Demókratar uggandi yfir niðurstöðum skoðanakannana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2024 07:43 Afgerandi sigur Harris í kappræðum forsetaefnanna hefur ekki sýnt sig í skoðanakönnunum. Getty/Robert Nickelsberg Demókratar eru sagðir uggandi yfir skoðanakönnunum vestanhafs og óttast að stuðningur við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaefnis Repúblikanaflokksins, sé vanmetinn. Kamala Harris, varaforseti og forsetaefni Demókrataflokksins, hefur verið að mælast með um þriggja prósenta forskot á Trump á landsvísu og þá er einnig afar mjótt á munum í svokölluðum barátturíkjum. Harris hefur verið að mælast með allt að sex prósent forskot á Trump í Pennsylvaníu, þar sem sigur tryggir 19 kjörmenn. Hún er hins vegar með aðeins eins til tveggja prósenta forskot í Michigan og Wisconsin. Þá sýna niðurstöður nýjustu skoðanakannana New York Times og Siena College að Trump hefur náð Harris og aukið fylgi sitt í Norður-Karólínu, Arizona og Georgíu, þar sem hann nýtur nú tveggja til fimm prósenta forskots. Áhyggjur Demókrata byggja meðal annars á því að Trump fékk töluvert meira fylgi í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin í kosningunum 2016 og 2020 en hann mældist með í skoðanakönnunum. Ef skekkjan reynist jafn mikil nú myndi hann fara með sigur af hólmi í öllum barátturíkjunum sjö, en þar er ónefnt Nevada. Samkvæmt spá Focaldata, sem tekur tillit til samsetningu kjósenda á hverjum stað, fengi Harris líklega að meðaltali 2,4 prósent færri atkvæði í barátturíkjunum en kannanir sýna. Demókratar horfa einnig til þess að bæði Hillary Clinton og Joe Biden mældust með meira forskot á Trump árin 2016 og 2020 en Harris nú. Ljósi punkturinn í myrkrinu er hins vegar sá að ef skoðanakannanir reynast jafn „skakkar“ og þær reyndust fyrir þingkosningarnar 2022 þá myndi Harris taka öll barátturíkin utan Georgíu. Demókratar: 0 Repúblikanar: 0 Spá 2. okt Sveifluríkin Úrslit 2020 /> Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Sjá meira
Kamala Harris, varaforseti og forsetaefni Demókrataflokksins, hefur verið að mælast með um þriggja prósenta forskot á Trump á landsvísu og þá er einnig afar mjótt á munum í svokölluðum barátturíkjum. Harris hefur verið að mælast með allt að sex prósent forskot á Trump í Pennsylvaníu, þar sem sigur tryggir 19 kjörmenn. Hún er hins vegar með aðeins eins til tveggja prósenta forskot í Michigan og Wisconsin. Þá sýna niðurstöður nýjustu skoðanakannana New York Times og Siena College að Trump hefur náð Harris og aukið fylgi sitt í Norður-Karólínu, Arizona og Georgíu, þar sem hann nýtur nú tveggja til fimm prósenta forskots. Áhyggjur Demókrata byggja meðal annars á því að Trump fékk töluvert meira fylgi í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin í kosningunum 2016 og 2020 en hann mældist með í skoðanakönnunum. Ef skekkjan reynist jafn mikil nú myndi hann fara með sigur af hólmi í öllum barátturíkjunum sjö, en þar er ónefnt Nevada. Samkvæmt spá Focaldata, sem tekur tillit til samsetningu kjósenda á hverjum stað, fengi Harris líklega að meðaltali 2,4 prósent færri atkvæði í barátturíkjunum en kannanir sýna. Demókratar horfa einnig til þess að bæði Hillary Clinton og Joe Biden mældust með meira forskot á Trump árin 2016 og 2020 en Harris nú. Ljósi punkturinn í myrkrinu er hins vegar sá að ef skoðanakannanir reynast jafn „skakkar“ og þær reyndust fyrir þingkosningarnar 2022 þá myndi Harris taka öll barátturíkin utan Georgíu. Demókratar: 0 Repúblikanar: 0 Spá 2. okt Sveifluríkin Úrslit 2020 />
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Sjá meira