Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. október 2025 21:11 Tæknideild lögreglunnar gerði húsleit á heimili hins grunaða í dag. Vísir/Vilhelm Einn er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna gruns um íkveikju í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi í dag. Eldur kom upp í sama fjölbýlishúsi þrisvar sinnum í síðasta mánuði og lögregla rannsakar hvort um einn og sama brennuvarg ræði í öllum fjórum málunum. Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Hann segir viðkomandi með réttarstöðu sakbornings í tengslum við meinta íkveikju í dag en eðlilega rannsaki lögregla aðild hans að þremur öðrum sambærilegum málum að undanförnu. Rúv greindi fyrst frá bruna dagsins. Eldur kom þrisvar sinnum upp á einni viku í september í húsinu. Fyrst var það um hábjartan dag í geymslurými á jarðhæð byggingarinnar. Og síðan í tvígang í ruslageymslu í stigahúsi byggingarinnar en öll þrjú atvikin eru rannsökuð sem íkveikjur. Tæknideild gerði húsleit Klukkan 13:47 í dag barst lögreglu að sögn Garðars tilkynning um brunabletti í gólfteppi á stigagangi. Mikil reyklykt var á stigagangi. Óþarft var að boða brunavarnir þar sem eldur logaði ekki þegar tilkynningin barst. Í framhaldinu var einn handtekinn og er að sögn Garðars enn í haldi lögreglu. Enn eigi eftir að taka frekari skýrslu af honum. Garðar segir tæknideild lögreglu hafa tekið sýni á vettvangi og gert húsleit á heimili hins grunaða. Lögregla veitir ekki upplýsingar um aldur eða kyn hins grunaða að svo stöddu. Lögregla og brunavarnir lýstu nýlega yfir áhyggjum af stöðu mála og að rannsókn stæði yfir. Íbúi í fjölbýlishúsinu lýsti verstu viku lífs síns í viðtali við fréttastofu nýlega. „Maður bara er að missa heimilið sitt. Maður er skíthræddur við það og maður er skíthræddur um að maður brenni inni,“ sagði Kjartan Már Niemenen íbúi í húsinu. Í gær var lögreglunni á Suðurlandi tilkynnt um eld í nytjamarkaði á Selfossi. Garðar segir lögreglu rannsaka hvort þar hafi verið um íkveikju að ræða en enn sé óvíst hvort atvikið tengist þessu að nokkru leyti. Tæp vika er síðan Jón Gunnar Þórhallsson aðalvarðstjóri á Selfossi sagði leit að meintum brennuvargi hafa engu skilað. Málið væri rannsakað af mikilli festu. Árborg Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Leit að meintum brennuvargi engu skilað Leit lögreglu á Suðurlandi að meintum brennuvargi á Selfossi hefur engu skilað. Rannsókn lögreglunnar á endurteknum eldsvoða í fjölbýlishúsi á Selfossi í lok september er í fullum gangi og rannsakað sem íkveikjur. Íbúar hafa sagst dauðhræddir um líf sitt og heilsu. 9. október 2025 10:26 „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Íbúi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur hefur komið upp þrisvar á einni viku segir um verstu viku lífs síns að ræða. Formaður húsfélagsins segir algjöra tilviljun ráða því að ekki hafi farið mun verr. Lögreglan leggur allt sem hún á í að hafa hendur í hári mögulegs brennuvargs. 23. september 2025 19:32 Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur. 23. september 2025 12:11 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Hann segir viðkomandi með réttarstöðu sakbornings í tengslum við meinta íkveikju í dag en eðlilega rannsaki lögregla aðild hans að þremur öðrum sambærilegum málum að undanförnu. Rúv greindi fyrst frá bruna dagsins. Eldur kom þrisvar sinnum upp á einni viku í september í húsinu. Fyrst var það um hábjartan dag í geymslurými á jarðhæð byggingarinnar. Og síðan í tvígang í ruslageymslu í stigahúsi byggingarinnar en öll þrjú atvikin eru rannsökuð sem íkveikjur. Tæknideild gerði húsleit Klukkan 13:47 í dag barst lögreglu að sögn Garðars tilkynning um brunabletti í gólfteppi á stigagangi. Mikil reyklykt var á stigagangi. Óþarft var að boða brunavarnir þar sem eldur logaði ekki þegar tilkynningin barst. Í framhaldinu var einn handtekinn og er að sögn Garðars enn í haldi lögreglu. Enn eigi eftir að taka frekari skýrslu af honum. Garðar segir tæknideild lögreglu hafa tekið sýni á vettvangi og gert húsleit á heimili hins grunaða. Lögregla veitir ekki upplýsingar um aldur eða kyn hins grunaða að svo stöddu. Lögregla og brunavarnir lýstu nýlega yfir áhyggjum af stöðu mála og að rannsókn stæði yfir. Íbúi í fjölbýlishúsinu lýsti verstu viku lífs síns í viðtali við fréttastofu nýlega. „Maður bara er að missa heimilið sitt. Maður er skíthræddur við það og maður er skíthræddur um að maður brenni inni,“ sagði Kjartan Már Niemenen íbúi í húsinu. Í gær var lögreglunni á Suðurlandi tilkynnt um eld í nytjamarkaði á Selfossi. Garðar segir lögreglu rannsaka hvort þar hafi verið um íkveikju að ræða en enn sé óvíst hvort atvikið tengist þessu að nokkru leyti. Tæp vika er síðan Jón Gunnar Þórhallsson aðalvarðstjóri á Selfossi sagði leit að meintum brennuvargi hafa engu skilað. Málið væri rannsakað af mikilli festu.
Árborg Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Leit að meintum brennuvargi engu skilað Leit lögreglu á Suðurlandi að meintum brennuvargi á Selfossi hefur engu skilað. Rannsókn lögreglunnar á endurteknum eldsvoða í fjölbýlishúsi á Selfossi í lok september er í fullum gangi og rannsakað sem íkveikjur. Íbúar hafa sagst dauðhræddir um líf sitt og heilsu. 9. október 2025 10:26 „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Íbúi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur hefur komið upp þrisvar á einni viku segir um verstu viku lífs síns að ræða. Formaður húsfélagsins segir algjöra tilviljun ráða því að ekki hafi farið mun verr. Lögreglan leggur allt sem hún á í að hafa hendur í hári mögulegs brennuvargs. 23. september 2025 19:32 Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur. 23. september 2025 12:11 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Leit að meintum brennuvargi engu skilað Leit lögreglu á Suðurlandi að meintum brennuvargi á Selfossi hefur engu skilað. Rannsókn lögreglunnar á endurteknum eldsvoða í fjölbýlishúsi á Selfossi í lok september er í fullum gangi og rannsakað sem íkveikjur. Íbúar hafa sagst dauðhræddir um líf sitt og heilsu. 9. október 2025 10:26
„Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Íbúi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur hefur komið upp þrisvar á einni viku segir um verstu viku lífs síns að ræða. Formaður húsfélagsins segir algjöra tilviljun ráða því að ekki hafi farið mun verr. Lögreglan leggur allt sem hún á í að hafa hendur í hári mögulegs brennuvargs. 23. september 2025 19:32
Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur. 23. september 2025 12:11