„Sumir eru í golfi en ég er bara í þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2024 11:00 Ólafur Pétursson og fjölskylda eftir að Breiðablik varð Íslandsmeistari karla haustið 2022. Aðsend Ólafur Pétursson er einn af þessum mönnum á bakvið tjöldin sem tranar sér ekki fram við hvert tilefni. Hann hefur hins vegar átt sinn þinn þátt í velgengni Breiðabliks. Ólafur hefur starfað fyrir Breiðablik frá árinu 2005 og lyft fjölda titla á þeim árum. Alls hefur hann unnið 19 stóra titla á ferli sínum sem markmannsþjálfari, þar af eru tíu Íslandsmeistaratitlar. Í dag er hann yfirþjálfari markmannsþjálfunar hjá Breiðabliki. Ofan á allt þetta hefur hann starfað fyrir A-landslið kvenna síðan árið 2013, er í fullu starfi sem kennari og giftur fjölskyldufaðir. Það kemur því ekki á óvart að samkvæmt honum sjálfum sé hann „best gifti maður í heimi.“ Frá 2015 til 2022 var hann með báða meistaraflokka Blika sem og kvennalandsliðið. Hann sér ekki eftir að minnka við sig en í dag er hann með kvennalið Blika ásamt því að vera yfirþjálfari, kennari og fjölskyldufaðir. „Ég hafði bara ekki tíma í það,“ sagði Ólafur í viðtali við Vísi um ferilinn. Umræðan snerist svo fljótt að fjölskyldunni. Ólafur og fjölskylda á EM kvenna sumarið 2022.Aðsend „Konan mín (Lára Sif Jónsdóttir) er mín stoð og stytta í þessu. Ég er búinn að vera ótrúlega lítið heima, alltaf í vinnunni. Bæði að kenna, svo að þjálfa og með alla þessa leiki. Ég var búin að taka ákvörðun um það að vera ekki með báða meistaraflokkana eftir sumarið 2022,“ sagði Ólafur og bætti við: „Ég er loksins meira heima og ef einhver á þakkir skilið þá er það konan mín, ég er ótrúlega vel giftur maður. Er heppinn að eiga eiginkonu sem hefur stutt mig í gegnum þetta.“ Það var nóg að gera hjá karlaliði Breiðabliks síðasta sumar þegar liðið fór alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ólafur er eðlilega gríðarlega ánægður með þann árangur sem Blikar náðu en hann var þó feginn að vera ekki með báða meistaraflokkana. „Af því að ég var með stelpurnar fékk ég frí hér og þar. Hefði ég líka verið með strákana hefði ég ekki fengið neitt sumarfrí til að vera með fjölskyldunni.“ „Maður finnur það, eins og síðasta sumar þegar ég var ekki með tvo meistaraflokka, hvað það er ótrúlega þægilegt. Það er bara vika í næsta leik, það er mesti munurinn.“ Ólafur og Aron Már Björnsson (þáverandi styrktarþjálfari Breiðabliks á góðri stund í París eftir Evrópuleik gegn París Saint-Germain.Aðsend Löglega afsakaður í Vejle Ólafur hefur starfað fyrir landsliðið síðan 2013 og er kominn með 117 A-landsleiki. „Sem er nú ansi magnað af landsliðsþjálfara að vera,“ segir Ólafur sem hefur aðeins misst af einum leik með A-landsliði kvenna á þessum tíma. Það má segj hann hafi haft löglega afsökun. „Það var í Vejle í júní 2014. Ég var að gifta mig á laugardegi og leikur á sunnudeginum. Það er eini leikurinn sem ég hef misst af.“ „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, sumir eru í golfi en ég er bara í þessu,“ sagði Ólafur að lokum aðspurður hvort hann væri ekkert farinn að fá leið á þjálfun. Ólafur verður á sínum stað á hliðarlínunni þegar Blikar hefja leik í Bestu deild kvenna á morgun, mánudag. Tekur Breiðablik á móti Keflavík klukkan 18.00. Leikurinn verður sýndur beint á aukarás Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Ólafur hefur starfað fyrir Breiðablik frá árinu 2005 og lyft fjölda titla á þeim árum. Alls hefur hann unnið 19 stóra titla á ferli sínum sem markmannsþjálfari, þar af eru tíu Íslandsmeistaratitlar. Í dag er hann yfirþjálfari markmannsþjálfunar hjá Breiðabliki. Ofan á allt þetta hefur hann starfað fyrir A-landslið kvenna síðan árið 2013, er í fullu starfi sem kennari og giftur fjölskyldufaðir. Það kemur því ekki á óvart að samkvæmt honum sjálfum sé hann „best gifti maður í heimi.“ Frá 2015 til 2022 var hann með báða meistaraflokka Blika sem og kvennalandsliðið. Hann sér ekki eftir að minnka við sig en í dag er hann með kvennalið Blika ásamt því að vera yfirþjálfari, kennari og fjölskyldufaðir. „Ég hafði bara ekki tíma í það,“ sagði Ólafur í viðtali við Vísi um ferilinn. Umræðan snerist svo fljótt að fjölskyldunni. Ólafur og fjölskylda á EM kvenna sumarið 2022.Aðsend „Konan mín (Lára Sif Jónsdóttir) er mín stoð og stytta í þessu. Ég er búinn að vera ótrúlega lítið heima, alltaf í vinnunni. Bæði að kenna, svo að þjálfa og með alla þessa leiki. Ég var búin að taka ákvörðun um það að vera ekki með báða meistaraflokkana eftir sumarið 2022,“ sagði Ólafur og bætti við: „Ég er loksins meira heima og ef einhver á þakkir skilið þá er það konan mín, ég er ótrúlega vel giftur maður. Er heppinn að eiga eiginkonu sem hefur stutt mig í gegnum þetta.“ Það var nóg að gera hjá karlaliði Breiðabliks síðasta sumar þegar liðið fór alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ólafur er eðlilega gríðarlega ánægður með þann árangur sem Blikar náðu en hann var þó feginn að vera ekki með báða meistaraflokkana. „Af því að ég var með stelpurnar fékk ég frí hér og þar. Hefði ég líka verið með strákana hefði ég ekki fengið neitt sumarfrí til að vera með fjölskyldunni.“ „Maður finnur það, eins og síðasta sumar þegar ég var ekki með tvo meistaraflokka, hvað það er ótrúlega þægilegt. Það er bara vika í næsta leik, það er mesti munurinn.“ Ólafur og Aron Már Björnsson (þáverandi styrktarþjálfari Breiðabliks á góðri stund í París eftir Evrópuleik gegn París Saint-Germain.Aðsend Löglega afsakaður í Vejle Ólafur hefur starfað fyrir landsliðið síðan 2013 og er kominn með 117 A-landsleiki. „Sem er nú ansi magnað af landsliðsþjálfara að vera,“ segir Ólafur sem hefur aðeins misst af einum leik með A-landsliði kvenna á þessum tíma. Það má segj hann hafi haft löglega afsökun. „Það var í Vejle í júní 2014. Ég var að gifta mig á laugardegi og leikur á sunnudeginum. Það er eini leikurinn sem ég hef misst af.“ „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, sumir eru í golfi en ég er bara í þessu,“ sagði Ólafur að lokum aðspurður hvort hann væri ekkert farinn að fá leið á þjálfun. Ólafur verður á sínum stað á hliðarlínunni þegar Blikar hefja leik í Bestu deild kvenna á morgun, mánudag. Tekur Breiðablik á móti Keflavík klukkan 18.00. Leikurinn verður sýndur beint á aukarás Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann