Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2024 23:33 Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins (PVV), greiðir atkvæði í Evrópuþingskosningunum í Hollandi. Flokkur hans fékk engan þingmann fyrir fimm árum en virðist ætla að fá sjö, einum færri en bandalag vinstrimanna og græningja. AP/Peter Dejong Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins kjósa til 720 sæta á Evrópuþinginu á næstu dögum, flest þeirra á sunnudag. Fátækt, lýðheilsa, efnahagsmál og öryggismál eru sögð brenna helst á evrópskum kjósendum að þessu sinni. Þjóðernis- og popúlískum flokkum af fjarhægri vængnum sem vilja hola út Evrópusamstarfið innan frá hefur vaxið verulega ásmegin á þinginu á undanförnum árum. Skoðanakannanir benda til þess að meirihluti Evrópusinnaðra flokka á miðjunni, græningja og frjálslyndra eigi eftir að skreppa saman í kosningunum nú. Þrátt fyrir að útgönguspár í Hollandi bendi til þess að bandalag Verkamannaflokksins og Vinstri grænna vinni flest Evrópuþingsæti landsins bætti fjarhægriflokkurinn PVV undir stjórn Geerts Wilders, sem vann sigur í þingkosningum í fyrra, langmestu við sig, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Skilaboð sem að minnsta kosti margir hollenskir kjósendur sendu í dag voru að þeir vilji öðruvísi Evrópusamband og að þeir vilji sterkari þjóðríki. Ekki meiri valdatilfærsla til Evrópu, heldur andstæðan,“ sagði sigurreifur Wilders. Endanleg úrslit frá Hollandi verða ekki birt fyrr en kosningunum er lokið alls staðar á sunnudag. Evrópska vinstrið sagt við slæma heilsu Ef marka má kannanir gætu flokkar af ysta hægri jaðrinum bætt við sig meira en tuttugu þingsætum frá síðustu kosningum árið 2019. Það gerist þrátt fyrir klofning í þingflokki þeirra þar sem Þjóðfylking Marine Le Pen í Frakklandi og Bandalagsflokkur Matteo Salvini á Ítalíu úthýstu Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) vegna ummæla oddvita flokksins um SS-sveitir nasista. Búist er við að ítölsku og frönsku flokkarnir bæti vel við sig og AfD gæti jafnvel náð næstflestum þingsætum Þýskalands, fleiri en stjórnarflokkur Olafs Scholz, kanslara, að sögn Politico. Á sama tíma eru vinstri- og vinstrimiðflokkar í Evrópu sagðir í úlfakreppu. Þeir eru aðeins við völd í fjórum aðildarríkjum sambandsins og hafa staðið sig illa í kosningum undanfarið. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Marc Lazar, frönskum prófessor í stjórnmálasögu, að evrópska vinstrið sé við „slæma heilsu“. „Í langan tíma höfum við ekki séð mikla leiðtoga af vinstri vængnum eins og Tony Blair, Gerhard Schröder eða Francois Mitterand. Þegar við hugsum um forystu í Evrópu hugsum við um Orban, Meloni, Le Pen,“ segir Lazar og vísar til leiðtoga fjarhægri og popúlískra flokka í Ungverjalandi, Ítalíu og Frakklandi. Evrópusambandið Holland Tengdar fréttir Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. 5. júní 2024 12:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins kjósa til 720 sæta á Evrópuþinginu á næstu dögum, flest þeirra á sunnudag. Fátækt, lýðheilsa, efnahagsmál og öryggismál eru sögð brenna helst á evrópskum kjósendum að þessu sinni. Þjóðernis- og popúlískum flokkum af fjarhægri vængnum sem vilja hola út Evrópusamstarfið innan frá hefur vaxið verulega ásmegin á þinginu á undanförnum árum. Skoðanakannanir benda til þess að meirihluti Evrópusinnaðra flokka á miðjunni, græningja og frjálslyndra eigi eftir að skreppa saman í kosningunum nú. Þrátt fyrir að útgönguspár í Hollandi bendi til þess að bandalag Verkamannaflokksins og Vinstri grænna vinni flest Evrópuþingsæti landsins bætti fjarhægriflokkurinn PVV undir stjórn Geerts Wilders, sem vann sigur í þingkosningum í fyrra, langmestu við sig, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Skilaboð sem að minnsta kosti margir hollenskir kjósendur sendu í dag voru að þeir vilji öðruvísi Evrópusamband og að þeir vilji sterkari þjóðríki. Ekki meiri valdatilfærsla til Evrópu, heldur andstæðan,“ sagði sigurreifur Wilders. Endanleg úrslit frá Hollandi verða ekki birt fyrr en kosningunum er lokið alls staðar á sunnudag. Evrópska vinstrið sagt við slæma heilsu Ef marka má kannanir gætu flokkar af ysta hægri jaðrinum bætt við sig meira en tuttugu þingsætum frá síðustu kosningum árið 2019. Það gerist þrátt fyrir klofning í þingflokki þeirra þar sem Þjóðfylking Marine Le Pen í Frakklandi og Bandalagsflokkur Matteo Salvini á Ítalíu úthýstu Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) vegna ummæla oddvita flokksins um SS-sveitir nasista. Búist er við að ítölsku og frönsku flokkarnir bæti vel við sig og AfD gæti jafnvel náð næstflestum þingsætum Þýskalands, fleiri en stjórnarflokkur Olafs Scholz, kanslara, að sögn Politico. Á sama tíma eru vinstri- og vinstrimiðflokkar í Evrópu sagðir í úlfakreppu. Þeir eru aðeins við völd í fjórum aðildarríkjum sambandsins og hafa staðið sig illa í kosningum undanfarið. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Marc Lazar, frönskum prófessor í stjórnmálasögu, að evrópska vinstrið sé við „slæma heilsu“. „Í langan tíma höfum við ekki séð mikla leiðtoga af vinstri vængnum eins og Tony Blair, Gerhard Schröder eða Francois Mitterand. Þegar við hugsum um forystu í Evrópu hugsum við um Orban, Meloni, Le Pen,“ segir Lazar og vísar til leiðtoga fjarhægri og popúlískra flokka í Ungverjalandi, Ítalíu og Frakklandi.
Evrópusambandið Holland Tengdar fréttir Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. 5. júní 2024 12:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. 5. júní 2024 12:39