Hæstánægð með Höllu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. október 2024 12:36 Halla Tómasdóttir kom við í CBS-háskólanum í opinberri heimsókn sinni til Kaupmannahafnar. Vísir/Rafn Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. Margt var um manninn í skólanum og þröngt setið í salnum. Nemendur voru spenntir að fá að beina spurningum að forsetanum sem á sér að sjálfsögðu langan feril að baki í alþjóðlega viðskiptalífinu sem marga nemendur skólans þyrstir að verða hluti af. Peter Møllgaard, rektor CBS, bauð Höllu velkomna og hélt stutta tölu. Þá steig Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, í ræðustól og í kjölfarið Sveinn Sölvason, framkvæmdastjóri Emblu Medical. Þá var opnað fyrir spurningar úr sal og var Halla rukkuð um ráð til kvenleiðtoga framtíðarinnar og mikilvægi siðferðis og framtíðarhyggju í viðskiptum. Halla sagði daga þess sem hún kallaði „gamla leiðtogaháttarins“ óframsækna liðna. Það var margt um manninn í CBS-háskólanum þar sem Halla Tómasdóttir kom við í dag.Vísir/Rafn Þær Ólöf Helga Þórmundsdóttir og Margrét María Marteinsdóttir tóku á móti Höllu fyrir hönd íslenskra nemenda skólans og ræddu við hana. „Hún er áhugaverð kona og það var rosa gaman að heyra hvað hún hafði að segja um kennslu og annað. Hún vildi síðan heyra hvernig okkur leið í CBS miðað við hvernig það er heima,“ segir Ólöf. Þær segja mikilvægt að Íslendingar geti sótt nám í Danmörku og að náið samband þjóðanna eflist. Það sé stór hópur íslenskra stúdenta við nám í Kaupmannahöfn sem styðji við bak hvert öðru. „Maður er ekki það langt frá Íslandi og lífið verður miklu einfaldara þegar maður getur treyst á náið bakland,“ segir Ólöf. Margrét er t.v. og Ólöf t.h.Vísir/Rafn Aðspurðar segja þær Höllu vera flottan fulltrúa Íslands. „Það er frábært hvað hún nær að tengja við unga fólkið og sem kona í viðskiptanámi finnst mér hún flott,“ segir Ólöf. „Hennar sýn á leiðtogafærni er rosalega áhugaverð og mér finnst gaman að fylgjast með henni,“ segir Margrét þá. Forseti Íslands Danmörk Háskólar Halla Tómasdóttir Íslendingar erlendis Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Margt var um manninn í skólanum og þröngt setið í salnum. Nemendur voru spenntir að fá að beina spurningum að forsetanum sem á sér að sjálfsögðu langan feril að baki í alþjóðlega viðskiptalífinu sem marga nemendur skólans þyrstir að verða hluti af. Peter Møllgaard, rektor CBS, bauð Höllu velkomna og hélt stutta tölu. Þá steig Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, í ræðustól og í kjölfarið Sveinn Sölvason, framkvæmdastjóri Emblu Medical. Þá var opnað fyrir spurningar úr sal og var Halla rukkuð um ráð til kvenleiðtoga framtíðarinnar og mikilvægi siðferðis og framtíðarhyggju í viðskiptum. Halla sagði daga þess sem hún kallaði „gamla leiðtogaháttarins“ óframsækna liðna. Það var margt um manninn í CBS-háskólanum þar sem Halla Tómasdóttir kom við í dag.Vísir/Rafn Þær Ólöf Helga Þórmundsdóttir og Margrét María Marteinsdóttir tóku á móti Höllu fyrir hönd íslenskra nemenda skólans og ræddu við hana. „Hún er áhugaverð kona og það var rosa gaman að heyra hvað hún hafði að segja um kennslu og annað. Hún vildi síðan heyra hvernig okkur leið í CBS miðað við hvernig það er heima,“ segir Ólöf. Þær segja mikilvægt að Íslendingar geti sótt nám í Danmörku og að náið samband þjóðanna eflist. Það sé stór hópur íslenskra stúdenta við nám í Kaupmannahöfn sem styðji við bak hvert öðru. „Maður er ekki það langt frá Íslandi og lífið verður miklu einfaldara þegar maður getur treyst á náið bakland,“ segir Ólöf. Margrét er t.v. og Ólöf t.h.Vísir/Rafn Aðspurðar segja þær Höllu vera flottan fulltrúa Íslands. „Það er frábært hvað hún nær að tengja við unga fólkið og sem kona í viðskiptanámi finnst mér hún flott,“ segir Ólöf. „Hennar sýn á leiðtogafærni er rosalega áhugaverð og mér finnst gaman að fylgjast með henni,“ segir Margrét þá.
Forseti Íslands Danmörk Háskólar Halla Tómasdóttir Íslendingar erlendis Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira