Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. október 2025 21:11 Tæknideild lögreglunnar gerði húsleit á heimili hins grunaða í dag. Vísir/Vilhelm Einn er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna gruns um íkveikju í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi í dag. Eldur kom upp í sama fjölbýlishúsi þrisvar sinnum í síðasta mánuði og lögregla rannsakar hvort um einn og sama brennuvarg ræði í öllum fjórum málunum. Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Hann segir viðkomandi með réttarstöðu sakbornings í tengslum við meinta íkveikju í dag en eðlilega rannsaki lögregla aðild hans að þremur öðrum sambærilegum málum að undanförnu. Rúv greindi fyrst frá bruna dagsins. Eldur kom þrisvar sinnum upp á einni viku í september í húsinu. Fyrst var það um hábjartan dag í geymslurými á jarðhæð byggingarinnar. Og síðan í tvígang í ruslageymslu í stigahúsi byggingarinnar en öll þrjú atvikin eru rannsökuð sem íkveikjur. Tæknideild gerði húsleit Klukkan 13:47 í dag barst lögreglu að sögn Garðars tilkynning um brunabletti í gólfteppi á stigagangi. Mikil reyklykt var á stigagangi. Óþarft var að boða brunavarnir þar sem eldur logaði ekki þegar tilkynningin barst. Í framhaldinu var einn handtekinn og er að sögn Garðars enn í haldi lögreglu. Enn eigi eftir að taka frekari skýrslu af honum. Garðar segir tæknideild lögreglu hafa tekið sýni á vettvangi og gert húsleit á heimili hins grunaða. Lögregla veitir ekki upplýsingar um aldur eða kyn hins grunaða að svo stöddu. Lögregla og brunavarnir lýstu nýlega yfir áhyggjum af stöðu mála og að rannsókn stæði yfir. Íbúi í fjölbýlishúsinu lýsti verstu viku lífs síns í viðtali við fréttastofu nýlega. „Maður bara er að missa heimilið sitt. Maður er skíthræddur við það og maður er skíthræddur um að maður brenni inni,“ sagði Kjartan Már Niemenen íbúi í húsinu. Í gær var lögreglunni á Suðurlandi tilkynnt um eld í nytjamarkaði á Selfossi. Garðar segir lögreglu rannsaka hvort þar hafi verið um íkveikju að ræða en enn sé óvíst hvort atvikið tengist þessu að nokkru leyti. Tæp vika er síðan Jón Gunnar Þórhallsson aðalvarðstjóri á Selfossi sagði leit að meintum brennuvargi hafa engu skilað. Málið væri rannsakað af mikilli festu. Árborg Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Leit að meintum brennuvargi engu skilað Leit lögreglu á Suðurlandi að meintum brennuvargi á Selfossi hefur engu skilað. Rannsókn lögreglunnar á endurteknum eldsvoða í fjölbýlishúsi á Selfossi í lok september er í fullum gangi og rannsakað sem íkveikjur. Íbúar hafa sagst dauðhræddir um líf sitt og heilsu. 9. október 2025 10:26 „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Íbúi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur hefur komið upp þrisvar á einni viku segir um verstu viku lífs síns að ræða. Formaður húsfélagsins segir algjöra tilviljun ráða því að ekki hafi farið mun verr. Lögreglan leggur allt sem hún á í að hafa hendur í hári mögulegs brennuvargs. 23. september 2025 19:32 Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur. 23. september 2025 12:11 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Hann segir viðkomandi með réttarstöðu sakbornings í tengslum við meinta íkveikju í dag en eðlilega rannsaki lögregla aðild hans að þremur öðrum sambærilegum málum að undanförnu. Rúv greindi fyrst frá bruna dagsins. Eldur kom þrisvar sinnum upp á einni viku í september í húsinu. Fyrst var það um hábjartan dag í geymslurými á jarðhæð byggingarinnar. Og síðan í tvígang í ruslageymslu í stigahúsi byggingarinnar en öll þrjú atvikin eru rannsökuð sem íkveikjur. Tæknideild gerði húsleit Klukkan 13:47 í dag barst lögreglu að sögn Garðars tilkynning um brunabletti í gólfteppi á stigagangi. Mikil reyklykt var á stigagangi. Óþarft var að boða brunavarnir þar sem eldur logaði ekki þegar tilkynningin barst. Í framhaldinu var einn handtekinn og er að sögn Garðars enn í haldi lögreglu. Enn eigi eftir að taka frekari skýrslu af honum. Garðar segir tæknideild lögreglu hafa tekið sýni á vettvangi og gert húsleit á heimili hins grunaða. Lögregla veitir ekki upplýsingar um aldur eða kyn hins grunaða að svo stöddu. Lögregla og brunavarnir lýstu nýlega yfir áhyggjum af stöðu mála og að rannsókn stæði yfir. Íbúi í fjölbýlishúsinu lýsti verstu viku lífs síns í viðtali við fréttastofu nýlega. „Maður bara er að missa heimilið sitt. Maður er skíthræddur við það og maður er skíthræddur um að maður brenni inni,“ sagði Kjartan Már Niemenen íbúi í húsinu. Í gær var lögreglunni á Suðurlandi tilkynnt um eld í nytjamarkaði á Selfossi. Garðar segir lögreglu rannsaka hvort þar hafi verið um íkveikju að ræða en enn sé óvíst hvort atvikið tengist þessu að nokkru leyti. Tæp vika er síðan Jón Gunnar Þórhallsson aðalvarðstjóri á Selfossi sagði leit að meintum brennuvargi hafa engu skilað. Málið væri rannsakað af mikilli festu.
Árborg Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Leit að meintum brennuvargi engu skilað Leit lögreglu á Suðurlandi að meintum brennuvargi á Selfossi hefur engu skilað. Rannsókn lögreglunnar á endurteknum eldsvoða í fjölbýlishúsi á Selfossi í lok september er í fullum gangi og rannsakað sem íkveikjur. Íbúar hafa sagst dauðhræddir um líf sitt og heilsu. 9. október 2025 10:26 „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Íbúi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur hefur komið upp þrisvar á einni viku segir um verstu viku lífs síns að ræða. Formaður húsfélagsins segir algjöra tilviljun ráða því að ekki hafi farið mun verr. Lögreglan leggur allt sem hún á í að hafa hendur í hári mögulegs brennuvargs. 23. september 2025 19:32 Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur. 23. september 2025 12:11 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Leit að meintum brennuvargi engu skilað Leit lögreglu á Suðurlandi að meintum brennuvargi á Selfossi hefur engu skilað. Rannsókn lögreglunnar á endurteknum eldsvoða í fjölbýlishúsi á Selfossi í lok september er í fullum gangi og rannsakað sem íkveikjur. Íbúar hafa sagst dauðhræddir um líf sitt og heilsu. 9. október 2025 10:26
„Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Íbúi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur hefur komið upp þrisvar á einni viku segir um verstu viku lífs síns að ræða. Formaður húsfélagsins segir algjöra tilviljun ráða því að ekki hafi farið mun verr. Lögreglan leggur allt sem hún á í að hafa hendur í hári mögulegs brennuvargs. 23. september 2025 19:32
Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur. 23. september 2025 12:11