Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2024 23:51 Kamala Harris hýr á brá á ferð í Savannah í Georgíu. Viðtalið við CNN var tekið upp þar. AP/Jacquelyn Martin Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, sátu fyrir svörum hjá CNN-sjónvarpsstöðinni. Brot úr viðtalinu hafa verið birt. Í viðtalinu hét Harris því að útnefna repúblikana í ráðuneyti sitt. Það endurspeglaði að hún væri opin fyrir ólíkum sjónarmiðum. „Ég tel að það sé mikilvægt að að hafa fólk við borðið sem hafa ólíkar skoðanir, ólíka reynslu, þegar sumar veigamestu ákvarðanirnar eru teknar. Og ég tel að það gagnaðist bandarískum almenningi að hafa repúblikana í ríkisstjórn minni,“ sagði Harris. Washington Post segir að það hafi lengi tíðkast að forsetar skipi fólk úr andstæðum flokki í ráðuneyti sitt. Hvorki Donald Trump né Joe Biden hafa þó gert það. Biden hélt engu að síður Christopher Wray sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Wray er repúblikani. Harris nefndi ekki neinn ákveðinn repúblikana sem hún gæti séð fyrir sér í ríkisstjórn sinni. In an exclusive interview with CNN's Dana Bash, Democratic presidential nominee Kamala Harris said she would be open to putting a Republican in her cabinet. The full interview will air at 9 p.m. ET Thursday on CNN's "The First Interview: Harris & Walz, A CNN Exclusive."… pic.twitter.com/9nRzSA7RYb— CNN Politics (@CNNPolitics) August 29, 2024 „Næsta spurning, takk“ Spyrill CNN spurði Harris út í ummæli Trump um kynþátt hennar. Faðir Harris var svartur en móður hennar indversk. Trump hefur logið því að Harris hafi aðeins nýlega byrjað að skilgreina sig sem svarta í pólitískum tilgangi. „Sama gamla, þreytta tuggan. Næsta spurning, takk,“ svaraði Harris. Litlu munar á Harris og Trump í skoðanakönnunum. Hún hefur mælst með meira fylgi á landsvísu en það hefur litla raunverulega þýðingu fyrir úrslit kosninganna. Þau ráðast af nokkrum lykilríkjum en þar hefur Trump haft yfirhöndina en verulega hefur dregið saman með þeim Harris eftir að hún tók við forsetaframboðinu af Joe Biden í sumar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Tengdar fréttir Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. 1. ágúst 2024 06:55 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, sátu fyrir svörum hjá CNN-sjónvarpsstöðinni. Brot úr viðtalinu hafa verið birt. Í viðtalinu hét Harris því að útnefna repúblikana í ráðuneyti sitt. Það endurspeglaði að hún væri opin fyrir ólíkum sjónarmiðum. „Ég tel að það sé mikilvægt að að hafa fólk við borðið sem hafa ólíkar skoðanir, ólíka reynslu, þegar sumar veigamestu ákvarðanirnar eru teknar. Og ég tel að það gagnaðist bandarískum almenningi að hafa repúblikana í ríkisstjórn minni,“ sagði Harris. Washington Post segir að það hafi lengi tíðkast að forsetar skipi fólk úr andstæðum flokki í ráðuneyti sitt. Hvorki Donald Trump né Joe Biden hafa þó gert það. Biden hélt engu að síður Christopher Wray sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Wray er repúblikani. Harris nefndi ekki neinn ákveðinn repúblikana sem hún gæti séð fyrir sér í ríkisstjórn sinni. In an exclusive interview with CNN's Dana Bash, Democratic presidential nominee Kamala Harris said she would be open to putting a Republican in her cabinet. The full interview will air at 9 p.m. ET Thursday on CNN's "The First Interview: Harris & Walz, A CNN Exclusive."… pic.twitter.com/9nRzSA7RYb— CNN Politics (@CNNPolitics) August 29, 2024 „Næsta spurning, takk“ Spyrill CNN spurði Harris út í ummæli Trump um kynþátt hennar. Faðir Harris var svartur en móður hennar indversk. Trump hefur logið því að Harris hafi aðeins nýlega byrjað að skilgreina sig sem svarta í pólitískum tilgangi. „Sama gamla, þreytta tuggan. Næsta spurning, takk,“ svaraði Harris. Litlu munar á Harris og Trump í skoðanakönnunum. Hún hefur mælst með meira fylgi á landsvísu en það hefur litla raunverulega þýðingu fyrir úrslit kosninganna. Þau ráðast af nokkrum lykilríkjum en þar hefur Trump haft yfirhöndina en verulega hefur dregið saman með þeim Harris eftir að hún tók við forsetaframboðinu af Joe Biden í sumar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Tengdar fréttir Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. 1. ágúst 2024 06:55 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. 1. ágúst 2024 06:55