Viðurkennum þjóðarmorð á Armenum Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 15. júní 2024 10:02 Í gær kom ég á einn áhrifamesta og jafnframt dapurlegasta stað sem ég veit um – stað sem jafnast alveg á við Auschwitz í hryllingi og óhugnaði. Þetta er minningarsafn í Jerevan um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. Grimmdin og illskan var ólýsanleg. Útlimir voru slitnir af börnum og þau brennd lifandi, karlmönnum slátrað en konur og börn rekin út í eyðimörkina þar sem þeim var nauðgað og þau pyntuð á ýmsan hátt þar til þau sem eftir lifðu vesluðust að lokum upp af hungri og þorsta. Eina sök þessa fólks var að vera ekki af réttu þjóðerni. Nasistar notuðu þetta þjóðarmorð sem skálkaskjól fyrir þjóðarmorð á Gyðingum – fyrst Tyrkir hefðu komist upp með þetta án þess að alþjóðasamfélagið hreyfði legg eða lið hlytu Þjóðverjar að gera það líka. Það er þyngra en tárum taki að sambærilegir atburðir skuli enn vera að gerast á Gaza – enn án þess að alþjóðasamfélagið geri nokkuð í málinu. Armenum er mjög í mun að þjóðir heims viðurkenni að þarna var framið þjóðarmorð, en hingað til hafa aðeins um þrjátíu þjóðir gert það – þar á meðal Danmörk, Svíþjóð og ýmsar fleiri bandalagsþjóðir Tyrkja í NATO, svo sem Þýskaland og Bandríkin. Ísland er ekki þar á meðal, en þingsályktunartillaga þess efnis hefur verið lögð fram á Alþingi einum níu sinnum frá árinu 2012 án þess að hljóta afgreiðslu. Sumum kann að finnast ástæðulaust að vera eitthvað að álykta um þetta núna – þessir atburðir gerðust fyrir meira en hundrað árum og allir sem báru ábyrgð á þjóðarmorðinu og stjórnuðu því eru löngu látnir og verður ekki refsað úr þessu – a.m.k. ekki þessa heims. En þetta snýst ekki um refsingu eða hefnd, heldur um viðurkenningu á því sem gerðist – uppgjör við fortíðina. Tillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum var endurflutt á Alþingi í enn eitt skipti í haust af fólki úr öllum þingflokkum nema einum. Þess vegna hefði mátt vænta þess að hún yrði samþykkt enda hefur gefist nægur tími til að ræða hana – hún var lögð fram í september. En hún hefur ekki enn verið afgreidd úr utanríkismálanefnd, þrátt fyrir að formaður nefndarinnar sé í hópi flutningsmanna. Litlar líkur eru á að hún verði forgangsmál í þeim hrossakaupum sem nú standa væntanlega yfir um afgreiðslu mála fyrir þinglok sem eru að bresta á. Það má samt alltaf vona og ég skora á Alþingi að reka af sér slyðruorðið og samþykkja tillöguna áður en þingi verður slitið – það er þinginu til skammar að þæfa málið svona. Þar hljóta að vera einhverjar óeðlilegar ástæður eða ytri þrýstingur að baki. Höfundur er ferðamaður í Armeníu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Armenía Tyrkland Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Í gær kom ég á einn áhrifamesta og jafnframt dapurlegasta stað sem ég veit um – stað sem jafnast alveg á við Auschwitz í hryllingi og óhugnaði. Þetta er minningarsafn í Jerevan um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. Grimmdin og illskan var ólýsanleg. Útlimir voru slitnir af börnum og þau brennd lifandi, karlmönnum slátrað en konur og börn rekin út í eyðimörkina þar sem þeim var nauðgað og þau pyntuð á ýmsan hátt þar til þau sem eftir lifðu vesluðust að lokum upp af hungri og þorsta. Eina sök þessa fólks var að vera ekki af réttu þjóðerni. Nasistar notuðu þetta þjóðarmorð sem skálkaskjól fyrir þjóðarmorð á Gyðingum – fyrst Tyrkir hefðu komist upp með þetta án þess að alþjóðasamfélagið hreyfði legg eða lið hlytu Þjóðverjar að gera það líka. Það er þyngra en tárum taki að sambærilegir atburðir skuli enn vera að gerast á Gaza – enn án þess að alþjóðasamfélagið geri nokkuð í málinu. Armenum er mjög í mun að þjóðir heims viðurkenni að þarna var framið þjóðarmorð, en hingað til hafa aðeins um þrjátíu þjóðir gert það – þar á meðal Danmörk, Svíþjóð og ýmsar fleiri bandalagsþjóðir Tyrkja í NATO, svo sem Þýskaland og Bandríkin. Ísland er ekki þar á meðal, en þingsályktunartillaga þess efnis hefur verið lögð fram á Alþingi einum níu sinnum frá árinu 2012 án þess að hljóta afgreiðslu. Sumum kann að finnast ástæðulaust að vera eitthvað að álykta um þetta núna – þessir atburðir gerðust fyrir meira en hundrað árum og allir sem báru ábyrgð á þjóðarmorðinu og stjórnuðu því eru löngu látnir og verður ekki refsað úr þessu – a.m.k. ekki þessa heims. En þetta snýst ekki um refsingu eða hefnd, heldur um viðurkenningu á því sem gerðist – uppgjör við fortíðina. Tillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum var endurflutt á Alþingi í enn eitt skipti í haust af fólki úr öllum þingflokkum nema einum. Þess vegna hefði mátt vænta þess að hún yrði samþykkt enda hefur gefist nægur tími til að ræða hana – hún var lögð fram í september. En hún hefur ekki enn verið afgreidd úr utanríkismálanefnd, þrátt fyrir að formaður nefndarinnar sé í hópi flutningsmanna. Litlar líkur eru á að hún verði forgangsmál í þeim hrossakaupum sem nú standa væntanlega yfir um afgreiðslu mála fyrir þinglok sem eru að bresta á. Það má samt alltaf vona og ég skora á Alþingi að reka af sér slyðruorðið og samþykkja tillöguna áður en þingi verður slitið – það er þinginu til skammar að þæfa málið svona. Þar hljóta að vera einhverjar óeðlilegar ástæður eða ytri þrýstingur að baki. Höfundur er ferðamaður í Armeníu.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun