Fjármálamarkaðir Hagnaður Arctica hækkaði í nærri 400 milljónir eftir kröftugan tekjuvöxt í fyrra Þóknanatekjur Arctica Finance jukust um nærri fjórðung á liðnu ári, sem einkenndist af sveiflukenndu árferði á verðbréfamörkuðum, og hafa þær aldrei verið meiri. Kröftugur tekjuvöxtur verðbréfafyrirtækisins, sem hefur meðal annars verið ráðgjafi við fjármögnun og skráningu Oculis í Kauphöllina, skilaði sér í tæplega 400 milljóna hagnaði. Innherji 12.4.2025 13:43 Góður tími fyrir gjaldeyriskaup bankans og ætti að bæta jafnvægið á markaði Ákvörðun Seðlabankans að hefja reglukaup kaup á gjaldeyri kemur á góðum tímapunkti, að mati gjaldeyrismiðlara, núna þegar lífeyrissjóðir hafa dregið sig til hlés samtímis talsverðu innflæði á markaðinn sem hefur ýtt undir gengisstyrkingu krónunnar. Áætluð kaup bankans, gerð í því skyni að styrkja gjaldeyrisforðann sem hefur farið lækkandi, ættu ekki að hafa mikil áhrif á gengið en krónan gaf lítillega eftir við opnun markaða í morgun. Innherji 11.4.2025 12:43 Þegar búið að verðleggja inn „ansi mikil“ neikvæð áhrif í núverandi verð félaga Sé litið til fyrri stórra niðursveiflna á hlutabréfamörkuðum, eins og við upphaf heimsfaraldursins og þegar netbólan sprakk um aldamótin, þá hefur sagan sýnt að kaup í markaði við núverandi aðstæður geta reynst hagfelld til lengri tíma litið, segir framkvæmdastjóri Acro Verðbréfa. Hann telur ljóst að búið sé að verðleggja nú þegar inn „ansi mikil“ neikvæð áhrif í hlutabréfaverð félaga í Kauphöllinni vegna óvissu og umróts á alþjóðamörkuðum og sér þess ekki endilega merki að almenningur sé að losa um stöður umfram stærri fjárfesta. Innherji 10.4.2025 15:47 „Vekur sérstaka athygli“ að opinber útgjöld verði áfram hærri en fyrir faraldur Fjármálaráð beinir því til stjórnvalda að greina af hverju umfang útgjalda hins opinbera í hlutfalli við landsframleiðslu hefur haldist jafn hátt og raun ber vitni eftir heimsfaraldur, þróun sem er á skjön við aðrar þjóðir, og segir jafnframt „óákjósanlegt“ að hið opinbera sé búið að vera leiðandi í launaþróun á vinnumarkaði frá árinu 2020. Þótt ráðið segist fagna því að tekin er upp útgjaldaregla þá þurfi að tryggja að hún verði bæði nægjanlega ströng og bindandi, auk þess sem varast skuli að árlegur tveggja prósenta raunútgjaldavöxtur verði sérstakt markmið – heldur aðeins hámark. Innherji 10.4.2025 11:57 Erlendir fjárfestar ekki selt meira í íslenskum ríkisverðbréfum um árabil Eftir nokkuð stöðugt innflæði fjármagns í ríkisverðbréf að undanförnu, sem hefur átt sinn þátt í að styrkja gengi krónunnar, þá breyttist það í mars þegar erlendir fjárfestar minnkuðu stöðu sína um meira en fjóra milljarða. Vaxtamunur Íslands við útlönd, bæði til skemmri og lengri tíma, hefur heldur farið minnkandi síðustu mánuði. Innherji 9.4.2025 18:23 Minni efnahagsumsvif vegna tollastríðs gæti opnað á „hraustlega“ vaxtalækkun Ísland er ekki eyland og vaxandi ótti fjárfesta við samdrátt í heimshagkerfinu, sem birtist meðal annars í mikilli lækkun olíuverðs, mun skila sér í minni efnahagsumsvifum hér á landi og gæti gefið peningastefnunefnd Seðlabankans færi á því að losa talsvert um raunvaxtaaðhaldið, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Það ætti að kalla um leið á „hraustlega“ vaxtalækkun í næsta mánuði, mögulega um 100 punkta, en verðbólguálag til skamms tíma hefur lækkað skarpt að undanförnu. Innherji 9.4.2025 14:53 Að hugsa hið óhugsanlega Það er freistandi að tala um Trump sem einhvers konar pólitískan frumkvöðul sem er undir áhrifum Schumpeters og er að umbreyta hinu pólitíska landslagi. Með þessum aðgerðum er hins vegar ekki verið að ýta undir alþjóðaviðskipti eða nýsköpun eins og flestir frumkvöðlar myndu styðja heldur verið að gera efnahagslega tilraun sem gæti mulið grunninn undan kapítalismanum. Umræðan 7.4.2025 14:38 Kerfi alþjóðaviðskipta í uppnámi og erfitt að verðleggja áhættu til lengri tíma Ákvörðun Donald Trumps að efna til viðskiptastríðs við helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna með því að setja á sögulega háa innflutningstolla hefur sett fyrirkomulag alþjóðaviðskipta í uppnám, sem ekki sér fyrir endann á, og fjárfestar eiga afar erfitt með að verðleggja áhættu til lengri tíma, að sögn framkvæmdastjóra Visku. Vegna mikillar óvissu í efnahagsumhverfinu sé þetta ekki rétti tíminn til að „spila aggressífan leik“ en hann telur óhjákvæmilegt að Seðlabanki Bandaríkjanna bregðist við hratt versnandi efnahagshorfum með lækkun vaxta ásamt öðrum aðgerðum til að auka seljanleika á markaði og enginn eignaflokkur „hlaupi hraðar“ í þeim aðstæðum en rafmyntir. Innherji 6.4.2025 13:38 Minni fjárfestar flýja óvissu og um 600 milljarða markaðsvirði þurrkast út Þegar litið er til helstu hlutabréfamarkaða beggja vegna Atlantshafsins þá hefur aðeins Nasdaq-vísitalan í Bandaríkjunum, sem inniheldur stærstu tæknifyrirtækin, lækkað meira í virði fá áramótum en íslenska Úrvalsvísitalan. Markaðir hafa verið í frjálsi falli vegna óvissunnar eftir Trump boðaði umfangsmikla tolla á viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og á þessu ári hafa liðlega sex hundrað milljarðar af markaðsvirði félaga á Aðallista Kauphallarinnar þurrkast út, en verðlækkun síðustu daga er meðal annars drifin áfram af veðköllum og sölu smærri fjárfesta. Innherji 5.4.2025 14:03 Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Annan daginn í röð var allt eldrautt í Kauphöllinni og eru Wall Street og aðrir erlendir markaðir þar ekki undanskyldir. Hagfræðingur segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjaforseta hafi þar áhrif, óvissan sé gríðarleg og erfitt að spá fyrir um framhaldið. Viðskipti innlent 4.4.2025 19:02 Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Flugfélagið Play hefur þegið sáttarboð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna lögbrots í tengslum við birtingu upplýsinga um minni tekjuöflun félagsins. Í sáttinni felst að félagið greiðir 15.800.000 í sekt. Viðskipti innlent 4.4.2025 18:09 Íslenskur hlutabréfamarkaður enn verðlagður töluvert lægra en sá bandaríski Hlutfall virðis Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands (OMXI15) á móti hagsveifluleiðréttum raunhagnaði og hefðbundið V/H hlutfall lækkuðu bæði í mars. Umræðan 1.4.2025 08:41 Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Í nýlegu viðtali á Vísir.is sagði Arent Orri Jónsson Claessen, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, að Z-kynslóðin vilji að fyrirtæki starfi samkvæmt gildum sem hún lítur á sem leiðarljós. Í sama viðtali tók Sigurbjörg Guðmundsdóttir, varaforseti Stúdentaráðs í sama streng og sagði: „... áhersla okkar kynslóðar er mjög sterk á umhverfismálin, sjálfbærnimálin og jafnréttismálin.“ Skoðun 1.4.2025 08:00 Skýra þarf betur hvernig tilboðsbók fyrir stærri fjárfesta styður við verðmyndun Sú ákvörðun um að bæta við sérstakri tilboðsbók C í fyrirhuguðu hlutafjárútboði á eftirstandandi hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, ætluð stórum innlendum og erlendum fagfjárfestum, þarf að skýra betur með tilliti til framkvæmdar og tilgangs, að mati Kauphallarinnar, meðal annars hvernig hún að eigi að hjálpa til við verðmyndun í útboðinu. Stjórnvöld telja að fyrsti mögulegi gluggi til að halda áfram með söluferlið verði fyrri hluta maímánaðar. Innherji 31.3.2025 17:15 Spyrnir gegn styrkingu krónunnar með fyrstu inngripunum í meira en eitt ár Þrátt fyrir að hafa staðið fyrir talsverðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í nokkur skipti undir lok vikunnar þegar Seðlabankinn keypti gjaldeyri til að stemma stigu við gengishækkun krónunnar þá var ekkert lát á risi hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum. Gjaldeyrisinngripin voru þau fyrstu hjá Seðlabankanum í meira en eitt ár en skörp gengisstyrking krónunnar að undanförnu, meiri en sennilegt er að peningamálayfirvöld álíti æskilegt, er nokkuð á skjön við undirliggjandi stöðu þjóðarbúsins og spár um viðskiptahalla á komandi árum. Innherji 30.3.2025 12:47 Gott gengi tæknifyrirtækja hefur aukið samþjöppun erlendra eigna lífeyrissjóða Með auknu vægi bandarískra tæknifyrirtækja í heimsvísitölu hlutabréfa hefur orðið talsverð samþjöppun þegar litið er til erlendra hlutabréfafjárfestinga íslensku lífeyrissjóðanna á síðustu árum, samkvæmt greiningu Seðlabankans, og eignarhlutur tíu stærstu félaganna í eignasöfnum sjóðanna nemur núna samanlagt um tíu prósent af öllum erlendum eignum þeirra. Miklar lækkanir hafa einkennt bandaríska hlutabréfamarkaðinn á undanförnum vikum en fjárfestingarstefnur lífeyrissjóðanna hér á landi fyrir árið 2025 sýna að sjóðirnir ætla sér að fara varlega í að auka vægi sitt frekar í erlendum eignum eins og sakir standa. Innherji 29.3.2025 12:58 „Hverjum manni augljóst“ að umgjörð bankakerfisins skaðar samkeppnishæfni Það ætti að vera „hverjum manni augljóst“ að umgjörðin um fjármálakerfið, sem felst í sértækum sköttum og gullhúðun regluverks, dregur úr samkeppnishæfni og eykur kostnað alls íslensks atvinnulífs, ekki aðeins fjármálageirans, að sögn stjórnarformanns Kviku sem hvetur stjórnvöld til að ráðast í úrbætur. Hann segir að með fjármununum sem fást við söluna TM, sem var samþykkt að greiða út að stórum hluta í arð til hluthafa á aðalfundi í gær, sé tekið mikilvægt skref til að ná meðal annars markmiðum um að aukar vaxtatekjur bankans. Innherji 27.3.2025 15:41 Krónan styrkist hratt eftir að lífeyrissjóðir og spákaupmenn drógu sig í hlé Ekkert lát er á gengisstyrkingu krónunnar, sem er núna í sínu hæsta gildi gagnvart evrunni frá því um haustið 2023, en sú þróun má einkum rekja til þess að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafa verið hverfandi frá áramótum og framvirkar stöður með krónunni ekki minni um langt árabil. Mikil hækkun á gengi krónunnar að undanförnu kemur á sama tíma og blikur eru á lofti hjá sumum af helstu útflutningsgreinum landsins og útlit fyrir nokkurn viðskiptahalla á komandi árum. Innherji 26.3.2025 17:17 Afturhvarf til verndarstefnu gæti reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins og bankanna Seðlabankinn varar við því að verndarstefna í alþjóðaviðskiptum muni meðal annars leiða til truflana á framboðskeðjum, sem geti haft neikvæð áhrif á fjárfestingu og efnahagsumsvif, og sömuleiðis valdið niðursveiflu á fjármálamörkuðum, að mati fjármálastöðugaleikanefndar bankans. Líklegt er að áhrifanna af slíkri sviðsmynd myndi gæta hér á landi, beint eða óbeint, og Seðlabankinn undirstrikar því mikilvægi þess að huga að viðnámsþrótti þjóðarbúsins. Innherji 26.3.2025 09:14 Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans munu sitja fyrir svörum á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og ræða yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var í morgun. Viðskipti innlent 26.3.2025 09:01 Vogunarsjóðurinn Algildi selur allar hlutabréfastöður og hættir starfsemi Eftir afar krefjandi aðstæður á innlendum hlutabréfamarkaði nánast samfellt undanfarin þrjú ár hefur vogunarsjóðurinn Algildi, sem fjárfestir einkum í hlutabréfum, losað um allar skráðar verðbréfastöður sínar og tilkynnt sjóðsfélögum að hann sé hættur starfsemi. Algildi var um tíma á meðal umsvifameiri vogunarsjóða á markaði en hefur minnkað mikið að stærð á allra síðustu árum samtímis umtalsverði gengislækkun. Innherji 22.3.2025 13:28 Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Seðlabankastjóri býst við að fjármálastofnanir lækki vexti í kjölfar 0,25 prósenta stýrivaxtalækkunar í morgun. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að óverðtryggðir vextir muni lækka meira en verðtryggðir vextir vegna hárra raunvaxta. Innlent 19.3.2025 22:00 Raunarðsemin umtalsvert lægri en hjá öðrum stórum norrænum bönkum Að teknu tilliti til boðaðrar arðgreiðslu síðar í vikunni þá nema uppsafnaðar útgreiðslur til hluthafa Arion á undanförnum fjórum árum – bæði í formi arðs og kaupa á eigin bréfum – samtals um 124 milljörðum, eða sem nemur vel yfir helmingi af núverandi markaðsvirði bankans. Þrátt fyrir að skila betri afkomu en hinir stóru bankarnir á Íslandi þá var raunarðsemi Arion á árinu 2024 umtalsvert lægri borið saman við aðra kerfislega mikilvæga banka á Norðurlöndunum. Innherji 17.3.2025 16:25 Taki varkárt skref með 25 punkta lækkun í skugga óvissa og yfirvofandi tollastríðs Nánast óbreytt raunvaxtaaðhald frá síðasta fundi þýðir að peningastefnunefndin mun aðeins hafa svigrúm til að lækka vextina um 25 punkta í þetta sinn, að mati mikils meirihluta markaðsaðila og hagfræðinga í könnun Innherja, þar sem myndarleg hjöðnun verðbólgu mun vega þyngra en óvænt hækkun verðbólguvæntinga heimila. Góðar líkur eru á að vaxtalækkunarferlið haldi áfram síðar á árinu, einkum ef peningastefnunefnd fer að hefja hægfara losun á aðhaldinu, og mjög verður horft til skilaboða Seðlabankans í vikunni hvaða áhrif stóraukin óvissa í alþjóðamálum og yfirvofandi tollastríð kunni að hafa á efnahagsumsvifin. Innherji 17.3.2025 12:03 Ekki meira innstreymi í ríkisbréf í eitt ár með auknum kaupum erlendra sjóða Eftir nokkuð lítil umsvif erlendra skuldabréfasjóða í kaupum á íslenskum ríkisverðbréfum að undanförnu þá jukust þau verulega í febrúar með fjármagnsinnflæði upp á meira en átta milljarða. Fjárfesting erlendra sjóða hefur ekki verið meiri í einum mánuði í eitt ár, sem átti sinn þátt í að ýta undir óvænta gengisstyrkingu krónunnar, og kemur á sama tíma og langtímavaxtamunur við útlönd hefur heldur farið lækkandi. Innherji 10.3.2025 21:31 Verðlagning hagnaðar íslenskra hlutabréfa lækkar Ólíkt leitni CAPE fyrir Úrvalsvísitöluna til lækkunar, hefur hlutfall virðis á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði fyrir bandarísku hlutabréfavísitöluna S&P 500 haldið áfram að hækka og stendur nú nærri sögulega háum gildum. Umræðan 3.3.2025 09:52 Fossar juku hlutaféð um 600 milljónir eftir hækkun á eiginfjárkröfu bankans Hlutafé Fossa var hækkað í tveimur áföngum með skömmu millibili undir lok síðasta árs að fjárhæð samtals sex hundruð milljónir en aukningin, sem er sögð til að styðja við áframhaldandi vöxt, var meðal annars gerð til uppfylla nýja lágmarks eiginfjárkröfu af hálfu fjármálaeftirlitsins. Efnahagsreikningur Fossa nærri tvöfaldaðist að stærð á liðnu ári á meðan hreinar rekstrartekjur jukust um sextíu prósent en fjárfestingabankinn skilaði hins vegar lítillegu tapi fyrir skatt. Innherji 27.2.2025 14:57 Óvænt gengisstyrking þegar lífeyrissjóðir fóru að draga úr gjaldeyriskaupum Snörp gengisstyrking krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal, hefur komið sérfræðingum nokkuð á óvart og skýrist meðal annars af því að lífeyrissjóðir hafa haldið að sér höndum í kaupum á gjaldeyri. Á meðan sú staða helst óbreytt er sennilegt að krónan verði áfram undir þrýstingi til styrkingar, að mati gjaldeyrismiðlara, þrátt fyrir að hún verði að teljast vera á háum gildum um þessar mundir miðað við flesta mælikvarða. Innherji 26.2.2025 18:18 Yfir 200 milljarða innlánahengja gæti leitað á eignamarkað með lægri vöxtum Frá því að raunstýrivextir urðu að nýju jákvæðir fyrir tveimur árum hafa innlán heimilanna aukist um 460 milljarða, mun meira en mætti vænta miðað við leitni vaxtar í hlutfalli við landsframleiðslu, og stóra spurningin er hvert „innlánahengjan“ leitar þegar vextir fara lækkandi, að sögn aðalhagfræðings Kviku. Hann telur sennilegt að áhrifin sjáist fyrst á eignamörkuðum með auknum hvata eignameiri fólks til að ráðstafa lausu fé í áhættusamari fjárfestingar en þegar fram í sækir gæti þessi mikli „umfram“ sparnaður takmarkað svigrúm Seðlabankans til lækkunar á raunvaxtaaðhaldinu. Innherji 26.2.2025 14:38 Eignir í stýringu Stefnis jukust um meira en þriðjung á sveiflukenndu ári Hagnaður sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, dótturfélag Arion banka, stóð nánast í stað í fyrra en á sama tíma jukust hins vegar eignir í stýringu um samtals tæplega níutíu milljarða króna, meðal annars vegar stofnunar stórra nýrra sjóða og jákvæðrar ávöxtunar á ári sem var „heilt yfir gott“ á mörkuðum. Félagið nefnir að sparnaður heimilanna, sem er einkum á innlánsreikningum, sé verulega hár um þessar mundir og með væntingum um frekari vaxtalækkanir er líklegt að þeir fjármuni leiti í áhættusamari fjárfestingarkosti. Innherji 22.2.2025 12:17 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 13 ›
Hagnaður Arctica hækkaði í nærri 400 milljónir eftir kröftugan tekjuvöxt í fyrra Þóknanatekjur Arctica Finance jukust um nærri fjórðung á liðnu ári, sem einkenndist af sveiflukenndu árferði á verðbréfamörkuðum, og hafa þær aldrei verið meiri. Kröftugur tekjuvöxtur verðbréfafyrirtækisins, sem hefur meðal annars verið ráðgjafi við fjármögnun og skráningu Oculis í Kauphöllina, skilaði sér í tæplega 400 milljóna hagnaði. Innherji 12.4.2025 13:43
Góður tími fyrir gjaldeyriskaup bankans og ætti að bæta jafnvægið á markaði Ákvörðun Seðlabankans að hefja reglukaup kaup á gjaldeyri kemur á góðum tímapunkti, að mati gjaldeyrismiðlara, núna þegar lífeyrissjóðir hafa dregið sig til hlés samtímis talsverðu innflæði á markaðinn sem hefur ýtt undir gengisstyrkingu krónunnar. Áætluð kaup bankans, gerð í því skyni að styrkja gjaldeyrisforðann sem hefur farið lækkandi, ættu ekki að hafa mikil áhrif á gengið en krónan gaf lítillega eftir við opnun markaða í morgun. Innherji 11.4.2025 12:43
Þegar búið að verðleggja inn „ansi mikil“ neikvæð áhrif í núverandi verð félaga Sé litið til fyrri stórra niðursveiflna á hlutabréfamörkuðum, eins og við upphaf heimsfaraldursins og þegar netbólan sprakk um aldamótin, þá hefur sagan sýnt að kaup í markaði við núverandi aðstæður geta reynst hagfelld til lengri tíma litið, segir framkvæmdastjóri Acro Verðbréfa. Hann telur ljóst að búið sé að verðleggja nú þegar inn „ansi mikil“ neikvæð áhrif í hlutabréfaverð félaga í Kauphöllinni vegna óvissu og umróts á alþjóðamörkuðum og sér þess ekki endilega merki að almenningur sé að losa um stöður umfram stærri fjárfesta. Innherji 10.4.2025 15:47
„Vekur sérstaka athygli“ að opinber útgjöld verði áfram hærri en fyrir faraldur Fjármálaráð beinir því til stjórnvalda að greina af hverju umfang útgjalda hins opinbera í hlutfalli við landsframleiðslu hefur haldist jafn hátt og raun ber vitni eftir heimsfaraldur, þróun sem er á skjön við aðrar þjóðir, og segir jafnframt „óákjósanlegt“ að hið opinbera sé búið að vera leiðandi í launaþróun á vinnumarkaði frá árinu 2020. Þótt ráðið segist fagna því að tekin er upp útgjaldaregla þá þurfi að tryggja að hún verði bæði nægjanlega ströng og bindandi, auk þess sem varast skuli að árlegur tveggja prósenta raunútgjaldavöxtur verði sérstakt markmið – heldur aðeins hámark. Innherji 10.4.2025 11:57
Erlendir fjárfestar ekki selt meira í íslenskum ríkisverðbréfum um árabil Eftir nokkuð stöðugt innflæði fjármagns í ríkisverðbréf að undanförnu, sem hefur átt sinn þátt í að styrkja gengi krónunnar, þá breyttist það í mars þegar erlendir fjárfestar minnkuðu stöðu sína um meira en fjóra milljarða. Vaxtamunur Íslands við útlönd, bæði til skemmri og lengri tíma, hefur heldur farið minnkandi síðustu mánuði. Innherji 9.4.2025 18:23
Minni efnahagsumsvif vegna tollastríðs gæti opnað á „hraustlega“ vaxtalækkun Ísland er ekki eyland og vaxandi ótti fjárfesta við samdrátt í heimshagkerfinu, sem birtist meðal annars í mikilli lækkun olíuverðs, mun skila sér í minni efnahagsumsvifum hér á landi og gæti gefið peningastefnunefnd Seðlabankans færi á því að losa talsvert um raunvaxtaaðhaldið, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Það ætti að kalla um leið á „hraustlega“ vaxtalækkun í næsta mánuði, mögulega um 100 punkta, en verðbólguálag til skamms tíma hefur lækkað skarpt að undanförnu. Innherji 9.4.2025 14:53
Að hugsa hið óhugsanlega Það er freistandi að tala um Trump sem einhvers konar pólitískan frumkvöðul sem er undir áhrifum Schumpeters og er að umbreyta hinu pólitíska landslagi. Með þessum aðgerðum er hins vegar ekki verið að ýta undir alþjóðaviðskipti eða nýsköpun eins og flestir frumkvöðlar myndu styðja heldur verið að gera efnahagslega tilraun sem gæti mulið grunninn undan kapítalismanum. Umræðan 7.4.2025 14:38
Kerfi alþjóðaviðskipta í uppnámi og erfitt að verðleggja áhættu til lengri tíma Ákvörðun Donald Trumps að efna til viðskiptastríðs við helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna með því að setja á sögulega háa innflutningstolla hefur sett fyrirkomulag alþjóðaviðskipta í uppnám, sem ekki sér fyrir endann á, og fjárfestar eiga afar erfitt með að verðleggja áhættu til lengri tíma, að sögn framkvæmdastjóra Visku. Vegna mikillar óvissu í efnahagsumhverfinu sé þetta ekki rétti tíminn til að „spila aggressífan leik“ en hann telur óhjákvæmilegt að Seðlabanki Bandaríkjanna bregðist við hratt versnandi efnahagshorfum með lækkun vaxta ásamt öðrum aðgerðum til að auka seljanleika á markaði og enginn eignaflokkur „hlaupi hraðar“ í þeim aðstæðum en rafmyntir. Innherji 6.4.2025 13:38
Minni fjárfestar flýja óvissu og um 600 milljarða markaðsvirði þurrkast út Þegar litið er til helstu hlutabréfamarkaða beggja vegna Atlantshafsins þá hefur aðeins Nasdaq-vísitalan í Bandaríkjunum, sem inniheldur stærstu tæknifyrirtækin, lækkað meira í virði fá áramótum en íslenska Úrvalsvísitalan. Markaðir hafa verið í frjálsi falli vegna óvissunnar eftir Trump boðaði umfangsmikla tolla á viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og á þessu ári hafa liðlega sex hundrað milljarðar af markaðsvirði félaga á Aðallista Kauphallarinnar þurrkast út, en verðlækkun síðustu daga er meðal annars drifin áfram af veðköllum og sölu smærri fjárfesta. Innherji 5.4.2025 14:03
Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Annan daginn í röð var allt eldrautt í Kauphöllinni og eru Wall Street og aðrir erlendir markaðir þar ekki undanskyldir. Hagfræðingur segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjaforseta hafi þar áhrif, óvissan sé gríðarleg og erfitt að spá fyrir um framhaldið. Viðskipti innlent 4.4.2025 19:02
Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Flugfélagið Play hefur þegið sáttarboð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna lögbrots í tengslum við birtingu upplýsinga um minni tekjuöflun félagsins. Í sáttinni felst að félagið greiðir 15.800.000 í sekt. Viðskipti innlent 4.4.2025 18:09
Íslenskur hlutabréfamarkaður enn verðlagður töluvert lægra en sá bandaríski Hlutfall virðis Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands (OMXI15) á móti hagsveifluleiðréttum raunhagnaði og hefðbundið V/H hlutfall lækkuðu bæði í mars. Umræðan 1.4.2025 08:41
Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Í nýlegu viðtali á Vísir.is sagði Arent Orri Jónsson Claessen, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, að Z-kynslóðin vilji að fyrirtæki starfi samkvæmt gildum sem hún lítur á sem leiðarljós. Í sama viðtali tók Sigurbjörg Guðmundsdóttir, varaforseti Stúdentaráðs í sama streng og sagði: „... áhersla okkar kynslóðar er mjög sterk á umhverfismálin, sjálfbærnimálin og jafnréttismálin.“ Skoðun 1.4.2025 08:00
Skýra þarf betur hvernig tilboðsbók fyrir stærri fjárfesta styður við verðmyndun Sú ákvörðun um að bæta við sérstakri tilboðsbók C í fyrirhuguðu hlutafjárútboði á eftirstandandi hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, ætluð stórum innlendum og erlendum fagfjárfestum, þarf að skýra betur með tilliti til framkvæmdar og tilgangs, að mati Kauphallarinnar, meðal annars hvernig hún að eigi að hjálpa til við verðmyndun í útboðinu. Stjórnvöld telja að fyrsti mögulegi gluggi til að halda áfram með söluferlið verði fyrri hluta maímánaðar. Innherji 31.3.2025 17:15
Spyrnir gegn styrkingu krónunnar með fyrstu inngripunum í meira en eitt ár Þrátt fyrir að hafa staðið fyrir talsverðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í nokkur skipti undir lok vikunnar þegar Seðlabankinn keypti gjaldeyri til að stemma stigu við gengishækkun krónunnar þá var ekkert lát á risi hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum. Gjaldeyrisinngripin voru þau fyrstu hjá Seðlabankanum í meira en eitt ár en skörp gengisstyrking krónunnar að undanförnu, meiri en sennilegt er að peningamálayfirvöld álíti æskilegt, er nokkuð á skjön við undirliggjandi stöðu þjóðarbúsins og spár um viðskiptahalla á komandi árum. Innherji 30.3.2025 12:47
Gott gengi tæknifyrirtækja hefur aukið samþjöppun erlendra eigna lífeyrissjóða Með auknu vægi bandarískra tæknifyrirtækja í heimsvísitölu hlutabréfa hefur orðið talsverð samþjöppun þegar litið er til erlendra hlutabréfafjárfestinga íslensku lífeyrissjóðanna á síðustu árum, samkvæmt greiningu Seðlabankans, og eignarhlutur tíu stærstu félaganna í eignasöfnum sjóðanna nemur núna samanlagt um tíu prósent af öllum erlendum eignum þeirra. Miklar lækkanir hafa einkennt bandaríska hlutabréfamarkaðinn á undanförnum vikum en fjárfestingarstefnur lífeyrissjóðanna hér á landi fyrir árið 2025 sýna að sjóðirnir ætla sér að fara varlega í að auka vægi sitt frekar í erlendum eignum eins og sakir standa. Innherji 29.3.2025 12:58
„Hverjum manni augljóst“ að umgjörð bankakerfisins skaðar samkeppnishæfni Það ætti að vera „hverjum manni augljóst“ að umgjörðin um fjármálakerfið, sem felst í sértækum sköttum og gullhúðun regluverks, dregur úr samkeppnishæfni og eykur kostnað alls íslensks atvinnulífs, ekki aðeins fjármálageirans, að sögn stjórnarformanns Kviku sem hvetur stjórnvöld til að ráðast í úrbætur. Hann segir að með fjármununum sem fást við söluna TM, sem var samþykkt að greiða út að stórum hluta í arð til hluthafa á aðalfundi í gær, sé tekið mikilvægt skref til að ná meðal annars markmiðum um að aukar vaxtatekjur bankans. Innherji 27.3.2025 15:41
Krónan styrkist hratt eftir að lífeyrissjóðir og spákaupmenn drógu sig í hlé Ekkert lát er á gengisstyrkingu krónunnar, sem er núna í sínu hæsta gildi gagnvart evrunni frá því um haustið 2023, en sú þróun má einkum rekja til þess að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafa verið hverfandi frá áramótum og framvirkar stöður með krónunni ekki minni um langt árabil. Mikil hækkun á gengi krónunnar að undanförnu kemur á sama tíma og blikur eru á lofti hjá sumum af helstu útflutningsgreinum landsins og útlit fyrir nokkurn viðskiptahalla á komandi árum. Innherji 26.3.2025 17:17
Afturhvarf til verndarstefnu gæti reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins og bankanna Seðlabankinn varar við því að verndarstefna í alþjóðaviðskiptum muni meðal annars leiða til truflana á framboðskeðjum, sem geti haft neikvæð áhrif á fjárfestingu og efnahagsumsvif, og sömuleiðis valdið niðursveiflu á fjármálamörkuðum, að mati fjármálastöðugaleikanefndar bankans. Líklegt er að áhrifanna af slíkri sviðsmynd myndi gæta hér á landi, beint eða óbeint, og Seðlabankinn undirstrikar því mikilvægi þess að huga að viðnámsþrótti þjóðarbúsins. Innherji 26.3.2025 09:14
Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans munu sitja fyrir svörum á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og ræða yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var í morgun. Viðskipti innlent 26.3.2025 09:01
Vogunarsjóðurinn Algildi selur allar hlutabréfastöður og hættir starfsemi Eftir afar krefjandi aðstæður á innlendum hlutabréfamarkaði nánast samfellt undanfarin þrjú ár hefur vogunarsjóðurinn Algildi, sem fjárfestir einkum í hlutabréfum, losað um allar skráðar verðbréfastöður sínar og tilkynnt sjóðsfélögum að hann sé hættur starfsemi. Algildi var um tíma á meðal umsvifameiri vogunarsjóða á markaði en hefur minnkað mikið að stærð á allra síðustu árum samtímis umtalsverði gengislækkun. Innherji 22.3.2025 13:28
Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Seðlabankastjóri býst við að fjármálastofnanir lækki vexti í kjölfar 0,25 prósenta stýrivaxtalækkunar í morgun. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að óverðtryggðir vextir muni lækka meira en verðtryggðir vextir vegna hárra raunvaxta. Innlent 19.3.2025 22:00
Raunarðsemin umtalsvert lægri en hjá öðrum stórum norrænum bönkum Að teknu tilliti til boðaðrar arðgreiðslu síðar í vikunni þá nema uppsafnaðar útgreiðslur til hluthafa Arion á undanförnum fjórum árum – bæði í formi arðs og kaupa á eigin bréfum – samtals um 124 milljörðum, eða sem nemur vel yfir helmingi af núverandi markaðsvirði bankans. Þrátt fyrir að skila betri afkomu en hinir stóru bankarnir á Íslandi þá var raunarðsemi Arion á árinu 2024 umtalsvert lægri borið saman við aðra kerfislega mikilvæga banka á Norðurlöndunum. Innherji 17.3.2025 16:25
Taki varkárt skref með 25 punkta lækkun í skugga óvissa og yfirvofandi tollastríðs Nánast óbreytt raunvaxtaaðhald frá síðasta fundi þýðir að peningastefnunefndin mun aðeins hafa svigrúm til að lækka vextina um 25 punkta í þetta sinn, að mati mikils meirihluta markaðsaðila og hagfræðinga í könnun Innherja, þar sem myndarleg hjöðnun verðbólgu mun vega þyngra en óvænt hækkun verðbólguvæntinga heimila. Góðar líkur eru á að vaxtalækkunarferlið haldi áfram síðar á árinu, einkum ef peningastefnunefnd fer að hefja hægfara losun á aðhaldinu, og mjög verður horft til skilaboða Seðlabankans í vikunni hvaða áhrif stóraukin óvissa í alþjóðamálum og yfirvofandi tollastríð kunni að hafa á efnahagsumsvifin. Innherji 17.3.2025 12:03
Ekki meira innstreymi í ríkisbréf í eitt ár með auknum kaupum erlendra sjóða Eftir nokkuð lítil umsvif erlendra skuldabréfasjóða í kaupum á íslenskum ríkisverðbréfum að undanförnu þá jukust þau verulega í febrúar með fjármagnsinnflæði upp á meira en átta milljarða. Fjárfesting erlendra sjóða hefur ekki verið meiri í einum mánuði í eitt ár, sem átti sinn þátt í að ýta undir óvænta gengisstyrkingu krónunnar, og kemur á sama tíma og langtímavaxtamunur við útlönd hefur heldur farið lækkandi. Innherji 10.3.2025 21:31
Verðlagning hagnaðar íslenskra hlutabréfa lækkar Ólíkt leitni CAPE fyrir Úrvalsvísitöluna til lækkunar, hefur hlutfall virðis á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði fyrir bandarísku hlutabréfavísitöluna S&P 500 haldið áfram að hækka og stendur nú nærri sögulega háum gildum. Umræðan 3.3.2025 09:52
Fossar juku hlutaféð um 600 milljónir eftir hækkun á eiginfjárkröfu bankans Hlutafé Fossa var hækkað í tveimur áföngum með skömmu millibili undir lok síðasta árs að fjárhæð samtals sex hundruð milljónir en aukningin, sem er sögð til að styðja við áframhaldandi vöxt, var meðal annars gerð til uppfylla nýja lágmarks eiginfjárkröfu af hálfu fjármálaeftirlitsins. Efnahagsreikningur Fossa nærri tvöfaldaðist að stærð á liðnu ári á meðan hreinar rekstrartekjur jukust um sextíu prósent en fjárfestingabankinn skilaði hins vegar lítillegu tapi fyrir skatt. Innherji 27.2.2025 14:57
Óvænt gengisstyrking þegar lífeyrissjóðir fóru að draga úr gjaldeyriskaupum Snörp gengisstyrking krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal, hefur komið sérfræðingum nokkuð á óvart og skýrist meðal annars af því að lífeyrissjóðir hafa haldið að sér höndum í kaupum á gjaldeyri. Á meðan sú staða helst óbreytt er sennilegt að krónan verði áfram undir þrýstingi til styrkingar, að mati gjaldeyrismiðlara, þrátt fyrir að hún verði að teljast vera á háum gildum um þessar mundir miðað við flesta mælikvarða. Innherji 26.2.2025 18:18
Yfir 200 milljarða innlánahengja gæti leitað á eignamarkað með lægri vöxtum Frá því að raunstýrivextir urðu að nýju jákvæðir fyrir tveimur árum hafa innlán heimilanna aukist um 460 milljarða, mun meira en mætti vænta miðað við leitni vaxtar í hlutfalli við landsframleiðslu, og stóra spurningin er hvert „innlánahengjan“ leitar þegar vextir fara lækkandi, að sögn aðalhagfræðings Kviku. Hann telur sennilegt að áhrifin sjáist fyrst á eignamörkuðum með auknum hvata eignameiri fólks til að ráðstafa lausu fé í áhættusamari fjárfestingar en þegar fram í sækir gæti þessi mikli „umfram“ sparnaður takmarkað svigrúm Seðlabankans til lækkunar á raunvaxtaaðhaldinu. Innherji 26.2.2025 14:38
Eignir í stýringu Stefnis jukust um meira en þriðjung á sveiflukenndu ári Hagnaður sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, dótturfélag Arion banka, stóð nánast í stað í fyrra en á sama tíma jukust hins vegar eignir í stýringu um samtals tæplega níutíu milljarða króna, meðal annars vegar stofnunar stórra nýrra sjóða og jákvæðrar ávöxtunar á ári sem var „heilt yfir gott“ á mörkuðum. Félagið nefnir að sparnaður heimilanna, sem er einkum á innlánsreikningum, sé verulega hár um þessar mundir og með væntingum um frekari vaxtalækkanir er líklegt að þeir fjármuni leiti í áhættusamari fjárfestingarkosti. Innherji 22.2.2025 12:17