Fjármálamarkaðir „Vekur athygli“ að Arion hafi ekki fært upp virði verðmætra þróunareigna Stærsti einkafjárfestirinn í Arion segir að væntingar sínar hafi staðið til þess að bankinn myndi endurmeta virði eignarhluta bankans í verðmætum þróunareignum, sem eru Blikastaðalandið og Arnarlandið, en „einhverra hluta vegna“ hafi stjórnendur ekki gert það þótt framgangur þeirra verkefna undanfarin misseri sé augljós. Þá segist forstjóri Stoða, sem situr í stjórn Bláa lónsins, að ef ytri þættir verði hagfelldir í rekstrarumhverfi ferðaþjónustufélagsins þá verði mögulega hægt að ráðast í skráningu í Kauphöllina á næsta ári. Innherji 18.2.2025 12:02 Okkar eigið SIU Við ættum því að fylgja fordæmi Evrópusambandsins og taka upp okkar eigið SIU. Hætta að horfa afmarkað á einstaka hluta vistkerfisins heldur skoða hlutina alltaf út frá heildarmyndinni. Umræðan 17.2.2025 13:47 Greiðslur til hluthafa Kviku munu nema um þrjátíu milljörðum eftir söluna á TM Góður gangur í rekstri TM á síðustu fjórðungum þýðir að endanlegt kaupverð Landsbankans á tryggingafélaginu verður að líkindum yfir 32 milljarðar og mun meðal annars skila sér í talsvert meiri útgreiðslum til hluthafa Kviku en áður var talið þegar viðskiptin klárast á næstu vikum. Uppgjör Kviku banka á fjórða ársfjórðungi, sem var að mestu í takt við væntingar, sýndi áframhaldandi bata á grunnrekstrinum en stjórnendur félagsins sjá tækifæri í að auka vaxtamuninn enn frekar með bættum vaxtakjörum í útgáfum á erlendum mörkuðum. Innherji 13.2.2025 14:42 Fjórföld umframeftirspurn í fyrstu útgáfu Landsbankans á AT1-bréfum Landsbankinn hefur klárað vel heppnaða sölu á á sínum fyrstu víkjandi skuldabréfum sem teljast til eiginfjárþáttar 1, svonefnd AT1-bréf, fyrir samtals hundrað milljónir dala og var umframeftirspurn fjárfesta um fjórföld. Útgáfan er hugsuð til að styrkja eiginfjárgrunn bankans í aðdraganda kaupanna á TM þannig að þau komi ekki niður á arðgreiðslugetu hans. Innherji 11.2.2025 18:41 Landsbankinn að styrkja eiginfjárstöðuna í aðdraganda kaupanna á TM Landsbankinn hefur fengið erlenda ráðgjafa til að undirbúa sölu á víkjandi skuldabréfi (AT1) að fjárhæð um 100 milljónir Bandaríkjadala, fyrsta slíka útgáfan af hálfu bankans, í því skyni að styrkja eiginfjárgrunninn í aðdraganda fyrirhugaðra kaupa á TM fyrir um 30 milljarða. Kaupin á tryggingafélaginu, sem eru enn í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu, munu án mótvægisaðgerða lækka eiginfjárhlutföll Landsbankans um 1,5 prósentur. Innherji 10.2.2025 12:21 Fátt nýtt í skilaboðum bankans og ekki ástæðu til að endurmeta vaxtahorfurnar Þrátt fyrir varfærinn tón í skilaboðum Seðlabankans þá hefur ekki orðið nein breyting á meginstefnu peningastefnunefndar um lækkun vaxta í takt við verðbólgu og verðbólguvæntingar, að sögn aðalhagfræðings Kviku, en miðað við þróttinn í hagkerfinu er samt ósennilegt að lokavextir lækkunarferlisins fari nálægt þeim gildum sem voru fyrir faraldur. Launakostnaður er að hækka talsvert umfram það sem samræmis verðstöðugleika og seðlabankastjóri segir að áhættan á vinnumarkaði, þar sem enn er ósamið við kennara, sé upp á við. Innherji 9.2.2025 12:40 Viska skilaði 43 prósenta ávöxtun eftir mikinn meðvind á rafmyntamörkuðum Á öðru heila rekstrarári Visku Digital Assets, sem einkenndist af metinnflæði í Bitcoin-kauphallarsjóði og breyttu viðhorfi stofnanafjárfesta til rafmyntamarkaða, skilaði fagfjárfestasjóðurinn ríflega 43 prósenta ávöxtun. Á árinu 2025 eru væntingar um að Bitcoin fái aukið vægi hjá stofnanafjárfestum, að sögn sjóðstjóra Visku, jafnframt því sem búast má við miklu frá nýjum yfirvöldum í Bandaríkjunum, meðal annars að settur verði á fót varaforði í Bitcoin. Innherji 6.2.2025 14:27 Olíusjóðurinn ekki átt meira undir á Íslandi síðan 2007 eftir kaup á ríkisbréfum Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu, hélt áfram að stækka verðbréfastöðu sína á Íslandi í fyrra þegar hann bætti talsvert við sig í ríkisskuldabréfum. Olíusjóðurinn átti eignir í skuldabréfum á íslensk fyrirtæki og ríkissjóð fyrir samtals um jafnvirði 40 milljarða í lok ársins og hefur umfang hans ekki verið meira í nærri tvo áratugi. Innherji 3.2.2025 15:33 Annað en 50 punkta lækkun myndi vekja áhyggjur af óskýrleika nefndarinnar Mikill meirihluti markaðsaðila og hagfræðinga telur einboðið að Seðlabankinn lækki vextina á nýjan leik um fimmtíu punkta í vikunni enda myndi önnur ákvörðun „skjóta skökku við“ með hitastigið á raunstýrivöxtunum á nákvæmlega sama stað nú og þegar peningastefnunefndin kom síðast saman í nóvember. Á meðan sumir þátttakendur í könnun Innherja telja hægt að fara rök fyrir stærra skrefi, núna þegar verðbólgan er á undanhaldi og hátt raunvaxtastig mun halda áfram að bíta fast, þá benda aðrir á að það sé enn viðnámsþróttur víða í hagkerfinu og fátt sem „beinlínis hrópi“ á mikla losun aðhalds. Innherji 3.2.2025 11:09 Verður Bitcoin hluti af varaforða þjóðríkja? Efnahagskerfi heimsins ganga nú í gegnum mikla umbreytingu. Hátt vaxtastig, auknar skuldir þjóðríkja, vaxandi verðbólguógn og aukin samkeppni milli stórvelda eru að endurmóta alþjóðahagkerfið. Bandaríkjadalur hefur um áratugaskeið gegnt lykilhlutverki í fjármálakerfi heimsins, þar sem hann er undirstaða fjármálamarkaða og alþjóðaviðskipta. Það gæti þó verið að breytast. Umræðan 31.1.2025 08:43 Skörp hjöðnun verðbólgu greiðir leiðina fyrir aðra stóra vaxtalækkun Með lækkun verðbólgunnar í janúar, sem var nokkuð á skjön við meðalspá sex greinenda, eru núna yfirgnæfandi líkur á því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka meginvexti um fimmtíu punkta í annað sinn í röð þegar ákvörðunin verður kunngjörð í næstu viku. Verðbólguálagið lækkaði skarpt á markaði í dag, einkum á styttri endanum, og þá er hátt raunvaxtastig farið að hægja mjög á hækkunum á húsnæðismarkaði. Innherji 30.1.2025 15:18 Setja á fót fimm milljarða framtakssjóð sem fjárfestir í Bretlandi Kvika eignastýring hefur klárað fjármögnun á nýjum framtakssjóði, sem ber heitið Harpa Capital Partners II, en tekið var við áskriftum fyrir jafnvirði meira en fimm milljarða íslenskra króna. Sjóðsfélagar samanstanda af stórum hópi innlendra og breskra fjárfesta en Harpa mun fjárfesta einungis í fyrirtækjum í Bretlandi þar sem Kvika er með starfsemi. Innherji 23.1.2025 09:30 Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Íslandsbanki og VÍS skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Rauði þráðurinn í samstarfinu er að viðskiptavinir, sem eru í viðskiptum við bæði félög, njóta sérstaks ávinnings í vildarkerfum beggja félaga og eiga að njóta betri kjara og fríðinda. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu. Neytendur 22.1.2025 08:45 Raunvextir Seðlabankans orðnir hærri en þeir mældust við síðustu vaxtalækkun Eftir skarpa lækkun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila stóðu raunstýrivextir, eins og Seðlabankinn metur þá, í hæstu hæðum í lok síðasta árs og eru þeir núna lítillega hærri en þegar peningastefnunefnd ákvað að lækka vexti um fimmtíu punkta á fundi sínum í nóvember. Að óbreyttu ætti sú þróun að auka líkur á stórri vaxtalækkun í febrúar en á sama tíma hefur undirliggjandi verðbólga haldið áfram að lækka og mælist nú ekki minni, að sögn Seðlabankans, síðan í árslok 2021. Innherji 15.1.2025 14:27 Það borgar sig að bíða Núna þegar við bjóðum nýtt ár velkomið er tilvalið að líta yfir síðasta ár á verðbréfamörkuðum. Ef horft er út fyrir landsteinana var árið 2024 heilt yfir hagfellt. Skoðun 15.1.2025 10:01 Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Fróði Steingrímsson hefur bæst í hóp eigenda Frumtak Ventures. Viðskipti innlent 15.1.2025 08:04 Lækkun verðbólguvæntinga aukið líkur á öðru „stóru skrefi“ hjá Seðlabankanum Útlit er fyrir að hlé verði á hjöðnun verðbólgunnar í janúar og árstakturinn haldist óbreyttur í 4,8 prósent, að mati aðalhagfræðings Kviku banka, sem skýrist einkum af ýmsum einskiptishækkunum um áramótin en verðbólgan muni síðan lækka myndarlega næstu mánuði á eftir. Nýleg lækkun verðbólguvæntinga heimila og fyrirtækja ætti samt að vega sem „þung lóð á vogarskálar júmbólækkunar“ upp á 50 punkta þegar peningastefnunefndin kemur næst saman í upphafi febrúarmánaðar. Innherji 14.1.2025 17:50 Saga til næsta bæjar Fólk hegðar sér að miklu leyti út frá tilfinningum þó að hagfræðingar hafi lengst af skilgreint hinn hagræna mann sem rökhugsandi. Sögur vekja tilfinningar og það er þess vegna sem það er yfirleitt besta leiðin til þess að sannfæra fólk eða hafa áhrif á hegðun. Sögur eru stór hluti af því hvernig hanna má upplifun og þjónustu. Sögur selja líka vörur, hvort sem það eru sögur um viðskiptavini eða uppruna þeirra og þróun. Umræðan 9.1.2025 09:16 Áformar að auka vægi innlendra hlutabréfa ólíkt öðrum stærri lífeyrisjóðum Ólíkt öðrum stærri lífeyrissjóðum landsins áformar Birta að auka nokkuð vægi sitt í innlendum hlutabréfaeignum á árinu 2025 frá því sem nú er á meðan sjóðurinn ætlar á sama tíma að halda hlutfalli erlendra fjárfestinga nánast óbreyttu. Lífeyrissjóður verslunarmanna hyggst hins vegar stækka enn frekar hlutdeild erlendra hlutabréfa í eignasafninu samhliða því að minni áhersla verður sett á íslensk hlutabréf. Innherji 7.1.2025 11:07 Útgáfuáætlun ríkisbréfa upp á um 180 milljarða í hærri kantinum Áætlað er að heildarútgáfa ríkisbréfa á árinu 2025 verði um 180 milljarðar króna, nokkuð meira en í fyrra, en til að mæta lánsfjárþörf ríkissjóðs kemur jafnframt til greina að ganga á innstæður í erlendum gjaldeyri hjá Seðlabankanum. Umfang nýbirtrar útgáfuáætlunar Lánamála er heldur í hærri kantinum miðað við væntingar fjárfesta og markaðsaðila og hefur ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa hækkað á markaði í dag. Innherji 2.1.2025 15:06 Væntingar fjárfesta um mikinn framtíðarvöxt? Á árinu 2024 lækkaði raunhagnaður félaga í Úrvalsvísitölunni stöðugt fram á haust og náði lágmarki í september en sótti svo á fram til loka árs. Á sama tíma lækkaði Seðlabanki Íslands meginvexti sína um 75 punkta samhliða hjöðnun verðbólga í 4,8%. Umræðan 2.1.2025 09:06 76 milljón króna sekt Símans stendur Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag að fella niður 76,5 milljóna króna sekt fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabankans á Símann vegna upplýsingagjafar varðandi söluna á Mílu. Viðskipti innlent 16.12.2024 22:49 Verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja nálgast sömu gildi og fyrir faraldur Ný könnun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila, bæði til skemmri og lengri tíma, sýnir að þær halda áfram að lækka skarpt og eru núna að nálgast sömu slóðir og fyrir farsóttina í upphafi ársins 2020. Nokkur samstaða er á meðal greinenda og hagfræðinga um verðbólguþróunina í desember og miðað við spár er útlit fyrir að hún muni haldast nánast óbreytt milli mánaða en verði síðan komin undir fjögur prósent snemma á nýju ári. Innherji 16.12.2024 15:37 Lífeyrissjóðir setja stefnuna á auknar fjárfestingar í erlendum hlutabréfum Þrír lífeyrissjóðir, sem eru samanlagt með um þúsund milljarða eignir í stýringu, setja allir stefnuna á að auka talsvert við vægi sitt í erlendum hlutabréfum á nýju ári á meðan minni áhersla verður á hlutabréfin hér heima. Fyrr á árinu færði Lífsverk stýringu á séreignarleiðum upp á tugi milljarða innanhús til sjóðsins samhliða því að setja stóraukna áherslu á fjárfestingar í erlendum hlutabréfum. Innherji 13.12.2024 12:46 Minni áhersla á innlend hlutabréf og vilja auka vægi erlendra skuldabréfa Tveir af allra stærstu lífeyrissjóðum landsins, langasamlega umsvifamestu fjárfestarnir á markaði, hafa sett sér þá stefnu fyrir komandi ár að draga heldur úr vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni sínu á meðan áherslan verður meðal annars á að byggja upp stærri stöðu í erlendum skuldabréfum. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins segir að eftir erfið ár og verðlækkanir á íslenskum hlutabréfamarkaði þá megi samt vænta þess að tækifæri skapist fyrir langtímafjárfesta og meiri líkur séu á góðri ávöxtun til lengri tíma litið. Innherji 8.12.2024 13:31 Verðbólguálag hækkar og fjárfestar óttast að ný ríkisstjórn sýni ekki nægt aðhald Vextir á skuldabréfamarkaði fóru hækkandi í aðdraganda Alþingiskosninga, meðal annars vegna óvissu um niðurstöðu þeirra, og eru verðbólguvæntingar fjárfesta núna farnar að rísa á nýjan leik sem kann að vera merki um að þeir „óttist“ að væntanleg ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins muni ekki sýna nægt aðhald í ríkisrekstrinum, að sögn sjóðstjóra. Útlit er fyrir að vextir Seðlabankans muni að óbreyttu lækka jafnt og þétt í hverri vaxtaákvörðun á nýju ári og verði mögulega komnir niður í 6,5 prósent í árslok. Innherji 5.12.2024 14:29 Íslensk ríkisbréf ekki „jafn krassandi“ með hækkandi langtímavöxtum erlendis Hækkandi vextir á löng ríkisskuldabréf úti í heimi að undanförnu, einkum í Bandaríkjunum, hefur leitt til þess að langtímavaxtamunur við útlönd hefur lækkað og íslensk ríkisbréf eru því „ekki jafn krassandi“ í augum erlendra fjárfesta og margir gætu haldið, að sögn seðlabankastjóra. Mikil gengisstyrking krónunnar, einkum drifin áfram af fjármagnshreyfingum, er „innan jafnvægis“ en hún hefur haldist á tiltölulega þröngu bili um langt skeið. Innherji 3.12.2024 17:20 Nýjar reglur á verðbréfamarkaði Síðastliðinn áratug eða svo hafa evrópskir verðbréfamarkaðir átt undir högg að sækja, sérstaklega samanborið við þann bandaríska. Þannig hefur nýskráningum félaga fækkað, ávöxtun hlutabréfa hefur verið slök og er nú svo komið að evrópskir útgefendur eru í síauknum mæli farnir að horfa til bandaríska verðbréfamarkaðarins í stað þess evrópska þegar kemur að því að afla fjármagns. Umræðan 3.12.2024 13:10 CAPE-hlutfall Úrvalsvísitölunnar hækkar samhliða lækkun vaxta Sé litið til hlutfall virðis á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði (CAPE) er íslenski markaðurinn er nú metinn lægra en bandaríski markaðurinn, en það er viðbúið þar sem vaxtastig er mun hærra á Íslandi. Innherji 2.12.2024 10:25 Gæti reynst „langhlaup“ að koma verðbólgunni alla leið niður í markmið Hægari hjöðnun undirliggjandi verðbólgu kann að benda til þess að mögulega muni „síðasta mílan“ reynast peningastefnunefnd óþægur ljár í þúfu, að mati hagfræðings Kviku banka, og það verði langhlaup að koma verðbólgunni alla leið niður í 2,5 prósenta markmið. Þrátt fyrir að verðbólgulækkunin í nóvember hafi verið minni en spár greinenda gerðu ráð fyrir þá breytir það ekki væntingum um allt að hundrað punkta vaxtalækkun á fyrstu tveimur fundum nefndarinnar á nýju ári. Innherji 28.11.2024 16:20 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 12 ›
„Vekur athygli“ að Arion hafi ekki fært upp virði verðmætra þróunareigna Stærsti einkafjárfestirinn í Arion segir að væntingar sínar hafi staðið til þess að bankinn myndi endurmeta virði eignarhluta bankans í verðmætum þróunareignum, sem eru Blikastaðalandið og Arnarlandið, en „einhverra hluta vegna“ hafi stjórnendur ekki gert það þótt framgangur þeirra verkefna undanfarin misseri sé augljós. Þá segist forstjóri Stoða, sem situr í stjórn Bláa lónsins, að ef ytri þættir verði hagfelldir í rekstrarumhverfi ferðaþjónustufélagsins þá verði mögulega hægt að ráðast í skráningu í Kauphöllina á næsta ári. Innherji 18.2.2025 12:02
Okkar eigið SIU Við ættum því að fylgja fordæmi Evrópusambandsins og taka upp okkar eigið SIU. Hætta að horfa afmarkað á einstaka hluta vistkerfisins heldur skoða hlutina alltaf út frá heildarmyndinni. Umræðan 17.2.2025 13:47
Greiðslur til hluthafa Kviku munu nema um þrjátíu milljörðum eftir söluna á TM Góður gangur í rekstri TM á síðustu fjórðungum þýðir að endanlegt kaupverð Landsbankans á tryggingafélaginu verður að líkindum yfir 32 milljarðar og mun meðal annars skila sér í talsvert meiri útgreiðslum til hluthafa Kviku en áður var talið þegar viðskiptin klárast á næstu vikum. Uppgjör Kviku banka á fjórða ársfjórðungi, sem var að mestu í takt við væntingar, sýndi áframhaldandi bata á grunnrekstrinum en stjórnendur félagsins sjá tækifæri í að auka vaxtamuninn enn frekar með bættum vaxtakjörum í útgáfum á erlendum mörkuðum. Innherji 13.2.2025 14:42
Fjórföld umframeftirspurn í fyrstu útgáfu Landsbankans á AT1-bréfum Landsbankinn hefur klárað vel heppnaða sölu á á sínum fyrstu víkjandi skuldabréfum sem teljast til eiginfjárþáttar 1, svonefnd AT1-bréf, fyrir samtals hundrað milljónir dala og var umframeftirspurn fjárfesta um fjórföld. Útgáfan er hugsuð til að styrkja eiginfjárgrunn bankans í aðdraganda kaupanna á TM þannig að þau komi ekki niður á arðgreiðslugetu hans. Innherji 11.2.2025 18:41
Landsbankinn að styrkja eiginfjárstöðuna í aðdraganda kaupanna á TM Landsbankinn hefur fengið erlenda ráðgjafa til að undirbúa sölu á víkjandi skuldabréfi (AT1) að fjárhæð um 100 milljónir Bandaríkjadala, fyrsta slíka útgáfan af hálfu bankans, í því skyni að styrkja eiginfjárgrunninn í aðdraganda fyrirhugaðra kaupa á TM fyrir um 30 milljarða. Kaupin á tryggingafélaginu, sem eru enn í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu, munu án mótvægisaðgerða lækka eiginfjárhlutföll Landsbankans um 1,5 prósentur. Innherji 10.2.2025 12:21
Fátt nýtt í skilaboðum bankans og ekki ástæðu til að endurmeta vaxtahorfurnar Þrátt fyrir varfærinn tón í skilaboðum Seðlabankans þá hefur ekki orðið nein breyting á meginstefnu peningastefnunefndar um lækkun vaxta í takt við verðbólgu og verðbólguvæntingar, að sögn aðalhagfræðings Kviku, en miðað við þróttinn í hagkerfinu er samt ósennilegt að lokavextir lækkunarferlisins fari nálægt þeim gildum sem voru fyrir faraldur. Launakostnaður er að hækka talsvert umfram það sem samræmis verðstöðugleika og seðlabankastjóri segir að áhættan á vinnumarkaði, þar sem enn er ósamið við kennara, sé upp á við. Innherji 9.2.2025 12:40
Viska skilaði 43 prósenta ávöxtun eftir mikinn meðvind á rafmyntamörkuðum Á öðru heila rekstrarári Visku Digital Assets, sem einkenndist af metinnflæði í Bitcoin-kauphallarsjóði og breyttu viðhorfi stofnanafjárfesta til rafmyntamarkaða, skilaði fagfjárfestasjóðurinn ríflega 43 prósenta ávöxtun. Á árinu 2025 eru væntingar um að Bitcoin fái aukið vægi hjá stofnanafjárfestum, að sögn sjóðstjóra Visku, jafnframt því sem búast má við miklu frá nýjum yfirvöldum í Bandaríkjunum, meðal annars að settur verði á fót varaforði í Bitcoin. Innherji 6.2.2025 14:27
Olíusjóðurinn ekki átt meira undir á Íslandi síðan 2007 eftir kaup á ríkisbréfum Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu, hélt áfram að stækka verðbréfastöðu sína á Íslandi í fyrra þegar hann bætti talsvert við sig í ríkisskuldabréfum. Olíusjóðurinn átti eignir í skuldabréfum á íslensk fyrirtæki og ríkissjóð fyrir samtals um jafnvirði 40 milljarða í lok ársins og hefur umfang hans ekki verið meira í nærri tvo áratugi. Innherji 3.2.2025 15:33
Annað en 50 punkta lækkun myndi vekja áhyggjur af óskýrleika nefndarinnar Mikill meirihluti markaðsaðila og hagfræðinga telur einboðið að Seðlabankinn lækki vextina á nýjan leik um fimmtíu punkta í vikunni enda myndi önnur ákvörðun „skjóta skökku við“ með hitastigið á raunstýrivöxtunum á nákvæmlega sama stað nú og þegar peningastefnunefndin kom síðast saman í nóvember. Á meðan sumir þátttakendur í könnun Innherja telja hægt að fara rök fyrir stærra skrefi, núna þegar verðbólgan er á undanhaldi og hátt raunvaxtastig mun halda áfram að bíta fast, þá benda aðrir á að það sé enn viðnámsþróttur víða í hagkerfinu og fátt sem „beinlínis hrópi“ á mikla losun aðhalds. Innherji 3.2.2025 11:09
Verður Bitcoin hluti af varaforða þjóðríkja? Efnahagskerfi heimsins ganga nú í gegnum mikla umbreytingu. Hátt vaxtastig, auknar skuldir þjóðríkja, vaxandi verðbólguógn og aukin samkeppni milli stórvelda eru að endurmóta alþjóðahagkerfið. Bandaríkjadalur hefur um áratugaskeið gegnt lykilhlutverki í fjármálakerfi heimsins, þar sem hann er undirstaða fjármálamarkaða og alþjóðaviðskipta. Það gæti þó verið að breytast. Umræðan 31.1.2025 08:43
Skörp hjöðnun verðbólgu greiðir leiðina fyrir aðra stóra vaxtalækkun Með lækkun verðbólgunnar í janúar, sem var nokkuð á skjön við meðalspá sex greinenda, eru núna yfirgnæfandi líkur á því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka meginvexti um fimmtíu punkta í annað sinn í röð þegar ákvörðunin verður kunngjörð í næstu viku. Verðbólguálagið lækkaði skarpt á markaði í dag, einkum á styttri endanum, og þá er hátt raunvaxtastig farið að hægja mjög á hækkunum á húsnæðismarkaði. Innherji 30.1.2025 15:18
Setja á fót fimm milljarða framtakssjóð sem fjárfestir í Bretlandi Kvika eignastýring hefur klárað fjármögnun á nýjum framtakssjóði, sem ber heitið Harpa Capital Partners II, en tekið var við áskriftum fyrir jafnvirði meira en fimm milljarða íslenskra króna. Sjóðsfélagar samanstanda af stórum hópi innlendra og breskra fjárfesta en Harpa mun fjárfesta einungis í fyrirtækjum í Bretlandi þar sem Kvika er með starfsemi. Innherji 23.1.2025 09:30
Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Íslandsbanki og VÍS skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Rauði þráðurinn í samstarfinu er að viðskiptavinir, sem eru í viðskiptum við bæði félög, njóta sérstaks ávinnings í vildarkerfum beggja félaga og eiga að njóta betri kjara og fríðinda. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu. Neytendur 22.1.2025 08:45
Raunvextir Seðlabankans orðnir hærri en þeir mældust við síðustu vaxtalækkun Eftir skarpa lækkun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila stóðu raunstýrivextir, eins og Seðlabankinn metur þá, í hæstu hæðum í lok síðasta árs og eru þeir núna lítillega hærri en þegar peningastefnunefnd ákvað að lækka vexti um fimmtíu punkta á fundi sínum í nóvember. Að óbreyttu ætti sú þróun að auka líkur á stórri vaxtalækkun í febrúar en á sama tíma hefur undirliggjandi verðbólga haldið áfram að lækka og mælist nú ekki minni, að sögn Seðlabankans, síðan í árslok 2021. Innherji 15.1.2025 14:27
Það borgar sig að bíða Núna þegar við bjóðum nýtt ár velkomið er tilvalið að líta yfir síðasta ár á verðbréfamörkuðum. Ef horft er út fyrir landsteinana var árið 2024 heilt yfir hagfellt. Skoðun 15.1.2025 10:01
Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Fróði Steingrímsson hefur bæst í hóp eigenda Frumtak Ventures. Viðskipti innlent 15.1.2025 08:04
Lækkun verðbólguvæntinga aukið líkur á öðru „stóru skrefi“ hjá Seðlabankanum Útlit er fyrir að hlé verði á hjöðnun verðbólgunnar í janúar og árstakturinn haldist óbreyttur í 4,8 prósent, að mati aðalhagfræðings Kviku banka, sem skýrist einkum af ýmsum einskiptishækkunum um áramótin en verðbólgan muni síðan lækka myndarlega næstu mánuði á eftir. Nýleg lækkun verðbólguvæntinga heimila og fyrirtækja ætti samt að vega sem „þung lóð á vogarskálar júmbólækkunar“ upp á 50 punkta þegar peningastefnunefndin kemur næst saman í upphafi febrúarmánaðar. Innherji 14.1.2025 17:50
Saga til næsta bæjar Fólk hegðar sér að miklu leyti út frá tilfinningum þó að hagfræðingar hafi lengst af skilgreint hinn hagræna mann sem rökhugsandi. Sögur vekja tilfinningar og það er þess vegna sem það er yfirleitt besta leiðin til þess að sannfæra fólk eða hafa áhrif á hegðun. Sögur eru stór hluti af því hvernig hanna má upplifun og þjónustu. Sögur selja líka vörur, hvort sem það eru sögur um viðskiptavini eða uppruna þeirra og þróun. Umræðan 9.1.2025 09:16
Áformar að auka vægi innlendra hlutabréfa ólíkt öðrum stærri lífeyrisjóðum Ólíkt öðrum stærri lífeyrissjóðum landsins áformar Birta að auka nokkuð vægi sitt í innlendum hlutabréfaeignum á árinu 2025 frá því sem nú er á meðan sjóðurinn ætlar á sama tíma að halda hlutfalli erlendra fjárfestinga nánast óbreyttu. Lífeyrissjóður verslunarmanna hyggst hins vegar stækka enn frekar hlutdeild erlendra hlutabréfa í eignasafninu samhliða því að minni áhersla verður sett á íslensk hlutabréf. Innherji 7.1.2025 11:07
Útgáfuáætlun ríkisbréfa upp á um 180 milljarða í hærri kantinum Áætlað er að heildarútgáfa ríkisbréfa á árinu 2025 verði um 180 milljarðar króna, nokkuð meira en í fyrra, en til að mæta lánsfjárþörf ríkissjóðs kemur jafnframt til greina að ganga á innstæður í erlendum gjaldeyri hjá Seðlabankanum. Umfang nýbirtrar útgáfuáætlunar Lánamála er heldur í hærri kantinum miðað við væntingar fjárfesta og markaðsaðila og hefur ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa hækkað á markaði í dag. Innherji 2.1.2025 15:06
Væntingar fjárfesta um mikinn framtíðarvöxt? Á árinu 2024 lækkaði raunhagnaður félaga í Úrvalsvísitölunni stöðugt fram á haust og náði lágmarki í september en sótti svo á fram til loka árs. Á sama tíma lækkaði Seðlabanki Íslands meginvexti sína um 75 punkta samhliða hjöðnun verðbólga í 4,8%. Umræðan 2.1.2025 09:06
76 milljón króna sekt Símans stendur Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag að fella niður 76,5 milljóna króna sekt fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabankans á Símann vegna upplýsingagjafar varðandi söluna á Mílu. Viðskipti innlent 16.12.2024 22:49
Verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja nálgast sömu gildi og fyrir faraldur Ný könnun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila, bæði til skemmri og lengri tíma, sýnir að þær halda áfram að lækka skarpt og eru núna að nálgast sömu slóðir og fyrir farsóttina í upphafi ársins 2020. Nokkur samstaða er á meðal greinenda og hagfræðinga um verðbólguþróunina í desember og miðað við spár er útlit fyrir að hún muni haldast nánast óbreytt milli mánaða en verði síðan komin undir fjögur prósent snemma á nýju ári. Innherji 16.12.2024 15:37
Lífeyrissjóðir setja stefnuna á auknar fjárfestingar í erlendum hlutabréfum Þrír lífeyrissjóðir, sem eru samanlagt með um þúsund milljarða eignir í stýringu, setja allir stefnuna á að auka talsvert við vægi sitt í erlendum hlutabréfum á nýju ári á meðan minni áhersla verður á hlutabréfin hér heima. Fyrr á árinu færði Lífsverk stýringu á séreignarleiðum upp á tugi milljarða innanhús til sjóðsins samhliða því að setja stóraukna áherslu á fjárfestingar í erlendum hlutabréfum. Innherji 13.12.2024 12:46
Minni áhersla á innlend hlutabréf og vilja auka vægi erlendra skuldabréfa Tveir af allra stærstu lífeyrissjóðum landsins, langasamlega umsvifamestu fjárfestarnir á markaði, hafa sett sér þá stefnu fyrir komandi ár að draga heldur úr vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni sínu á meðan áherslan verður meðal annars á að byggja upp stærri stöðu í erlendum skuldabréfum. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins segir að eftir erfið ár og verðlækkanir á íslenskum hlutabréfamarkaði þá megi samt vænta þess að tækifæri skapist fyrir langtímafjárfesta og meiri líkur séu á góðri ávöxtun til lengri tíma litið. Innherji 8.12.2024 13:31
Verðbólguálag hækkar og fjárfestar óttast að ný ríkisstjórn sýni ekki nægt aðhald Vextir á skuldabréfamarkaði fóru hækkandi í aðdraganda Alþingiskosninga, meðal annars vegna óvissu um niðurstöðu þeirra, og eru verðbólguvæntingar fjárfesta núna farnar að rísa á nýjan leik sem kann að vera merki um að þeir „óttist“ að væntanleg ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins muni ekki sýna nægt aðhald í ríkisrekstrinum, að sögn sjóðstjóra. Útlit er fyrir að vextir Seðlabankans muni að óbreyttu lækka jafnt og þétt í hverri vaxtaákvörðun á nýju ári og verði mögulega komnir niður í 6,5 prósent í árslok. Innherji 5.12.2024 14:29
Íslensk ríkisbréf ekki „jafn krassandi“ með hækkandi langtímavöxtum erlendis Hækkandi vextir á löng ríkisskuldabréf úti í heimi að undanförnu, einkum í Bandaríkjunum, hefur leitt til þess að langtímavaxtamunur við útlönd hefur lækkað og íslensk ríkisbréf eru því „ekki jafn krassandi“ í augum erlendra fjárfesta og margir gætu haldið, að sögn seðlabankastjóra. Mikil gengisstyrking krónunnar, einkum drifin áfram af fjármagnshreyfingum, er „innan jafnvægis“ en hún hefur haldist á tiltölulega þröngu bili um langt skeið. Innherji 3.12.2024 17:20
Nýjar reglur á verðbréfamarkaði Síðastliðinn áratug eða svo hafa evrópskir verðbréfamarkaðir átt undir högg að sækja, sérstaklega samanborið við þann bandaríska. Þannig hefur nýskráningum félaga fækkað, ávöxtun hlutabréfa hefur verið slök og er nú svo komið að evrópskir útgefendur eru í síauknum mæli farnir að horfa til bandaríska verðbréfamarkaðarins í stað þess evrópska þegar kemur að því að afla fjármagns. Umræðan 3.12.2024 13:10
CAPE-hlutfall Úrvalsvísitölunnar hækkar samhliða lækkun vaxta Sé litið til hlutfall virðis á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði (CAPE) er íslenski markaðurinn er nú metinn lægra en bandaríski markaðurinn, en það er viðbúið þar sem vaxtastig er mun hærra á Íslandi. Innherji 2.12.2024 10:25
Gæti reynst „langhlaup“ að koma verðbólgunni alla leið niður í markmið Hægari hjöðnun undirliggjandi verðbólgu kann að benda til þess að mögulega muni „síðasta mílan“ reynast peningastefnunefnd óþægur ljár í þúfu, að mati hagfræðings Kviku banka, og það verði langhlaup að koma verðbólgunni alla leið niður í 2,5 prósenta markmið. Þrátt fyrir að verðbólgulækkunin í nóvember hafi verið minni en spár greinenda gerðu ráð fyrir þá breytir það ekki væntingum um allt að hundrað punkta vaxtalækkun á fyrstu tveimur fundum nefndarinnar á nýju ári. Innherji 28.11.2024 16:20