Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. október 2025 14:10 Halla Tómasdóttir forseti Íslands fundaði með Xi Jinping forseta Kína í heimsókn sinni til landsins í vikunni. Fréttastofa Xinhua Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur undanfarna daga heimsótt Kína, þar sem hún dvaldi meðal annars í þrjá daga í Peking. Á þriðjudag fundaði hún með Xi Jinping forseta landsins í þrjátíu mínútur og á mánudag snæddi hún með honum hádegisverð, þar sem kollegarnir ræddu saman í eina og hálfa klukkustund. Boðið á óformlegum nótum Fjallað var um heimsókn Höllu og rætt við hana í Morgunblaðinu í gærmorgun. Í viðtalinu greinir Halla frá því að þau Xi hefðu rætt Íslandsheimsóknir þeirra hjóna árin 1979 og 1980 og heimsókn dóttur þeirra til landsins. Halla segist í kjölfarið hafa sagt við Xi að vildu þau heimsækja Ísland aftur yrði tekið vel á móti þeim. „Það er í raun ekkert óvenjulegt að forseti bjóði forseta. Miðað við það sem kom fram í þessari grein í Morgunblaðinu hljómar eins og þetta hafi verið á óformlegum nótum,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson blaðamaður og alþjóðastjórnmálafræðingur. Heimsæki Xi Evrópu eigi hann allt eins erindi hingað eins og annað. Þyggi hann boðið yrði heimsóknin stór í sögulegu samhengi. „Þá verður þetta í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Kína heimsækir landið síðan 2002 þegar Jiang Zemin kom hingað. Þannig að það myndi vissulega marka ákveðin tímamót. Ég held að það yrði til marks um aukið samstarf og þátttöku Íslands, þó við séum smáþjóð þá munum við hafa meiri aðkomu í framtíðinni að löndum eins og Kína,“ segir Helgi. Ekki endilega Tróju-hestur Kínverjar hafa á undanförnum árum reynt að komast til meiri áhrifa á Norðurslóðum og fjárfestingar þeirra hérlendis verið harðlega gagnrýndar af mörgum. Helgi segir heimsókn Kínaforseta þrátt fyrir það ekki endilega pólitíska. „Það fer eftir samhenginu.Ef hún er bara að bjóða forsetanum í svona velvildarheimsókn þá er það ekkert frávik frá hlutverki forseta. Á komandi árum erum við að fara að sjá meiri pólitískar deilur á Norðurslóðum, ekki bara þegar kemur að Kína heldur líka með Rússland og Indverja,“ segir Helgi. „Allt sem Kína gerir er ekki endilega Tróju-hestur. Oftar en ekki sjá þeir líka fyrir sér að þeir græði meira á því að vera í góðu samstarfi við þær þjóðir sem eru með eitthvað, sem þeir vilja, heldur en að grafa undan trúverðugleika sínum með því að vera með einhver hliðaráhorf sem gætu haft neikvæð áhrif á samskiptin síðar meir.“ Kína Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur undanfarna daga heimsótt Kína, þar sem hún dvaldi meðal annars í þrjá daga í Peking. Á þriðjudag fundaði hún með Xi Jinping forseta landsins í þrjátíu mínútur og á mánudag snæddi hún með honum hádegisverð, þar sem kollegarnir ræddu saman í eina og hálfa klukkustund. Boðið á óformlegum nótum Fjallað var um heimsókn Höllu og rætt við hana í Morgunblaðinu í gærmorgun. Í viðtalinu greinir Halla frá því að þau Xi hefðu rætt Íslandsheimsóknir þeirra hjóna árin 1979 og 1980 og heimsókn dóttur þeirra til landsins. Halla segist í kjölfarið hafa sagt við Xi að vildu þau heimsækja Ísland aftur yrði tekið vel á móti þeim. „Það er í raun ekkert óvenjulegt að forseti bjóði forseta. Miðað við það sem kom fram í þessari grein í Morgunblaðinu hljómar eins og þetta hafi verið á óformlegum nótum,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson blaðamaður og alþjóðastjórnmálafræðingur. Heimsæki Xi Evrópu eigi hann allt eins erindi hingað eins og annað. Þyggi hann boðið yrði heimsóknin stór í sögulegu samhengi. „Þá verður þetta í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Kína heimsækir landið síðan 2002 þegar Jiang Zemin kom hingað. Þannig að það myndi vissulega marka ákveðin tímamót. Ég held að það yrði til marks um aukið samstarf og þátttöku Íslands, þó við séum smáþjóð þá munum við hafa meiri aðkomu í framtíðinni að löndum eins og Kína,“ segir Helgi. Ekki endilega Tróju-hestur Kínverjar hafa á undanförnum árum reynt að komast til meiri áhrifa á Norðurslóðum og fjárfestingar þeirra hérlendis verið harðlega gagnrýndar af mörgum. Helgi segir heimsókn Kínaforseta þrátt fyrir það ekki endilega pólitíska. „Það fer eftir samhenginu.Ef hún er bara að bjóða forsetanum í svona velvildarheimsókn þá er það ekkert frávik frá hlutverki forseta. Á komandi árum erum við að fara að sjá meiri pólitískar deilur á Norðurslóðum, ekki bara þegar kemur að Kína heldur líka með Rússland og Indverja,“ segir Helgi. „Allt sem Kína gerir er ekki endilega Tróju-hestur. Oftar en ekki sjá þeir líka fyrir sér að þeir græði meira á því að vera í góðu samstarfi við þær þjóðir sem eru með eitthvað, sem þeir vilja, heldur en að grafa undan trúverðugleika sínum með því að vera með einhver hliðaráhorf sem gætu haft neikvæð áhrif á samskiptin síðar meir.“
Kína Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent