Kærastan áfram í farbanni Agnar Már Másson skrifar 16. október 2025 16:42 Eiginkona veitingamannsins sætir enn farbanni. Vísir Landsréttur hefur úrskurðað sambýliskonu veitingamannsins Quangs Lé í áframhaldandi farbann en hún er sakborningur í stærsta mansalsmáli Íslandssögunnar ásamt eiginmanni sínum og bróður hans. Hún mun að óbreyttu sæta farbanni fram í lok janúar. Auk mansals er hún grunuð um skjalafals, peningaþvætti og ólöglega sölu dvalarleyfa. Landsréttur birti í dag staðfesti áframhaldandi farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni. úrskurðurinn var kveðinn upp 25. september. Quang Lé, sem um tíma hét Davíð Viðarsson, er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Parið hefur verið til rannsóknar síðan í mars en þau voru handtekin ásamt bróður Lé. Samkvæmt því sem fram kemur í dómnum mun hún sæta áframhaldandi farbanni til 23. janúar 2026 þar sem hún liggur undir rökstuddum grun um mansal, skjalafals, peningaþvætti, ólöglega sölu dvalarleyfa og brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Hún var handtekin 5. mars 2024 og sætti gæsluvarðhaldi í 3 mánuði og svo farbanni í yfir 15 mánuði. Í greinargerð lögreglu segir að starfsmenn á veitingastöðum í eigu Lé hafi fengið 420.000 kr. útborgað, en voru síðan neyddir til að skila 170.000 kr. til baka. Þeir voru sagðir vinna 12 klst. á dag, 6–7 daga vikunnar, allt árið, án frís. Quang Le og sambýliskonan hefðu, samkvæmt skýrslutökunum, gefið þær skýringar að upphæðin sem starfsmennirnir greiddu til baka færi í skatta, eða rekstur fyrirtækjanna sem hafi verið sagður ekki standa nægjanlega traustum fótum. Starfsmenn lýsa því að hafa óttast að missa vinnuna ef þeir hlýddu ekki. Hjónin eru einnig grunuð um að falsa skjöl þar sem brotaþolar munu hafa fengið dvalar- og atvinnuleyfi sem sérfræðingar, en flestir ekki haft þá menntun sem skjölin sögðu til um. Þeir munu hafa greitt allt að 8 milljónir króna fyrir að fá þessi leyfi. Dómurinn taldi verulegar líkur á að hún myndi reyna að komast úr landi eða leynast þar sem hún er með tengsl við erlent ríki, Víetnam. Yfir 30 manns hafa réttarstöðu brotaþola í málinu samkvæmt því sem fram kemur í dómnum en í elsta úrskurðinum sem finna má á vef Landsréttar í málinu segir að lögregla meti að hópur þolenda í málinu kunni að vera í heildina á bilinu 80 til 150 talsins, og þar sé um að ræða bæði fullorðna og börn. Málið er það umfangsmesta af sinni tegund í réttarsögu Íslands og teygir anga sína til annarra landa. Gögn málsins eru að stórum hluta á víetnömsku, m.a. samskipti úr síma varnaraðila og samverkamanna sem ná yfir hundruð blaðsíðna. Mál Quangs Le (Davíðs Viðarssonar) Mansal Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Landsréttur birti í dag staðfesti áframhaldandi farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni. úrskurðurinn var kveðinn upp 25. september. Quang Lé, sem um tíma hét Davíð Viðarsson, er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Parið hefur verið til rannsóknar síðan í mars en þau voru handtekin ásamt bróður Lé. Samkvæmt því sem fram kemur í dómnum mun hún sæta áframhaldandi farbanni til 23. janúar 2026 þar sem hún liggur undir rökstuddum grun um mansal, skjalafals, peningaþvætti, ólöglega sölu dvalarleyfa og brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Hún var handtekin 5. mars 2024 og sætti gæsluvarðhaldi í 3 mánuði og svo farbanni í yfir 15 mánuði. Í greinargerð lögreglu segir að starfsmenn á veitingastöðum í eigu Lé hafi fengið 420.000 kr. útborgað, en voru síðan neyddir til að skila 170.000 kr. til baka. Þeir voru sagðir vinna 12 klst. á dag, 6–7 daga vikunnar, allt árið, án frís. Quang Le og sambýliskonan hefðu, samkvæmt skýrslutökunum, gefið þær skýringar að upphæðin sem starfsmennirnir greiddu til baka færi í skatta, eða rekstur fyrirtækjanna sem hafi verið sagður ekki standa nægjanlega traustum fótum. Starfsmenn lýsa því að hafa óttast að missa vinnuna ef þeir hlýddu ekki. Hjónin eru einnig grunuð um að falsa skjöl þar sem brotaþolar munu hafa fengið dvalar- og atvinnuleyfi sem sérfræðingar, en flestir ekki haft þá menntun sem skjölin sögðu til um. Þeir munu hafa greitt allt að 8 milljónir króna fyrir að fá þessi leyfi. Dómurinn taldi verulegar líkur á að hún myndi reyna að komast úr landi eða leynast þar sem hún er með tengsl við erlent ríki, Víetnam. Yfir 30 manns hafa réttarstöðu brotaþola í málinu samkvæmt því sem fram kemur í dómnum en í elsta úrskurðinum sem finna má á vef Landsréttar í málinu segir að lögregla meti að hópur þolenda í málinu kunni að vera í heildina á bilinu 80 til 150 talsins, og þar sé um að ræða bæði fullorðna og börn. Málið er það umfangsmesta af sinni tegund í réttarsögu Íslands og teygir anga sína til annarra landa. Gögn málsins eru að stórum hluta á víetnömsku, m.a. samskipti úr síma varnaraðila og samverkamanna sem ná yfir hundruð blaðsíðna.
Mál Quangs Le (Davíðs Viðarssonar) Mansal Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira