Mannréttindabrot á vinnumarkaði Helgi Brynjarsson skrifar 23. september 2024 07:02 Á dögunum lagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði í þriðja sinn. Markmið frumvarpsins er að tryggja félagafrelsi á vinnumarkað í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar, Mannréttindasáttmála Evrópu og Félagsmálasáttmála Evrópu. Yrði frumvarpið að lögum nyti félagafrelsi launafólks á Íslandi loksins sömu verndar og á hinum Norðurlöndunum, en frumvarpið er gert að fyrirmynd dönsku löggjafarinnar um félagafrelsi á vinnumarkaði (d. lov om foreningsfrihed på arbejdsmarkedet). Í frumvarpinu felast ýmsar breytingar sem eru til þess fallnar að gefa launafólki raunverulegt val um það hvaða félagi þeir tilheyra eða tilheyra ekki, en m.a. er lagt til bann við svokölluðum forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, sem víða má finna á almennum vinnumarkaði. Slík ákvæði eru einhverra hluta vegna enn við lýði hér á landi, þrátt fyrir að slík ákvæði séu talin brjóta gegn rétti manna til að standa utan félaga af Mannréttindadómstól Evrópu, Evrópunefndinni um félagslegt réttlæti og öllum öðrum vestrænum þjóðum. Bannað að ráða hæfasta einstaklinginn Samkvæmt efni sínu útiloka forgangsréttarákvæði í raun alla launamenn sem ekki tilheyra tilteknu stéttarfélagi frá því að hljóta tiltekin störf og eru slík ákvæði í flestum ef ekki öllum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði hér á landi. Rétt er þó að hafa í huga að forgangsréttarákvæði fyrirfinnast ekki á opinberum vinnumarkaði, enda myndi það stríða gegn reglunni um að ráða beri hæfasta umsækjandann hverju sinni. Í forgangsréttarákvæðum felst nefnilega að atvinnurekanda er skylt að ráða félagsmenn tiltekins stéttarfélags fram yfir félagsmenn annarra félaga eða ófélagsbundna launamenn. Svo lengi sem umsækjandi um starf er félagsmaður þess stéttarfélags og uppfyllir lágmarkshæfnisskilyrði starfsins, sem eru oft og tíðum ekki önnur en að vera eldri en 14 ára og á lífi, er atvinnurekanda óheimilt að ráða þá sem standa utan þess félags, jafnvel þó þeir séu að öllu leyti mun hæfari til starfsins. Það sama á við þegar atvinnurekandi þarf að draga saman seglin og fækka starfsfólki, en þá ber atvinnurekanda að segja upp þeim sem standa utan félagsins fremur en félagsmönnum þess, óháð öllu öðru, s.s. frammistöðu í starfi. Á almennum vinnumarkaði er því raunin sú að í mörgum tilvikum er atvinnurekanda hreinlega óheimilt að ráða hæfasta einstaklinginn í starfið, þökk sé forgangsréttarákvæðum kjarasamninga. Andstaðan á Alþingi Það vekur furðu að þá sjaldan sem lögð er fram sérstök mannréttindalöggjöf hafa ákveðnir stjórnmálaflokkar, sem á tyllidögum telja sig vera sérstaka boðbera réttlætis og mannréttinda umfram aðra, barist hatrammlega gegn frumvarpinu. Það kann að vera að hinn meinti áhugi þeirra á mannréttindum sé í raun lítið annað en innihaldslausar upphrópanir fremur er raunveruleg virðing fyrir réttindum einstaklinga. Sést það best á því að gagnrýnin á frumvarp Óla Björns hefur lítið sem ekkert snúið að efni frumvarpsins, heldur aðallega að flutningsmönnum þess, en margir virðast standa í þeirri trú að þar sem frumvarpið kemur frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins hljóti einhvers konar illur ásetningur að liggja þar að baki. Leggi menn hins vegar pólitíska heift sína til hliðar og lesi frumvarpið er öllum ljóst að engar annarlegar hvatir liggja þar að baki, enda er frumvarpið í fullu samræmi við alla mannréttindasáttmála sem Ísland hefur undirritað, sem og löggjöf nágrannaþjóða okkar. Guðmundur Ingi til bjargar? Það vakti athygli í júní sl. þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fullgilti endurskoðaðan Félagsmálasáttmála Evrópu fyrir hönd Íslands, en Ísland fullgilti samninginn upphaflega árið 1976. Þessi ákvörðun ráðherrans er áhugaverð þar sem forgangsréttarákvæði kjarasamninga brjóta einmitt gegn 5. gr. sáttmálans um félagafrelsi, en íslenska ríkið hefur margsinnis fengið ákúrur þess efnis frá Evrópunefndinni um félagsleg réttindi, sem er nefnd óháðra sérfræðinga sem hefur eftirlit með framkvæmd sáttmálans. Er því ekki við öðru að búast en að ráðherrann grípi til aðgerða til að sporna við áframhaldandi brotum gegn sáttmálanum, enda getur varla nokkur maður trúað því að ráðherra VG myndi láta sér detta í hug jafn óheiðarlega dyggðarskreytingu og að fullgilda alþjóðlegan sáttmála ef hann hefur engan áhuga á því að fylgja honum eftir. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mannréttindi Félagasamtök Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á dögunum lagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði í þriðja sinn. Markmið frumvarpsins er að tryggja félagafrelsi á vinnumarkað í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar, Mannréttindasáttmála Evrópu og Félagsmálasáttmála Evrópu. Yrði frumvarpið að lögum nyti félagafrelsi launafólks á Íslandi loksins sömu verndar og á hinum Norðurlöndunum, en frumvarpið er gert að fyrirmynd dönsku löggjafarinnar um félagafrelsi á vinnumarkaði (d. lov om foreningsfrihed på arbejdsmarkedet). Í frumvarpinu felast ýmsar breytingar sem eru til þess fallnar að gefa launafólki raunverulegt val um það hvaða félagi þeir tilheyra eða tilheyra ekki, en m.a. er lagt til bann við svokölluðum forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, sem víða má finna á almennum vinnumarkaði. Slík ákvæði eru einhverra hluta vegna enn við lýði hér á landi, þrátt fyrir að slík ákvæði séu talin brjóta gegn rétti manna til að standa utan félaga af Mannréttindadómstól Evrópu, Evrópunefndinni um félagslegt réttlæti og öllum öðrum vestrænum þjóðum. Bannað að ráða hæfasta einstaklinginn Samkvæmt efni sínu útiloka forgangsréttarákvæði í raun alla launamenn sem ekki tilheyra tilteknu stéttarfélagi frá því að hljóta tiltekin störf og eru slík ákvæði í flestum ef ekki öllum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði hér á landi. Rétt er þó að hafa í huga að forgangsréttarákvæði fyrirfinnast ekki á opinberum vinnumarkaði, enda myndi það stríða gegn reglunni um að ráða beri hæfasta umsækjandann hverju sinni. Í forgangsréttarákvæðum felst nefnilega að atvinnurekanda er skylt að ráða félagsmenn tiltekins stéttarfélags fram yfir félagsmenn annarra félaga eða ófélagsbundna launamenn. Svo lengi sem umsækjandi um starf er félagsmaður þess stéttarfélags og uppfyllir lágmarkshæfnisskilyrði starfsins, sem eru oft og tíðum ekki önnur en að vera eldri en 14 ára og á lífi, er atvinnurekanda óheimilt að ráða þá sem standa utan þess félags, jafnvel þó þeir séu að öllu leyti mun hæfari til starfsins. Það sama á við þegar atvinnurekandi þarf að draga saman seglin og fækka starfsfólki, en þá ber atvinnurekanda að segja upp þeim sem standa utan félagsins fremur en félagsmönnum þess, óháð öllu öðru, s.s. frammistöðu í starfi. Á almennum vinnumarkaði er því raunin sú að í mörgum tilvikum er atvinnurekanda hreinlega óheimilt að ráða hæfasta einstaklinginn í starfið, þökk sé forgangsréttarákvæðum kjarasamninga. Andstaðan á Alþingi Það vekur furðu að þá sjaldan sem lögð er fram sérstök mannréttindalöggjöf hafa ákveðnir stjórnmálaflokkar, sem á tyllidögum telja sig vera sérstaka boðbera réttlætis og mannréttinda umfram aðra, barist hatrammlega gegn frumvarpinu. Það kann að vera að hinn meinti áhugi þeirra á mannréttindum sé í raun lítið annað en innihaldslausar upphrópanir fremur er raunveruleg virðing fyrir réttindum einstaklinga. Sést það best á því að gagnrýnin á frumvarp Óla Björns hefur lítið sem ekkert snúið að efni frumvarpsins, heldur aðallega að flutningsmönnum þess, en margir virðast standa í þeirri trú að þar sem frumvarpið kemur frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins hljóti einhvers konar illur ásetningur að liggja þar að baki. Leggi menn hins vegar pólitíska heift sína til hliðar og lesi frumvarpið er öllum ljóst að engar annarlegar hvatir liggja þar að baki, enda er frumvarpið í fullu samræmi við alla mannréttindasáttmála sem Ísland hefur undirritað, sem og löggjöf nágrannaþjóða okkar. Guðmundur Ingi til bjargar? Það vakti athygli í júní sl. þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fullgilti endurskoðaðan Félagsmálasáttmála Evrópu fyrir hönd Íslands, en Ísland fullgilti samninginn upphaflega árið 1976. Þessi ákvörðun ráðherrans er áhugaverð þar sem forgangsréttarákvæði kjarasamninga brjóta einmitt gegn 5. gr. sáttmálans um félagafrelsi, en íslenska ríkið hefur margsinnis fengið ákúrur þess efnis frá Evrópunefndinni um félagsleg réttindi, sem er nefnd óháðra sérfræðinga sem hefur eftirlit með framkvæmd sáttmálans. Er því ekki við öðru að búast en að ráðherrann grípi til aðgerða til að sporna við áframhaldandi brotum gegn sáttmálanum, enda getur varla nokkur maður trúað því að ráðherra VG myndi láta sér detta í hug jafn óheiðarlega dyggðarskreytingu og að fullgilda alþjóðlegan sáttmála ef hann hefur engan áhuga á því að fylgja honum eftir. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun