Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2025 06:50 Mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Siglufirði fyrr í vikunni. Slökkvilið Fjallabyggðar Slökkvistarf tók í allt um þrettán klukkustundir eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Siglufirði síðastliðið mánudagskvöld. Þá tók við bruna- og öryggisvakt og hefur slökkviliðið í Fjallabyggð nokkrum sinnum þurft að fara og slökkva í glóð og eldhreiðrum eftir brunann. Þetta kemur fram í færslu frá Slökkviliðinu í Fjallabyggð á Facebook seint í gærkvöldi. Mikill eldur kom upp í húsnæði fyrirtækisins Primex á Siglufirði á mánudagskvöldið og stóð slökkvistarf yfir alla nóttina og áfram á þriðjudaginn. Sjá einnig: „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Ljóst varð strax í upphafi að slökkvilið ætti umfangsmikið og erfitt verk fyrir höndum. „Mikill eldur var í húsinu þegar að var komið og sjáanlegur á þriðju hæð hússins. Ákveðið var strax í upphafi að kalla eftir aðstoð frá Slökkviliði Dalvíkurbyggðar og Slökkviliði Akureyrar. Slökkvilið fékk upplýsingar strax í upphafi að enginn væri í húsinu. Umrætt húsnæði er stórt og flókið og var ákveðið að allt slökkvistarf færi fram utandyra og var enginn reykkafari sendur inn í húsnæðið,“ segir í færslu slökkviliðsins. Slökkviliðsmenn hvíla lúin bein á vettvangi.Slökkvilið Fjallabyggðar „Til allrar mildi var hagstæð vindátt og hlýtt þegar eldurinn kom upp. Mikinn reyk lagði frá eldsvoðanum og fór hann allur á haf út en ekki inn í þéttbýlið á Siglufirði. Svona verkefni verða aldrei leyst nema með góðri samvinnu allra aðila,“ segir ennfremur. Sérstakar þakkir færir Slökkviliðið í Fjallabyggð Slökkvili Dalvíkur, Slökkvili Akureyrar, Brunavörnum Skagafjarðar, Lögreglunni á Norðurlandi eystra, Björgunarsveitinni Strákum, Björgunarskipinu Sigurvin, Slysavarnadeildinni Vörn á Siglufirði, sjúkraflutningamönnum HSN á Siglufirði, Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar, BÁS og Rarik fyrir veitta aðstoð við slökkvistörf. „Þá vill slökkviliðsstjóri færa starfsmönnum, eigendum og aðstandendum þess fyrirtækis sem var með starfsemi í húsinu kærar þakkir fyrir mikilvæga aðstoð á vettvangi á erfiðum tíma,“ segir loks í færslunni. Þak húsnæðisins þar sem fyrirtækið Primex er með starfsemi stóð í ljósum logum.Slökkvilið Fjallabyggðar Fjallabyggð Slökkvilið Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu frá Slökkviliðinu í Fjallabyggð á Facebook seint í gærkvöldi. Mikill eldur kom upp í húsnæði fyrirtækisins Primex á Siglufirði á mánudagskvöldið og stóð slökkvistarf yfir alla nóttina og áfram á þriðjudaginn. Sjá einnig: „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Ljóst varð strax í upphafi að slökkvilið ætti umfangsmikið og erfitt verk fyrir höndum. „Mikill eldur var í húsinu þegar að var komið og sjáanlegur á þriðju hæð hússins. Ákveðið var strax í upphafi að kalla eftir aðstoð frá Slökkviliði Dalvíkurbyggðar og Slökkviliði Akureyrar. Slökkvilið fékk upplýsingar strax í upphafi að enginn væri í húsinu. Umrætt húsnæði er stórt og flókið og var ákveðið að allt slökkvistarf færi fram utandyra og var enginn reykkafari sendur inn í húsnæðið,“ segir í færslu slökkviliðsins. Slökkviliðsmenn hvíla lúin bein á vettvangi.Slökkvilið Fjallabyggðar „Til allrar mildi var hagstæð vindátt og hlýtt þegar eldurinn kom upp. Mikinn reyk lagði frá eldsvoðanum og fór hann allur á haf út en ekki inn í þéttbýlið á Siglufirði. Svona verkefni verða aldrei leyst nema með góðri samvinnu allra aðila,“ segir ennfremur. Sérstakar þakkir færir Slökkviliðið í Fjallabyggð Slökkvili Dalvíkur, Slökkvili Akureyrar, Brunavörnum Skagafjarðar, Lögreglunni á Norðurlandi eystra, Björgunarsveitinni Strákum, Björgunarskipinu Sigurvin, Slysavarnadeildinni Vörn á Siglufirði, sjúkraflutningamönnum HSN á Siglufirði, Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar, BÁS og Rarik fyrir veitta aðstoð við slökkvistörf. „Þá vill slökkviliðsstjóri færa starfsmönnum, eigendum og aðstandendum þess fyrirtækis sem var með starfsemi í húsinu kærar þakkir fyrir mikilvæga aðstoð á vettvangi á erfiðum tíma,“ segir loks í færslunni. Þak húsnæðisins þar sem fyrirtækið Primex er með starfsemi stóð í ljósum logum.Slökkvilið Fjallabyggðar
Fjallabyggð Slökkvilið Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent