Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2024 10:39 Donald Trump og Kamala Harris hafa mælst með mjög jafnt fylgi á landsvísu og í mikilvægustu barátturíkjunum. AP/John Locher Kappræðurnar milli Donalds Trump og Kamölu Harris í síðustu viku virðast hafa haft lítil áhrif á fylgi frambjóðendanna, þó flestir kjósendur séu sammála um að Harris hafi staðið sig betur. Hún hefur enn naumt forskot á Trump á landsvísu. Þetta kemur fram í einni af fyrstu könnunum sem gerð var eftir kappræðurnar. Í frétt ABC News, sem héldu einnig utan um kappræðurnar, segir að af þeim sem spurðir voru sögðu 58 prósent að Harris hefði staðið sig betur og 36 prósent sögðu Trump hafa sigrað. Rúmur þriðjungur sagðist sjá Harris í betra ljósi eftir kappræðurnar en nærri því tveir af hverjum þremur sögðu kappræðurnar hafa komið niður á skoðun þeirra á Trump. Nýjasta könnunin sýnir að Harris og Trump mælast með 51 og 46 prósenta fylgi á landsvísu. Fylgið er 51-47 prósent meðal skráðra kjósenda og 52-46 meðal svokallaðra líklegra kjósenda. Í öllum flokkum eru breytingar á fylgi frambjóðendanna minna en eitt prósentustig, samanborið við síðustu könnun sem ABC News gerðu fyrir kappræðurnar. Sjá einnig: Hnífjafnt hjá Harris og Trump Fylgi á landsvísu er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig forsetakosningar í Bandaríkjunum geta farið, vegna svokallaðs kjörmannakerfis og vegna þess hvernig fylgið deilist milli frambjóðenda eru sjö ríki sem virðast skipta mestu máli þessar kosningarnar. Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Þar hafa Harris og Trump einnig mælst mjög jöfn að undanförnu en enn sem komið er er ekki búið að framkvæma ítarlegar kannanir í þessum ríkjum eftir kappræðurnar. Þátttaka mun skipta sköpum Það hve litlar breytingar virðast hafa orðið á fylgi Harris og Trump kemur ef til vill ekki á óvart. Kannanir hafa sýnt að flestir hafa þegar ákveðið sig og fáir segjast hafa áhuga á að skipta um skoðun. Þetta á sérstaklega við í flokki „líklegra kjósenda“, þar sem fram kemur í frétt ABC að einungis þrjú prósent þeirra segjast geta ímyndað sér að skipta um skoðun að svo stöddu. Þessar niðurstöður benda til þess að kosningaþátttaka muni skipta sköpum og það verði gífurlega mikilvægt fyrir Harris og Trump að hvetja stuðningsmenn sína til að mæta á kjörstað. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. 13. september 2024 22:37 Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. 13. september 2024 16:14 Hafnar frekari kappræðum við Harris Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags. 12. september 2024 20:49 Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Kamala Harris og Donald Trump mættust í gærkvöldi í sínum fyrstu, og mögulega einu, kappræðum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember næstkomandi. Kappræðurnar verða krufnar til mergjar í Baráttan um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. 11. september 2024 11:34 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Þetta kemur fram í einni af fyrstu könnunum sem gerð var eftir kappræðurnar. Í frétt ABC News, sem héldu einnig utan um kappræðurnar, segir að af þeim sem spurðir voru sögðu 58 prósent að Harris hefði staðið sig betur og 36 prósent sögðu Trump hafa sigrað. Rúmur þriðjungur sagðist sjá Harris í betra ljósi eftir kappræðurnar en nærri því tveir af hverjum þremur sögðu kappræðurnar hafa komið niður á skoðun þeirra á Trump. Nýjasta könnunin sýnir að Harris og Trump mælast með 51 og 46 prósenta fylgi á landsvísu. Fylgið er 51-47 prósent meðal skráðra kjósenda og 52-46 meðal svokallaðra líklegra kjósenda. Í öllum flokkum eru breytingar á fylgi frambjóðendanna minna en eitt prósentustig, samanborið við síðustu könnun sem ABC News gerðu fyrir kappræðurnar. Sjá einnig: Hnífjafnt hjá Harris og Trump Fylgi á landsvísu er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig forsetakosningar í Bandaríkjunum geta farið, vegna svokallaðs kjörmannakerfis og vegna þess hvernig fylgið deilist milli frambjóðenda eru sjö ríki sem virðast skipta mestu máli þessar kosningarnar. Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Þar hafa Harris og Trump einnig mælst mjög jöfn að undanförnu en enn sem komið er er ekki búið að framkvæma ítarlegar kannanir í þessum ríkjum eftir kappræðurnar. Þátttaka mun skipta sköpum Það hve litlar breytingar virðast hafa orðið á fylgi Harris og Trump kemur ef til vill ekki á óvart. Kannanir hafa sýnt að flestir hafa þegar ákveðið sig og fáir segjast hafa áhuga á að skipta um skoðun. Þetta á sérstaklega við í flokki „líklegra kjósenda“, þar sem fram kemur í frétt ABC að einungis þrjú prósent þeirra segjast geta ímyndað sér að skipta um skoðun að svo stöddu. Þessar niðurstöður benda til þess að kosningaþátttaka muni skipta sköpum og það verði gífurlega mikilvægt fyrir Harris og Trump að hvetja stuðningsmenn sína til að mæta á kjörstað.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. 13. september 2024 22:37 Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. 13. september 2024 16:14 Hafnar frekari kappræðum við Harris Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags. 12. september 2024 20:49 Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Kamala Harris og Donald Trump mættust í gærkvöldi í sínum fyrstu, og mögulega einu, kappræðum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember næstkomandi. Kappræðurnar verða krufnar til mergjar í Baráttan um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. 11. september 2024 11:34 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. 13. september 2024 22:37
Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. 13. september 2024 16:14
Hafnar frekari kappræðum við Harris Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags. 12. september 2024 20:49
Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Kamala Harris og Donald Trump mættust í gærkvöldi í sínum fyrstu, og mögulega einu, kappræðum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember næstkomandi. Kappræðurnar verða krufnar til mergjar í Baráttan um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. 11. september 2024 11:34