Bein útsending: Walz og Vance hittast í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2024 23:02 Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, og JD Vance, öldungadeildarþingmaður frá Ohio. AP Þeir Tim Walz og JD Vance, varaforsetaefni þeirra Kamölu Harris og Donalds Trump, mætast í þeirra fyrstu og líklega síðustu kappræðum í kvöld. Kosningabaráttan virðist í járnum, ef marka má kannanir og berjast framboðin af mikilli hörku um hvert atkvæði. Því er talið að kappræðurnar í kvöld gætu verið mikilvægari en kappræður varaforsetaefna hafa verið áður. Þær munu veita þeim Walz og Vance tækifæri til að sannfæra kjósendur um að veita sér atkvæði og fara hörðum orðum um mótframbjóðendur sína. Varaforsetaefni hafa á undanförnum árum í sífellt meiri mæli tekið upp það hlutverk að fara gegn mótframbjóðendum þeirra. Þannig geta þeir skýlt forsetaframbjóðendunum sjálfum frá því að gera árásir á mótframbjóðendur sína sem geta þótt hallærislegar eða ekki verið í takt við þá virðingu sem forsetaembættinu á að fylgja. Þessum kappræðum verður stýrt af CBS News og eru haldnar í New York. Eftir umfangsmiklar kvartanir Repúblikana eftir kappræðurnar milli Trumps og Harris var sú ákvörðun tekin að stjórnendur muni ekkert leiðrétta frambjóðendur þegar þeir segja ósatt, eins og nokkrum sinnum var gert við Trump. Sjá einnig: Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Þær hefjast klukkan eitt í nótt og eiga að standa yfir í einn og hálfan tíma en áhugasamir munu geta fylgst með kappræðunum á YouTube-síðu CBS News, í spilaranum hér að neðan. Eins og þegar Harris og Trump mættust, verður þetta í fyrsta sinn sem Walz og Vance hittast en þeir hafa skipst á fjölda skota, ef svo má segja, á undanförnum mánuðum. Walz hefur leitt þá viðleitni Demókrata að lýsa Trump og Repúblikönum sem „skrítnum“ en þau ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Trump. Walz hefur undirbúið sig fyrir kappræðurnar með því að fá Pete Buttigieg, samgönguráðherra, til að leika Vance í æfingarkappræðum. Vance hefur fengið þingmanninn Tom Emmer til að leika Walz á æfingum. Demókratar óttaslegnir Í frétt Politico segir að Walz sé ekki þekktur sem góður ræðumaður og að hann eigi það til að bregðast reiður við gagnrýni. Demókratar eru sagðir hafa áhyggjur af því hvernig hann muni standa sig gegn Vance, sem þykir mun öruggari í kappræðum. Velgengni Harris gegn Trump jók á þessar áhyggjur og þá er þetta í fyrsta sinn sem Walz stígur á svið fyrir framan alla bandarísku þjóðina. Vance þykir líklegur til að gagnrýna Walz vegna viðbragða hans við óeirðunum í Minnesota eftir að George Floyd var myrtur af lögregluþjónum í Minneapolis árið 2020 og það hvernig ríkisstjórn hans veitti svikahröppum 250 milljónir dala úr neyðarsjóðum vegna Covid. Vance hefur þegar kallað Walz opinberlega öfgamann og raðlygara og búast Demókratar við því að hann muni ganga fram af mikilli hörku. Kannanir gefa þó til kynna að Walz njóti meiri vinsælda á landsvísu en Vance, sem þykir hafa misstigið sig nokkuð oft. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Því er talið að kappræðurnar í kvöld gætu verið mikilvægari en kappræður varaforsetaefna hafa verið áður. Þær munu veita þeim Walz og Vance tækifæri til að sannfæra kjósendur um að veita sér atkvæði og fara hörðum orðum um mótframbjóðendur sína. Varaforsetaefni hafa á undanförnum árum í sífellt meiri mæli tekið upp það hlutverk að fara gegn mótframbjóðendum þeirra. Þannig geta þeir skýlt forsetaframbjóðendunum sjálfum frá því að gera árásir á mótframbjóðendur sína sem geta þótt hallærislegar eða ekki verið í takt við þá virðingu sem forsetaembættinu á að fylgja. Þessum kappræðum verður stýrt af CBS News og eru haldnar í New York. Eftir umfangsmiklar kvartanir Repúblikana eftir kappræðurnar milli Trumps og Harris var sú ákvörðun tekin að stjórnendur muni ekkert leiðrétta frambjóðendur þegar þeir segja ósatt, eins og nokkrum sinnum var gert við Trump. Sjá einnig: Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Þær hefjast klukkan eitt í nótt og eiga að standa yfir í einn og hálfan tíma en áhugasamir munu geta fylgst með kappræðunum á YouTube-síðu CBS News, í spilaranum hér að neðan. Eins og þegar Harris og Trump mættust, verður þetta í fyrsta sinn sem Walz og Vance hittast en þeir hafa skipst á fjölda skota, ef svo má segja, á undanförnum mánuðum. Walz hefur leitt þá viðleitni Demókrata að lýsa Trump og Repúblikönum sem „skrítnum“ en þau ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Trump. Walz hefur undirbúið sig fyrir kappræðurnar með því að fá Pete Buttigieg, samgönguráðherra, til að leika Vance í æfingarkappræðum. Vance hefur fengið þingmanninn Tom Emmer til að leika Walz á æfingum. Demókratar óttaslegnir Í frétt Politico segir að Walz sé ekki þekktur sem góður ræðumaður og að hann eigi það til að bregðast reiður við gagnrýni. Demókratar eru sagðir hafa áhyggjur af því hvernig hann muni standa sig gegn Vance, sem þykir mun öruggari í kappræðum. Velgengni Harris gegn Trump jók á þessar áhyggjur og þá er þetta í fyrsta sinn sem Walz stígur á svið fyrir framan alla bandarísku þjóðina. Vance þykir líklegur til að gagnrýna Walz vegna viðbragða hans við óeirðunum í Minnesota eftir að George Floyd var myrtur af lögregluþjónum í Minneapolis árið 2020 og það hvernig ríkisstjórn hans veitti svikahröppum 250 milljónir dala úr neyðarsjóðum vegna Covid. Vance hefur þegar kallað Walz opinberlega öfgamann og raðlygara og búast Demókratar við því að hann muni ganga fram af mikilli hörku. Kannanir gefa þó til kynna að Walz njóti meiri vinsælda á landsvísu en Vance, sem þykir hafa misstigið sig nokkuð oft.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira