Hæstánægð með Höllu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. október 2024 12:36 Halla Tómasdóttir kom við í CBS-háskólanum í opinberri heimsókn sinni til Kaupmannahafnar. Vísir/Rafn Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. Margt var um manninn í skólanum og þröngt setið í salnum. Nemendur voru spenntir að fá að beina spurningum að forsetanum sem á sér að sjálfsögðu langan feril að baki í alþjóðlega viðskiptalífinu sem marga nemendur skólans þyrstir að verða hluti af. Peter Møllgaard, rektor CBS, bauð Höllu velkomna og hélt stutta tölu. Þá steig Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, í ræðustól og í kjölfarið Sveinn Sölvason, framkvæmdastjóri Emblu Medical. Þá var opnað fyrir spurningar úr sal og var Halla rukkuð um ráð til kvenleiðtoga framtíðarinnar og mikilvægi siðferðis og framtíðarhyggju í viðskiptum. Halla sagði daga þess sem hún kallaði „gamla leiðtogaháttarins“ óframsækna liðna. Það var margt um manninn í CBS-háskólanum þar sem Halla Tómasdóttir kom við í dag.Vísir/Rafn Þær Ólöf Helga Þórmundsdóttir og Margrét María Marteinsdóttir tóku á móti Höllu fyrir hönd íslenskra nemenda skólans og ræddu við hana. „Hún er áhugaverð kona og það var rosa gaman að heyra hvað hún hafði að segja um kennslu og annað. Hún vildi síðan heyra hvernig okkur leið í CBS miðað við hvernig það er heima,“ segir Ólöf. Þær segja mikilvægt að Íslendingar geti sótt nám í Danmörku og að náið samband þjóðanna eflist. Það sé stór hópur íslenskra stúdenta við nám í Kaupmannahöfn sem styðji við bak hvert öðru. „Maður er ekki það langt frá Íslandi og lífið verður miklu einfaldara þegar maður getur treyst á náið bakland,“ segir Ólöf. Margrét er t.v. og Ólöf t.h.Vísir/Rafn Aðspurðar segja þær Höllu vera flottan fulltrúa Íslands. „Það er frábært hvað hún nær að tengja við unga fólkið og sem kona í viðskiptanámi finnst mér hún flott,“ segir Ólöf. „Hennar sýn á leiðtogafærni er rosalega áhugaverð og mér finnst gaman að fylgjast með henni,“ segir Margrét þá. Forseti Íslands Danmörk Háskólar Halla Tómasdóttir Íslendingar erlendis Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Margt var um manninn í skólanum og þröngt setið í salnum. Nemendur voru spenntir að fá að beina spurningum að forsetanum sem á sér að sjálfsögðu langan feril að baki í alþjóðlega viðskiptalífinu sem marga nemendur skólans þyrstir að verða hluti af. Peter Møllgaard, rektor CBS, bauð Höllu velkomna og hélt stutta tölu. Þá steig Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, í ræðustól og í kjölfarið Sveinn Sölvason, framkvæmdastjóri Emblu Medical. Þá var opnað fyrir spurningar úr sal og var Halla rukkuð um ráð til kvenleiðtoga framtíðarinnar og mikilvægi siðferðis og framtíðarhyggju í viðskiptum. Halla sagði daga þess sem hún kallaði „gamla leiðtogaháttarins“ óframsækna liðna. Það var margt um manninn í CBS-háskólanum þar sem Halla Tómasdóttir kom við í dag.Vísir/Rafn Þær Ólöf Helga Þórmundsdóttir og Margrét María Marteinsdóttir tóku á móti Höllu fyrir hönd íslenskra nemenda skólans og ræddu við hana. „Hún er áhugaverð kona og það var rosa gaman að heyra hvað hún hafði að segja um kennslu og annað. Hún vildi síðan heyra hvernig okkur leið í CBS miðað við hvernig það er heima,“ segir Ólöf. Þær segja mikilvægt að Íslendingar geti sótt nám í Danmörku og að náið samband þjóðanna eflist. Það sé stór hópur íslenskra stúdenta við nám í Kaupmannahöfn sem styðji við bak hvert öðru. „Maður er ekki það langt frá Íslandi og lífið verður miklu einfaldara þegar maður getur treyst á náið bakland,“ segir Ólöf. Margrét er t.v. og Ólöf t.h.Vísir/Rafn Aðspurðar segja þær Höllu vera flottan fulltrúa Íslands. „Það er frábært hvað hún nær að tengja við unga fólkið og sem kona í viðskiptanámi finnst mér hún flott,“ segir Ólöf. „Hennar sýn á leiðtogafærni er rosalega áhugaverð og mér finnst gaman að fylgjast með henni,“ segir Margrét þá.
Forseti Íslands Danmörk Háskólar Halla Tómasdóttir Íslendingar erlendis Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels