Hjúkrunarheimili á Akureyri: Óþolandi staða Hilda Jana Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 15:31 Í vetur var 20 rýmum lokað á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri vegna endurbóta. Nú stefnir í frekari lokun rýma, jafnvel 10 rýma til viðbótar og útlit fyrir margra mánaða töfum á framkvæmdum með tilheyrandi álagi á allt kerfið. Bent hefur verið á að tafirnar megi rekja til þess að ríkið og Akureyrarbær hafi ekki komið sér saman um kostnaðarskiptingu verkefnisins. Það virðist vera rétt. Ekki liggur fyrir samkomulag um framtíðareignarhald á Hlíð né nýtingu á því húsnæði sveitarfélagsins fyrir öldrunarþjónustu. Þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir hefur Akureyrarbær upp á síðkastið hafnað að greiða reikninga vegna endurbótanna. Sú ákvörðun var ekki tekin af okkur sem sitjum í minnihluta bæjarstjórnar og reyndar tekin án okkar vitneskju. Enn bólar ekkert á nýju hjúkrunarheimili Þessu til viðbótar er nýtt hjúkrunarheimili ekki risið á Akureyri, en átti það skv. samningum sem gerðir voru árið 2020 á milli Akureyrarbæjar og heilbrigðisráðuneytisins, að vera tilbúið til notkunar í lok árs 2023. Fyrst var þar gert ráð fyrir 60 nýjum rýmum, en síðar 80. Niðurstaðan er þó að ekkert nýtt hjúkrunarrými hefur orðið að veruleika, þvert á móti fækkar þeim nú tímabundið um 30, með tilheyrandi afleiðingum. Ryk í augu bæjarfulltrúa Ég hafði fengið þær upplýsingar frá Akureyrarbæ að ekki stæði á sveitarfélaginu vegna uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis, né endurbóta á Hlíð. Akureyrarbær myndi einfaldlega greiða sinn hluta, boltinn væri alfarið hjá ríkinu. Hins vegar er nú ljóst að það er ekki rétt a.m.k. hvað við kemur endurbótum á Hlíð. Ég tel alveg ótrúlegt að okkur sem sitjum í minnihluta í bæjarstjórn hafi verið talin trú um að svo væri og við ekki upplýst um stöðuna í jafn mikilvægu máli og hér um ræðir. Meirihluti bæjarstjórnar á réttri leið? Ekki veit ég nákvæmlega á hvaða vegferð meirihluti Miðflokks, L-lista og Sjálfstæðisflokks er í þessu máli, enda hafnaði oddviti Sjálfstæðisflokksins beiðni minni um umræðu um málið á fundi bæjarráðs sem fram fór í morgun. Þó hef ég eins og áður segir fengið þær upplýsingar að Akureyrarbær hafi hafnað reikningum vegna endurbóta á Hlíð á þeirri forsendu að ekki sé búið að ganga frá langtíma samkomulagi um húsnæðið. Þá sé kostnaður vegna endurbótanna töluvert hærri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þá er mér sagt að samtal sé í gangi milli sveitarfélagsins og ríkisins og að fundað verði á morgun með fjármálaráðuneytinu. Ekki veit ég hverjar kröfur meirihluta bæjarstjórnar eru í þessum deilum við ríkið, enda hefur mögulegt samkomulag ekki verið rætt í bæjarstjórn, né bæjarráði. Ég hefði haldið að miðað við gildandi lög og eignarhald sveitarfélagsins í húsnæði Hlíðar að kostnaðarhlutdeild Akureyrarbæjar ætti einfaldlega að vera 15% og að Akureyrarbær ætti að sjá sóma sinn í því að taka þátt í þeim kostnaði. Akureyrarbær ætti að mínu mati að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að tryggja að umræddar endurbætur gangi eins hratt og örugglega fyrir sig eins og nokkur kostur er. Á meðan bíða aldraðir Á meðan allir sem að málinu koma benda hvern á annan sem sökudólg í málinu, þá bíða hins vegar aldraðir og aðstandendur þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu. Aldraðir bíða ekki bara heima, því að skv. síðustu tölum þa voru um 18% rýma á fullorðinsdeildum Sjúkrahússins á Akureyri, þ.e.a.s. Kristnesspítala, lyflækningadeild og skurðlækningadeild, nýtt af sjúklingum sem hafa engin önnur úrræði til að fara í. Aldraðir eiga skilið að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Okkur öllum sem komum að málum ber rík skylda til þess að sjá til þess að svo sé. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilda Jana Gísladóttir Akureyri Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í vetur var 20 rýmum lokað á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri vegna endurbóta. Nú stefnir í frekari lokun rýma, jafnvel 10 rýma til viðbótar og útlit fyrir margra mánaða töfum á framkvæmdum með tilheyrandi álagi á allt kerfið. Bent hefur verið á að tafirnar megi rekja til þess að ríkið og Akureyrarbær hafi ekki komið sér saman um kostnaðarskiptingu verkefnisins. Það virðist vera rétt. Ekki liggur fyrir samkomulag um framtíðareignarhald á Hlíð né nýtingu á því húsnæði sveitarfélagsins fyrir öldrunarþjónustu. Þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir hefur Akureyrarbær upp á síðkastið hafnað að greiða reikninga vegna endurbótanna. Sú ákvörðun var ekki tekin af okkur sem sitjum í minnihluta bæjarstjórnar og reyndar tekin án okkar vitneskju. Enn bólar ekkert á nýju hjúkrunarheimili Þessu til viðbótar er nýtt hjúkrunarheimili ekki risið á Akureyri, en átti það skv. samningum sem gerðir voru árið 2020 á milli Akureyrarbæjar og heilbrigðisráðuneytisins, að vera tilbúið til notkunar í lok árs 2023. Fyrst var þar gert ráð fyrir 60 nýjum rýmum, en síðar 80. Niðurstaðan er þó að ekkert nýtt hjúkrunarrými hefur orðið að veruleika, þvert á móti fækkar þeim nú tímabundið um 30, með tilheyrandi afleiðingum. Ryk í augu bæjarfulltrúa Ég hafði fengið þær upplýsingar frá Akureyrarbæ að ekki stæði á sveitarfélaginu vegna uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis, né endurbóta á Hlíð. Akureyrarbær myndi einfaldlega greiða sinn hluta, boltinn væri alfarið hjá ríkinu. Hins vegar er nú ljóst að það er ekki rétt a.m.k. hvað við kemur endurbótum á Hlíð. Ég tel alveg ótrúlegt að okkur sem sitjum í minnihluta í bæjarstjórn hafi verið talin trú um að svo væri og við ekki upplýst um stöðuna í jafn mikilvægu máli og hér um ræðir. Meirihluti bæjarstjórnar á réttri leið? Ekki veit ég nákvæmlega á hvaða vegferð meirihluti Miðflokks, L-lista og Sjálfstæðisflokks er í þessu máli, enda hafnaði oddviti Sjálfstæðisflokksins beiðni minni um umræðu um málið á fundi bæjarráðs sem fram fór í morgun. Þó hef ég eins og áður segir fengið þær upplýsingar að Akureyrarbær hafi hafnað reikningum vegna endurbóta á Hlíð á þeirri forsendu að ekki sé búið að ganga frá langtíma samkomulagi um húsnæðið. Þá sé kostnaður vegna endurbótanna töluvert hærri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þá er mér sagt að samtal sé í gangi milli sveitarfélagsins og ríkisins og að fundað verði á morgun með fjármálaráðuneytinu. Ekki veit ég hverjar kröfur meirihluta bæjarstjórnar eru í þessum deilum við ríkið, enda hefur mögulegt samkomulag ekki verið rætt í bæjarstjórn, né bæjarráði. Ég hefði haldið að miðað við gildandi lög og eignarhald sveitarfélagsins í húsnæði Hlíðar að kostnaðarhlutdeild Akureyrarbæjar ætti einfaldlega að vera 15% og að Akureyrarbær ætti að sjá sóma sinn í því að taka þátt í þeim kostnaði. Akureyrarbær ætti að mínu mati að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að tryggja að umræddar endurbætur gangi eins hratt og örugglega fyrir sig eins og nokkur kostur er. Á meðan bíða aldraðir Á meðan allir sem að málinu koma benda hvern á annan sem sökudólg í málinu, þá bíða hins vegar aldraðir og aðstandendur þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu. Aldraðir bíða ekki bara heima, því að skv. síðustu tölum þa voru um 18% rýma á fullorðinsdeildum Sjúkrahússins á Akureyri, þ.e.a.s. Kristnesspítala, lyflækningadeild og skurðlækningadeild, nýtt af sjúklingum sem hafa engin önnur úrræði til að fara í. Aldraðir eiga skilið að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Okkur öllum sem komum að málum ber rík skylda til þess að sjá til þess að svo sé. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun