Mikill harmleikur en skýrir farvegir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2024 19:07 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mál Winterar Ivý, sem lést sjö vikna gömul eftir heimsókn á sjúkrahús, harmleik. Skýrir farvegir séu fyrir mál sem hennar. Vísir Landspítalinn segir afar miður að móðir sjö vikna gamallar stúlku, sem lést skömmu eftir heimsókn á Barnaspítalann, upplifi að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar og ábendingar. Heilbrigðisráðherra segir skýra farvegi til staðar fyrir mál sem þessi en þetta sé harmleikur. Fjallað var um andlát Winterar Ivý í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Winter kom í heiminn síðasta haust og leitaði móðir hennar, Aníta Berkeley, á barnaspítalann með hana þegar hún var tæplega sjö vikna gömul. Aníta hafði þá miklar áhyggjur af heilsu hennar, hún var bæði bláleit og átti erfitt með andardrátt. Anítu var á spítalanum sagt að Winter væri dæmigert kveisubarn, hún segir lækna endurtekið hafa sagt að ekkert væri að og sagt hana móðursjuka. Mæðgurnar fóru heim en innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin. Aníta greindi frá málinu í kjölfar frétta af því að foreldrar tveggja ára stúlku, sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana, ætluðu að stefna íslenska ríkinu. „Þetta er mikil harmleikur og sérlega þung mál fyrir alla. Auðvitað foreldrana og maður finnur til með,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um málið. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Landspítala við máli Winterar og vildi spítalinn ekki veita viðtal vegna málsins. Fram kemur í skriflegu svari að spítalinn votti aðstandendum djúpstæða samúð og hafi farið yfir málið. Spítalinn telji afar miður að upplifun Anítu hafi verið sú að ekki væri hlustað á áhyggjur hennar og ábendingar. Til að tryggja góð samskipti við sjúklinga hafi verið ráðinn til starfa talsmaður sjúklinga. Fram kemur í tilkynningu á vef spítalans í dag að Marta Jóns Hjördísardóttir hafi verið ráðin í það starf. Spítalinn varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal við hana. Þá er vísað í svari spítalans til þess að mál Winterar sé nú til meðferðar hjá landlækni og spítalinn muni leggja sig fram um að veita allar upplýsingar sem embættið þarfnist til að upplýsa málið. „Við höfum, eðlilega, mjög skýra farvegi fyrir slík mál. Þau eru alltaf vandmeðfarin en ber að rannsaka bæði af hálfu þjónustuveitandans og Embætti landlæknis og fara yfir alla málavöxtu,“ segir Willum Þór. Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segja miður að móðir hafi upplifað að ekki væri hlustað á hana Landspítalinn mun veita embætti landlæknis allar þær upplýsingar sem þörf er á til að upplýsa með fullnægjandi hætti hvað gerðist þegar sjö vikna gömul stúlka lést um hálfum sólarhring eftir útskrift af Barnaspítala hringsins í nóvember á síðasta ári. 24. maí 2024 15:03 Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. 23. maí 2024 21:02 Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Fjallað var um andlát Winterar Ivý í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Winter kom í heiminn síðasta haust og leitaði móðir hennar, Aníta Berkeley, á barnaspítalann með hana þegar hún var tæplega sjö vikna gömul. Aníta hafði þá miklar áhyggjur af heilsu hennar, hún var bæði bláleit og átti erfitt með andardrátt. Anítu var á spítalanum sagt að Winter væri dæmigert kveisubarn, hún segir lækna endurtekið hafa sagt að ekkert væri að og sagt hana móðursjuka. Mæðgurnar fóru heim en innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin. Aníta greindi frá málinu í kjölfar frétta af því að foreldrar tveggja ára stúlku, sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana, ætluðu að stefna íslenska ríkinu. „Þetta er mikil harmleikur og sérlega þung mál fyrir alla. Auðvitað foreldrana og maður finnur til með,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um málið. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Landspítala við máli Winterar og vildi spítalinn ekki veita viðtal vegna málsins. Fram kemur í skriflegu svari að spítalinn votti aðstandendum djúpstæða samúð og hafi farið yfir málið. Spítalinn telji afar miður að upplifun Anítu hafi verið sú að ekki væri hlustað á áhyggjur hennar og ábendingar. Til að tryggja góð samskipti við sjúklinga hafi verið ráðinn til starfa talsmaður sjúklinga. Fram kemur í tilkynningu á vef spítalans í dag að Marta Jóns Hjördísardóttir hafi verið ráðin í það starf. Spítalinn varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal við hana. Þá er vísað í svari spítalans til þess að mál Winterar sé nú til meðferðar hjá landlækni og spítalinn muni leggja sig fram um að veita allar upplýsingar sem embættið þarfnist til að upplýsa málið. „Við höfum, eðlilega, mjög skýra farvegi fyrir slík mál. Þau eru alltaf vandmeðfarin en ber að rannsaka bæði af hálfu þjónustuveitandans og Embætti landlæknis og fara yfir alla málavöxtu,“ segir Willum Þór.
Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segja miður að móðir hafi upplifað að ekki væri hlustað á hana Landspítalinn mun veita embætti landlæknis allar þær upplýsingar sem þörf er á til að upplýsa með fullnægjandi hætti hvað gerðist þegar sjö vikna gömul stúlka lést um hálfum sólarhring eftir útskrift af Barnaspítala hringsins í nóvember á síðasta ári. 24. maí 2024 15:03 Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. 23. maí 2024 21:02 Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Segja miður að móðir hafi upplifað að ekki væri hlustað á hana Landspítalinn mun veita embætti landlæknis allar þær upplýsingar sem þörf er á til að upplýsa með fullnægjandi hætti hvað gerðist þegar sjö vikna gömul stúlka lést um hálfum sólarhring eftir útskrift af Barnaspítala hringsins í nóvember á síðasta ári. 24. maí 2024 15:03
Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. 23. maí 2024 21:02
Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08