Hjúkrunarheimili á Akureyri: Óþolandi staða Hilda Jana Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 15:31 Í vetur var 20 rýmum lokað á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri vegna endurbóta. Nú stefnir í frekari lokun rýma, jafnvel 10 rýma til viðbótar og útlit fyrir margra mánaða töfum á framkvæmdum með tilheyrandi álagi á allt kerfið. Bent hefur verið á að tafirnar megi rekja til þess að ríkið og Akureyrarbær hafi ekki komið sér saman um kostnaðarskiptingu verkefnisins. Það virðist vera rétt. Ekki liggur fyrir samkomulag um framtíðareignarhald á Hlíð né nýtingu á því húsnæði sveitarfélagsins fyrir öldrunarþjónustu. Þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir hefur Akureyrarbær upp á síðkastið hafnað að greiða reikninga vegna endurbótanna. Sú ákvörðun var ekki tekin af okkur sem sitjum í minnihluta bæjarstjórnar og reyndar tekin án okkar vitneskju. Enn bólar ekkert á nýju hjúkrunarheimili Þessu til viðbótar er nýtt hjúkrunarheimili ekki risið á Akureyri, en átti það skv. samningum sem gerðir voru árið 2020 á milli Akureyrarbæjar og heilbrigðisráðuneytisins, að vera tilbúið til notkunar í lok árs 2023. Fyrst var þar gert ráð fyrir 60 nýjum rýmum, en síðar 80. Niðurstaðan er þó að ekkert nýtt hjúkrunarrými hefur orðið að veruleika, þvert á móti fækkar þeim nú tímabundið um 30, með tilheyrandi afleiðingum. Ryk í augu bæjarfulltrúa Ég hafði fengið þær upplýsingar frá Akureyrarbæ að ekki stæði á sveitarfélaginu vegna uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis, né endurbóta á Hlíð. Akureyrarbær myndi einfaldlega greiða sinn hluta, boltinn væri alfarið hjá ríkinu. Hins vegar er nú ljóst að það er ekki rétt a.m.k. hvað við kemur endurbótum á Hlíð. Ég tel alveg ótrúlegt að okkur sem sitjum í minnihluta í bæjarstjórn hafi verið talin trú um að svo væri og við ekki upplýst um stöðuna í jafn mikilvægu máli og hér um ræðir. Meirihluti bæjarstjórnar á réttri leið? Ekki veit ég nákvæmlega á hvaða vegferð meirihluti Miðflokks, L-lista og Sjálfstæðisflokks er í þessu máli, enda hafnaði oddviti Sjálfstæðisflokksins beiðni minni um umræðu um málið á fundi bæjarráðs sem fram fór í morgun. Þó hef ég eins og áður segir fengið þær upplýsingar að Akureyrarbær hafi hafnað reikningum vegna endurbóta á Hlíð á þeirri forsendu að ekki sé búið að ganga frá langtíma samkomulagi um húsnæðið. Þá sé kostnaður vegna endurbótanna töluvert hærri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þá er mér sagt að samtal sé í gangi milli sveitarfélagsins og ríkisins og að fundað verði á morgun með fjármálaráðuneytinu. Ekki veit ég hverjar kröfur meirihluta bæjarstjórnar eru í þessum deilum við ríkið, enda hefur mögulegt samkomulag ekki verið rætt í bæjarstjórn, né bæjarráði. Ég hefði haldið að miðað við gildandi lög og eignarhald sveitarfélagsins í húsnæði Hlíðar að kostnaðarhlutdeild Akureyrarbæjar ætti einfaldlega að vera 15% og að Akureyrarbær ætti að sjá sóma sinn í því að taka þátt í þeim kostnaði. Akureyrarbær ætti að mínu mati að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að tryggja að umræddar endurbætur gangi eins hratt og örugglega fyrir sig eins og nokkur kostur er. Á meðan bíða aldraðir Á meðan allir sem að málinu koma benda hvern á annan sem sökudólg í málinu, þá bíða hins vegar aldraðir og aðstandendur þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu. Aldraðir bíða ekki bara heima, því að skv. síðustu tölum þa voru um 18% rýma á fullorðinsdeildum Sjúkrahússins á Akureyri, þ.e.a.s. Kristnesspítala, lyflækningadeild og skurðlækningadeild, nýtt af sjúklingum sem hafa engin önnur úrræði til að fara í. Aldraðir eiga skilið að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Okkur öllum sem komum að málum ber rík skylda til þess að sjá til þess að svo sé. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilda Jana Gísladóttir Akureyri Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Í vetur var 20 rýmum lokað á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri vegna endurbóta. Nú stefnir í frekari lokun rýma, jafnvel 10 rýma til viðbótar og útlit fyrir margra mánaða töfum á framkvæmdum með tilheyrandi álagi á allt kerfið. Bent hefur verið á að tafirnar megi rekja til þess að ríkið og Akureyrarbær hafi ekki komið sér saman um kostnaðarskiptingu verkefnisins. Það virðist vera rétt. Ekki liggur fyrir samkomulag um framtíðareignarhald á Hlíð né nýtingu á því húsnæði sveitarfélagsins fyrir öldrunarþjónustu. Þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir hefur Akureyrarbær upp á síðkastið hafnað að greiða reikninga vegna endurbótanna. Sú ákvörðun var ekki tekin af okkur sem sitjum í minnihluta bæjarstjórnar og reyndar tekin án okkar vitneskju. Enn bólar ekkert á nýju hjúkrunarheimili Þessu til viðbótar er nýtt hjúkrunarheimili ekki risið á Akureyri, en átti það skv. samningum sem gerðir voru árið 2020 á milli Akureyrarbæjar og heilbrigðisráðuneytisins, að vera tilbúið til notkunar í lok árs 2023. Fyrst var þar gert ráð fyrir 60 nýjum rýmum, en síðar 80. Niðurstaðan er þó að ekkert nýtt hjúkrunarrými hefur orðið að veruleika, þvert á móti fækkar þeim nú tímabundið um 30, með tilheyrandi afleiðingum. Ryk í augu bæjarfulltrúa Ég hafði fengið þær upplýsingar frá Akureyrarbæ að ekki stæði á sveitarfélaginu vegna uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis, né endurbóta á Hlíð. Akureyrarbær myndi einfaldlega greiða sinn hluta, boltinn væri alfarið hjá ríkinu. Hins vegar er nú ljóst að það er ekki rétt a.m.k. hvað við kemur endurbótum á Hlíð. Ég tel alveg ótrúlegt að okkur sem sitjum í minnihluta í bæjarstjórn hafi verið talin trú um að svo væri og við ekki upplýst um stöðuna í jafn mikilvægu máli og hér um ræðir. Meirihluti bæjarstjórnar á réttri leið? Ekki veit ég nákvæmlega á hvaða vegferð meirihluti Miðflokks, L-lista og Sjálfstæðisflokks er í þessu máli, enda hafnaði oddviti Sjálfstæðisflokksins beiðni minni um umræðu um málið á fundi bæjarráðs sem fram fór í morgun. Þó hef ég eins og áður segir fengið þær upplýsingar að Akureyrarbær hafi hafnað reikningum vegna endurbóta á Hlíð á þeirri forsendu að ekki sé búið að ganga frá langtíma samkomulagi um húsnæðið. Þá sé kostnaður vegna endurbótanna töluvert hærri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þá er mér sagt að samtal sé í gangi milli sveitarfélagsins og ríkisins og að fundað verði á morgun með fjármálaráðuneytinu. Ekki veit ég hverjar kröfur meirihluta bæjarstjórnar eru í þessum deilum við ríkið, enda hefur mögulegt samkomulag ekki verið rætt í bæjarstjórn, né bæjarráði. Ég hefði haldið að miðað við gildandi lög og eignarhald sveitarfélagsins í húsnæði Hlíðar að kostnaðarhlutdeild Akureyrarbæjar ætti einfaldlega að vera 15% og að Akureyrarbær ætti að sjá sóma sinn í því að taka þátt í þeim kostnaði. Akureyrarbær ætti að mínu mati að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að tryggja að umræddar endurbætur gangi eins hratt og örugglega fyrir sig eins og nokkur kostur er. Á meðan bíða aldraðir Á meðan allir sem að málinu koma benda hvern á annan sem sökudólg í málinu, þá bíða hins vegar aldraðir og aðstandendur þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu. Aldraðir bíða ekki bara heima, því að skv. síðustu tölum þa voru um 18% rýma á fullorðinsdeildum Sjúkrahússins á Akureyri, þ.e.a.s. Kristnesspítala, lyflækningadeild og skurðlækningadeild, nýtt af sjúklingum sem hafa engin önnur úrræði til að fara í. Aldraðir eiga skilið að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Okkur öllum sem komum að málum ber rík skylda til þess að sjá til þess að svo sé. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun