Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir skrifar 25. september 2024 14:32 Á dögunum skrifaði Ari Trausti grein er bar heitið „Það getur verið gott að búa til steind”. Þar er hann að fjalla um verkefni Carbfix sem ber heitið Coda Terminal (CT). CT verkefnið gengur út á að dæla 3.000.000 tonna af koldíoxíð, sem á uppruna sinn frá erlendri stóriðju, niður í berg í mikilli nálægð við íbúðabyggð Hafnarfjarðar. Þetta koldíoxíð verður flutt til Hafnarfjarðar með dísel knúnum tankskipum. Verkefni Coda Terminal er tilraunaverkefni, fyrsta sinnar tegundar í heiminum þar sem svona mikið af koldíoxíði er dælt ofan í berg. Slíkt hefur aldrei verið framkvæmt svo nálægt íbúabyggð en þær niðurdælingarholur sem næst verða íbúðarhúsnæði verða í um 600 metra fjarlægð. Þetta verða 10 borteigar með 80 borholum. Þessum 3.000.000 tonna af koldíoxíð munu fylgja einhver “snefilefni” sem geta meðal annars verið úr framleiðsluferli stóriðjunnar þaðan sem koldíoxíð á uppruna sinn. Þessi snefilefni geta verið allt að 5700 tonn á ári. Efla gerði umhverfismatsskýrslu fyrir CT verkefnið og komu þar fram mjög margir óvissuþættir varðandi áhrif verkefnisins á umhverfi og lífríki. Hér verður aðeins snert á einum slíkum óvissuþætti.Í Straumi (nærri Straumsvík) er að finna ferskvatnstjarnir sem eru einstakt náttúrufyrirbæri sem eiga hvergi á jörðinni sína líka og eru á náttúruminjaskrá. Tjarnirnar fljóta ofan á jarðsjó sem er eðlisþyngri og því rísa þær og hníga í takt við sjávarföllin. Gróðurinn og lífríkið í tjörnunum er einstakt þar sem það hefur aðlagað sig að sjávarföllunum frá því hraunið rann fyrir 5 - 7 þúsundum ára. Haf- og vatnarannsóknir skiluðu inn skýrslu árið 2020 sem ber heitið "Lífríki tjarna við Straumsvík, á áhrifasvæði fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar" og þar kemur meðal annars fram: "Mikilvægt er að gæta þess að framkvæmdirnar raski ekki grunnvatninu á svæðinu; magni þess, gæðum eða rennslisleiðum." Verkefni Coda Terminal mun hafa áhrif á einstakt náttúrufyrirbæri Verkefni Coda Terminal gerir ráð fyrir að fá "lánað" fjórðung til helming (2500 L/sek) af því ferskvatni sem rennur til sjávar í Straumsvík. Vatnið verður tekið frá yfirborðinu og dælt nokkur hundruð metra dýpra í jörðina þar sem það fer í einhvers konar “geymslutank” sem dreifist um gríðarlega stórt svæði. Vatnið er í raun ekki fengið að “láni” því líklega skilar það sér aldrei aftur í ferskvatnsánna sem er á leið til sjávar í Straumsvík. Það er alveg ljóst að það að taka allt að helming þess grunnvatns sem er á leið til sjávar frá Kaldárbotnum til Straumsvíkur og bæta við það 3.000.000 tonna af koldíoxíð og 5700 tonnum af snefilefnum árlega mun raska grunnvatninu, magni þess, gæðum og rennslisleiðum. Rétt er að halda því til haga að enn hefur ekki fengist staðfest hversu stórt hlutfall af grunnvatninu verður tekið því engar tölur eru til um hve mikið vatn rennur til sjávar við Straumsvík. Staðreyndin er sú að hvorki Carbfix né nokkur annar getur sagt til um hversu miklar afleiðingar Coda verkefnisins verða á hið einstaka náttúrufyrirbæri sem Tjarnirnar í Straumi eru. Coda Terminal verkefnið, ef það fer í fulla starfsemi, mun að öllum líkindum binda um 0,008% af því koldíoxíði sem heimsbyggðin losar árlega. Þetta mun því ekki hafa nein áhrif varðandi hamfarahlýnun en mögulega eyðileggja einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu sem Hafnfirðingar ættu að vera stoltir af og varðveita fyrir komandi kynslóðir.Landvernd hefur bent á að náttúran eigi engan talsmann í ríkisstjórn Íslands! Á náttúra í landi Hafnarfjarðar sér talsmann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Hverra hagsmuna er bæjarstjórn Hafnarfjarðar að gæta, eru það væntanlegir fjárfestar í Coda Terminal eða eru það íbúar Hafnarfjarðar og nærumhverfi þeirra ? Ég skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að falla frá verkefni Coda Terminal í landi Hafnarfjarðar ellegar setja málið í íbúakosningu. Höfundur er starfandi svæfingahjúkrunarfræðingur, íbúi á Völlunum í Hafnarfirði og náttúruunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifaði Ari Trausti grein er bar heitið „Það getur verið gott að búa til steind”. Þar er hann að fjalla um verkefni Carbfix sem ber heitið Coda Terminal (CT). CT verkefnið gengur út á að dæla 3.000.000 tonna af koldíoxíð, sem á uppruna sinn frá erlendri stóriðju, niður í berg í mikilli nálægð við íbúðabyggð Hafnarfjarðar. Þetta koldíoxíð verður flutt til Hafnarfjarðar með dísel knúnum tankskipum. Verkefni Coda Terminal er tilraunaverkefni, fyrsta sinnar tegundar í heiminum þar sem svona mikið af koldíoxíði er dælt ofan í berg. Slíkt hefur aldrei verið framkvæmt svo nálægt íbúabyggð en þær niðurdælingarholur sem næst verða íbúðarhúsnæði verða í um 600 metra fjarlægð. Þetta verða 10 borteigar með 80 borholum. Þessum 3.000.000 tonna af koldíoxíð munu fylgja einhver “snefilefni” sem geta meðal annars verið úr framleiðsluferli stóriðjunnar þaðan sem koldíoxíð á uppruna sinn. Þessi snefilefni geta verið allt að 5700 tonn á ári. Efla gerði umhverfismatsskýrslu fyrir CT verkefnið og komu þar fram mjög margir óvissuþættir varðandi áhrif verkefnisins á umhverfi og lífríki. Hér verður aðeins snert á einum slíkum óvissuþætti.Í Straumi (nærri Straumsvík) er að finna ferskvatnstjarnir sem eru einstakt náttúrufyrirbæri sem eiga hvergi á jörðinni sína líka og eru á náttúruminjaskrá. Tjarnirnar fljóta ofan á jarðsjó sem er eðlisþyngri og því rísa þær og hníga í takt við sjávarföllin. Gróðurinn og lífríkið í tjörnunum er einstakt þar sem það hefur aðlagað sig að sjávarföllunum frá því hraunið rann fyrir 5 - 7 þúsundum ára. Haf- og vatnarannsóknir skiluðu inn skýrslu árið 2020 sem ber heitið "Lífríki tjarna við Straumsvík, á áhrifasvæði fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar" og þar kemur meðal annars fram: "Mikilvægt er að gæta þess að framkvæmdirnar raski ekki grunnvatninu á svæðinu; magni þess, gæðum eða rennslisleiðum." Verkefni Coda Terminal mun hafa áhrif á einstakt náttúrufyrirbæri Verkefni Coda Terminal gerir ráð fyrir að fá "lánað" fjórðung til helming (2500 L/sek) af því ferskvatni sem rennur til sjávar í Straumsvík. Vatnið verður tekið frá yfirborðinu og dælt nokkur hundruð metra dýpra í jörðina þar sem það fer í einhvers konar “geymslutank” sem dreifist um gríðarlega stórt svæði. Vatnið er í raun ekki fengið að “láni” því líklega skilar það sér aldrei aftur í ferskvatnsánna sem er á leið til sjávar í Straumsvík. Það er alveg ljóst að það að taka allt að helming þess grunnvatns sem er á leið til sjávar frá Kaldárbotnum til Straumsvíkur og bæta við það 3.000.000 tonna af koldíoxíð og 5700 tonnum af snefilefnum árlega mun raska grunnvatninu, magni þess, gæðum og rennslisleiðum. Rétt er að halda því til haga að enn hefur ekki fengist staðfest hversu stórt hlutfall af grunnvatninu verður tekið því engar tölur eru til um hve mikið vatn rennur til sjávar við Straumsvík. Staðreyndin er sú að hvorki Carbfix né nokkur annar getur sagt til um hversu miklar afleiðingar Coda verkefnisins verða á hið einstaka náttúrufyrirbæri sem Tjarnirnar í Straumi eru. Coda Terminal verkefnið, ef það fer í fulla starfsemi, mun að öllum líkindum binda um 0,008% af því koldíoxíði sem heimsbyggðin losar árlega. Þetta mun því ekki hafa nein áhrif varðandi hamfarahlýnun en mögulega eyðileggja einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu sem Hafnfirðingar ættu að vera stoltir af og varðveita fyrir komandi kynslóðir.Landvernd hefur bent á að náttúran eigi engan talsmann í ríkisstjórn Íslands! Á náttúra í landi Hafnarfjarðar sér talsmann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Hverra hagsmuna er bæjarstjórn Hafnarfjarðar að gæta, eru það væntanlegir fjárfestar í Coda Terminal eða eru það íbúar Hafnarfjarðar og nærumhverfi þeirra ? Ég skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að falla frá verkefni Coda Terminal í landi Hafnarfjarðar ellegar setja málið í íbúakosningu. Höfundur er starfandi svæfingahjúkrunarfræðingur, íbúi á Völlunum í Hafnarfirði og náttúruunnandi.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar