Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. október 2025 14:10 Halla Tómasdóttir forseti Íslands fundaði með Xi Jinping forseta Kína í heimsókn sinni til landsins í vikunni. Fréttastofa Xinhua Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur undanfarna daga heimsótt Kína, þar sem hún dvaldi meðal annars í þrjá daga í Peking. Á þriðjudag fundaði hún með Xi Jinping forseta landsins í þrjátíu mínútur og á mánudag snæddi hún með honum hádegisverð, þar sem kollegarnir ræddu saman í eina og hálfa klukkustund. Boðið á óformlegum nótum Fjallað var um heimsókn Höllu og rætt við hana í Morgunblaðinu í gærmorgun. Í viðtalinu greinir Halla frá því að þau Xi hefðu rætt Íslandsheimsóknir þeirra hjóna árin 1979 og 1980 og heimsókn dóttur þeirra til landsins. Halla segist í kjölfarið hafa sagt við Xi að vildu þau heimsækja Ísland aftur yrði tekið vel á móti þeim. „Það er í raun ekkert óvenjulegt að forseti bjóði forseta. Miðað við það sem kom fram í þessari grein í Morgunblaðinu hljómar eins og þetta hafi verið á óformlegum nótum,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson blaðamaður og alþjóðastjórnmálafræðingur. Heimsæki Xi Evrópu eigi hann allt eins erindi hingað eins og annað. Þyggi hann boðið yrði heimsóknin stór í sögulegu samhengi. „Þá verður þetta í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Kína heimsækir landið síðan 2002 þegar Jiang Zemin kom hingað. Þannig að það myndi vissulega marka ákveðin tímamót. Ég held að það yrði til marks um aukið samstarf og þátttöku Íslands, þó við séum smáþjóð þá munum við hafa meiri aðkomu í framtíðinni að löndum eins og Kína,“ segir Helgi. Ekki endilega Tróju-hestur Kínverjar hafa á undanförnum árum reynt að komast til meiri áhrifa á Norðurslóðum og fjárfestingar þeirra hérlendis verið harðlega gagnrýndar af mörgum. Helgi segir heimsókn Kínaforseta þrátt fyrir það ekki endilega pólitíska. „Það fer eftir samhenginu.Ef hún er bara að bjóða forsetanum í svona velvildarheimsókn þá er það ekkert frávik frá hlutverki forseta. Á komandi árum erum við að fara að sjá meiri pólitískar deilur á Norðurslóðum, ekki bara þegar kemur að Kína heldur líka með Rússland og Indverja,“ segir Helgi. „Allt sem Kína gerir er ekki endilega Tróju-hestur. Oftar en ekki sjá þeir líka fyrir sér að þeir græði meira á því að vera í góðu samstarfi við þær þjóðir sem eru með eitthvað, sem þeir vilja, heldur en að grafa undan trúverðugleika sínum með því að vera með einhver hliðaráhorf sem gætu haft neikvæð áhrif á samskiptin síðar meir.“ Kína Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur undanfarna daga heimsótt Kína, þar sem hún dvaldi meðal annars í þrjá daga í Peking. Á þriðjudag fundaði hún með Xi Jinping forseta landsins í þrjátíu mínútur og á mánudag snæddi hún með honum hádegisverð, þar sem kollegarnir ræddu saman í eina og hálfa klukkustund. Boðið á óformlegum nótum Fjallað var um heimsókn Höllu og rætt við hana í Morgunblaðinu í gærmorgun. Í viðtalinu greinir Halla frá því að þau Xi hefðu rætt Íslandsheimsóknir þeirra hjóna árin 1979 og 1980 og heimsókn dóttur þeirra til landsins. Halla segist í kjölfarið hafa sagt við Xi að vildu þau heimsækja Ísland aftur yrði tekið vel á móti þeim. „Það er í raun ekkert óvenjulegt að forseti bjóði forseta. Miðað við það sem kom fram í þessari grein í Morgunblaðinu hljómar eins og þetta hafi verið á óformlegum nótum,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson blaðamaður og alþjóðastjórnmálafræðingur. Heimsæki Xi Evrópu eigi hann allt eins erindi hingað eins og annað. Þyggi hann boðið yrði heimsóknin stór í sögulegu samhengi. „Þá verður þetta í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Kína heimsækir landið síðan 2002 þegar Jiang Zemin kom hingað. Þannig að það myndi vissulega marka ákveðin tímamót. Ég held að það yrði til marks um aukið samstarf og þátttöku Íslands, þó við séum smáþjóð þá munum við hafa meiri aðkomu í framtíðinni að löndum eins og Kína,“ segir Helgi. Ekki endilega Tróju-hestur Kínverjar hafa á undanförnum árum reynt að komast til meiri áhrifa á Norðurslóðum og fjárfestingar þeirra hérlendis verið harðlega gagnrýndar af mörgum. Helgi segir heimsókn Kínaforseta þrátt fyrir það ekki endilega pólitíska. „Það fer eftir samhenginu.Ef hún er bara að bjóða forsetanum í svona velvildarheimsókn þá er það ekkert frávik frá hlutverki forseta. Á komandi árum erum við að fara að sjá meiri pólitískar deilur á Norðurslóðum, ekki bara þegar kemur að Kína heldur líka með Rússland og Indverja,“ segir Helgi. „Allt sem Kína gerir er ekki endilega Tróju-hestur. Oftar en ekki sjá þeir líka fyrir sér að þeir græði meira á því að vera í góðu samstarfi við þær þjóðir sem eru með eitthvað, sem þeir vilja, heldur en að grafa undan trúverðugleika sínum með því að vera með einhver hliðaráhorf sem gætu haft neikvæð áhrif á samskiptin síðar meir.“
Kína Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira