Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2024 22:30 Teiknari AP fréttaveitunnar fangaði Hæstaréttardómara í dósmal í dag. AP/Dana Verkouteren Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. Umrætt mál snýr að einu af fjórum dómsmálum gegn Trump. Í þessu máli hefur Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, ákært Trump vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og halda völdum. Til stóð að hefja réttarhöldin gegn Trump í Washington þann 4. mars en þeim var frestað um óákveðinn tíma vegna kröfu Trumps um að hann njóti friðhelgi frá lögsókn. Smith hefur beðið dómarana um að taka málið fyrir í flýti, svo hægt væri að rétta sem fyrst yfir Trump en það hafa þeir ekki viljað gera, í þessu tilfelli. Trump og lögmenn hans hafa haldið því fram að ekki sé hægt að ákæra hann vegna einhvers sem hann gerði þegar hann sat í embætti. Lögmennirnir hafa meðal annars sagt að forseti gæti látið hermenn myrða pólitíska andstæðinga sína og ekki væri hægt að sækja þá til saka fyrr en búið væri að ákæra þá fyrir embættisbrot og víkja úr embætti, jafnvel þó viðkomandi væri ekki lengur forseti. Lögmaður Trumps sagð í dag að forseti gæti skipað herjum Bandaríkjanna að fremja valdarán fyrir sig, ef það væri liður í opinberum störfum hans. Hægt var að hlusta á málflutninginn í beinni í dag. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni, þar sem Trump sjálfur tjáði sig um málið á leið í dómsal í New York og þá má heyra í dómurum, saksóknunum og lögmönnum. Í öllum málunum gegn Trump hafa hann og lögmenn hans lagt mikla áherslu á að tefja málaferlin fram yfir kosningarnar í nóvember. Sigri Trump Joe Biden í kosningunum gæti hann beitt völdum forsetaembættisins til að stöðva málaferlin eða jafnvel náðað sjálfan sig. Dómarar Hæstaréttar hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Sjá einnig: Úrskurða líklega Trump í vil degi fyrir „ofurþriðudag“ Í frétt Washington Post segir að tæplega þriggja klukkustunda málflutningur í hæstarétti í dag gefi til kynna að þeir dómarar sem skipaðir voru af forseta úr Repúblikanaflokknum, sem eru í meirihluta 6-3, séu líklegir til að senda málið aftur til lægri dómstólastiga og þar með tefja réttarhöldin gegn Trump enn frekar. Trump sjálfur skipaði þrjá af dómurunum níu í embætti. Niðurstaða á ekki að liggja fyrir í júní eða mögulega í byrjun júlí og þó dómararnir myndu úrskurða alfarið gegn Trump gæfi það líklega ekki nægan tíma til að rétta yfir Trump fyrir kosningarnar í nóvember. Það tók dómarana tæpan mánuð að komast að þeirri niðurstöðu að ráðamenn tiltekinna ríkja mættu ekki útiloka Trump á kjörseðlum þar. Kröfu um algera friðhelgi líklega hafnað AP fréttaveitan segir líklegt að kröfu Trumps um algera friðhelgi verði hafnað. Spurningar dómarar til saksóknara og lögmanna Trumps, og þá sérstaklega spurningar dómara meirihlutans, í dag gefi þó til kynna að þeir vilji takmarka með einhverjum hætti hvernig hægt sé að ákæra bandaríska forseta. Tveir dómaranna sem Trump skipaði, þeir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh, ítrekuðu að þeir væri lítið að hugsa um málaferli gegn Trump. Þess í stað hefðu þeir miklar áhyggjur af framtíðinni og sögðu að úrskurður þeirra myndi hafa áhrif á alla forseta. Þeir og Samuel Alito gáfu til kynna að málið yrði sent aftur til lægri dómstiga. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Hefur mátt sitja undir svívirðingum um sjálfan sig Tólf kviðdómendur hafa verið valdir í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York og er vonast til þess að kviðdómendavalinu ljúki í dag, með vali á fimm varakviðdómendum. Trump hefur varið síðustu dögum í að hlusta á fólk tala illa um hann, án þess að geta svarað fyrir sig. 19. apríl 2024 12:08 Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44 Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Hæstiréttur skoðar kröfu Trumps um friðhelgi Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna hafa samþykkt að taka fyrir kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, um að vísa eigi frá dómsmálinu gegn honum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Það vill Trump að verði gert á grunni þess að hann njóti friðhelgi. 28. febrúar 2024 23:18 Hæstiréttur neitar að flýta máli Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða. 23. desember 2023 14:01 Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins krefjast þess að hæstaréttardómarinn Clarence Thomas komi ekki að úrskurði Hæstaréttar varðandi mögulega friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Er það vegna þess að eiginkona Thomas tók þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 18. desember 2023 16:50 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Umrætt mál snýr að einu af fjórum dómsmálum gegn Trump. Í þessu máli hefur Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, ákært Trump vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og halda völdum. Til stóð að hefja réttarhöldin gegn Trump í Washington þann 4. mars en þeim var frestað um óákveðinn tíma vegna kröfu Trumps um að hann njóti friðhelgi frá lögsókn. Smith hefur beðið dómarana um að taka málið fyrir í flýti, svo hægt væri að rétta sem fyrst yfir Trump en það hafa þeir ekki viljað gera, í þessu tilfelli. Trump og lögmenn hans hafa haldið því fram að ekki sé hægt að ákæra hann vegna einhvers sem hann gerði þegar hann sat í embætti. Lögmennirnir hafa meðal annars sagt að forseti gæti látið hermenn myrða pólitíska andstæðinga sína og ekki væri hægt að sækja þá til saka fyrr en búið væri að ákæra þá fyrir embættisbrot og víkja úr embætti, jafnvel þó viðkomandi væri ekki lengur forseti. Lögmaður Trumps sagð í dag að forseti gæti skipað herjum Bandaríkjanna að fremja valdarán fyrir sig, ef það væri liður í opinberum störfum hans. Hægt var að hlusta á málflutninginn í beinni í dag. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni, þar sem Trump sjálfur tjáði sig um málið á leið í dómsal í New York og þá má heyra í dómurum, saksóknunum og lögmönnum. Í öllum málunum gegn Trump hafa hann og lögmenn hans lagt mikla áherslu á að tefja málaferlin fram yfir kosningarnar í nóvember. Sigri Trump Joe Biden í kosningunum gæti hann beitt völdum forsetaembættisins til að stöðva málaferlin eða jafnvel náðað sjálfan sig. Dómarar Hæstaréttar hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Sjá einnig: Úrskurða líklega Trump í vil degi fyrir „ofurþriðudag“ Í frétt Washington Post segir að tæplega þriggja klukkustunda málflutningur í hæstarétti í dag gefi til kynna að þeir dómarar sem skipaðir voru af forseta úr Repúblikanaflokknum, sem eru í meirihluta 6-3, séu líklegir til að senda málið aftur til lægri dómstólastiga og þar með tefja réttarhöldin gegn Trump enn frekar. Trump sjálfur skipaði þrjá af dómurunum níu í embætti. Niðurstaða á ekki að liggja fyrir í júní eða mögulega í byrjun júlí og þó dómararnir myndu úrskurða alfarið gegn Trump gæfi það líklega ekki nægan tíma til að rétta yfir Trump fyrir kosningarnar í nóvember. Það tók dómarana tæpan mánuð að komast að þeirri niðurstöðu að ráðamenn tiltekinna ríkja mættu ekki útiloka Trump á kjörseðlum þar. Kröfu um algera friðhelgi líklega hafnað AP fréttaveitan segir líklegt að kröfu Trumps um algera friðhelgi verði hafnað. Spurningar dómarar til saksóknara og lögmanna Trumps, og þá sérstaklega spurningar dómara meirihlutans, í dag gefi þó til kynna að þeir vilji takmarka með einhverjum hætti hvernig hægt sé að ákæra bandaríska forseta. Tveir dómaranna sem Trump skipaði, þeir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh, ítrekuðu að þeir væri lítið að hugsa um málaferli gegn Trump. Þess í stað hefðu þeir miklar áhyggjur af framtíðinni og sögðu að úrskurður þeirra myndi hafa áhrif á alla forseta. Þeir og Samuel Alito gáfu til kynna að málið yrði sent aftur til lægri dómstiga.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Hefur mátt sitja undir svívirðingum um sjálfan sig Tólf kviðdómendur hafa verið valdir í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York og er vonast til þess að kviðdómendavalinu ljúki í dag, með vali á fimm varakviðdómendum. Trump hefur varið síðustu dögum í að hlusta á fólk tala illa um hann, án þess að geta svarað fyrir sig. 19. apríl 2024 12:08 Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44 Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Hæstiréttur skoðar kröfu Trumps um friðhelgi Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna hafa samþykkt að taka fyrir kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, um að vísa eigi frá dómsmálinu gegn honum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Það vill Trump að verði gert á grunni þess að hann njóti friðhelgi. 28. febrúar 2024 23:18 Hæstiréttur neitar að flýta máli Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða. 23. desember 2023 14:01 Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins krefjast þess að hæstaréttardómarinn Clarence Thomas komi ekki að úrskurði Hæstaréttar varðandi mögulega friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Er það vegna þess að eiginkona Thomas tók þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 18. desember 2023 16:50 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Hefur mátt sitja undir svívirðingum um sjálfan sig Tólf kviðdómendur hafa verið valdir í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York og er vonast til þess að kviðdómendavalinu ljúki í dag, með vali á fimm varakviðdómendum. Trump hefur varið síðustu dögum í að hlusta á fólk tala illa um hann, án þess að geta svarað fyrir sig. 19. apríl 2024 12:08
Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44
Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41
Hæstiréttur skoðar kröfu Trumps um friðhelgi Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna hafa samþykkt að taka fyrir kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, um að vísa eigi frá dómsmálinu gegn honum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Það vill Trump að verði gert á grunni þess að hann njóti friðhelgi. 28. febrúar 2024 23:18
Hæstiréttur neitar að flýta máli Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða. 23. desember 2023 14:01
Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins krefjast þess að hæstaréttardómarinn Clarence Thomas komi ekki að úrskurði Hæstaréttar varðandi mögulega friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Er það vegna þess að eiginkona Thomas tók þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 18. desember 2023 16:50