Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2024 13:18 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir framkvæmdaáætlun í uppfærðum samgöngusáttmála verða kynnta opinberlega á morgun. Eðlilega kosti stór og mikilvæg verkefni mikla fjármuni. Vísir/vilhelm/einar Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. Samgöngusáttmáli ríkisins við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu nær yfir fjölmörg stór verkefni, eins og Sundabrú eða göng, Fossvogsbrú, Miklubraut í stokk eða göng og fleira og svo auðvitað borgarlínu. Sáttmálinn hefur verið í uppfærslu í um ár og hefur niðurstaðan verið kynnt fyrir þingflokkum og sveitarstjórnarmönnum. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að niðurstöður uppfærslu verði kynntar opinberlega á morgun. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir langa innviðaskuld hafa safnast upp á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum auðvitað í mjög langri skuld við höfuðborgarsvæðið. Ég held að þurfi ekki að útskýra það fyrir neinum að samgönguinnviðirnir í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu öllu eru sprungnir fyrir löngu. Þannig að það er kominn tími til að bretta upp ermar í þessum efnum. Það auðvitað kostar en það er eðlilegt vegna þess að þetta skiptir máli. Þetta er í raun og veru æðakerfi samfélagsins hér á höfuðborgarsvæðinu,” segir Svandís. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar gagnrýnt og fullyrt í Morgunblaðinu að kostnaður við sáttmálann hafi nánast tvöfaldast og Alþingi hljóti að þurfa að skoða þau mál. Innviðaráðherra segir fjárheimildir hafa verið tryggðar til félagsins Betri samgöngur sem Alþingi hafi sett á laggirnar á sínum tíma til að stjórna verkefninu. „Síðan er þetta samspil við samgönguáætlun, fjárlagagerð og áætlanir þingsins á hverjum tíma. Við erum auðvitað með þingbundna ríkisstjórn þannig að þingið ræður á Íslandi. Það skiptir mjög miklu máli að eiga í þessum samskiptum við þingið. En ég treysti því og trúi fyrir okkur öll í þessu samfélagi sé þetta verðugt og mikilvægt næsta skref,” segir innviðaráðherra. Greint verði frá röð framkvæmda á kynningarfundi á morgun. Samstaða væri milli stjórnarflokkanna og meðal sveitarfélaganna á höfuð borgarsvæðinu um verkefnið. Auðvitað væri mikilvægt að Alþingi væri vakandi þegar um væri að ræða svo stórar ákvarðanir. Er rétt að kostnaður við sáttmálnn hafi tvöfaldast frá því í september í fyrra? „Ég kannast ekki við þessar tölur sem eru á forsíðu Moggans í dag.“ Þannig að hann er ekki kominn í þrjúhundruð og eitthvað milljarða? „Þær tölur eru á rökum reistar. En síðan (þarf að skoða) hvaða breytingar hafa átt sér stað, bæði hvað varðar umfang sáttmálans, þær aðgerðir sem farið er í, þær framkvæmdir sem þarna eru undir og svo framvegis. Þetta kemur allt saman í ljós á þessari kynningu á morgun,” segir Svandís Svavarsdóttir. Samgöngur Reykjavík Borgarlína Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Ekki nóg að bæta bara strætó Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. 28. ágúst 2023 19:05 Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14. mars 2023 15:58 Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14. mars 2023 15:58 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Samgöngusáttmáli ríkisins við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu nær yfir fjölmörg stór verkefni, eins og Sundabrú eða göng, Fossvogsbrú, Miklubraut í stokk eða göng og fleira og svo auðvitað borgarlínu. Sáttmálinn hefur verið í uppfærslu í um ár og hefur niðurstaðan verið kynnt fyrir þingflokkum og sveitarstjórnarmönnum. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að niðurstöður uppfærslu verði kynntar opinberlega á morgun. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir langa innviðaskuld hafa safnast upp á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum auðvitað í mjög langri skuld við höfuðborgarsvæðið. Ég held að þurfi ekki að útskýra það fyrir neinum að samgönguinnviðirnir í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu öllu eru sprungnir fyrir löngu. Þannig að það er kominn tími til að bretta upp ermar í þessum efnum. Það auðvitað kostar en það er eðlilegt vegna þess að þetta skiptir máli. Þetta er í raun og veru æðakerfi samfélagsins hér á höfuðborgarsvæðinu,” segir Svandís. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar gagnrýnt og fullyrt í Morgunblaðinu að kostnaður við sáttmálann hafi nánast tvöfaldast og Alþingi hljóti að þurfa að skoða þau mál. Innviðaráðherra segir fjárheimildir hafa verið tryggðar til félagsins Betri samgöngur sem Alþingi hafi sett á laggirnar á sínum tíma til að stjórna verkefninu. „Síðan er þetta samspil við samgönguáætlun, fjárlagagerð og áætlanir þingsins á hverjum tíma. Við erum auðvitað með þingbundna ríkisstjórn þannig að þingið ræður á Íslandi. Það skiptir mjög miklu máli að eiga í þessum samskiptum við þingið. En ég treysti því og trúi fyrir okkur öll í þessu samfélagi sé þetta verðugt og mikilvægt næsta skref,” segir innviðaráðherra. Greint verði frá röð framkvæmda á kynningarfundi á morgun. Samstaða væri milli stjórnarflokkanna og meðal sveitarfélaganna á höfuð borgarsvæðinu um verkefnið. Auðvitað væri mikilvægt að Alþingi væri vakandi þegar um væri að ræða svo stórar ákvarðanir. Er rétt að kostnaður við sáttmálnn hafi tvöfaldast frá því í september í fyrra? „Ég kannast ekki við þessar tölur sem eru á forsíðu Moggans í dag.“ Þannig að hann er ekki kominn í þrjúhundruð og eitthvað milljarða? „Þær tölur eru á rökum reistar. En síðan (þarf að skoða) hvaða breytingar hafa átt sér stað, bæði hvað varðar umfang sáttmálans, þær aðgerðir sem farið er í, þær framkvæmdir sem þarna eru undir og svo framvegis. Þetta kemur allt saman í ljós á þessari kynningu á morgun,” segir Svandís Svavarsdóttir.
Samgöngur Reykjavík Borgarlína Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Ekki nóg að bæta bara strætó Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. 28. ágúst 2023 19:05 Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14. mars 2023 15:58 Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14. mars 2023 15:58 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
„Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07
Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18
Ekki nóg að bæta bara strætó Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. 28. ágúst 2023 19:05
Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14. mars 2023 15:58
Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14. mars 2023 15:58