Rutte tekur við af Stoltenberg Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2024 06:34 Mark Rutte lét af embætti sem forsætisráðherra Hollands í sumar, en hann hafi gegnt þeirri stöðu síðan 2010. EPA Hinn norski Jens Stoltenberg mun láta af embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, NATO, í dag eftir tíu ár í embætti. Mark Rutte, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, tekur við stöðunni. Röð viðburða eru á dagskrá í Brussel í dag til að marka tímamótin en Rutte verður sautjándi maðurinn til að gegna embættinu. Þeir Stoltenberg og Rutte munu takast í hendur og koma fyrir blómkransi við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel og svo funda með sendiherrum aðilarríkja. Að því loknu mun Rutte formlega taka við embættinu. Stoltenberg tók við stöðunni árið 2014, sama ár og Rússar innlimuðu Krímskaga. Hann hefur þar með stýrt bandalaginu í tíu ár og hefur einungis hinn hollenski Joseph Luns leitt bandalagið lengur. Luns gegndi embætti framkvæmdastjóra NATO í tólf ár, frá 1971 til 1984. Meðal þeirra verkefna sem verða á borði Rutte eru innrás Rússlands í Úkraínu, sem brátt hefur staðið í þúsund daga, og þá hafa mörg aðildarríki áhyggjur af stöðu bandalagsins fari svo að Donald Trump verði kjörinn forseti Bandaríkjanna á nýjan leik í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember. Í forsetatíð sinni á árunum 2017 til 2021 þrýsti Trump mjög á önnur aðildarríki að leggja meira fjármagn til bandalagsins, auk þess að hann varpaði ákveðinni óvissu á gildi 5. greinar stofnsáttmálans þar sem lýst er yfir að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Rutte lét af embætti sem forsætisráðherra Hollands í sumar, en hann hafi gegnt þeirri stöðu síðan 2010. NATO Holland Noregur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Staðfesta skipun Ruttes Framkvæmdastjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur staðfest skipun Marks Rutte, forsætisráðherra Hollands, í stöðu framkvæmdastjóra NATO. 26. júní 2024 10:31 Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Röð viðburða eru á dagskrá í Brussel í dag til að marka tímamótin en Rutte verður sautjándi maðurinn til að gegna embættinu. Þeir Stoltenberg og Rutte munu takast í hendur og koma fyrir blómkransi við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel og svo funda með sendiherrum aðilarríkja. Að því loknu mun Rutte formlega taka við embættinu. Stoltenberg tók við stöðunni árið 2014, sama ár og Rússar innlimuðu Krímskaga. Hann hefur þar með stýrt bandalaginu í tíu ár og hefur einungis hinn hollenski Joseph Luns leitt bandalagið lengur. Luns gegndi embætti framkvæmdastjóra NATO í tólf ár, frá 1971 til 1984. Meðal þeirra verkefna sem verða á borði Rutte eru innrás Rússlands í Úkraínu, sem brátt hefur staðið í þúsund daga, og þá hafa mörg aðildarríki áhyggjur af stöðu bandalagsins fari svo að Donald Trump verði kjörinn forseti Bandaríkjanna á nýjan leik í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember. Í forsetatíð sinni á árunum 2017 til 2021 þrýsti Trump mjög á önnur aðildarríki að leggja meira fjármagn til bandalagsins, auk þess að hann varpaði ákveðinni óvissu á gildi 5. greinar stofnsáttmálans þar sem lýst er yfir að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Rutte lét af embætti sem forsætisráðherra Hollands í sumar, en hann hafi gegnt þeirri stöðu síðan 2010.
NATO Holland Noregur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Staðfesta skipun Ruttes Framkvæmdastjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur staðfest skipun Marks Rutte, forsætisráðherra Hollands, í stöðu framkvæmdastjóra NATO. 26. júní 2024 10:31 Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Staðfesta skipun Ruttes Framkvæmdastjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur staðfest skipun Marks Rutte, forsætisráðherra Hollands, í stöðu framkvæmdastjóra NATO. 26. júní 2024 10:31
Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43