Svaraði spurningum um Netanyahu, Pútín og reynslu af skotvopnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2024 08:05 Repúblikanar hafa gagnrýnt Harris fyrir að gefa ekki kost á viðtölum en að þessu sinni var það Trump sem dró sig út úr viðtali við 60 Minutes. Getty/Jeff Swensen Kamala Harris vék sér fimlega undan því að svara því hvort Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, væri „náinn bandamaður“ í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes sem sýndur var í gærkvöldi. „Betri spurningin er: Er mikilvægt bandalag milli Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna? Og svarið við þeirri spurningu er Já,“ sagði varaforsetinn og forsetaefni Demókrataflokksins. Harris, sem hefur verið harðlega gagnrýnd af andstæðingum sínum og samherjum fyrir að mæta ekki í viðtöl og svara spurningum, hyggst venda kvæði sínu í kross á næstu dögum og vikum og verða áberandi í hinum ýmsu fjölmiðlum. Hún sat meðal annars fyrir svörum í hinu gríðarvinsæla hlaðvarpi Call Her Daddy um helgina og mun mæta til útvarpsmannsins Howard Stern á næstunni og í sjónvarpsþættina The View og Late Night með Stephen Colbert. Harris sagði þvert nei þegar hún var spurð að því af fréttamanni 60 Minutes hvort hún myndi sem forseti eiga viðræður við Vladimir Pútín Rússlandsforseta án aðkomu Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. Þá gaf hún lítið fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar Donalds Trump um áhrif hans á átök erlendis. „Ef Donald Trump væri forseti væri Pútín í Kænugarði. Hann segist geta bundið enda á stríðið á fyrsta degi. Þú veist hvað felst í því. Það snýst um uppgjöf,“ sagði Harris. Trump hætti við viðtal við 60 Minutes. For more than half a century, the major party candidates for president have sat down with 60 Minutes. This year, Vice President Kamala Harris and former President Donald Trump accepted our invitation. Unfortunately, last week Trump canceled. https://t.co/7t5jr5nyFJ pic.twitter.com/VDJDDNYFab— 60 Minutes (@60Minutes) October 8, 2024 Harris neyddist í viðtalinu til að svara spurningum sem hún hefur áður getað vikið sér undan og varði meðal annars stefnubreytingu sína inn á miðjuna með því að segja að gildi hennar væru óbreytt. Þá sagði hún störf sín á þinginu og ferðalög sín um landið hafa sýnt henni fram á nauðsyn þess að finna sameiginlegan flöt til að vinna útfrá. Harris var einnig spurð út í skotvopnið sem hún sagðist eiga í samtali við Opruh Winfrey. Hefur hún hleypt af því? „Að sjálfsögðu hef ég gert það,“ svaraði hún hlæjandi. „Á æfingasvæðinu, já.“ Fréttamaður 60 Minutes ræddi einnig við Tim Walz, varaforsetaefni Harris, sem svaraði því aðspurður að líklega óskaði Harris þess stundum að hann vandaði orð sín betur. Þá játaði hann því að hafa talað um fortíð sína með ónákvæmum hætti en sagði skýran mun á sér og Trump. Trump væri raðlygari en „þeir sem standa mér næst vita að ég er maður orða minna,“ sagði Walz. Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
„Betri spurningin er: Er mikilvægt bandalag milli Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna? Og svarið við þeirri spurningu er Já,“ sagði varaforsetinn og forsetaefni Demókrataflokksins. Harris, sem hefur verið harðlega gagnrýnd af andstæðingum sínum og samherjum fyrir að mæta ekki í viðtöl og svara spurningum, hyggst venda kvæði sínu í kross á næstu dögum og vikum og verða áberandi í hinum ýmsu fjölmiðlum. Hún sat meðal annars fyrir svörum í hinu gríðarvinsæla hlaðvarpi Call Her Daddy um helgina og mun mæta til útvarpsmannsins Howard Stern á næstunni og í sjónvarpsþættina The View og Late Night með Stephen Colbert. Harris sagði þvert nei þegar hún var spurð að því af fréttamanni 60 Minutes hvort hún myndi sem forseti eiga viðræður við Vladimir Pútín Rússlandsforseta án aðkomu Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. Þá gaf hún lítið fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar Donalds Trump um áhrif hans á átök erlendis. „Ef Donald Trump væri forseti væri Pútín í Kænugarði. Hann segist geta bundið enda á stríðið á fyrsta degi. Þú veist hvað felst í því. Það snýst um uppgjöf,“ sagði Harris. Trump hætti við viðtal við 60 Minutes. For more than half a century, the major party candidates for president have sat down with 60 Minutes. This year, Vice President Kamala Harris and former President Donald Trump accepted our invitation. Unfortunately, last week Trump canceled. https://t.co/7t5jr5nyFJ pic.twitter.com/VDJDDNYFab— 60 Minutes (@60Minutes) October 8, 2024 Harris neyddist í viðtalinu til að svara spurningum sem hún hefur áður getað vikið sér undan og varði meðal annars stefnubreytingu sína inn á miðjuna með því að segja að gildi hennar væru óbreytt. Þá sagði hún störf sín á þinginu og ferðalög sín um landið hafa sýnt henni fram á nauðsyn þess að finna sameiginlegan flöt til að vinna útfrá. Harris var einnig spurð út í skotvopnið sem hún sagðist eiga í samtali við Opruh Winfrey. Hefur hún hleypt af því? „Að sjálfsögðu hef ég gert það,“ svaraði hún hlæjandi. „Á æfingasvæðinu, já.“ Fréttamaður 60 Minutes ræddi einnig við Tim Walz, varaforsetaefni Harris, sem svaraði því aðspurður að líklega óskaði Harris þess stundum að hann vandaði orð sín betur. Þá játaði hann því að hafa talað um fortíð sína með ónákvæmum hætti en sagði skýran mun á sér og Trump. Trump væri raðlygari en „þeir sem standa mér næst vita að ég er maður orða minna,“ sagði Walz.
Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira