Katrín Jakobsdóttir forseti Viðar Pálsson skrifar 1. maí 2024 19:31 Eitt mikilvægasta og vandasamasta hlutverk forseta Íslands er að tala fyrir hönd þjóðarinnar á fundum og ráðstefnum með erlendum ráðamönnum, heima og erlendis. Forseti Íslands þarf að vera flugmæltur á erlend mál, vel að sér um stjórnmál og heimsmál fyrr og nú, og þekkja venjur og siði í alþjóðasamskiptum. Katrín Jakobsdóttir er yfirburðafær á þessu sviði enda með langa reynslu að baki. Hún hefur um árabil talað við ráðamenn Norðurlanda á Norðurlandamáli, ensku í öðrum löndum og haldið uppi samræðum á frönsku þar sem við á. Fáir einstaklingar eru betur til þess fallnir en Katrín, í krafti þekkingar, hæfni og reynslu, að tala máli Íslands í alþjóðleg eyru, bæði fyrir hagsmunum lands og þjóðar sem og fyrir friði, mannréttindum, lýðræði, sjálfbærni og mennsku. Rödd Katrínar inn á við er sömuleiðis sterk og á góðri íslensku. Ég kynntist Katrínu þegar við vorum sessunautar í íslenskum bókmenntum í Háskóla Íslands og tók þá strax eftir þægilegri nærveru hennar og hversu áreynslulaust hún blandar geði við fólk. Eins og sannur extróvert skortir hana ekki orð og ég tók því sérstaklega eftir því að hún er næmur hlustandi ekki síður en mælandi, sem er dýrmætur eiginleiki. Annað persónueinkenni Katrínar er að hún berst ekki á og það er ekki til í henni yfirlæti eða snobb. Henni er eðlislægt að tala eins við alla og mæta fólki á jafningjagrundvelli. Þótt það ætti varla að vera umtalsefni þá efast ég þó um að margir forsætisráðherrar, eða aðrir leiðtogar Vesturlanda, búi enn í gömlu blokkaríbúðinni sinni með fimm manna fjölskyldu. Í þessari kosningabaráttu hefur því verið haldið á lofti að virk þátttaka í stjórnmálum og þjóðmálabaráttu jafngildi því að velta sér upp úr svínastíu og geri fólk óhæft til þess að bjóða sig fram til ópólitískra starfa í þágu þjóðarinnar, svo sem til embættis forseta Íslands. Þetta sjónarmið stenst enga skoðun. Þvert á móti er bundið í eðli virks og heilbrigðs lýðræðis að á vettvangi þess stíga fram einstaklingar sem eru reiðubúnir að láta að sér kveða, berjast fyrir gildum og hugsjónum sem þeir vilja að móti samfélagið, freista þess að knýja á um breytingar og umbætur, en sætta sig við óumflýjanlega gagnrýni. Allir sem taka virkan þátt í stjórnmálum og komast til áhrifa eignast bæði stuðningsfólk og andstæðinga og verða umdeildir að einhverju marki fyrir ákvarðanir sínar, sama hvar í flokki þeir standa. Katrín Jakobsdóttir hefur helgað líf sitt baráttu fyrir hugsjónum um betra samfélag og viljug tekið sér stöðu þar sem vindar blása og hart er tekist á um stóru málin og framtíðina. Það er sömuleiðis einkenni á lýðræðishefð okkar að ólíkir einstaklingar með ólík sjónarmið verða að ná samkomulagi til þess að mynda starfhæfa stjórn og að sá sem leiðir slíkt starf, ekki síst fjölflokkastarf, þarf sannarlega góða forystuhæfileika, sáttfýsi og mannskilning. Varla eru það góð skilaboð til ungu kynslóðarinnar, að til þess að vera metin að verðleikum sé hollast að halda sig á hliðarlínunni í samfélagsumræðunni og láta aðra um að axla ábyrgðina. Í vestrænum lýðræðisríkjum eru þjóðhöfðingjar ítrekað kosnir af vettvangi stjórnmála. Núverandi forseti Þýskalands var áður utanríkisráðherra og þar áður aðstoðarkanslari. Núverandi forseti Írlands steig af þingi og úr flokksforystu til þess að bjóða sig fram til forseta og hafði áður verið ráðherra. Sem dæmi af Norðurlöndum hafa ellefu forsetar setið í Finnlandi frá 1931 og af þeim voru sjö forsætisráðherrar fyrst og tveir til viðbótar í öðrum ráðherraembættum áður. Nýkjörinn forseti Finnlands sat á fjórum ráðherrastólum áður, þar á meðal á stól forsætisráðherra. Svona mætti áfram telja og rekja sig eftir löndum. Góð forsetaefni geta haft margs konar bakgrunn, að sjálfsögðu, en að halda því fram stjórnmálastarf sé óvanalegur og óheppilegur bakgrunnur í lýðræðissamfélagi er hæpið. Þrír af sex forsetum Íslands hafa verið flokkspólitískir stjórnmálamenn, þar af tveir ráðherrar. Katrín var forsætisráðherra Íslands við erfiðar aðstæður, á tímum farsóttar, náttúruhamfara og efnahagsþrenginga á heimsvísu. Hún sýndi að hún hefur bein í nefinu og er leiðtogi þegar á móti blæs og erfiðar ákvarðanir blasa við, gagnrýni er hávær og framtíðin er óviss. Reynsla hennar og veganesti úr stjórnmálastarfi geta reynst dýrmætari en flest annað í embætti forseta Íslands á tímum sem þar sem heimsmálin eru viðsjárverðari en oft áður á undanförum áratugum og samfélag okkar á Íslandi þróast og breytist hratt. Ég treysti Katrínu Jakobsdóttur fullkomlega til þess að gegna embætti forseta Íslands og styð hana heilshugar í þessari kosningabaráttu. Höfundur er dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta og vandasamasta hlutverk forseta Íslands er að tala fyrir hönd þjóðarinnar á fundum og ráðstefnum með erlendum ráðamönnum, heima og erlendis. Forseti Íslands þarf að vera flugmæltur á erlend mál, vel að sér um stjórnmál og heimsmál fyrr og nú, og þekkja venjur og siði í alþjóðasamskiptum. Katrín Jakobsdóttir er yfirburðafær á þessu sviði enda með langa reynslu að baki. Hún hefur um árabil talað við ráðamenn Norðurlanda á Norðurlandamáli, ensku í öðrum löndum og haldið uppi samræðum á frönsku þar sem við á. Fáir einstaklingar eru betur til þess fallnir en Katrín, í krafti þekkingar, hæfni og reynslu, að tala máli Íslands í alþjóðleg eyru, bæði fyrir hagsmunum lands og þjóðar sem og fyrir friði, mannréttindum, lýðræði, sjálfbærni og mennsku. Rödd Katrínar inn á við er sömuleiðis sterk og á góðri íslensku. Ég kynntist Katrínu þegar við vorum sessunautar í íslenskum bókmenntum í Háskóla Íslands og tók þá strax eftir þægilegri nærveru hennar og hversu áreynslulaust hún blandar geði við fólk. Eins og sannur extróvert skortir hana ekki orð og ég tók því sérstaklega eftir því að hún er næmur hlustandi ekki síður en mælandi, sem er dýrmætur eiginleiki. Annað persónueinkenni Katrínar er að hún berst ekki á og það er ekki til í henni yfirlæti eða snobb. Henni er eðlislægt að tala eins við alla og mæta fólki á jafningjagrundvelli. Þótt það ætti varla að vera umtalsefni þá efast ég þó um að margir forsætisráðherrar, eða aðrir leiðtogar Vesturlanda, búi enn í gömlu blokkaríbúðinni sinni með fimm manna fjölskyldu. Í þessari kosningabaráttu hefur því verið haldið á lofti að virk þátttaka í stjórnmálum og þjóðmálabaráttu jafngildi því að velta sér upp úr svínastíu og geri fólk óhæft til þess að bjóða sig fram til ópólitískra starfa í þágu þjóðarinnar, svo sem til embættis forseta Íslands. Þetta sjónarmið stenst enga skoðun. Þvert á móti er bundið í eðli virks og heilbrigðs lýðræðis að á vettvangi þess stíga fram einstaklingar sem eru reiðubúnir að láta að sér kveða, berjast fyrir gildum og hugsjónum sem þeir vilja að móti samfélagið, freista þess að knýja á um breytingar og umbætur, en sætta sig við óumflýjanlega gagnrýni. Allir sem taka virkan þátt í stjórnmálum og komast til áhrifa eignast bæði stuðningsfólk og andstæðinga og verða umdeildir að einhverju marki fyrir ákvarðanir sínar, sama hvar í flokki þeir standa. Katrín Jakobsdóttir hefur helgað líf sitt baráttu fyrir hugsjónum um betra samfélag og viljug tekið sér stöðu þar sem vindar blása og hart er tekist á um stóru málin og framtíðina. Það er sömuleiðis einkenni á lýðræðishefð okkar að ólíkir einstaklingar með ólík sjónarmið verða að ná samkomulagi til þess að mynda starfhæfa stjórn og að sá sem leiðir slíkt starf, ekki síst fjölflokkastarf, þarf sannarlega góða forystuhæfileika, sáttfýsi og mannskilning. Varla eru það góð skilaboð til ungu kynslóðarinnar, að til þess að vera metin að verðleikum sé hollast að halda sig á hliðarlínunni í samfélagsumræðunni og láta aðra um að axla ábyrgðina. Í vestrænum lýðræðisríkjum eru þjóðhöfðingjar ítrekað kosnir af vettvangi stjórnmála. Núverandi forseti Þýskalands var áður utanríkisráðherra og þar áður aðstoðarkanslari. Núverandi forseti Írlands steig af þingi og úr flokksforystu til þess að bjóða sig fram til forseta og hafði áður verið ráðherra. Sem dæmi af Norðurlöndum hafa ellefu forsetar setið í Finnlandi frá 1931 og af þeim voru sjö forsætisráðherrar fyrst og tveir til viðbótar í öðrum ráðherraembættum áður. Nýkjörinn forseti Finnlands sat á fjórum ráðherrastólum áður, þar á meðal á stól forsætisráðherra. Svona mætti áfram telja og rekja sig eftir löndum. Góð forsetaefni geta haft margs konar bakgrunn, að sjálfsögðu, en að halda því fram stjórnmálastarf sé óvanalegur og óheppilegur bakgrunnur í lýðræðissamfélagi er hæpið. Þrír af sex forsetum Íslands hafa verið flokkspólitískir stjórnmálamenn, þar af tveir ráðherrar. Katrín var forsætisráðherra Íslands við erfiðar aðstæður, á tímum farsóttar, náttúruhamfara og efnahagsþrenginga á heimsvísu. Hún sýndi að hún hefur bein í nefinu og er leiðtogi þegar á móti blæs og erfiðar ákvarðanir blasa við, gagnrýni er hávær og framtíðin er óviss. Reynsla hennar og veganesti úr stjórnmálastarfi geta reynst dýrmætari en flest annað í embætti forseta Íslands á tímum sem þar sem heimsmálin eru viðsjárverðari en oft áður á undanförum áratugum og samfélag okkar á Íslandi þróast og breytist hratt. Ég treysti Katrínu Jakobsdóttur fullkomlega til þess að gegna embætti forseta Íslands og styð hana heilshugar í þessari kosningabaráttu. Höfundur er dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun