Gripnir á leið upp í flugvél en tugmilljóna þýfi ófundið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2024 11:58 Þýfi upp á tugi milljóna króna úr verslunum Elko í Skeifunni og Lindum í Kópavogi er ófundið. Vísir/Vilhelm Þýfi að verðmæti tuga milljóna króna úr innbrotum í tvær verslanir Elko á höfuðborgarsvæðinu er ófundið. Litlu mátti muna að þeir sem grunaðir eru um innbrotin slyppu úr landi. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko virkaði ekki vegna framkvæmda. Þjófarnir létu til skarar skríða seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Farið var inn í verslanir Elko, í Kópavogi annars vegar og Skeifunni hins vegar. Heimir Ríkharðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi segir grunur fljótlega hafa beinst að ákveðnum hópi fólks varðandi innbrotið í Kópavogi. „Við skoðun á upptökum í Skeifunni kemur í ljós að þetta virðast vera sömu aðilar. Við handtökum þrjá aðila sem við töldum okkur þekkja á myndunum. Í kjölfarið leiddi eitt af öðru og á endanum voru sjö menn handteknir. Þetta var mikill þjófnaður. Þetta eru tugir milljóna sem var stolið á þessum tveimur stöðum.“ Af þeim sjö sem Heimir nefnir hafa fjórir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til föstudags, tveimur sleppt og yfirheyrslur stóðu yfir í tilfelli þess sjöunda í morgun. Þrír voru handteknir eftir að hafa innritað sig í flug á Keflavíkurflugvelli. „Já, þetta var á síðustu stundu. Þeir voru teknir þarna inni á stöðinni. Voru búnir að tékka sig inn.“ Þjófarnir eru að sögn Heimis af báðum kynjum og ekki búsettir hér á landi. „Þetta eru aðilar sem hafa komið við sögu áður hjá okkur út af afbrotum, flestir en ekki allir. Þeir eru ekki búsettir hérna.“ Þjófarnir höfðu á brott með sér síma, dýr tæki og beinharða peninga. Þýfi upp á tugi milljóna sem sé ófundið. Innbrotin koma í kjölfar þjófnaðar úr hjólaverslunum á dögunum og í sumar þar sem þjófar virðast sækja í dýr rafmagnshjól. Heimir er ekki viss um að tilefni sé til að tala um innbrotafaraldur. Innbrot komi reglulega upp. „Það er mikil aukning varðandi hjólabúðirnar. Elko og fleiri verslanir hafa orðið fyrir innbrotum áður en þetta var dálítið mikið núna. Létu greipar sópa. Þetta er þýfi upp á einhverja tugi milljóna og við erum ekki búnir að endurheimta það.“ Hann ráðleggur fólki að efla öryggiskerfi sín og búa vel að bæði heimilum sínum og fyrirtækjum. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko hafi ekki virkað sem hafi nýst þjófunum vel. „Það eru kerfi hjá Elko en það fór ekki í gang vegna framkvæmda á öðrum staðnum.“ Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Þjófnaður í Elko Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Þjófarnir létu til skarar skríða seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Farið var inn í verslanir Elko, í Kópavogi annars vegar og Skeifunni hins vegar. Heimir Ríkharðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi segir grunur fljótlega hafa beinst að ákveðnum hópi fólks varðandi innbrotið í Kópavogi. „Við skoðun á upptökum í Skeifunni kemur í ljós að þetta virðast vera sömu aðilar. Við handtökum þrjá aðila sem við töldum okkur þekkja á myndunum. Í kjölfarið leiddi eitt af öðru og á endanum voru sjö menn handteknir. Þetta var mikill þjófnaður. Þetta eru tugir milljóna sem var stolið á þessum tveimur stöðum.“ Af þeim sjö sem Heimir nefnir hafa fjórir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til föstudags, tveimur sleppt og yfirheyrslur stóðu yfir í tilfelli þess sjöunda í morgun. Þrír voru handteknir eftir að hafa innritað sig í flug á Keflavíkurflugvelli. „Já, þetta var á síðustu stundu. Þeir voru teknir þarna inni á stöðinni. Voru búnir að tékka sig inn.“ Þjófarnir eru að sögn Heimis af báðum kynjum og ekki búsettir hér á landi. „Þetta eru aðilar sem hafa komið við sögu áður hjá okkur út af afbrotum, flestir en ekki allir. Þeir eru ekki búsettir hérna.“ Þjófarnir höfðu á brott með sér síma, dýr tæki og beinharða peninga. Þýfi upp á tugi milljóna sem sé ófundið. Innbrotin koma í kjölfar þjófnaðar úr hjólaverslunum á dögunum og í sumar þar sem þjófar virðast sækja í dýr rafmagnshjól. Heimir er ekki viss um að tilefni sé til að tala um innbrotafaraldur. Innbrot komi reglulega upp. „Það er mikil aukning varðandi hjólabúðirnar. Elko og fleiri verslanir hafa orðið fyrir innbrotum áður en þetta var dálítið mikið núna. Létu greipar sópa. Þetta er þýfi upp á einhverja tugi milljóna og við erum ekki búnir að endurheimta það.“ Hann ráðleggur fólki að efla öryggiskerfi sín og búa vel að bæði heimilum sínum og fyrirtækjum. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko hafi ekki virkað sem hafi nýst þjófunum vel. „Það eru kerfi hjá Elko en það fór ekki í gang vegna framkvæmda á öðrum staðnum.“
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Þjófnaður í Elko Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira