Mýtan um launin Elsa Nore skrifar 1. maí 2024 09:31 Ég rak upp stór augu um daginn, þegar ég las yfirskriftina „Segir lág laun leikskólakennara mýtu” á frétt á Vísi. Sem leikskólakennari varð ég auðvitað að skoða þetta nánar. Í greininni er vitnað í borgarfulltrúa sem í ræðu sinni hélt því fram að byrjunarlaun leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg séu 725.179. Þetta var niðurstaða í úttekt sem hún lét gera í febrúar til að bera saman laun leikskólakennara við lögfræðinga og viðskiptafræðinga hjá borginni. Í greininni er svo fullyrt að „borgin yfirbýður hressilega” sem er ekki rétt. Ég sendi tölvupóst á fréttamanninn sem skrifaði greinina en hef ekki fengið nein viðbrögð og greinin ekki leiðrétt. Ég vissi að þetta með launin var ósatt, en ákvað að skoða launaseðilinn minn til öryggis. Launin mín fyrir skatt eru rétt rúmlega 702.000. Og það er fyrir fullt starf sem kennari með næstum því 20 ára starfsreynslu í leikskólum (þar af 15 ár sem kennari). Í kjölfarið sendi ég skilaboð á fulltrúann á facebook og spurði hvort að borgin skuldi mér ekki laun, þar sem ég greinilega hef fengið allt of lítið útborgað til margra ára. Svarið sem ég fékk var að í þessum útreikningum væru heilsuræktarstyrkur (28.000 á ári), sundkort (44.840 á ári), menningarkort (8.130 á ári), Samgöngusamningur (7.500 á mánuði) Ásamt kostnaði við starfsmannamötuneyti (sem ég skil ekki alveg hvað er átt við) Þegar ég benti á að þetta er ansi óheiðarleg framsetning, þar sem fríðindi og styrkir séu varla flokkuð sem laun (enda get ég ekki borgað reikninga með sund- og menningarkorti) var svarið að þetta voru heildarlaun „með öllu því sem innifalið er” og að „þegar við ræðum um laun er yfirleitt teknir saman allir þeir þættir sem eru í heildarlaunum”. Þetta er auðvitað ekki heldur satt. Ég ákvað samt að gera minn eigin útreikning, með því sem kom fram hér að ofan. Menningar- og sundkort og heilsuræktarstyrkur deilt niður á 12 mánuði (6.747,5 kr) og svo byrjunarlaun leikskólakennara með leyfisbréf (60.838 kr) ásamt mánaðarlegum samgöngustyrk (7.500 kr). Það verður 623.085,5 kr. Þá vantar rúmlega 100.000 á mánuði upp í það sem fulltrúinn sagði. Er hún þá að halda því fram að maturinn sem við borðum sé 100.000 króna virði á mánuði? Ég spurði hana, en fékk ekkert svar. Ég innti eftir svari nokkrum dögum seinna og fékk þá einhverjar útskýringar um að „hér er verið að bera saman heildarkjör en ekki eingöngu laun” sem er ekki í samræmi við það sem sagt var í pontu, þar sem hún sjálf talaði um byrjunarlaun þessara stétta. Svo enn vantar 100.000 krónur mánaðarlega milli raunverulegra launa kennara og orða hennar í pontu. Upphæð sem hún virðist ekki vilja eða geta gert grein fyrir. Ég sé ekki betur en að tvennt sé í stöðunni: Fulltrúinn viðurkenni opinberlega að hafa farið með rangt mál og biðjist afsökunar. (Sem er í fínu lagi. Stundum gerir man mistök og þá er bara að leiðrétta og vanda sig betur næst.) Fulltrúinn beitir sér fyrir því að leiðrétta laun kennara afturvirkt. Ef hvorug leiðin er farin er ekki annað hægt en að líta svo á að fulltrúinn sé viljandi, og gegn betri vitund, að fara með rangt mál af einhverjum ástæðum. Í kjölfarið væri áhugavert að vita fjölda kennara sem eru í langtímaveikindum vegna álagstengdra sjúkdóma hjá borginni og hver kostnaðurinn af því er. Kannski væri hægt að spara til lengra tíma með því að fækka börnum á deildum og þannig minnka álag á starfsfólki, sem í framhaldi minnkar líkur á kulnun og flótta úr stéttinni. Væri ekki yndislegt að geta nýtt þekkingu og reynslu kennarana í skólunum í staðinn fyrir að borga þeim veikindalaun? Ekki bara borgin mundi græða á því til lengdar. Heldur fyrst og fremst börnin. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég rak upp stór augu um daginn, þegar ég las yfirskriftina „Segir lág laun leikskólakennara mýtu” á frétt á Vísi. Sem leikskólakennari varð ég auðvitað að skoða þetta nánar. Í greininni er vitnað í borgarfulltrúa sem í ræðu sinni hélt því fram að byrjunarlaun leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg séu 725.179. Þetta var niðurstaða í úttekt sem hún lét gera í febrúar til að bera saman laun leikskólakennara við lögfræðinga og viðskiptafræðinga hjá borginni. Í greininni er svo fullyrt að „borgin yfirbýður hressilega” sem er ekki rétt. Ég sendi tölvupóst á fréttamanninn sem skrifaði greinina en hef ekki fengið nein viðbrögð og greinin ekki leiðrétt. Ég vissi að þetta með launin var ósatt, en ákvað að skoða launaseðilinn minn til öryggis. Launin mín fyrir skatt eru rétt rúmlega 702.000. Og það er fyrir fullt starf sem kennari með næstum því 20 ára starfsreynslu í leikskólum (þar af 15 ár sem kennari). Í kjölfarið sendi ég skilaboð á fulltrúann á facebook og spurði hvort að borgin skuldi mér ekki laun, þar sem ég greinilega hef fengið allt of lítið útborgað til margra ára. Svarið sem ég fékk var að í þessum útreikningum væru heilsuræktarstyrkur (28.000 á ári), sundkort (44.840 á ári), menningarkort (8.130 á ári), Samgöngusamningur (7.500 á mánuði) Ásamt kostnaði við starfsmannamötuneyti (sem ég skil ekki alveg hvað er átt við) Þegar ég benti á að þetta er ansi óheiðarleg framsetning, þar sem fríðindi og styrkir séu varla flokkuð sem laun (enda get ég ekki borgað reikninga með sund- og menningarkorti) var svarið að þetta voru heildarlaun „með öllu því sem innifalið er” og að „þegar við ræðum um laun er yfirleitt teknir saman allir þeir þættir sem eru í heildarlaunum”. Þetta er auðvitað ekki heldur satt. Ég ákvað samt að gera minn eigin útreikning, með því sem kom fram hér að ofan. Menningar- og sundkort og heilsuræktarstyrkur deilt niður á 12 mánuði (6.747,5 kr) og svo byrjunarlaun leikskólakennara með leyfisbréf (60.838 kr) ásamt mánaðarlegum samgöngustyrk (7.500 kr). Það verður 623.085,5 kr. Þá vantar rúmlega 100.000 á mánuði upp í það sem fulltrúinn sagði. Er hún þá að halda því fram að maturinn sem við borðum sé 100.000 króna virði á mánuði? Ég spurði hana, en fékk ekkert svar. Ég innti eftir svari nokkrum dögum seinna og fékk þá einhverjar útskýringar um að „hér er verið að bera saman heildarkjör en ekki eingöngu laun” sem er ekki í samræmi við það sem sagt var í pontu, þar sem hún sjálf talaði um byrjunarlaun þessara stétta. Svo enn vantar 100.000 krónur mánaðarlega milli raunverulegra launa kennara og orða hennar í pontu. Upphæð sem hún virðist ekki vilja eða geta gert grein fyrir. Ég sé ekki betur en að tvennt sé í stöðunni: Fulltrúinn viðurkenni opinberlega að hafa farið með rangt mál og biðjist afsökunar. (Sem er í fínu lagi. Stundum gerir man mistök og þá er bara að leiðrétta og vanda sig betur næst.) Fulltrúinn beitir sér fyrir því að leiðrétta laun kennara afturvirkt. Ef hvorug leiðin er farin er ekki annað hægt en að líta svo á að fulltrúinn sé viljandi, og gegn betri vitund, að fara með rangt mál af einhverjum ástæðum. Í kjölfarið væri áhugavert að vita fjölda kennara sem eru í langtímaveikindum vegna álagstengdra sjúkdóma hjá borginni og hver kostnaðurinn af því er. Kannski væri hægt að spara til lengra tíma með því að fækka börnum á deildum og þannig minnka álag á starfsfólki, sem í framhaldi minnkar líkur á kulnun og flótta úr stéttinni. Væri ekki yndislegt að geta nýtt þekkingu og reynslu kennarana í skólunum í staðinn fyrir að borga þeim veikindalaun? Ekki bara borgin mundi græða á því til lengdar. Heldur fyrst og fremst börnin. Höfundur er leikskólakennari.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun