Svaraði spurningum um Netanyahu, Pútín og reynslu af skotvopnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2024 08:05 Repúblikanar hafa gagnrýnt Harris fyrir að gefa ekki kost á viðtölum en að þessu sinni var það Trump sem dró sig út úr viðtali við 60 Minutes. Getty/Jeff Swensen Kamala Harris vék sér fimlega undan því að svara því hvort Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, væri „náinn bandamaður“ í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes sem sýndur var í gærkvöldi. „Betri spurningin er: Er mikilvægt bandalag milli Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna? Og svarið við þeirri spurningu er Já,“ sagði varaforsetinn og forsetaefni Demókrataflokksins. Harris, sem hefur verið harðlega gagnrýnd af andstæðingum sínum og samherjum fyrir að mæta ekki í viðtöl og svara spurningum, hyggst venda kvæði sínu í kross á næstu dögum og vikum og verða áberandi í hinum ýmsu fjölmiðlum. Hún sat meðal annars fyrir svörum í hinu gríðarvinsæla hlaðvarpi Call Her Daddy um helgina og mun mæta til útvarpsmannsins Howard Stern á næstunni og í sjónvarpsþættina The View og Late Night með Stephen Colbert. Harris sagði þvert nei þegar hún var spurð að því af fréttamanni 60 Minutes hvort hún myndi sem forseti eiga viðræður við Vladimir Pútín Rússlandsforseta án aðkomu Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. Þá gaf hún lítið fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar Donalds Trump um áhrif hans á átök erlendis. „Ef Donald Trump væri forseti væri Pútín í Kænugarði. Hann segist geta bundið enda á stríðið á fyrsta degi. Þú veist hvað felst í því. Það snýst um uppgjöf,“ sagði Harris. Trump hætti við viðtal við 60 Minutes. For more than half a century, the major party candidates for president have sat down with 60 Minutes. This year, Vice President Kamala Harris and former President Donald Trump accepted our invitation. Unfortunately, last week Trump canceled. https://t.co/7t5jr5nyFJ pic.twitter.com/VDJDDNYFab— 60 Minutes (@60Minutes) October 8, 2024 Harris neyddist í viðtalinu til að svara spurningum sem hún hefur áður getað vikið sér undan og varði meðal annars stefnubreytingu sína inn á miðjuna með því að segja að gildi hennar væru óbreytt. Þá sagði hún störf sín á þinginu og ferðalög sín um landið hafa sýnt henni fram á nauðsyn þess að finna sameiginlegan flöt til að vinna útfrá. Harris var einnig spurð út í skotvopnið sem hún sagðist eiga í samtali við Opruh Winfrey. Hefur hún hleypt af því? „Að sjálfsögðu hef ég gert það,“ svaraði hún hlæjandi. „Á æfingasvæðinu, já.“ Fréttamaður 60 Minutes ræddi einnig við Tim Walz, varaforsetaefni Harris, sem svaraði því aðspurður að líklega óskaði Harris þess stundum að hann vandaði orð sín betur. Þá játaði hann því að hafa talað um fortíð sína með ónákvæmum hætti en sagði skýran mun á sér og Trump. Trump væri raðlygari en „þeir sem standa mér næst vita að ég er maður orða minna,“ sagði Walz. Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
„Betri spurningin er: Er mikilvægt bandalag milli Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna? Og svarið við þeirri spurningu er Já,“ sagði varaforsetinn og forsetaefni Demókrataflokksins. Harris, sem hefur verið harðlega gagnrýnd af andstæðingum sínum og samherjum fyrir að mæta ekki í viðtöl og svara spurningum, hyggst venda kvæði sínu í kross á næstu dögum og vikum og verða áberandi í hinum ýmsu fjölmiðlum. Hún sat meðal annars fyrir svörum í hinu gríðarvinsæla hlaðvarpi Call Her Daddy um helgina og mun mæta til útvarpsmannsins Howard Stern á næstunni og í sjónvarpsþættina The View og Late Night með Stephen Colbert. Harris sagði þvert nei þegar hún var spurð að því af fréttamanni 60 Minutes hvort hún myndi sem forseti eiga viðræður við Vladimir Pútín Rússlandsforseta án aðkomu Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. Þá gaf hún lítið fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar Donalds Trump um áhrif hans á átök erlendis. „Ef Donald Trump væri forseti væri Pútín í Kænugarði. Hann segist geta bundið enda á stríðið á fyrsta degi. Þú veist hvað felst í því. Það snýst um uppgjöf,“ sagði Harris. Trump hætti við viðtal við 60 Minutes. For more than half a century, the major party candidates for president have sat down with 60 Minutes. This year, Vice President Kamala Harris and former President Donald Trump accepted our invitation. Unfortunately, last week Trump canceled. https://t.co/7t5jr5nyFJ pic.twitter.com/VDJDDNYFab— 60 Minutes (@60Minutes) October 8, 2024 Harris neyddist í viðtalinu til að svara spurningum sem hún hefur áður getað vikið sér undan og varði meðal annars stefnubreytingu sína inn á miðjuna með því að segja að gildi hennar væru óbreytt. Þá sagði hún störf sín á þinginu og ferðalög sín um landið hafa sýnt henni fram á nauðsyn þess að finna sameiginlegan flöt til að vinna útfrá. Harris var einnig spurð út í skotvopnið sem hún sagðist eiga í samtali við Opruh Winfrey. Hefur hún hleypt af því? „Að sjálfsögðu hef ég gert það,“ svaraði hún hlæjandi. „Á æfingasvæðinu, já.“ Fréttamaður 60 Minutes ræddi einnig við Tim Walz, varaforsetaefni Harris, sem svaraði því aðspurður að líklega óskaði Harris þess stundum að hann vandaði orð sín betur. Þá játaði hann því að hafa talað um fortíð sína með ónákvæmum hætti en sagði skýran mun á sér og Trump. Trump væri raðlygari en „þeir sem standa mér næst vita að ég er maður orða minna,“ sagði Walz.
Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira