Rutte tekur við af Stoltenberg Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2024 06:34 Mark Rutte lét af embætti sem forsætisráðherra Hollands í sumar, en hann hafi gegnt þeirri stöðu síðan 2010. EPA Hinn norski Jens Stoltenberg mun láta af embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, NATO, í dag eftir tíu ár í embætti. Mark Rutte, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, tekur við stöðunni. Röð viðburða eru á dagskrá í Brussel í dag til að marka tímamótin en Rutte verður sautjándi maðurinn til að gegna embættinu. Þeir Stoltenberg og Rutte munu takast í hendur og koma fyrir blómkransi við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel og svo funda með sendiherrum aðilarríkja. Að því loknu mun Rutte formlega taka við embættinu. Stoltenberg tók við stöðunni árið 2014, sama ár og Rússar innlimuðu Krímskaga. Hann hefur þar með stýrt bandalaginu í tíu ár og hefur einungis hinn hollenski Joseph Luns leitt bandalagið lengur. Luns gegndi embætti framkvæmdastjóra NATO í tólf ár, frá 1971 til 1984. Meðal þeirra verkefna sem verða á borði Rutte eru innrás Rússlands í Úkraínu, sem brátt hefur staðið í þúsund daga, og þá hafa mörg aðildarríki áhyggjur af stöðu bandalagsins fari svo að Donald Trump verði kjörinn forseti Bandaríkjanna á nýjan leik í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember. Í forsetatíð sinni á árunum 2017 til 2021 þrýsti Trump mjög á önnur aðildarríki að leggja meira fjármagn til bandalagsins, auk þess að hann varpaði ákveðinni óvissu á gildi 5. greinar stofnsáttmálans þar sem lýst er yfir að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Rutte lét af embætti sem forsætisráðherra Hollands í sumar, en hann hafi gegnt þeirri stöðu síðan 2010. NATO Holland Noregur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Staðfesta skipun Ruttes Framkvæmdastjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur staðfest skipun Marks Rutte, forsætisráðherra Hollands, í stöðu framkvæmdastjóra NATO. 26. júní 2024 10:31 Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Röð viðburða eru á dagskrá í Brussel í dag til að marka tímamótin en Rutte verður sautjándi maðurinn til að gegna embættinu. Þeir Stoltenberg og Rutte munu takast í hendur og koma fyrir blómkransi við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel og svo funda með sendiherrum aðilarríkja. Að því loknu mun Rutte formlega taka við embættinu. Stoltenberg tók við stöðunni árið 2014, sama ár og Rússar innlimuðu Krímskaga. Hann hefur þar með stýrt bandalaginu í tíu ár og hefur einungis hinn hollenski Joseph Luns leitt bandalagið lengur. Luns gegndi embætti framkvæmdastjóra NATO í tólf ár, frá 1971 til 1984. Meðal þeirra verkefna sem verða á borði Rutte eru innrás Rússlands í Úkraínu, sem brátt hefur staðið í þúsund daga, og þá hafa mörg aðildarríki áhyggjur af stöðu bandalagsins fari svo að Donald Trump verði kjörinn forseti Bandaríkjanna á nýjan leik í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember. Í forsetatíð sinni á árunum 2017 til 2021 þrýsti Trump mjög á önnur aðildarríki að leggja meira fjármagn til bandalagsins, auk þess að hann varpaði ákveðinni óvissu á gildi 5. greinar stofnsáttmálans þar sem lýst er yfir að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Rutte lét af embætti sem forsætisráðherra Hollands í sumar, en hann hafi gegnt þeirri stöðu síðan 2010.
NATO Holland Noregur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Staðfesta skipun Ruttes Framkvæmdastjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur staðfest skipun Marks Rutte, forsætisráðherra Hollands, í stöðu framkvæmdastjóra NATO. 26. júní 2024 10:31 Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Staðfesta skipun Ruttes Framkvæmdastjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur staðfest skipun Marks Rutte, forsætisráðherra Hollands, í stöðu framkvæmdastjóra NATO. 26. júní 2024 10:31
Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43