„Þetta reddast!“ Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 15. apríl 2024 12:30 Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagði nýverið til að hefja grunnskólann árinu fyrr til að stoppa í starfsmannaveltugat leikskólanna. Mér finnst sú forsenda vera veik stoð fyrir grundvallarbreytingu á skólakerfinu þó markmiðið sé verðugt. Slíkar grundvallarákvarðanir sem hafa svo mikið um framtíð barnanna okkar að segja þurfa að vera á forsendum barnanna út frá þeirra velferð og hag byggt á upplýsingum um félagsfræðileg, lærdómsfagleg og þroskasálfræðileg sjónarmið en ekki á forsendum kerfisins, manneklu eða Excel. Leikur er nám ungra barna og gríðarlega mikilvægur fyrir þroska þeirra og lærdóm. Leikskólinn býður börnum á þessum aldri upp á fjölbreytilegt nám sem hentar þeim langt umfram grunnskólann. Leikurinn er þar í forgrunni, uppfullur af meðal annars sköpun, gleði, samvinnu, áskorunum í að sýna af sér kjark, sem og öðru góðgæti. Þar er meira rými til að athafna sig, en leikskólinn hefur hins vegar aldrei þótt jafn fínn í kerfi sem metur fínheit í samræmi við skólastig. Það er misráðið og stenst enga skoðun. Það er ekki svo að það að hefja grunnskólann fyrr skili sér endilega í betri menntun og liggja fyrir rannsóknir sem benda til hins gagnstæða. Mögulega væri jafnvel farsælla að hefja grunnskólanám árinu síðar. Norðmenn sjá margir hverjir eftir því að hafa fært sex ára gömul börn yfir í grunnskólann og myndi norskt skólafólk tæpast taka það í mál að flytja fimm ára börnin þangað líka. Eitt hentar svo sem ekki öllum. En að vilja vaða í umfangsmiklar breytingar án þess að það sé nægilega vel undirbúið eða nægilega fagleg sjónarmið að baki hefur undantekningalaust komið niður á menntun. Ég veit að það eru mörg tækifæri til að gera betur í skólakerfinu en ég veit líka að starfsfólk vinnur þar þrekvirki á degi hverjum. Í borgarstjórn fór ég yfir mínar efasemdir um að þessi breyting yrði börnunum fyrir bestu og lagði áherslu á mikilvægi þess að slíkar ákvarðanir yrðu byggðar á fullnægjandi gögnum og rökum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakaði mig og fleiri um „bölsýni“ vegna áherslna okkar á gagnrýna hugsun. „Ekki vera hrædd við að prófa“ hélt fulltrúinn áfram; „Slakið á, þetta reddast!“ Ég er ekki tilbúin að setja dýrmæta framtíð ungra barna í svaðilför og vona að það reddist eins og Sjálfstæðisflokknum virðist finnast forsvaranlegt að gera. Þetta orðfæri borgarfulltrúans minnir um margt á stemninguna fyrir hrun þegar leiðinlegu eftirlitsstofnarnirnar voru talaðar niður og sagðar vera fyrir. „Drengir, sjáiði ekki veisluna?“ Ég hafði svo orð á þessum hugrenningartengslum sem slógu mig og fór yfir mikilvægi heilbrigðrar umræðuhefðar, faglegra vinnubragða og upplýstrar ákvarðanatöku, ekki síst þegar svo stórar ákvarðanir eru undir. Ég nefndi í þessu samhengi hvernig hrunið og fjárhagslegt skipbrot ríkisins Íslands, sá sögulegi atburður á heimsvísu sem Sjálfstæðisflokkurinn bar mikið til ábyrgð á, byggði umfram allt á gjaldþroti lýðræðislegrar umræðuhefðar þar sem gagnrýnin hugsun var máluð út í horn sem tóm leiðindi sem væri bara fyrir. Í þeirri andrá kallaði borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mig „ódýran stjórnmálamann.“ Sá sami og sagði í pontu um lykilákvörðun sem varðar framtíð ungra barna: „Þetta reddast!“ Tali hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagði nýverið til að hefja grunnskólann árinu fyrr til að stoppa í starfsmannaveltugat leikskólanna. Mér finnst sú forsenda vera veik stoð fyrir grundvallarbreytingu á skólakerfinu þó markmiðið sé verðugt. Slíkar grundvallarákvarðanir sem hafa svo mikið um framtíð barnanna okkar að segja þurfa að vera á forsendum barnanna út frá þeirra velferð og hag byggt á upplýsingum um félagsfræðileg, lærdómsfagleg og þroskasálfræðileg sjónarmið en ekki á forsendum kerfisins, manneklu eða Excel. Leikur er nám ungra barna og gríðarlega mikilvægur fyrir þroska þeirra og lærdóm. Leikskólinn býður börnum á þessum aldri upp á fjölbreytilegt nám sem hentar þeim langt umfram grunnskólann. Leikurinn er þar í forgrunni, uppfullur af meðal annars sköpun, gleði, samvinnu, áskorunum í að sýna af sér kjark, sem og öðru góðgæti. Þar er meira rými til að athafna sig, en leikskólinn hefur hins vegar aldrei þótt jafn fínn í kerfi sem metur fínheit í samræmi við skólastig. Það er misráðið og stenst enga skoðun. Það er ekki svo að það að hefja grunnskólann fyrr skili sér endilega í betri menntun og liggja fyrir rannsóknir sem benda til hins gagnstæða. Mögulega væri jafnvel farsælla að hefja grunnskólanám árinu síðar. Norðmenn sjá margir hverjir eftir því að hafa fært sex ára gömul börn yfir í grunnskólann og myndi norskt skólafólk tæpast taka það í mál að flytja fimm ára börnin þangað líka. Eitt hentar svo sem ekki öllum. En að vilja vaða í umfangsmiklar breytingar án þess að það sé nægilega vel undirbúið eða nægilega fagleg sjónarmið að baki hefur undantekningalaust komið niður á menntun. Ég veit að það eru mörg tækifæri til að gera betur í skólakerfinu en ég veit líka að starfsfólk vinnur þar þrekvirki á degi hverjum. Í borgarstjórn fór ég yfir mínar efasemdir um að þessi breyting yrði börnunum fyrir bestu og lagði áherslu á mikilvægi þess að slíkar ákvarðanir yrðu byggðar á fullnægjandi gögnum og rökum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakaði mig og fleiri um „bölsýni“ vegna áherslna okkar á gagnrýna hugsun. „Ekki vera hrædd við að prófa“ hélt fulltrúinn áfram; „Slakið á, þetta reddast!“ Ég er ekki tilbúin að setja dýrmæta framtíð ungra barna í svaðilför og vona að það reddist eins og Sjálfstæðisflokknum virðist finnast forsvaranlegt að gera. Þetta orðfæri borgarfulltrúans minnir um margt á stemninguna fyrir hrun þegar leiðinlegu eftirlitsstofnarnirnar voru talaðar niður og sagðar vera fyrir. „Drengir, sjáiði ekki veisluna?“ Ég hafði svo orð á þessum hugrenningartengslum sem slógu mig og fór yfir mikilvægi heilbrigðrar umræðuhefðar, faglegra vinnubragða og upplýstrar ákvarðanatöku, ekki síst þegar svo stórar ákvarðanir eru undir. Ég nefndi í þessu samhengi hvernig hrunið og fjárhagslegt skipbrot ríkisins Íslands, sá sögulegi atburður á heimsvísu sem Sjálfstæðisflokkurinn bar mikið til ábyrgð á, byggði umfram allt á gjaldþroti lýðræðislegrar umræðuhefðar þar sem gagnrýnin hugsun var máluð út í horn sem tóm leiðindi sem væri bara fyrir. Í þeirri andrá kallaði borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mig „ódýran stjórnmálamann.“ Sá sami og sagði í pontu um lykilákvörðun sem varðar framtíð ungra barna: „Þetta reddast!“ Tali hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun