Gætu leyft Úkraínu að nota langdræg flugskeyti gegn Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2024 10:27 Antony Blinken (í forgrunni) og David Lammy (lengst til hægri) við komuna til Kænugarðs í dag. AP/Leon Neal Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands ræða nú við forseta Úkraínu um notkun langdrægra flugskeyta til þess að verjast árásum Rússa sem Úkraínumenn hafa kallað eftir. Biden Bandaríkjaforseti segir unnið að því að veita heimildina. Úkraínsk stjórnvöld hafa þrýst á bandaríska bandamenn sína að aflétta banni við að þeir skjóti bandarískum langdrægum flugskeytum inn í Rússland. Bandaríkjastjórn hefur verið treg til að heimila það af ótta við að átökin stigmagnist. Vladímír Pútín Rússlands hefur ítrekað haft í hótunum við vestræna bandamenn Úkraínu um að þeir skipti sér ekki af stríðinu. Sérstaklega vilja Úkraínumenn geta notað langdræg flugskeyti til þess að ráðast á flugvelli sem Rússar nota til þess að senda af stað svonefndar svifsprengjur sem er varpað úr flugvélum og hafa valdið miklum usla í Úkraínu. „Ef við fengjum að granda hernaðarskotmörkum eða vopnum sem óvinurinn undirbýr fyrir árásir á Úkraínu þá hjálpaði það okkur sannarlega að auka öryggi óbreyttra borgara, þjóðarinnar og barnanna okkar,“ sagði Denys Sjmjal, forsætisráðherra Úkraínu, í gær. Antony Blinken, utanríkisráðherra, er nú staddur til skraf og ráðagerða með Vlodýmýr Selenskíj Úkraínuforseta í Kænugarði. Með honum í för er David Lammy, breski utanríkisráðherrann. Blinken sagði að eitt af markmiðum ferðarinnar væri að heyra beint frá Úkraínumönnum hvert þeir stefndu og hvað Bandaríkin gætu gert til þess að styðja þá. Þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður af því hvort að hann ætlaði að aflétta takmörkunum á beitingu bandarískra langdrægra flugskeyta í gær svaraði hann því til að ríkisstjórn ynni nú að því, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á sama tíma sakar Bandaríkjastjórn klerkastjórnina í Íran um að sjá Rússum fyrir Fath-360, skammdrægum flugskeytum, sem þeir gætu tekið í notkun á allra næstu vikum. Lammy tók undir að það væri hættuleg stigmögnun átakanna. Íranir hafa ítrekað neitað því að þeir útvegi Rússum vopn til stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Rússar hafa beitt flugskeytum til þess að rústa orkuinnviðum Úkraínu. Þær árásir hafa færst í aukana á undanförnum vikum. Hernaður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira
Úkraínsk stjórnvöld hafa þrýst á bandaríska bandamenn sína að aflétta banni við að þeir skjóti bandarískum langdrægum flugskeytum inn í Rússland. Bandaríkjastjórn hefur verið treg til að heimila það af ótta við að átökin stigmagnist. Vladímír Pútín Rússlands hefur ítrekað haft í hótunum við vestræna bandamenn Úkraínu um að þeir skipti sér ekki af stríðinu. Sérstaklega vilja Úkraínumenn geta notað langdræg flugskeyti til þess að ráðast á flugvelli sem Rússar nota til þess að senda af stað svonefndar svifsprengjur sem er varpað úr flugvélum og hafa valdið miklum usla í Úkraínu. „Ef við fengjum að granda hernaðarskotmörkum eða vopnum sem óvinurinn undirbýr fyrir árásir á Úkraínu þá hjálpaði það okkur sannarlega að auka öryggi óbreyttra borgara, þjóðarinnar og barnanna okkar,“ sagði Denys Sjmjal, forsætisráðherra Úkraínu, í gær. Antony Blinken, utanríkisráðherra, er nú staddur til skraf og ráðagerða með Vlodýmýr Selenskíj Úkraínuforseta í Kænugarði. Með honum í för er David Lammy, breski utanríkisráðherrann. Blinken sagði að eitt af markmiðum ferðarinnar væri að heyra beint frá Úkraínumönnum hvert þeir stefndu og hvað Bandaríkin gætu gert til þess að styðja þá. Þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður af því hvort að hann ætlaði að aflétta takmörkunum á beitingu bandarískra langdrægra flugskeyta í gær svaraði hann því til að ríkisstjórn ynni nú að því, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á sama tíma sakar Bandaríkjastjórn klerkastjórnina í Íran um að sjá Rússum fyrir Fath-360, skammdrægum flugskeytum, sem þeir gætu tekið í notkun á allra næstu vikum. Lammy tók undir að það væri hættuleg stigmögnun átakanna. Íranir hafa ítrekað neitað því að þeir útvegi Rússum vopn til stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Rússar hafa beitt flugskeytum til þess að rústa orkuinnviðum Úkraínu. Þær árásir hafa færst í aukana á undanförnum vikum.
Hernaður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira