Bein útsending: Walz og Vance hittast í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2024 23:02 Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, og JD Vance, öldungadeildarþingmaður frá Ohio. AP Þeir Tim Walz og JD Vance, varaforsetaefni þeirra Kamölu Harris og Donalds Trump, mætast í þeirra fyrstu og líklega síðustu kappræðum í kvöld. Kosningabaráttan virðist í járnum, ef marka má kannanir og berjast framboðin af mikilli hörku um hvert atkvæði. Því er talið að kappræðurnar í kvöld gætu verið mikilvægari en kappræður varaforsetaefna hafa verið áður. Þær munu veita þeim Walz og Vance tækifæri til að sannfæra kjósendur um að veita sér atkvæði og fara hörðum orðum um mótframbjóðendur sína. Varaforsetaefni hafa á undanförnum árum í sífellt meiri mæli tekið upp það hlutverk að fara gegn mótframbjóðendum þeirra. Þannig geta þeir skýlt forsetaframbjóðendunum sjálfum frá því að gera árásir á mótframbjóðendur sína sem geta þótt hallærislegar eða ekki verið í takt við þá virðingu sem forsetaembættinu á að fylgja. Þessum kappræðum verður stýrt af CBS News og eru haldnar í New York. Eftir umfangsmiklar kvartanir Repúblikana eftir kappræðurnar milli Trumps og Harris var sú ákvörðun tekin að stjórnendur muni ekkert leiðrétta frambjóðendur þegar þeir segja ósatt, eins og nokkrum sinnum var gert við Trump. Sjá einnig: Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Þær hefjast klukkan eitt í nótt og eiga að standa yfir í einn og hálfan tíma en áhugasamir munu geta fylgst með kappræðunum á YouTube-síðu CBS News, í spilaranum hér að neðan. Eins og þegar Harris og Trump mættust, verður þetta í fyrsta sinn sem Walz og Vance hittast en þeir hafa skipst á fjölda skota, ef svo má segja, á undanförnum mánuðum. Walz hefur leitt þá viðleitni Demókrata að lýsa Trump og Repúblikönum sem „skrítnum“ en þau ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Trump. Walz hefur undirbúið sig fyrir kappræðurnar með því að fá Pete Buttigieg, samgönguráðherra, til að leika Vance í æfingarkappræðum. Vance hefur fengið þingmanninn Tom Emmer til að leika Walz á æfingum. Demókratar óttaslegnir Í frétt Politico segir að Walz sé ekki þekktur sem góður ræðumaður og að hann eigi það til að bregðast reiður við gagnrýni. Demókratar eru sagðir hafa áhyggjur af því hvernig hann muni standa sig gegn Vance, sem þykir mun öruggari í kappræðum. Velgengni Harris gegn Trump jók á þessar áhyggjur og þá er þetta í fyrsta sinn sem Walz stígur á svið fyrir framan alla bandarísku þjóðina. Vance þykir líklegur til að gagnrýna Walz vegna viðbragða hans við óeirðunum í Minnesota eftir að George Floyd var myrtur af lögregluþjónum í Minneapolis árið 2020 og það hvernig ríkisstjórn hans veitti svikahröppum 250 milljónir dala úr neyðarsjóðum vegna Covid. Vance hefur þegar kallað Walz opinberlega öfgamann og raðlygara og búast Demókratar við því að hann muni ganga fram af mikilli hörku. Kannanir gefa þó til kynna að Walz njóti meiri vinsælda á landsvísu en Vance, sem þykir hafa misstigið sig nokkuð oft. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Því er talið að kappræðurnar í kvöld gætu verið mikilvægari en kappræður varaforsetaefna hafa verið áður. Þær munu veita þeim Walz og Vance tækifæri til að sannfæra kjósendur um að veita sér atkvæði og fara hörðum orðum um mótframbjóðendur sína. Varaforsetaefni hafa á undanförnum árum í sífellt meiri mæli tekið upp það hlutverk að fara gegn mótframbjóðendum þeirra. Þannig geta þeir skýlt forsetaframbjóðendunum sjálfum frá því að gera árásir á mótframbjóðendur sína sem geta þótt hallærislegar eða ekki verið í takt við þá virðingu sem forsetaembættinu á að fylgja. Þessum kappræðum verður stýrt af CBS News og eru haldnar í New York. Eftir umfangsmiklar kvartanir Repúblikana eftir kappræðurnar milli Trumps og Harris var sú ákvörðun tekin að stjórnendur muni ekkert leiðrétta frambjóðendur þegar þeir segja ósatt, eins og nokkrum sinnum var gert við Trump. Sjá einnig: Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Þær hefjast klukkan eitt í nótt og eiga að standa yfir í einn og hálfan tíma en áhugasamir munu geta fylgst með kappræðunum á YouTube-síðu CBS News, í spilaranum hér að neðan. Eins og þegar Harris og Trump mættust, verður þetta í fyrsta sinn sem Walz og Vance hittast en þeir hafa skipst á fjölda skota, ef svo má segja, á undanförnum mánuðum. Walz hefur leitt þá viðleitni Demókrata að lýsa Trump og Repúblikönum sem „skrítnum“ en þau ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Trump. Walz hefur undirbúið sig fyrir kappræðurnar með því að fá Pete Buttigieg, samgönguráðherra, til að leika Vance í æfingarkappræðum. Vance hefur fengið þingmanninn Tom Emmer til að leika Walz á æfingum. Demókratar óttaslegnir Í frétt Politico segir að Walz sé ekki þekktur sem góður ræðumaður og að hann eigi það til að bregðast reiður við gagnrýni. Demókratar eru sagðir hafa áhyggjur af því hvernig hann muni standa sig gegn Vance, sem þykir mun öruggari í kappræðum. Velgengni Harris gegn Trump jók á þessar áhyggjur og þá er þetta í fyrsta sinn sem Walz stígur á svið fyrir framan alla bandarísku þjóðina. Vance þykir líklegur til að gagnrýna Walz vegna viðbragða hans við óeirðunum í Minnesota eftir að George Floyd var myrtur af lögregluþjónum í Minneapolis árið 2020 og það hvernig ríkisstjórn hans veitti svikahröppum 250 milljónir dala úr neyðarsjóðum vegna Covid. Vance hefur þegar kallað Walz opinberlega öfgamann og raðlygara og búast Demókratar við því að hann muni ganga fram af mikilli hörku. Kannanir gefa þó til kynna að Walz njóti meiri vinsælda á landsvísu en Vance, sem þykir hafa misstigið sig nokkuð oft.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira