Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2024 10:39 Donald Trump og Kamala Harris hafa mælst með mjög jafnt fylgi á landsvísu og í mikilvægustu barátturíkjunum. AP/John Locher Kappræðurnar milli Donalds Trump og Kamölu Harris í síðustu viku virðast hafa haft lítil áhrif á fylgi frambjóðendanna, þó flestir kjósendur séu sammála um að Harris hafi staðið sig betur. Hún hefur enn naumt forskot á Trump á landsvísu. Þetta kemur fram í einni af fyrstu könnunum sem gerð var eftir kappræðurnar. Í frétt ABC News, sem héldu einnig utan um kappræðurnar, segir að af þeim sem spurðir voru sögðu 58 prósent að Harris hefði staðið sig betur og 36 prósent sögðu Trump hafa sigrað. Rúmur þriðjungur sagðist sjá Harris í betra ljósi eftir kappræðurnar en nærri því tveir af hverjum þremur sögðu kappræðurnar hafa komið niður á skoðun þeirra á Trump. Nýjasta könnunin sýnir að Harris og Trump mælast með 51 og 46 prósenta fylgi á landsvísu. Fylgið er 51-47 prósent meðal skráðra kjósenda og 52-46 meðal svokallaðra líklegra kjósenda. Í öllum flokkum eru breytingar á fylgi frambjóðendanna minna en eitt prósentustig, samanborið við síðustu könnun sem ABC News gerðu fyrir kappræðurnar. Sjá einnig: Hnífjafnt hjá Harris og Trump Fylgi á landsvísu er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig forsetakosningar í Bandaríkjunum geta farið, vegna svokallaðs kjörmannakerfis og vegna þess hvernig fylgið deilist milli frambjóðenda eru sjö ríki sem virðast skipta mestu máli þessar kosningarnar. Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Þar hafa Harris og Trump einnig mælst mjög jöfn að undanförnu en enn sem komið er er ekki búið að framkvæma ítarlegar kannanir í þessum ríkjum eftir kappræðurnar. Þátttaka mun skipta sköpum Það hve litlar breytingar virðast hafa orðið á fylgi Harris og Trump kemur ef til vill ekki á óvart. Kannanir hafa sýnt að flestir hafa þegar ákveðið sig og fáir segjast hafa áhuga á að skipta um skoðun. Þetta á sérstaklega við í flokki „líklegra kjósenda“, þar sem fram kemur í frétt ABC að einungis þrjú prósent þeirra segjast geta ímyndað sér að skipta um skoðun að svo stöddu. Þessar niðurstöður benda til þess að kosningaþátttaka muni skipta sköpum og það verði gífurlega mikilvægt fyrir Harris og Trump að hvetja stuðningsmenn sína til að mæta á kjörstað. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. 13. september 2024 22:37 Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. 13. september 2024 16:14 Hafnar frekari kappræðum við Harris Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags. 12. september 2024 20:49 Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Kamala Harris og Donald Trump mættust í gærkvöldi í sínum fyrstu, og mögulega einu, kappræðum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember næstkomandi. Kappræðurnar verða krufnar til mergjar í Baráttan um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. 11. september 2024 11:34 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Sjá meira
Þetta kemur fram í einni af fyrstu könnunum sem gerð var eftir kappræðurnar. Í frétt ABC News, sem héldu einnig utan um kappræðurnar, segir að af þeim sem spurðir voru sögðu 58 prósent að Harris hefði staðið sig betur og 36 prósent sögðu Trump hafa sigrað. Rúmur þriðjungur sagðist sjá Harris í betra ljósi eftir kappræðurnar en nærri því tveir af hverjum þremur sögðu kappræðurnar hafa komið niður á skoðun þeirra á Trump. Nýjasta könnunin sýnir að Harris og Trump mælast með 51 og 46 prósenta fylgi á landsvísu. Fylgið er 51-47 prósent meðal skráðra kjósenda og 52-46 meðal svokallaðra líklegra kjósenda. Í öllum flokkum eru breytingar á fylgi frambjóðendanna minna en eitt prósentustig, samanborið við síðustu könnun sem ABC News gerðu fyrir kappræðurnar. Sjá einnig: Hnífjafnt hjá Harris og Trump Fylgi á landsvísu er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig forsetakosningar í Bandaríkjunum geta farið, vegna svokallaðs kjörmannakerfis og vegna þess hvernig fylgið deilist milli frambjóðenda eru sjö ríki sem virðast skipta mestu máli þessar kosningarnar. Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Þar hafa Harris og Trump einnig mælst mjög jöfn að undanförnu en enn sem komið er er ekki búið að framkvæma ítarlegar kannanir í þessum ríkjum eftir kappræðurnar. Þátttaka mun skipta sköpum Það hve litlar breytingar virðast hafa orðið á fylgi Harris og Trump kemur ef til vill ekki á óvart. Kannanir hafa sýnt að flestir hafa þegar ákveðið sig og fáir segjast hafa áhuga á að skipta um skoðun. Þetta á sérstaklega við í flokki „líklegra kjósenda“, þar sem fram kemur í frétt ABC að einungis þrjú prósent þeirra segjast geta ímyndað sér að skipta um skoðun að svo stöddu. Þessar niðurstöður benda til þess að kosningaþátttaka muni skipta sköpum og það verði gífurlega mikilvægt fyrir Harris og Trump að hvetja stuðningsmenn sína til að mæta á kjörstað.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. 13. september 2024 22:37 Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. 13. september 2024 16:14 Hafnar frekari kappræðum við Harris Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags. 12. september 2024 20:49 Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Kamala Harris og Donald Trump mættust í gærkvöldi í sínum fyrstu, og mögulega einu, kappræðum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember næstkomandi. Kappræðurnar verða krufnar til mergjar í Baráttan um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. 11. september 2024 11:34 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Sjá meira
Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. 13. september 2024 22:37
Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. 13. september 2024 16:14
Hafnar frekari kappræðum við Harris Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags. 12. september 2024 20:49
Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Kamala Harris og Donald Trump mættust í gærkvöldi í sínum fyrstu, og mögulega einu, kappræðum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember næstkomandi. Kappræðurnar verða krufnar til mergjar í Baráttan um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. 11. september 2024 11:34