„Þetta reddast!“ Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 15. apríl 2024 12:30 Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagði nýverið til að hefja grunnskólann árinu fyrr til að stoppa í starfsmannaveltugat leikskólanna. Mér finnst sú forsenda vera veik stoð fyrir grundvallarbreytingu á skólakerfinu þó markmiðið sé verðugt. Slíkar grundvallarákvarðanir sem hafa svo mikið um framtíð barnanna okkar að segja þurfa að vera á forsendum barnanna út frá þeirra velferð og hag byggt á upplýsingum um félagsfræðileg, lærdómsfagleg og þroskasálfræðileg sjónarmið en ekki á forsendum kerfisins, manneklu eða Excel. Leikur er nám ungra barna og gríðarlega mikilvægur fyrir þroska þeirra og lærdóm. Leikskólinn býður börnum á þessum aldri upp á fjölbreytilegt nám sem hentar þeim langt umfram grunnskólann. Leikurinn er þar í forgrunni, uppfullur af meðal annars sköpun, gleði, samvinnu, áskorunum í að sýna af sér kjark, sem og öðru góðgæti. Þar er meira rými til að athafna sig, en leikskólinn hefur hins vegar aldrei þótt jafn fínn í kerfi sem metur fínheit í samræmi við skólastig. Það er misráðið og stenst enga skoðun. Það er ekki svo að það að hefja grunnskólann fyrr skili sér endilega í betri menntun og liggja fyrir rannsóknir sem benda til hins gagnstæða. Mögulega væri jafnvel farsælla að hefja grunnskólanám árinu síðar. Norðmenn sjá margir hverjir eftir því að hafa fært sex ára gömul börn yfir í grunnskólann og myndi norskt skólafólk tæpast taka það í mál að flytja fimm ára börnin þangað líka. Eitt hentar svo sem ekki öllum. En að vilja vaða í umfangsmiklar breytingar án þess að það sé nægilega vel undirbúið eða nægilega fagleg sjónarmið að baki hefur undantekningalaust komið niður á menntun. Ég veit að það eru mörg tækifæri til að gera betur í skólakerfinu en ég veit líka að starfsfólk vinnur þar þrekvirki á degi hverjum. Í borgarstjórn fór ég yfir mínar efasemdir um að þessi breyting yrði börnunum fyrir bestu og lagði áherslu á mikilvægi þess að slíkar ákvarðanir yrðu byggðar á fullnægjandi gögnum og rökum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakaði mig og fleiri um „bölsýni“ vegna áherslna okkar á gagnrýna hugsun. „Ekki vera hrædd við að prófa“ hélt fulltrúinn áfram; „Slakið á, þetta reddast!“ Ég er ekki tilbúin að setja dýrmæta framtíð ungra barna í svaðilför og vona að það reddist eins og Sjálfstæðisflokknum virðist finnast forsvaranlegt að gera. Þetta orðfæri borgarfulltrúans minnir um margt á stemninguna fyrir hrun þegar leiðinlegu eftirlitsstofnarnirnar voru talaðar niður og sagðar vera fyrir. „Drengir, sjáiði ekki veisluna?“ Ég hafði svo orð á þessum hugrenningartengslum sem slógu mig og fór yfir mikilvægi heilbrigðrar umræðuhefðar, faglegra vinnubragða og upplýstrar ákvarðanatöku, ekki síst þegar svo stórar ákvarðanir eru undir. Ég nefndi í þessu samhengi hvernig hrunið og fjárhagslegt skipbrot ríkisins Íslands, sá sögulegi atburður á heimsvísu sem Sjálfstæðisflokkurinn bar mikið til ábyrgð á, byggði umfram allt á gjaldþroti lýðræðislegrar umræðuhefðar þar sem gagnrýnin hugsun var máluð út í horn sem tóm leiðindi sem væri bara fyrir. Í þeirri andrá kallaði borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mig „ódýran stjórnmálamann.“ Sá sami og sagði í pontu um lykilákvörðun sem varðar framtíð ungra barna: „Þetta reddast!“ Tali hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagði nýverið til að hefja grunnskólann árinu fyrr til að stoppa í starfsmannaveltugat leikskólanna. Mér finnst sú forsenda vera veik stoð fyrir grundvallarbreytingu á skólakerfinu þó markmiðið sé verðugt. Slíkar grundvallarákvarðanir sem hafa svo mikið um framtíð barnanna okkar að segja þurfa að vera á forsendum barnanna út frá þeirra velferð og hag byggt á upplýsingum um félagsfræðileg, lærdómsfagleg og þroskasálfræðileg sjónarmið en ekki á forsendum kerfisins, manneklu eða Excel. Leikur er nám ungra barna og gríðarlega mikilvægur fyrir þroska þeirra og lærdóm. Leikskólinn býður börnum á þessum aldri upp á fjölbreytilegt nám sem hentar þeim langt umfram grunnskólann. Leikurinn er þar í forgrunni, uppfullur af meðal annars sköpun, gleði, samvinnu, áskorunum í að sýna af sér kjark, sem og öðru góðgæti. Þar er meira rými til að athafna sig, en leikskólinn hefur hins vegar aldrei þótt jafn fínn í kerfi sem metur fínheit í samræmi við skólastig. Það er misráðið og stenst enga skoðun. Það er ekki svo að það að hefja grunnskólann fyrr skili sér endilega í betri menntun og liggja fyrir rannsóknir sem benda til hins gagnstæða. Mögulega væri jafnvel farsælla að hefja grunnskólanám árinu síðar. Norðmenn sjá margir hverjir eftir því að hafa fært sex ára gömul börn yfir í grunnskólann og myndi norskt skólafólk tæpast taka það í mál að flytja fimm ára börnin þangað líka. Eitt hentar svo sem ekki öllum. En að vilja vaða í umfangsmiklar breytingar án þess að það sé nægilega vel undirbúið eða nægilega fagleg sjónarmið að baki hefur undantekningalaust komið niður á menntun. Ég veit að það eru mörg tækifæri til að gera betur í skólakerfinu en ég veit líka að starfsfólk vinnur þar þrekvirki á degi hverjum. Í borgarstjórn fór ég yfir mínar efasemdir um að þessi breyting yrði börnunum fyrir bestu og lagði áherslu á mikilvægi þess að slíkar ákvarðanir yrðu byggðar á fullnægjandi gögnum og rökum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakaði mig og fleiri um „bölsýni“ vegna áherslna okkar á gagnrýna hugsun. „Ekki vera hrædd við að prófa“ hélt fulltrúinn áfram; „Slakið á, þetta reddast!“ Ég er ekki tilbúin að setja dýrmæta framtíð ungra barna í svaðilför og vona að það reddist eins og Sjálfstæðisflokknum virðist finnast forsvaranlegt að gera. Þetta orðfæri borgarfulltrúans minnir um margt á stemninguna fyrir hrun þegar leiðinlegu eftirlitsstofnarnirnar voru talaðar niður og sagðar vera fyrir. „Drengir, sjáiði ekki veisluna?“ Ég hafði svo orð á þessum hugrenningartengslum sem slógu mig og fór yfir mikilvægi heilbrigðrar umræðuhefðar, faglegra vinnubragða og upplýstrar ákvarðanatöku, ekki síst þegar svo stórar ákvarðanir eru undir. Ég nefndi í þessu samhengi hvernig hrunið og fjárhagslegt skipbrot ríkisins Íslands, sá sögulegi atburður á heimsvísu sem Sjálfstæðisflokkurinn bar mikið til ábyrgð á, byggði umfram allt á gjaldþroti lýðræðislegrar umræðuhefðar þar sem gagnrýnin hugsun var máluð út í horn sem tóm leiðindi sem væri bara fyrir. Í þeirri andrá kallaði borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mig „ódýran stjórnmálamann.“ Sá sami og sagði í pontu um lykilákvörðun sem varðar framtíð ungra barna: „Þetta reddast!“ Tali hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar