Viðurkennum þjóðarmorð á Armenum Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 15. júní 2024 10:02 Í gær kom ég á einn áhrifamesta og jafnframt dapurlegasta stað sem ég veit um – stað sem jafnast alveg á við Auschwitz í hryllingi og óhugnaði. Þetta er minningarsafn í Jerevan um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. Grimmdin og illskan var ólýsanleg. Útlimir voru slitnir af börnum og þau brennd lifandi, karlmönnum slátrað en konur og börn rekin út í eyðimörkina þar sem þeim var nauðgað og þau pyntuð á ýmsan hátt þar til þau sem eftir lifðu vesluðust að lokum upp af hungri og þorsta. Eina sök þessa fólks var að vera ekki af réttu þjóðerni. Nasistar notuðu þetta þjóðarmorð sem skálkaskjól fyrir þjóðarmorð á Gyðingum – fyrst Tyrkir hefðu komist upp með þetta án þess að alþjóðasamfélagið hreyfði legg eða lið hlytu Þjóðverjar að gera það líka. Það er þyngra en tárum taki að sambærilegir atburðir skuli enn vera að gerast á Gaza – enn án þess að alþjóðasamfélagið geri nokkuð í málinu. Armenum er mjög í mun að þjóðir heims viðurkenni að þarna var framið þjóðarmorð, en hingað til hafa aðeins um þrjátíu þjóðir gert það – þar á meðal Danmörk, Svíþjóð og ýmsar fleiri bandalagsþjóðir Tyrkja í NATO, svo sem Þýskaland og Bandríkin. Ísland er ekki þar á meðal, en þingsályktunartillaga þess efnis hefur verið lögð fram á Alþingi einum níu sinnum frá árinu 2012 án þess að hljóta afgreiðslu. Sumum kann að finnast ástæðulaust að vera eitthvað að álykta um þetta núna – þessir atburðir gerðust fyrir meira en hundrað árum og allir sem báru ábyrgð á þjóðarmorðinu og stjórnuðu því eru löngu látnir og verður ekki refsað úr þessu – a.m.k. ekki þessa heims. En þetta snýst ekki um refsingu eða hefnd, heldur um viðurkenningu á því sem gerðist – uppgjör við fortíðina. Tillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum var endurflutt á Alþingi í enn eitt skipti í haust af fólki úr öllum þingflokkum nema einum. Þess vegna hefði mátt vænta þess að hún yrði samþykkt enda hefur gefist nægur tími til að ræða hana – hún var lögð fram í september. En hún hefur ekki enn verið afgreidd úr utanríkismálanefnd, þrátt fyrir að formaður nefndarinnar sé í hópi flutningsmanna. Litlar líkur eru á að hún verði forgangsmál í þeim hrossakaupum sem nú standa væntanlega yfir um afgreiðslu mála fyrir þinglok sem eru að bresta á. Það má samt alltaf vona og ég skora á Alþingi að reka af sér slyðruorðið og samþykkja tillöguna áður en þingi verður slitið – það er þinginu til skammar að þæfa málið svona. Þar hljóta að vera einhverjar óeðlilegar ástæður eða ytri þrýstingur að baki. Höfundur er ferðamaður í Armeníu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Armenía Tyrkland Mest lesið Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær kom ég á einn áhrifamesta og jafnframt dapurlegasta stað sem ég veit um – stað sem jafnast alveg á við Auschwitz í hryllingi og óhugnaði. Þetta er minningarsafn í Jerevan um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. Grimmdin og illskan var ólýsanleg. Útlimir voru slitnir af börnum og þau brennd lifandi, karlmönnum slátrað en konur og börn rekin út í eyðimörkina þar sem þeim var nauðgað og þau pyntuð á ýmsan hátt þar til þau sem eftir lifðu vesluðust að lokum upp af hungri og þorsta. Eina sök þessa fólks var að vera ekki af réttu þjóðerni. Nasistar notuðu þetta þjóðarmorð sem skálkaskjól fyrir þjóðarmorð á Gyðingum – fyrst Tyrkir hefðu komist upp með þetta án þess að alþjóðasamfélagið hreyfði legg eða lið hlytu Þjóðverjar að gera það líka. Það er þyngra en tárum taki að sambærilegir atburðir skuli enn vera að gerast á Gaza – enn án þess að alþjóðasamfélagið geri nokkuð í málinu. Armenum er mjög í mun að þjóðir heims viðurkenni að þarna var framið þjóðarmorð, en hingað til hafa aðeins um þrjátíu þjóðir gert það – þar á meðal Danmörk, Svíþjóð og ýmsar fleiri bandalagsþjóðir Tyrkja í NATO, svo sem Þýskaland og Bandríkin. Ísland er ekki þar á meðal, en þingsályktunartillaga þess efnis hefur verið lögð fram á Alþingi einum níu sinnum frá árinu 2012 án þess að hljóta afgreiðslu. Sumum kann að finnast ástæðulaust að vera eitthvað að álykta um þetta núna – þessir atburðir gerðust fyrir meira en hundrað árum og allir sem báru ábyrgð á þjóðarmorðinu og stjórnuðu því eru löngu látnir og verður ekki refsað úr þessu – a.m.k. ekki þessa heims. En þetta snýst ekki um refsingu eða hefnd, heldur um viðurkenningu á því sem gerðist – uppgjör við fortíðina. Tillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum var endurflutt á Alþingi í enn eitt skipti í haust af fólki úr öllum þingflokkum nema einum. Þess vegna hefði mátt vænta þess að hún yrði samþykkt enda hefur gefist nægur tími til að ræða hana – hún var lögð fram í september. En hún hefur ekki enn verið afgreidd úr utanríkismálanefnd, þrátt fyrir að formaður nefndarinnar sé í hópi flutningsmanna. Litlar líkur eru á að hún verði forgangsmál í þeim hrossakaupum sem nú standa væntanlega yfir um afgreiðslu mála fyrir þinglok sem eru að bresta á. Það má samt alltaf vona og ég skora á Alþingi að reka af sér slyðruorðið og samþykkja tillöguna áður en þingi verður slitið – það er þinginu til skammar að þæfa málið svona. Þar hljóta að vera einhverjar óeðlilegar ástæður eða ytri þrýstingur að baki. Höfundur er ferðamaður í Armeníu.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun