Mannréttindi fólks með andleg veikindi eða fíknisjúkdóma á Íslandi eru lítil sem engin Steindór Þórarinsson skrifar 30. maí 2024 09:00 Ég borgaði 150 þúsund krónur fyrir sálfræðiaðstoð til að fá að vita það sem ég vissi, að ég væri með ADHD, enga ráðgjöf eða stuðning bara „það er fullt af lesefni á netinu“. Líf mitt litast af mistökum, ég hef lagt fjárhagslegar birgðar á náið fólk, misnotað fíkniefni og svo mætti lengi telja. Loks þegar ég ákveð að leita mér hjálpar til að taka á þessum málum þá var litla hjálp að fá. Ég var 42 ára þegar ég fékk mína greiningu hjá þessum sálfræðingi. Ég veit ekki alveg fyrir hvað ég var að borga samt. Ég hefði allt eins getað tekið þetta próf á netinu því sálfræðigreining dugir ekki til. Það þarf mat geðlæknis og bið eftir slíkum er óralöng. Ég gafst því upp á að bíða og ákvað að lesa allt sem ég fann og hjálpa mér sjálfur með stuðningi aðstandenda og þrjóskuna að vopni. En við erum ekki öll svo heppin. Við höfum ekki öll stuðning til að hjálpa okkur sjálf eða þrjóskuna og þorið. Sum verða að fá meiri aðstoð en það og hana er afar erfitt að finna ásamt því að bið eftir aðstoð fagfóllks getur varað lengur en í ár allt uppí 4 ár. Á sama tíma segir Landlæknir að viðmiðunarmörkin séu 30 daga bið. Eins og margoft hefur komið fram þá er pottur víða brotinn í geðheilbrigðismálum. Það er erfitt að komast á geðdeild, það er bið eftir meðferð á Vogi, það vantar úrræði fyrir fólk með fíknivanda, það er meira en árs bið eftir ADHD greiningu, það er flókið að komast að hjá sálfræðingi og það er dýrt að leita sér hjálpar svo fátt eitt sé nefnt. Þetta eru bara brota brot af þeim hindrunum sem eru á vegi fólks sem þarf að nýta þjónustu geðheilbrigðiskerfisins. Víða um land er svo fullt af flottu fólki sem vill gera vel, gerir vel og reynir að bæta úr og koma með lausnir, en einhverra hluta vegna hefur ekki tekist að leiða þau saman til samtals og finna heildstæð lausn á geðheilbrigðismálum. Þessu er hægt að breyta. Með því að kjósa Baldur Þórhallsson til forseta þá vörpum við birtu og ljósi á málaflokkinn. Á stefnuskrá Baldurs er að kalla saman allt það góða fólk sem starfar í málaflokknum, setjast niður með þeim og leita lausna. Baldur vill setja mælanleg markmið og fylgja þeim eftir. Baldur hefur sjálfur reynslu af kerfinu sem aðstandandi og eftir því sem ég kynni mér málflutning hans betur þeim mun sannfærðari er ég í þeirri trú minni að hann eigi eftir að standa við það sem hann segir. Baldur hefur alla tíð verið maður sátta og samtals. Hann hafði til dæmis milligöngu um sættir milli Þjóðkirkjunnar og hinsegin samfélagsins og Samtakanna ’78. Ég trúi því að Baldur muni vinna svipað afrek þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Baldur er heiðarlegur, úrræðagóður og hlustar til að skilja og hann einblínir á lausnir fremur en vandamálin. Við sem þekkjum til geðheilbrigðismála af eigin raun vitum hversu mikilvægt það er að leysa úr þeim flækjum sem þar blasa við. Við þurfum á manni eins og Baldri að halda til að greiða úr þessum flækum. Kjósum Baldur á Bessastaði og tökum höndum saman um að gera þessa þjóð að fyrirmynd annarra þjóða í málaflokknum. Þannig getum við haft áhrif á geðheilsu fólks, bæði hér heima og um heim allan. Höfundur er viðurkenndur Markþjálfi og einlægur stuðningsmaður Baldurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ég borgaði 150 þúsund krónur fyrir sálfræðiaðstoð til að fá að vita það sem ég vissi, að ég væri með ADHD, enga ráðgjöf eða stuðning bara „það er fullt af lesefni á netinu“. Líf mitt litast af mistökum, ég hef lagt fjárhagslegar birgðar á náið fólk, misnotað fíkniefni og svo mætti lengi telja. Loks þegar ég ákveð að leita mér hjálpar til að taka á þessum málum þá var litla hjálp að fá. Ég var 42 ára þegar ég fékk mína greiningu hjá þessum sálfræðingi. Ég veit ekki alveg fyrir hvað ég var að borga samt. Ég hefði allt eins getað tekið þetta próf á netinu því sálfræðigreining dugir ekki til. Það þarf mat geðlæknis og bið eftir slíkum er óralöng. Ég gafst því upp á að bíða og ákvað að lesa allt sem ég fann og hjálpa mér sjálfur með stuðningi aðstandenda og þrjóskuna að vopni. En við erum ekki öll svo heppin. Við höfum ekki öll stuðning til að hjálpa okkur sjálf eða þrjóskuna og þorið. Sum verða að fá meiri aðstoð en það og hana er afar erfitt að finna ásamt því að bið eftir aðstoð fagfóllks getur varað lengur en í ár allt uppí 4 ár. Á sama tíma segir Landlæknir að viðmiðunarmörkin séu 30 daga bið. Eins og margoft hefur komið fram þá er pottur víða brotinn í geðheilbrigðismálum. Það er erfitt að komast á geðdeild, það er bið eftir meðferð á Vogi, það vantar úrræði fyrir fólk með fíknivanda, það er meira en árs bið eftir ADHD greiningu, það er flókið að komast að hjá sálfræðingi og það er dýrt að leita sér hjálpar svo fátt eitt sé nefnt. Þetta eru bara brota brot af þeim hindrunum sem eru á vegi fólks sem þarf að nýta þjónustu geðheilbrigðiskerfisins. Víða um land er svo fullt af flottu fólki sem vill gera vel, gerir vel og reynir að bæta úr og koma með lausnir, en einhverra hluta vegna hefur ekki tekist að leiða þau saman til samtals og finna heildstæð lausn á geðheilbrigðismálum. Þessu er hægt að breyta. Með því að kjósa Baldur Þórhallsson til forseta þá vörpum við birtu og ljósi á málaflokkinn. Á stefnuskrá Baldurs er að kalla saman allt það góða fólk sem starfar í málaflokknum, setjast niður með þeim og leita lausna. Baldur vill setja mælanleg markmið og fylgja þeim eftir. Baldur hefur sjálfur reynslu af kerfinu sem aðstandandi og eftir því sem ég kynni mér málflutning hans betur þeim mun sannfærðari er ég í þeirri trú minni að hann eigi eftir að standa við það sem hann segir. Baldur hefur alla tíð verið maður sátta og samtals. Hann hafði til dæmis milligöngu um sættir milli Þjóðkirkjunnar og hinsegin samfélagsins og Samtakanna ’78. Ég trúi því að Baldur muni vinna svipað afrek þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Baldur er heiðarlegur, úrræðagóður og hlustar til að skilja og hann einblínir á lausnir fremur en vandamálin. Við sem þekkjum til geðheilbrigðismála af eigin raun vitum hversu mikilvægt það er að leysa úr þeim flækjum sem þar blasa við. Við þurfum á manni eins og Baldri að halda til að greiða úr þessum flækum. Kjósum Baldur á Bessastaði og tökum höndum saman um að gera þessa þjóð að fyrirmynd annarra þjóða í málaflokknum. Þannig getum við haft áhrif á geðheilsu fólks, bæði hér heima og um heim allan. Höfundur er viðurkenndur Markþjálfi og einlægur stuðningsmaður Baldurs.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun