Gripnir á leið upp í flugvél en tugmilljóna þýfi ófundið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2024 11:58 Þýfi upp á tugi milljóna króna úr verslunum Elko í Skeifunni og Lindum í Kópavogi er ófundið. Vísir/Vilhelm Þýfi að verðmæti tuga milljóna króna úr innbrotum í tvær verslanir Elko á höfuðborgarsvæðinu er ófundið. Litlu mátti muna að þeir sem grunaðir eru um innbrotin slyppu úr landi. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko virkaði ekki vegna framkvæmda. Þjófarnir létu til skarar skríða seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Farið var inn í verslanir Elko, í Kópavogi annars vegar og Skeifunni hins vegar. Heimir Ríkharðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi segir grunur fljótlega hafa beinst að ákveðnum hópi fólks varðandi innbrotið í Kópavogi. „Við skoðun á upptökum í Skeifunni kemur í ljós að þetta virðast vera sömu aðilar. Við handtökum þrjá aðila sem við töldum okkur þekkja á myndunum. Í kjölfarið leiddi eitt af öðru og á endanum voru sjö menn handteknir. Þetta var mikill þjófnaður. Þetta eru tugir milljóna sem var stolið á þessum tveimur stöðum.“ Af þeim sjö sem Heimir nefnir hafa fjórir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til föstudags, tveimur sleppt og yfirheyrslur stóðu yfir í tilfelli þess sjöunda í morgun. Þrír voru handteknir eftir að hafa innritað sig í flug á Keflavíkurflugvelli. „Já, þetta var á síðustu stundu. Þeir voru teknir þarna inni á stöðinni. Voru búnir að tékka sig inn.“ Þjófarnir eru að sögn Heimis af báðum kynjum og ekki búsettir hér á landi. „Þetta eru aðilar sem hafa komið við sögu áður hjá okkur út af afbrotum, flestir en ekki allir. Þeir eru ekki búsettir hérna.“ Þjófarnir höfðu á brott með sér síma, dýr tæki og beinharða peninga. Þýfi upp á tugi milljóna sem sé ófundið. Innbrotin koma í kjölfar þjófnaðar úr hjólaverslunum á dögunum og í sumar þar sem þjófar virðast sækja í dýr rafmagnshjól. Heimir er ekki viss um að tilefni sé til að tala um innbrotafaraldur. Innbrot komi reglulega upp. „Það er mikil aukning varðandi hjólabúðirnar. Elko og fleiri verslanir hafa orðið fyrir innbrotum áður en þetta var dálítið mikið núna. Létu greipar sópa. Þetta er þýfi upp á einhverja tugi milljóna og við erum ekki búnir að endurheimta það.“ Hann ráðleggur fólki að efla öryggiskerfi sín og búa vel að bæði heimilum sínum og fyrirtækjum. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko hafi ekki virkað sem hafi nýst þjófunum vel. „Það eru kerfi hjá Elko en það fór ekki í gang vegna framkvæmda á öðrum staðnum.“ Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Þjófnaður í Elko Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Þjófarnir létu til skarar skríða seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Farið var inn í verslanir Elko, í Kópavogi annars vegar og Skeifunni hins vegar. Heimir Ríkharðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi segir grunur fljótlega hafa beinst að ákveðnum hópi fólks varðandi innbrotið í Kópavogi. „Við skoðun á upptökum í Skeifunni kemur í ljós að þetta virðast vera sömu aðilar. Við handtökum þrjá aðila sem við töldum okkur þekkja á myndunum. Í kjölfarið leiddi eitt af öðru og á endanum voru sjö menn handteknir. Þetta var mikill þjófnaður. Þetta eru tugir milljóna sem var stolið á þessum tveimur stöðum.“ Af þeim sjö sem Heimir nefnir hafa fjórir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til föstudags, tveimur sleppt og yfirheyrslur stóðu yfir í tilfelli þess sjöunda í morgun. Þrír voru handteknir eftir að hafa innritað sig í flug á Keflavíkurflugvelli. „Já, þetta var á síðustu stundu. Þeir voru teknir þarna inni á stöðinni. Voru búnir að tékka sig inn.“ Þjófarnir eru að sögn Heimis af báðum kynjum og ekki búsettir hér á landi. „Þetta eru aðilar sem hafa komið við sögu áður hjá okkur út af afbrotum, flestir en ekki allir. Þeir eru ekki búsettir hérna.“ Þjófarnir höfðu á brott með sér síma, dýr tæki og beinharða peninga. Þýfi upp á tugi milljóna sem sé ófundið. Innbrotin koma í kjölfar þjófnaðar úr hjólaverslunum á dögunum og í sumar þar sem þjófar virðast sækja í dýr rafmagnshjól. Heimir er ekki viss um að tilefni sé til að tala um innbrotafaraldur. Innbrot komi reglulega upp. „Það er mikil aukning varðandi hjólabúðirnar. Elko og fleiri verslanir hafa orðið fyrir innbrotum áður en þetta var dálítið mikið núna. Létu greipar sópa. Þetta er þýfi upp á einhverja tugi milljóna og við erum ekki búnir að endurheimta það.“ Hann ráðleggur fólki að efla öryggiskerfi sín og búa vel að bæði heimilum sínum og fyrirtækjum. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko hafi ekki virkað sem hafi nýst þjófunum vel. „Það eru kerfi hjá Elko en það fór ekki í gang vegna framkvæmda á öðrum staðnum.“
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Þjófnaður í Elko Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira