Ég vil óumdeildan forseta Guðrún Jónsdóttir skrifar 28. maí 2024 06:00 Forsetakosningar eru allt öðru vísi en flokkspólitískar kosningar. Embættinu fylgja ekki formleg völd og við höfum oftast borið gæfu til þess að velja óumdeildar manneskjur sem við höfum getað sameinast um að virða og treysta. Ég varð því mjög glöð þegar Halla Hrund bauð sig fram í vor, því ég hafði lesið eftir hana greinar og dáðist að því að hún stæði með skynsamlegri orkunýtingu og verndun náttúrunnar og þyrði að segja það í því embætti sem hún gegndi. Mér fannst hún vel máli farin, málefnaleg og eldklár og henni fylgdi ferskur andblær. Ég lærði þá dýrmætu lexíu í Kvennalistanum í gamla daga að málefnalegast og best væri að halda fram kostum þess sem við vildum, í stað þess að halda fram ómöguleika þess sem við vildum ekki. Í gegnum kvennabaráttuna hef ég líka lært ýmislegt fleira, eins og það að stundum er nauðsynlegt að segja það sem fæstir vilja heyra. Öðruvísi breytist ekkert. Ég hef þörf fyrir að koma því að, að mér þykir mikilvægast í kosningabaráttunni sem nú fer fram að fyrrum forsætisráðherra flytji ekki á Bessastaði. Hún hefur verið andlit ríkisstjórnarinnar sem mér finnst hafa brugðist þeim gildum sem VG þóttist standa fyrir. Stjórnarinnar sem þrátt fyrir hvert stórspillingarmálið á eftir öðru tók aldrei ábyrgð. Stjórnarinnar sem ástundaði tilfærslu eigna frá almenningi til auðmanna, verndaði ekki náttúruna og auðlindirnar, gerði umhverfisráðuneytið að orkumálaráðuneyti og afhenti það Sjálfstæðisflokknum, hunsaði vilja þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá, stóð sig afleitlega í málefnum flóttafólks og stuðningi við Palestínu og gerði að lokum Bjarna Ben að forsætisráðherra. Ég skil enn ekki að málsvari flokksins sem hafði jafnrétti, umhverfivernd og jöfnuð að leiðarljósi, hafi valið að vinna með þeim öflum sem hafa verið helstu málsvarar gagnstæðra sjónarmiða og hvað eftir annað blessað órétt, spillingu og afleita lagasetningu. VG, flokkurinn sem ég forðum daga studdi, er samkvæmt skoðanakönnunum við það að þurrkast út og það endurspeglar óánægju fólks með það hvernig haldið hefur verið á málum. Mér er mikið í mun að halda Bessastöðum utan flokkadrátta og umdeildra stjórnmálamanna. Oftast hefur þjóð mín sýnt að hún sé sammála þeirri skoðun minni. Ég ætla að kjósa Höllu Hrund. Ég vil geta verið stolt af forsetanum okkar og það held ég að við getum öll orðið ef við verðum nógu mörg sem sameinumst um að kjósa hana. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Forsetakosningar eru allt öðru vísi en flokkspólitískar kosningar. Embættinu fylgja ekki formleg völd og við höfum oftast borið gæfu til þess að velja óumdeildar manneskjur sem við höfum getað sameinast um að virða og treysta. Ég varð því mjög glöð þegar Halla Hrund bauð sig fram í vor, því ég hafði lesið eftir hana greinar og dáðist að því að hún stæði með skynsamlegri orkunýtingu og verndun náttúrunnar og þyrði að segja það í því embætti sem hún gegndi. Mér fannst hún vel máli farin, málefnaleg og eldklár og henni fylgdi ferskur andblær. Ég lærði þá dýrmætu lexíu í Kvennalistanum í gamla daga að málefnalegast og best væri að halda fram kostum þess sem við vildum, í stað þess að halda fram ómöguleika þess sem við vildum ekki. Í gegnum kvennabaráttuna hef ég líka lært ýmislegt fleira, eins og það að stundum er nauðsynlegt að segja það sem fæstir vilja heyra. Öðruvísi breytist ekkert. Ég hef þörf fyrir að koma því að, að mér þykir mikilvægast í kosningabaráttunni sem nú fer fram að fyrrum forsætisráðherra flytji ekki á Bessastaði. Hún hefur verið andlit ríkisstjórnarinnar sem mér finnst hafa brugðist þeim gildum sem VG þóttist standa fyrir. Stjórnarinnar sem þrátt fyrir hvert stórspillingarmálið á eftir öðru tók aldrei ábyrgð. Stjórnarinnar sem ástundaði tilfærslu eigna frá almenningi til auðmanna, verndaði ekki náttúruna og auðlindirnar, gerði umhverfisráðuneytið að orkumálaráðuneyti og afhenti það Sjálfstæðisflokknum, hunsaði vilja þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá, stóð sig afleitlega í málefnum flóttafólks og stuðningi við Palestínu og gerði að lokum Bjarna Ben að forsætisráðherra. Ég skil enn ekki að málsvari flokksins sem hafði jafnrétti, umhverfivernd og jöfnuð að leiðarljósi, hafi valið að vinna með þeim öflum sem hafa verið helstu málsvarar gagnstæðra sjónarmiða og hvað eftir annað blessað órétt, spillingu og afleita lagasetningu. VG, flokkurinn sem ég forðum daga studdi, er samkvæmt skoðanakönnunum við það að þurrkast út og það endurspeglar óánægju fólks með það hvernig haldið hefur verið á málum. Mér er mikið í mun að halda Bessastöðum utan flokkadrátta og umdeildra stjórnmálamanna. Oftast hefur þjóð mín sýnt að hún sé sammála þeirri skoðun minni. Ég ætla að kjósa Höllu Hrund. Ég vil geta verið stolt af forsetanum okkar og það held ég að við getum öll orðið ef við verðum nógu mörg sem sameinumst um að kjósa hana. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun