„Sumir eru í golfi en ég er bara í þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2024 11:00 Ólafur Pétursson og fjölskylda eftir að Breiðablik varð Íslandsmeistari karla haustið 2022. Aðsend Ólafur Pétursson er einn af þessum mönnum á bakvið tjöldin sem tranar sér ekki fram við hvert tilefni. Hann hefur hins vegar átt sinn þinn þátt í velgengni Breiðabliks. Ólafur hefur starfað fyrir Breiðablik frá árinu 2005 og lyft fjölda titla á þeim árum. Alls hefur hann unnið 19 stóra titla á ferli sínum sem markmannsþjálfari, þar af eru tíu Íslandsmeistaratitlar. Í dag er hann yfirþjálfari markmannsþjálfunar hjá Breiðabliki. Ofan á allt þetta hefur hann starfað fyrir A-landslið kvenna síðan árið 2013, er í fullu starfi sem kennari og giftur fjölskyldufaðir. Það kemur því ekki á óvart að samkvæmt honum sjálfum sé hann „best gifti maður í heimi.“ Frá 2015 til 2022 var hann með báða meistaraflokka Blika sem og kvennalandsliðið. Hann sér ekki eftir að minnka við sig en í dag er hann með kvennalið Blika ásamt því að vera yfirþjálfari, kennari og fjölskyldufaðir. „Ég hafði bara ekki tíma í það,“ sagði Ólafur í viðtali við Vísi um ferilinn. Umræðan snerist svo fljótt að fjölskyldunni. Ólafur og fjölskylda á EM kvenna sumarið 2022.Aðsend „Konan mín (Lára Sif Jónsdóttir) er mín stoð og stytta í þessu. Ég er búinn að vera ótrúlega lítið heima, alltaf í vinnunni. Bæði að kenna, svo að þjálfa og með alla þessa leiki. Ég var búin að taka ákvörðun um það að vera ekki með báða meistaraflokkana eftir sumarið 2022,“ sagði Ólafur og bætti við: „Ég er loksins meira heima og ef einhver á þakkir skilið þá er það konan mín, ég er ótrúlega vel giftur maður. Er heppinn að eiga eiginkonu sem hefur stutt mig í gegnum þetta.“ Það var nóg að gera hjá karlaliði Breiðabliks síðasta sumar þegar liðið fór alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ólafur er eðlilega gríðarlega ánægður með þann árangur sem Blikar náðu en hann var þó feginn að vera ekki með báða meistaraflokkana. „Af því að ég var með stelpurnar fékk ég frí hér og þar. Hefði ég líka verið með strákana hefði ég ekki fengið neitt sumarfrí til að vera með fjölskyldunni.“ „Maður finnur það, eins og síðasta sumar þegar ég var ekki með tvo meistaraflokka, hvað það er ótrúlega þægilegt. Það er bara vika í næsta leik, það er mesti munurinn.“ Ólafur og Aron Már Björnsson (þáverandi styrktarþjálfari Breiðabliks á góðri stund í París eftir Evrópuleik gegn París Saint-Germain.Aðsend Löglega afsakaður í Vejle Ólafur hefur starfað fyrir landsliðið síðan 2013 og er kominn með 117 A-landsleiki. „Sem er nú ansi magnað af landsliðsþjálfara að vera,“ segir Ólafur sem hefur aðeins misst af einum leik með A-landsliði kvenna á þessum tíma. Það má segj hann hafi haft löglega afsökun. „Það var í Vejle í júní 2014. Ég var að gifta mig á laugardegi og leikur á sunnudeginum. Það er eini leikurinn sem ég hef misst af.“ „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, sumir eru í golfi en ég er bara í þessu,“ sagði Ólafur að lokum aðspurður hvort hann væri ekkert farinn að fá leið á þjálfun. Ólafur verður á sínum stað á hliðarlínunni þegar Blikar hefja leik í Bestu deild kvenna á morgun, mánudag. Tekur Breiðablik á móti Keflavík klukkan 18.00. Leikurinn verður sýndur beint á aukarás Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Ólafur hefur starfað fyrir Breiðablik frá árinu 2005 og lyft fjölda titla á þeim árum. Alls hefur hann unnið 19 stóra titla á ferli sínum sem markmannsþjálfari, þar af eru tíu Íslandsmeistaratitlar. Í dag er hann yfirþjálfari markmannsþjálfunar hjá Breiðabliki. Ofan á allt þetta hefur hann starfað fyrir A-landslið kvenna síðan árið 2013, er í fullu starfi sem kennari og giftur fjölskyldufaðir. Það kemur því ekki á óvart að samkvæmt honum sjálfum sé hann „best gifti maður í heimi.“ Frá 2015 til 2022 var hann með báða meistaraflokka Blika sem og kvennalandsliðið. Hann sér ekki eftir að minnka við sig en í dag er hann með kvennalið Blika ásamt því að vera yfirþjálfari, kennari og fjölskyldufaðir. „Ég hafði bara ekki tíma í það,“ sagði Ólafur í viðtali við Vísi um ferilinn. Umræðan snerist svo fljótt að fjölskyldunni. Ólafur og fjölskylda á EM kvenna sumarið 2022.Aðsend „Konan mín (Lára Sif Jónsdóttir) er mín stoð og stytta í þessu. Ég er búinn að vera ótrúlega lítið heima, alltaf í vinnunni. Bæði að kenna, svo að þjálfa og með alla þessa leiki. Ég var búin að taka ákvörðun um það að vera ekki með báða meistaraflokkana eftir sumarið 2022,“ sagði Ólafur og bætti við: „Ég er loksins meira heima og ef einhver á þakkir skilið þá er það konan mín, ég er ótrúlega vel giftur maður. Er heppinn að eiga eiginkonu sem hefur stutt mig í gegnum þetta.“ Það var nóg að gera hjá karlaliði Breiðabliks síðasta sumar þegar liðið fór alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ólafur er eðlilega gríðarlega ánægður með þann árangur sem Blikar náðu en hann var þó feginn að vera ekki með báða meistaraflokkana. „Af því að ég var með stelpurnar fékk ég frí hér og þar. Hefði ég líka verið með strákana hefði ég ekki fengið neitt sumarfrí til að vera með fjölskyldunni.“ „Maður finnur það, eins og síðasta sumar þegar ég var ekki með tvo meistaraflokka, hvað það er ótrúlega þægilegt. Það er bara vika í næsta leik, það er mesti munurinn.“ Ólafur og Aron Már Björnsson (þáverandi styrktarþjálfari Breiðabliks á góðri stund í París eftir Evrópuleik gegn París Saint-Germain.Aðsend Löglega afsakaður í Vejle Ólafur hefur starfað fyrir landsliðið síðan 2013 og er kominn með 117 A-landsleiki. „Sem er nú ansi magnað af landsliðsþjálfara að vera,“ segir Ólafur sem hefur aðeins misst af einum leik með A-landsliði kvenna á þessum tíma. Það má segj hann hafi haft löglega afsökun. „Það var í Vejle í júní 2014. Ég var að gifta mig á laugardegi og leikur á sunnudeginum. Það er eini leikurinn sem ég hef misst af.“ „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, sumir eru í golfi en ég er bara í þessu,“ sagði Ólafur að lokum aðspurður hvort hann væri ekkert farinn að fá leið á þjálfun. Ólafur verður á sínum stað á hliðarlínunni þegar Blikar hefja leik í Bestu deild kvenna á morgun, mánudag. Tekur Breiðablik á móti Keflavík klukkan 18.00. Leikurinn verður sýndur beint á aukarás Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti