Mikill harmleikur en skýrir farvegir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2024 19:07 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mál Winterar Ivý, sem lést sjö vikna gömul eftir heimsókn á sjúkrahús, harmleik. Skýrir farvegir séu fyrir mál sem hennar. Vísir Landspítalinn segir afar miður að móðir sjö vikna gamallar stúlku, sem lést skömmu eftir heimsókn á Barnaspítalann, upplifi að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar og ábendingar. Heilbrigðisráðherra segir skýra farvegi til staðar fyrir mál sem þessi en þetta sé harmleikur. Fjallað var um andlát Winterar Ivý í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Winter kom í heiminn síðasta haust og leitaði móðir hennar, Aníta Berkeley, á barnaspítalann með hana þegar hún var tæplega sjö vikna gömul. Aníta hafði þá miklar áhyggjur af heilsu hennar, hún var bæði bláleit og átti erfitt með andardrátt. Anítu var á spítalanum sagt að Winter væri dæmigert kveisubarn, hún segir lækna endurtekið hafa sagt að ekkert væri að og sagt hana móðursjuka. Mæðgurnar fóru heim en innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin. Aníta greindi frá málinu í kjölfar frétta af því að foreldrar tveggja ára stúlku, sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana, ætluðu að stefna íslenska ríkinu. „Þetta er mikil harmleikur og sérlega þung mál fyrir alla. Auðvitað foreldrana og maður finnur til með,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um málið. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Landspítala við máli Winterar og vildi spítalinn ekki veita viðtal vegna málsins. Fram kemur í skriflegu svari að spítalinn votti aðstandendum djúpstæða samúð og hafi farið yfir málið. Spítalinn telji afar miður að upplifun Anítu hafi verið sú að ekki væri hlustað á áhyggjur hennar og ábendingar. Til að tryggja góð samskipti við sjúklinga hafi verið ráðinn til starfa talsmaður sjúklinga. Fram kemur í tilkynningu á vef spítalans í dag að Marta Jóns Hjördísardóttir hafi verið ráðin í það starf. Spítalinn varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal við hana. Þá er vísað í svari spítalans til þess að mál Winterar sé nú til meðferðar hjá landlækni og spítalinn muni leggja sig fram um að veita allar upplýsingar sem embættið þarfnist til að upplýsa málið. „Við höfum, eðlilega, mjög skýra farvegi fyrir slík mál. Þau eru alltaf vandmeðfarin en ber að rannsaka bæði af hálfu þjónustuveitandans og Embætti landlæknis og fara yfir alla málavöxtu,“ segir Willum Þór. Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segja miður að móðir hafi upplifað að ekki væri hlustað á hana Landspítalinn mun veita embætti landlæknis allar þær upplýsingar sem þörf er á til að upplýsa með fullnægjandi hætti hvað gerðist þegar sjö vikna gömul stúlka lést um hálfum sólarhring eftir útskrift af Barnaspítala hringsins í nóvember á síðasta ári. 24. maí 2024 15:03 Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. 23. maí 2024 21:02 Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fjallað var um andlát Winterar Ivý í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Winter kom í heiminn síðasta haust og leitaði móðir hennar, Aníta Berkeley, á barnaspítalann með hana þegar hún var tæplega sjö vikna gömul. Aníta hafði þá miklar áhyggjur af heilsu hennar, hún var bæði bláleit og átti erfitt með andardrátt. Anítu var á spítalanum sagt að Winter væri dæmigert kveisubarn, hún segir lækna endurtekið hafa sagt að ekkert væri að og sagt hana móðursjuka. Mæðgurnar fóru heim en innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin. Aníta greindi frá málinu í kjölfar frétta af því að foreldrar tveggja ára stúlku, sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana, ætluðu að stefna íslenska ríkinu. „Þetta er mikil harmleikur og sérlega þung mál fyrir alla. Auðvitað foreldrana og maður finnur til með,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um málið. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Landspítala við máli Winterar og vildi spítalinn ekki veita viðtal vegna málsins. Fram kemur í skriflegu svari að spítalinn votti aðstandendum djúpstæða samúð og hafi farið yfir málið. Spítalinn telji afar miður að upplifun Anítu hafi verið sú að ekki væri hlustað á áhyggjur hennar og ábendingar. Til að tryggja góð samskipti við sjúklinga hafi verið ráðinn til starfa talsmaður sjúklinga. Fram kemur í tilkynningu á vef spítalans í dag að Marta Jóns Hjördísardóttir hafi verið ráðin í það starf. Spítalinn varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal við hana. Þá er vísað í svari spítalans til þess að mál Winterar sé nú til meðferðar hjá landlækni og spítalinn muni leggja sig fram um að veita allar upplýsingar sem embættið þarfnist til að upplýsa málið. „Við höfum, eðlilega, mjög skýra farvegi fyrir slík mál. Þau eru alltaf vandmeðfarin en ber að rannsaka bæði af hálfu þjónustuveitandans og Embætti landlæknis og fara yfir alla málavöxtu,“ segir Willum Þór.
Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segja miður að móðir hafi upplifað að ekki væri hlustað á hana Landspítalinn mun veita embætti landlæknis allar þær upplýsingar sem þörf er á til að upplýsa með fullnægjandi hætti hvað gerðist þegar sjö vikna gömul stúlka lést um hálfum sólarhring eftir útskrift af Barnaspítala hringsins í nóvember á síðasta ári. 24. maí 2024 15:03 Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. 23. maí 2024 21:02 Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Segja miður að móðir hafi upplifað að ekki væri hlustað á hana Landspítalinn mun veita embætti landlæknis allar þær upplýsingar sem þörf er á til að upplýsa með fullnægjandi hætti hvað gerðist þegar sjö vikna gömul stúlka lést um hálfum sólarhring eftir útskrift af Barnaspítala hringsins í nóvember á síðasta ári. 24. maí 2024 15:03
Ósátt með skýringar á andláti: „Dæmigert kveisubarn“ voru svörin Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis. 23. maí 2024 21:02
Stefna íslenska ríkinu vegna andláts tveggja ára dóttur Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. 22. maí 2024 20:08