en þau taka hann ekki beint úr eigin vasa. Þetta er mikilvægt að skilja þegar talað er um áhrif VSK á rekstur fyrirtækja og verðlagningu. Lægra VSK-þrep er ákvörðun stjórnvalda sem ætlað er að styðja ákveðnar atvinnugreinar eða þjónustu þar sem verðhækkanir af fullu VSK-þrepi myndu hafa of mikil neikvæð áhrif á eftirspurn. Þetta er því ekki afsláttur til ferðaþjónustunnar, heldur úrræði sem tryggir að þjónustan sé aðgengileg neytendum á samkeppnishæfu verði. Hægt er að bera þetta saman við aðrar greinar eins og matvöruverslun og ýmsa menningarstarfsemi sem einnig eru á lægra VSK-þrepi. Af hverju skiptir þetta máli? Þessi skilningur er sérstaklega mikilvægur þegar fólk er að ræða hækkanir á virðisaukaskatti eða afnám skatta á tilteknum vörum eða þjónustu. Þegar stjórnvöld lækka eða hækka VSK hefur það áhrif á endanlegt verð til neytenda, en fyrirtækin sjálf hafa oft litla möguleika á að hafa áhrif á þann þátt nema í gegnum verðlagningu. Þetta er líka ástæða þess að fyrirtæki bjóða stundum „VSK-frí“ afsláttartilboð – þau draga einungis virðisaukaskattinn af lokaverðinu, en greiða hann samt áfram til ríkisins. Í stuttu máli, fyrirtæki greiða ekki virðisaukaskatt í hefðbundnum skilningi – það eru neytendur sem bera byrðina. Fyrirtæki eru aðeins ábyrg fyrir innheimtu og skilum VSK fyrir hönd ríkisins, og það er mikilvægt að halda þessum mun á lofti þegar rætt er um skattkerfi og áhrif þess á fyrirtæki og neytendur. Þá er sérstaklega mikilvægt að stjórnmálamenn og forystumenn verkalýðsfélaga geri sér grein fyrir þessu þegar þeir ræða útflutningsgreinar eins og ferðaþjónustuna, sem er í harðri alþjóðlegri samkeppni um ferðamenn. Niðurstaða Að lokum vil ég hvetja forseta ASÍ, stjórnmálamenn og aðra sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar létu gera um möguleg áhrif hækkunar á VSK á ferðaþjónustu hér á landi. Til að gera langa sögu stutta þá er niðurstaða þeirra skýrslu sú að möguleg hækkun myndi minnka veltu í ferðaþjónustu og veikja samkeppnisstöðu greinarinnar. Þá myndi það draga úr vergri landsframleiðslu og auka opinberar skatttekjur mun minna en sem nemur hækkun virðisaukaskatts-hlutfallsins. Þetta myndi lækka gengi og hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári. Er það raunverulega það sem við sem samfélag viljum? Það er mikilvægt að byggja umræðuna um ferðaþjónustuna á gögnum og staðreyndum. Höfundur er eigandi af Hótel Breiðdalsvík á Austurlandi og rekið hefur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi sl. 33 ár.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun