„Við erum ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. október 2024 18:31 jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka, Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Hjalti Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í fyrsta skipti í fjögur ár í morgun, um 0,25 prósentur. Varaseðlabankastjóri segir að við séum þó ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna. Hagkerfið verði að hægja meira á sér eigi þróunin að halda áfram niður á við. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentstig í morgun en þeir höfðu fyrir þann tíma verið óbreyttir í rúmt ár. Þá er þetta í fyrsta skipti síðan 2020 sem bankinn ákveður að lækka vexti. Stýrivextir standa nú í 9 prósentum. Helvíti háir vextir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir merki um að hagkerfið sé að kólna. „Við erum að sjá hagkerfið hægja verulega á sér, við erum að sjá minni þenslu og verðbólgu minnka. Þannig að við teljum að þetta sé að ganga í rétta átt. Við erum náttúrulega búin að halda uppi verulegu vaxtaaðhaldi í rúmlega ár og það er að skila sér,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri lýsti einmitt stýrivöxtunum undanfarið svona á fundi peningastefnunefndar í morgun. „Getum við ekki verið sammála um að þetta séu helvíti háir vextir,“ sagði Ásgeir. Varfærið skref Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri varaði þó við of mikilli bjartsýni. „Það er rétt að ítreka það að nefndin er að taka varfærið skref. Það er alls ekki gefið að það verði vaxtalækkun á næsta fundi. Það fer algjörlega eftir því sem gerist milli funda. Við erum ekki kominn á húrrandi ferð niður Esjuna,“ sagði Rannveig. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir ljóst að Peningastefnunefnd hafi ekki verið einhuga í ákvörðun sinni. Hann telur þó að vaxtalækkunarferli bankans sé hafið. „Ég held að þessi orð Rannveigar endurspegli skoðanaskipti innan nefndarinnar. Við teljum þó að ferlið sé komið af stað. Gangi verðbólgan niður eins og við og Seðlabankinn er að spá og hægi áfram á efnahagsumsvifum þá eru meiri líkur en minni að við fáum aftur vaxtalækkun í nóvember,“ segir Jón. Verðbólga hefur að stórum hluta verið drifin áfram af hækkunum á fasteignamarkaði. Ásgeir telur merki um að hann sé að hægja á sér. „Um leið og hagkerfið hægir á sér, þessi mikla vinnuaflseftirspurn hættir að draga fólk til landsins og hærri vextir leiða til þess að það hægir á fasteignamarkaðnum þá má búast við hann fari leggja sitt að mörkum til verðstöðugleika,“ segir Ásgeir. Fólki er létt Hlutabréfamarkaður tók tíðindunum vel í dag. „Það er greinilega að fólki á mörkuðum er létt eins og reyndar flestum,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentstig í morgun en þeir höfðu fyrir þann tíma verið óbreyttir í rúmt ár. Þá er þetta í fyrsta skipti síðan 2020 sem bankinn ákveður að lækka vexti. Stýrivextir standa nú í 9 prósentum. Helvíti háir vextir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir merki um að hagkerfið sé að kólna. „Við erum að sjá hagkerfið hægja verulega á sér, við erum að sjá minni þenslu og verðbólgu minnka. Þannig að við teljum að þetta sé að ganga í rétta átt. Við erum náttúrulega búin að halda uppi verulegu vaxtaaðhaldi í rúmlega ár og það er að skila sér,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri lýsti einmitt stýrivöxtunum undanfarið svona á fundi peningastefnunefndar í morgun. „Getum við ekki verið sammála um að þetta séu helvíti háir vextir,“ sagði Ásgeir. Varfærið skref Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri varaði þó við of mikilli bjartsýni. „Það er rétt að ítreka það að nefndin er að taka varfærið skref. Það er alls ekki gefið að það verði vaxtalækkun á næsta fundi. Það fer algjörlega eftir því sem gerist milli funda. Við erum ekki kominn á húrrandi ferð niður Esjuna,“ sagði Rannveig. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir ljóst að Peningastefnunefnd hafi ekki verið einhuga í ákvörðun sinni. Hann telur þó að vaxtalækkunarferli bankans sé hafið. „Ég held að þessi orð Rannveigar endurspegli skoðanaskipti innan nefndarinnar. Við teljum þó að ferlið sé komið af stað. Gangi verðbólgan niður eins og við og Seðlabankinn er að spá og hægi áfram á efnahagsumsvifum þá eru meiri líkur en minni að við fáum aftur vaxtalækkun í nóvember,“ segir Jón. Verðbólga hefur að stórum hluta verið drifin áfram af hækkunum á fasteignamarkaði. Ásgeir telur merki um að hann sé að hægja á sér. „Um leið og hagkerfið hægir á sér, þessi mikla vinnuaflseftirspurn hættir að draga fólk til landsins og hærri vextir leiða til þess að það hægir á fasteignamarkaðnum þá má búast við hann fari leggja sitt að mörkum til verðstöðugleika,“ segir Ásgeir. Fólki er létt Hlutabréfamarkaður tók tíðindunum vel í dag. „Það er greinilega að fólki á mörkuðum er létt eins og reyndar flestum,“ segir Jón Bjarki Bentsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira